Morgunblaðið - 24.07.1979, Síða 36
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁ ERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
\i <.nMM. \
S|\||\N KU:
22480
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁ ERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
\l <.I.\S|M, \
si\ii\\ m
22480
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979
Skattskrá Suðurlands verður lögð fram í dag:
Gjöld einstaklinga hækka um
76.8% og félaga um 129.9%
Tek juskattur á einstaklinga
hækkar um 99.3% og á félög
um 221.8% frá fyrra ári
SK ATTSKRÁ Suðurlands verður lögð fram í dag. Álögð
gjöld á 7.248 einstaklinga nema alls 4.692 milljónum en
voru 2.654 milljónir króna á 7125 einstaklinga árið
áður. Hækkunin milli ára er því 76,8%. Gjöld á 491 félag
í umdæminu nema samtals 1.005 milljónum króna í ár
en voru 437 milljónir á 466 félög í fyrra. Gjöld á félög
hækka því um 129,9% frá því í fyrra. Heildarálagningin
í umdæminu er samtals 5.697 milljónir króna.
Tekjuskattur á einstaklinga
er 2.119 milljónir króna og á
félög 357 milljónir króna. í
f.vrra greiddu einstaklingar í
umdæminu samtals 1063
milljónir króna í tekjuskatt og
félög 111 milljónir samtals.
Hækkun á tekjuskatti rinstakl-
inga nemur því 99,3% ;dlli ára
og hvorki meira né minna en
um 221,8% á félög.
Hæstu gjöld einstaklinga í
umdæminu greiöa Kristján
Jónsson trésmíðameistari,
Selfossi, 17,1 milljón, Sigfús
Kristinsson byggingameistarj,
Selfossi, 12,6 milljónir og Ing-
var Kjartansson læknir,
Selfossi, greiöir 9,5 milljónir
207 hval-
ir veiddir
í GÆR höfðu veiðst 207 hvalir á
vertíðinni, 197 langreyðar, 5
búrhvalir og 5 sandreyðar. 1
fyrra höfðu veiðst 214 hvalir á
sama tíma en þá hófst veiðin
nokkrum dögum fyrr en í ár.
króna. Hæstu gjöld félaga
greiða Kaupfélag Árnesinga,
Selfossi, 79,5 milljónir,
Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi,
77,7 milljónir og Meitillinn í
Þorlákshöfn greiðir 68,1
milljón.
Sjá „Hæstu greiðendur ..
bls. 3.
Fimm keppendur í
„rally-cross“ um helg-
ina veltu bílum sínum
og luku aðeins 9 af 18
keppninni.
Sjá miðopnu.
Ljósm. Mbl.: Kristinn
Þvingunaraðgerðir fjármálaráðherra gagnvart samráðherrum:
Greiðir enga reikninga nema
laun og lögbundnar bætur
TÓMAS Árnason fjármálaráðherra hefur tekið fyrir allar greiðslur úr ríkissjóði, nema launagreiðslur og lögbundnar bótagreiðslur
Tryggingastofnunar ríkisins. Er þetta liður f þvingunaraðgerðum Tómasar til að fá samráðherra sfna til að taka ákvarðanir um tekjuöflun
fyrir rfkissjóð, en f þvf sambandi hefur hann lagt fram tillögur um 2% söluskatts og tilfærslu á vörugjaldi. þar sem m.a. er rætt um þá leið að
hafa aðeins eitt 24 — 26% gjald í stað þeirra tveggja flokka, sem nú eru 16 og 30%.
í umræðum um aðgerðir vegna
olíuverðsvandans lagði fjármála-
ráðherra kapp á að fá um leið
ákvarðanir um tekjuöflun vegna
vanda ríkissjóðs, sem mun nema
um 7,5 milljörðum króna miðað
við það ákvæði samstarfsyfirlýs-
ingar stjórnarflokkanna að á
fyrsta 16 mánaða tímabili ríkis-
stjórnarinnar skyldi ríkissjóður
rekinn hallalaus.
Alþýðubandalagið lagðist
eindregið gegn þessum tilraunum
Tómasar, en Alþýðuflokkurinn
lýsti sig reiðubúinn til að athuga
tillögur hans um auknar skatta-
álögur vegna vanda ríkissjóðs, en
setti það skilyrði að málið yrði
Tryggingastofnun rfkisins
skortir 7 til 8 milljarða kr.
