Morgunblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI margt til. Fyrst má þar nefna til sögunnar þá staðreynd að Her- mann hefur mikla þekkingu á því sem hann er að tala um í þáttun- um, þar sem hann hefur á íþrótta- ferli sínum komið víða við og kynnst mörgu. Hins vegar má ekki gleyma því sem mestu skiptir í góðri dag- skrárgerð, en þar er að þora að brydda upp á nýju og pakka ofan í kassa því sem hefur runnið sitt skeið á enda. íþróttaþættirnir hafa fyrir vikið fengið nýja ásjónu. Stuttar fréttir þar sem víða er komið við tryggja það að flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi en á milli kemur músík sem gerir þættina áheyrilegri. Og síð- an er reynt að eiga viðtöl við þá sem eru í eldlínunni í heimi íþróttanna. • Smekkur hlustenda Þessar línur á blaði áttu ekki að vera lofræða um Hermann og þætti hans, heldur öllu fremur þörf umhugsun fyrir þá sem ráða dagskrá þeirri sem þjóðin er nánast tilneydd til að hlusta á daglega. Dagskrá þar sem því miður virðist ekki ætið fara sam- an smekkur þeirra sem dag- skránni ráða og meirihluta hlust- enda. íþróttaþættir útvarpsins hafa tekið þeim framförum á stuttum tíma að nú sjáum við hvað hægt er að gera til að afla þáttum í útvarpinu vinsælda. Með því að vanda til og líta ekki á þáttinn í dag eins og svo skyldi hann verða að eilífu. Með því að hleypa nýju og fersku blóði inn í suma þætti útvarpsins mætti ef til vill takast að lífga upp á þá þannig að fleiri legðu þar við hlustir. Er vonandi að forráðamenn útvarpsins sjái ástæðu til að koma til móts við smekk hlustenda eins og hann birtist til dæmis í hlust- endakönnun Hagvangs. Ef svo verður ekki og útvarpið hjakkar í „gamla, góða farinu" þá mun brátt koma sú stund að' fleiri þættir verða þeirri þróun að bráð að stærstur hluti útvarpshlustenda ser ekki ástæðu til að opna fyrir utvarpið á meðan þeir eru. Velhlustandi. Þessir hringdu . . . •Ýmislegt um köngla í Morgunblaðinu 22.7 birtist grein eftir „Gest“ nokkurn, þar sem hann biður upplýsinga varð- andi þroskun köngla hér á landi. Enda þótt undirritaður telji sig ekki vera sérfræðing í því málefni, vil ég þó reyna að svara eftir bestu getu. Má þá fyrst benda á, að flestar tegundir barrtrjáa sem ræktaðar eru hér á landi bera köngla, þegar þær hafa náð nauðsynlegum þroska. Hér í Reykjavík eru þó 2—3 tegundir er skara fram úr, hvað könglamyndun varðar. Sé vikið að hinum einstöku tegundum má benda á eftirtalin atriði: Stafafura, sem gróðursett var í Öskjuhlíð og Heiðmörk, þroskar þar árlega köngla ef hún vex við viðunandi aðstæður og er nægi- lega gömul. Síberíulerki myndar einnig köngla og má m.a. sjá þá núna á lerkitrjám í Laugardal. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Philadelphiu í Bandaríkjunum um daginn kom þessi staða upp í skák Bandaríkjamannanna Larry D. Evans og Johns Donaldson, sem hafði svart og átti leik. Síðasti leikur hvíts var 43. Re2 — d4, og hugðist hvítur þar með leggja snjalla gildru fyrir svartan sem var í tíma- hraki. En það fer margt öðruvísi en ætlað er: 43.... Hxe3!, 44. Rxc6 — Hxel, 45. Rxe7+ — Kf8, 46. Rxc8 — d4!, (Lykilleikurinn. Svartur stendur nú uppi með unnið tafl) 47. g4 - h4, 48. Hg2 - Bxg2, 49. Bd4 - Bb7, 50. Bc5+ - Kg7,51. Rd6 - Hhl. Mát. Sitkagreni þroskar köngla víða um land, en þó virðist vera frekar lítið um þá í Reykjavík. Fjallafura ber köngla með þroskuðu fræi, og hafa jafnvel fundist sjálfsánar plöntur hér- lendis. Auk ofantalinna tegunda, er mér kunnugt um að eftirfarandi tegundir hafa myndað köngla hér á landi: sitkabastarður, blágreni, rauðgreni, svartgreni, hvítgreni, rússalerki, broddfura, lindifura, sveigfura, skógarfura og fjalla- þöll. Að lokum má nefna að íslenski einirinn ber að sjálfsögðu köngla reglulega. Friðrik Skúlason Norrænt vinabæja- mót í Siglufirði Siglufirfti 23. júií 1979. NORRÆNT vinabæjamót verður haldið hér dagana 26.-28. júlí. Fulltrúar frá öllum vinabæjum Siglufjarðar munu koma hingað og í fyrsta skipti verða hér fulltrú- ar frá Færeyjum og Álandseyjum. Það verða því fulltrúar frá 6 norrænum frændþjóðum sem sækja okkur heim og allir sam- taka um að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Alls verða fulltrú- arnir milli 35 og 40. Ef veðrið heldur áfram að batna lítur þetta vel út. Annars er það að frétta að hér hefur verið fremur kalt að undan- förnu og hitinn var til dæmis aðeins 2 stig hér í morgun. Þá spyrja Siglfirðingar og Ólafsfirðingar hvort Vegagerðin sé búin að gleyma veginum yfir Lágheiðina og í Fljótunum. -Matthfas. Sendum um TOPPURINN frá FINNLANDI allt land Sérstakt kynningarverð. « 578.800.- Staögr: 556.648.- 29800 s Skipholti19 • 26tommur. • 60% bjartari mynd. • Ektaviður: palisander, hnota. • 100% einingakerfi. • Gert fyrir fjarlægðina 2—6 m • Fullkomin þjónusta. 3 ára ábyrgð á myndlampa aca 50 ára Verktakar Sterkir og meöfærilegir stál stillansar Mesta vinnuhæö 1. eining 3.7 m. Mesta vinnuhæö 2. einingar 5.15 m. Vinnuhæö stillanleg frá 30 cm. upp í hámarks vinnuhæö. Breidd 0.8 m. lengd 2.25 m. Til afgreiöslu strax. PRLmn/on & VRLXfOn h.f. Klapparstíg 16, sími 27745.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.