Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 13

Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 13 Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti. Líklegt er talið að þar hafi verið kirkja og kirkjugarður skömmu ettir Kristnitöku. Þar var jarðað til ársins 1838. (Ljósm. Mbi. Kristinn) Kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Fyrst varjarðað þar árið 1838 og enn í dag er þar grafið í grafir sem hafa verið fráteknar frá fyrri tíð. Nú er þar mikiii gróður og vinsælt útivistarsvæði Reykvfkinga. (Ljósm. Mbi. Kristinn) Kirkjugarðurinn í Fossvogi er aðal kirkjugarður Reykjavíkur og nágrennis. Þar hafa frá árinu 1932 veriö grafnar um 17 þúsund manneskjur og brátt verður öiium grafarstæðum ráðstaíað þó um árabil komi til með að verða grafið þar í fráteknum grafarstæðum. (Ljósm. Mbl. Kristinn) Nú í sumar verða gróðursettar 10 þúsund piöntur í Gufunesi í ytri og innri skjólbelti. (Ljósm. Mbl. RAX) Á þessari yfirlitsteikningu af skipuiagi Gufuness má sjá hvar kirkjugarðinum er ætlaður staður á miðju nesinu. Allt umhverfis verða íbúðarhverfi (doppótt svæði) og iðnaðarhverfi (dökk svæði). Ekið er til kirkjugarðsins framhjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og blasir þá við fyrirhugað svæði kirkjugarðsins. fyrir því að í garðinum rúmist 50—60 þúsund grafir. Á ári hverju eru hér grafnar um það bil 600 manneskjur í kirkjugörðum Reykjavíkur og ennfremur eru tekin frá grafarstæði fyrir aðstandendur til viðbótar við þannan fjölda. Af þessum tölum að dæma, má reikna með því að garðurinn í Gufunesi fullnægji þörfum Reykjavíkur og nágrennis til áranna 2030 eða 2040. Brennsla aðeins í 10% greftrana Þessar spár miða eins og áður segir allar við þær aðstæður sem ríkja í þessum málum hér á landi í dag. Það getur verið hollt umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga að bera okkur saman við nágrannalöndin í þessum efnum. Grafarhelgi er það tímabil nefnt sem þarf að líða frá þvi að fyrst er grafið í ákveðið land og þar til aftur er grafið í sama land. Grafarhelgi er á íslandi 75 ár en í mörgum nágrannalöndum er grafarhelgin aðeins 20 ár. Við íslendingar erum langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar bálfarir eða líkbrennslu. Á síðustu árum og áratugum hefur orðið mikil breyting á tíðni bálfara í nágrannalöndum okkar þannig að nú er svo komið að bálfarir eru í um 80% af greftrunum. Á íslandi eru bálfarir einungis 10% greftr- ana. Bæði þessi atriði sem ég hef nú nefnt, grafarhelgi og bálfarir, þýða að hér ríkja í raun allt önnur viðhorf til skipulagningar kirkju- garða þar sem við þörfnumst svo mikils landrýmis til að geta fram- fylgt þessum venjum. Ef viðhorf fólks til bálfara breytast hér a landi eins og þau hafa gert í öðrum löndum mun þessi kirkju- garður í Gufunesi duga okkur lengur en nú er áætlað." Mikill gróður Gróður skipar stórt hlutverk í mótun umhverfis í kirkjugarðin- um. Skjólbelti verður gróðursett allt umhverfis garðinn og auk þess verður honum skipt með. trjám í reiti sem verða 50 metrar á hvern veg. „Gróðurinn gegnir því hlut- verki að veita skjól gegn veðri og vindum, en jafnframt hefur gróðurinn eins konar mildandi áhrif á umhverfið og nær fram þeirri stemmningu sem fólk kýs að ríki í kirkjugarði," sagði Einar. Hann sagði að sérstakar reglur væru nú í gildi um hvernig greftr- un skyldi háttað og hvað fólki væri leyfilegt að gera fyrir leiði aðstandenda. „Ég held því, að eins og málum er nú háttað sé fólki veitt hóflegt frelsi