Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 27

Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 35 Minning: Einar Óskar Þórðarson Fæddur 20. nóvember 1905 Dáinn 13. júlí 1979 Fyrir tæpum tuttugu og fimm árum bar fundum okkar Óskars fyrst saman. Ekki óraöi mig þá fyrir nánari kynnum: Óskar verk- stjóri á mjög stórum vinnustað, ég ungur maður að pissa upp í vind- inn. Einar Óskar var fæddur á Sug- andafirði 20. nóvember 1905. For- eldrar hans voru Þórður Þórðar- son hreppstjóri, símstöðvarstjóri og fleira. Þórður er kunnur í vestfirzkri sögu. Móðir hans var Sigríður Elín Einarsdóttir. Ungur að árum hélt óskar til Reykjavíkur og lærði húsgagna- smíði hjá fyrirtækinu Jóni Hall- dórssyni og Co. Hefur hann unnið hjá því fyrirtæki — að vísu með breyttum nöfnum eins og Gamla kompaníið — alla tíð síðan, eða í tæp 54 ár. Árið 1932 kvongaðist Óskar Laufeyju Guðmundsdóttur. Son hennar Hörð, starfsmann hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, og börn þeirra Óskars og Laufeyjar, Þóri prófessor og Ernu húsfrú, mat Óskar að verðleikum. Fyrir aldarfjórðungi eða svo kynntumst við Óskar, en fyrst að ráði undanfarin 8 ár, er við vorum samstafsmenn. Þá fyrst kynntist ég manninum. óskar var lágur maður vexti, dökkur á brún og brá, nokkuð framandlegur á íslandi. Snemma var hann fimleikamaður eins og bezt gerist. Ferð hans til Þýzka- land árið 1929 með félögum úr Ármanni gleymdi hann aldrei. Minntist hann þeirrar ferðar oft með gleði. Hér hafa aðeins verið rakin helztu atriði á lífsferli Óskars. En hvað um manninn sjálfan? Aldrei heyrði ég óskar tala illa um nokkurn mann, aldrei heyrði ég hann neita ungum manni um smávegis leiðbeiningar í starfi, aldrei þekkti ég jafn trúan mann á vinnustað. Fram á síðasta dag stóð hann við bekk sinn og lét sér hvergi bregða, þótt hann vissi að stundaglasið væri að renna 'út. í dag kveðja vinnufélagar góðan dreng. Eiginkonu hans, börnun og barnabörnum sendum við okkar beztu kveðjur. Hvíl í friði. Jón P. Ragnarsson. Kynni mín af Óskari hófust þegar hann gekk að eiga móður mína, Laufeyju Guðmundsdóttur, árið 1932. Var ég þá sex ára ódæll snáði. Ólst ég upp á heimili þeirra og naut ástúðar hans eins og ég væri hans eigin sonur. Móðir mín og Óskar eignuðust tvö börn: Þóri og Sigríði Ernu. Foreldrar Óskars voru Sigríður Elín Einarsdóttir og Þórður Þórð- arson formaður og hreppstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð. Fimm barna þeirra komust á legg. Þau ólu einnig upp fósturson, frænda Sigríðar, sem missti for- eldra sína úr spönsku veikinni, þegar hann var á fyrsta ári. Eg naut þeirrar gæfu að dvelja á heimili þeirra á yngri árum. Minnist ég þess tíma með ævin- týraljóma. Hún amma mín, eins og ég kallaði Sigríði var einstak- lega hlý og góð, ávallt var hún að gera öðrum gott, og afi með sitt jafnaðargeð, virtur af öllum, raul- aði stökur fyrir munni áer. Á þessu góða heimili ólst óskar upp. Snemma kom í ljós hve hagur hann var og heima gat hann ekki fengið þa menntun, sem hugurinn stóð til. Árið 1926 flyzt Óskar til Reykjavíkur, þá tvítugur að aldri, og hefur nám í snikkaraiðn eins og þá var sagt hjá Jóni Halldórssyni, sem rak umfangsmikið húsgagn- verkstæði. Árið 1930 lauk hann sveinsprófi og starfaði þar áfram. Þegar eigendaskipti urðu á verk- stæðinu og nafni þess breytt í Gamla kompaníið var