Fyrirs jáanlegt, verdi ekkert ad gert, ad ekki
verdi unnt ad greiða bætur f yrir október
FJÁRMAGNSSKORTUR Tryggingastofnunar ríkisins, svo að unnt sé að standa við lagaákvæði um
tryggingabætur, er nú á milli 7 og 8 milljarða króna. Eigi að vera unnt að standa við fjármagnsskuldbindingar
stofnunarinnar fram til áramóta er fjárvöntunin um 2 milljarðar króna og er fyrirsjáanlegt að verði ekkert að
gert, getur stofnunin ekki greitt út bætur í októbermánuði. Vandamál stofnunarinnar eru nú til umfjöllunar
milli tryggingaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins og hefur enn engin lausn fengizt á málinu. Eggert G.
Þorsteinsson. forstjóri Tryggingastofnunar rfkisins, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær að hann vildi ekki
tjá sig um málið, en ástandið væri mjög alvarlegt.
Magnús H. Magnússon, trygg-
ingaráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að fjármagns-
vandi stofnunarinnar væri á milli 7
og 8 milljarðar króna, svo að
raunverulega verði farið að lögun-
um. Magnús kvað þetta vera skuld,
sem hefði myndast allar götur frá
árinu 1971, þegar þáverandi vinstri
stjórn tók ákvörðun um að flýta
hækkun tryggingabóta um 5 mán-
uði, frá 1. janúar 1972 — eins og það
átti að vera til 1. ágúst og gerði sú
ríkisstjórn þetta á kostnað Trygg-
ingastofnunarinnar, sem varð að
tæma sjóði sína og síðan hafa allar
ríkisstjórnir aukið við vandann.
Magnús kvað málið í raun vera
þannig, að við uppgjör hverrar
deildar ætti ríkissjóður að jafna
hallann á næsta ári. Þetta hefði
hins vegar aldrei verið gert, heldur
hafi verið látið nægja að greiða það
sem nauðsynlegt er í hvert skipti.
Því er raunveruleg skuld ríkissjóðs,
ef farið væri að lögum um almanna-
tryggingar, rúmlega 4 milljarðar
króna, síðan skuldar Innheimtu-
stofnun sveitarfélaga vegna barns-
meðlaga um 2 milljarði króna og
atvinnurekendur og aðrir aðilar
skulda nokkuð á annan milljarð
króna. Því er fjárvöntun trygging-
anna á milli 7 og 8 milljarðar, ef
farið væri að lögunum allan þennan
tíma. Hins vegar vantar til ára-
móta, svo að unnt sé að láta
stofnunina ganga eðlilega um 2
milljarða króna eða um það bil.
Magnús H. Magnússon kvað
þennan vanda snúa beint að ríkis-
sjóði og kvað hann vera inni í þeim
vanda, sem fjármálaráðherra hefði
talað um sem fjárvöntun ríkissjóðs,
en 5 milljarða vantar þar til þess að
ríkissjóður sé rekinn hallalaus frá
1. september er ríkisstjórnin tók við
völdum og á því 16 mánaða tímabili,
sem er til næstkomandi áramóta.
Þar við bætist, sagði Magnús, að
ýmis rök hníga að því, að draga
þurfi minna úr niðurgreiðslum en
ákveðið var á fjárlögum og gæti það
numið um 2Vfe milljarði til viðbótar.
Því væri heildarfjáröflunarvandi
ríkissjóðs fyrir 16 mánaða tímabilið
Vk milljarður króna. Er þá gert
ráð fyrir að niðurgreiðslur verði
óbreyttar miðað við það sem nú er.
rætt á grundvelli lausnar til
lengri tíma en til áramóta.
Tómasi tókst ekki að fá sam-
ráðherra sína til að taka vanda
ríkissjóðs til meðferðar um leið og
olíuverðsvandann, en mun að
loknum ríkisstjórnarfundinum,
þar sem bráðabirgðalögin um
olíuverðið voru samþykkt, hafa
kvatt félaga sína í ríkisstjórninni
með þeim orðum, að hann réði því
þó altént, hvað greitt yrði úr
ríkissjóði.
Meðal þeirra ógreiddu reikn-
inga, sem fjárhagsvandi ríkis-
sjóðs snýst um er rekstrar-
kostnaður ríkisspítalanna, annar
en laun, sem nemur allt að 300
milljónum króna og einnig rekstr-
arreikningar ýmissa mennta-
stofnana svo eitthvað sé nefnt.
Staupum og
könnu stol-
ið úr kirkju
AÐFARARNÓTT s.l. laugar-
dags var brotist inn í Þjóð-
kirkjuna í Hafnarfirði og stolið
þaðan 5 silfurstaupum og
könnu. Þetta óvenjulega þjófn-
aðarmál er í rannsókn.