til að setja sitt svipmót á grafir aðstandenda." Framkvæmdir fyrir 100 milljónir í sumar Guðmundur Guðjónsson umsjónar- og eftirlitsmaður kirkjugarðsstjórnar við þessar framkvæmdir sagði að þær hefðu hafist árið 1976 þegar Reykja- víkurborg hóf framræslu svæðis- ins. Samkvæmt reglugerðum er viðkomandi bæjarfélagi skylt að útvega land tilbúið til ræktunar í samræmi við þörf fyrir greftrun. Framræsla og sléttun svæðisins ásamt lagningu ræsa var því í verkahring borgarinnar. * í maí 1978 hófust síðan fram- kvæmdir sem kirkjugarðsstjórnin hefur með höndum. Lokið er bygg- ingu húsa og lagningu gatna á svæðinu og í sumar hófst gróður- setning trjáa. Álls verða gróður- settar um 10 þúsund plöntur í sumar. Að því loknu verður farið að sá í garðinn. Tekjur kirkju- garðsstjórnar eru kirkjugarðs- gjöld og er áætlað að verja 100 milljónum til framkvæmda þarna í sumar. Það svæði sem nú er verið að vinna við er einungis helmingur af 1. áfanga eða 6,6, hektarar af þeim 52 hekturum sem garðurinn er í heild sinni. Á næsta ári verður síðan hafist handa við að ræsa fram síðari hluta 1. áfanga. Þegar þeim hluta er lokið verða 12 hektarar lands sem samtals rúma 12 þúsund grafir tilbúnar til greftrunar. 600 grafir á ári hverju Friðrik Vigfússo/i, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði að Einar Sæmundsen landslagsarki- tekt. (Ljósm. Mbl. RAX) undanfarin ár hefðu um 600 grafir verið teknar á ári hverju auk nokkurra grafa i Suðurgötugarð- inum sem frá fyrri tið hafi verið teknar frá. „Það má reikna með því að fyrir hverja manneskju sem grafin er þá séu tekin frá 1—2 grafarstæði til viðbótar. Þannig bindast á ári hverju um 12—1300 grafarstæði. Greftrun í Fossvogskirkjugarði hófst árið 1932 og allt frá upphafi hafa þar verið grafnar næstum 17 þúsund manneskjur. Grafarstæði í garðinum eru hins vegar nálægt því að vera samtals 21 þúsund. Þau 4 þúsund grafarstæði sem þá er óráðstafað eru mörg frátekin, þannig að garðinum verður ráð- stafað að fullu áður en grafar- stæðin verða búin. Nauðsyn að hraða framkvæmdum Friðrik sagði að stjórn kirkju- garðanna legði mikla áherslu á að framkvæmdum í Gufunesi yrði hraðað eins og mögulegt væri. „Umræður um nýjan kirkjugarð fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi, sem nær yfir Reykjavík, Kópavog og Seltjarnarnes hafa staðið lengi en það var ekki fyrr en 1975 að umræðurnar komust á það stig að unnt var að hefja nauðsynlegan undirbúning. Vegna þess að málið tafðist var kirkjugörðunum út- hlutað 3ja hektara landssvæði til viðbótar við þá 20 hektara sem þeir höfðu áður tii að mæta þörfinni. Við álítum að það sé hyggileg ráðstöfun að gera kirkjugarðinn í Gufunesi tilbúinn innan skamms." Grafartækur haustið 1980? — En hvenær er áætlað að grafarstæði verði uppurin í Foss- vogsgarðinum? „Ég treysti mér ekki til að svara þessari spurningu. Þar kemur margt til. Eitt er það að við vitum ekki hve stór hluti þess svæðis sem við höfum nú yfir að ráða kemur til með að nýtast til greftr- unar vegna mismunandi jarðvegs. Hin er sú spurning sem enginn getur svarað og það er hver komi til með að vérða þörfin fyrir greftranir í næstu framtíð. Hins vegar leggjum við á það áherslu að framkvæmdum verði hraðað þannig að fyrsti hluti garðsins verði grafartækur haust- ið 1980. Ekki er fullvíst að við munum byrja að grafa í Gufunesi þá, heldur munum við halda áfram að grafa í Fossvogi þar til öllum grafarstæðum þar er ráðstafað." ~ Sv. G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.