Óskari falið það erfiða hlutverk að taka að sér verkstjórn. Gegndi hann því starfi af alúð og trúmennsku, þar til umsvif urðu það mikil að stjórnin færðist á fleiri hendur. Losnaði hann þá undan álagi og gat sinnt störfum, sem voru skyldari því handverki, sem hann hafði lært. Óskar var snillingur í að færa eldri húsgögn til upprunalegs horfs og voru þeir margir, sem til hans leituðu með skemmda muni sína. Ánægjan yfir vel unnu starfi voru oft hans laun. Á þessum langa starfstíma voru þeir áfáir lærlingarnir, sem nutu tilsagnar hans og munu margir sakna hlýj- unnar og velvildarinnar er frá honum stafaði. Samstarfsmenn- irnir í Kóinu munu iíka sakna hans við bekkinn þar sem hann stóð til hinzta dags. Óskar var vel búinn að líkam- legu atgervi. Á unglingsárunum stundaði hann íþróttir í heima- byggð sinni og þegar hann fluttist til Reykjavíkur lagði hann stund á glímu og leikfimi í Glímufélaginu Ármanni og náð frábærum ár- angri. Árið 1929 fór hann eftir- minnilega sýningarferð til Þýzka- lands með úrvalsflokki Ármanns. Það er ekki ár síðan ég horfði á Óskar fara kraftstökk á harðri steinsteypu, svo hélt hann líkams- burðum sínum vel. Óskari var fleira til lista lagt. Það var eins og allt léki í höndum hans, blýantur, penni, pensill og ekki sízt flugustöngin. Átti hann margar unaðsstundir á bakka góðrar veiðiár. Nú að lokum þakka ég Óskari alla þá hlýju og ástúð sem hann sýndi mér og konu minni Arn- heiði. Hún mun sakna sunnudags- heimsóknanna úr laugarferðum hans. Börnin sakna góðs afa og barnabörnin íþróttaafa eins og þau kölluðu hann oft. Huggun er að vita að veganesti Óskars héðan er gott og margir ástvinir eru til að taka á móti honum. Þorsteinn Hörður Björnsson. Kallið kom snöggt og erfitt er fyrir ástvini að átta sig, en tæp- lega er hægt að hugsa sér virðu- legri dauðdaga en að ganga til vinnu sinnar í fyllingu lífsdaga eins og hann gerði alla tíð frá því hann var ungur maður og hafði lífið framundan. Sú staðreynd að geta verið á sama vinnustað í rúm 53 ár fram til hinzta dags segir ekki svo lítið um manninn, Einar Óskar Þórðarson, tengdaföður minn. Hann var tryggur og ein- lægur og skipti þá engu máli hvort um vinnustað, vin eða fjölskyldu- meðlim var að ræða, aldrei var hallað á neinn, þótt ekki væri hann ógagnrýninn maður. Hann var kunnáttumaður mikill í sinni iðn sem húsgagnasmiður, bæði á gamaldags mælikvarða og nútíma, þó hentaði hið fyrrnefnda betur skapgerð hans að öllu leyti því hann var natinn maður og hægur. Þessur skapgerðarein- kennum hæfði vel sá ferðamáti sem honum gafst á sínum yngri árum kostur á. Þá ferðaðist hann með félögum sínum í Glímufélag- inu Ármanni í sýningarferð til Þýzkalands á þann hátt sem menn ferðuðust í gamla daga — með skipi. Þá fengu menn tilfinningu fyrir fjarlægðinni og þá var eng- inn asi, þeir ferðuðust borg úr borg, í gegnum Þýzkaland, sem á þeim tíma náði alla leið til Danzig, dvöldust um nokkurra vikna skeið á hverjum stað og kynntust stað- háttum vel. Kannski hafa menn ekki komizt eins víða í þá daga en örugglega hafa þeir komizt dýpra ef svo mætti að orði komast. Þó Óskar hafi fengið tækifæri til að ferðast meira seinna meir, hygg ég að engin ferð hafi gefið honum jafn mikið og þessi. Og alltaf þegar hún bar á góma komst ég að raun um að hann þekkti í rauninni föðurland mitt betur en ég. Óskar var fjölskyldumaður í orðsins fyllstu merkingu og bar hag ástvina sinna meira fyrir brjósti en nokkuð annað. Hann elskaði íslenzka náttúru og það var unun að ferðast með honum um sveitir íslands. Hann var glaður og jákvæður í hverju sem var og þannig langar mig til að minnast hans. Renate Einarsson. Kveðja frá Sveinafélagi húsgagnasmiða. Fæddur 20. nóvember 1905 Dáinn 13. júlí 1979 Einar Óskar Ástráður Þórðar- son var fæddur 20. nóv. 1905 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann nam húsgagnasmíði hér í Reykjavík hjá hinum fyrrum kunna meistara Jóni Halldórssyni í „Kompaníinu" eins og það var jafnan kallað. Sveinsprófi lauk Óskar árið 1930. Óskar einn af stofnendum Sveinafélags húsgagnsmiða árið 1933 og er hinn eini, sem óslitið hefur verið félagsmaður þess. Hann tók virkan þatt í félags- starfinu, var meðal annars próf- nefndarmaður fyrir félagsins hönd um árabil. Við minnumst hans á fundum og öðrum samkomum félagsins sem hins glaða og reifa sóma- manns, en fáir mannfundir hafa verið haldnir á vegum félags okkar án nærveru Óskars. Á 40 ára afmæli Sveinafélagsins 1973, var óskar gerður að heiðurs- félaga þess. Við kveðjum með virðingu og og þökk góðan félaga og vin. Eiginkonu hans, Laufeyju Guð- mundsdóttur, og börnum þeirra sendur við innilegar samúðarkveðjur. Bolli A. ólafsson. Guðmundur Steindórs son—Minning Fæddur 18. marz 1910. Dáinn 13. júlí 1979. I nokkrum orðum langar mig að minnast tengdaföðurs míns, Guð- mundar Steindórssonar, sem and- aðist í Landspítalanum 13. þ.m. eftir langa legu. Guðmundur fæddist 18. marz 1910 í Súðavík við Álftafjörð. Foreldrar hans voru Jóna Jóns- dóttir og Steindór Guðmundsson. Þegar Guðmundur var 11 ára gamall missti hann föður sinn. Fluttist hann þá til frændfólks síns að Eyri við ísafjarðardjúp og óslt þar upp. Ungur að árum tók hann þá ákvörðum að leggja fyrir sig sjómennsku. Stundaði hann sjóróðra með frændum sínum frá Eyri, en þeir reyndust honum í alla staði mjög vel. Árið 1930 fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði þar þá vinnu sem til féll. Ári síðar urðu þáttaskil í lífi Guðmundar. Kvæntist hann þá eftirlifandi konu sinni, Láru Sigvarðsdóttur Hammer, ættaðri frá ísafirði. Eignuðust þau fimm börn sem öll eru á lífi. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau voru saman öllum stundum, þar sem Guðmundur var, þar var Lára. Sat hún við sjúkrabeð hans til hinstu stundar. Guðmundur var sérstaklega fórnfús maður og helgaði allt sitt líf heimili sínu og síðan heimilum barna sinna og barnabarna. Hin síðari ár starfaði Guð- mundur sem húsvörður að Skúla- túni 2. Ég veit að þar var góður starfsmaður sem vann sín verk vel. Samvizkusemi hans var slík að hann mátti í engu vamm sitt vita. Á erlendri grund sl. sumar varð ég og fjölskylda mín þess aðnjót- andi að vera með þeim Guðmundi og Láru. Hvílík lífsgleði, áhugi og þakklæti var öðru yfirsterkara hjá þeim. Þessar stundir verða okkur ógleymanlegar. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka starfsliði Landspítalans fyrir þá velvild og umönnun sem Guðmundur naut þar til yfir lauk. Ævi Guðmundar varð ekki löng hér á jörðu, en eitt veit ég að hans bíður mikið og blessunarríkt starf handan móðunnar miklu. Ég þakka honum fyrir góð kynni og trygga vináttu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Gylfi Jónsson. + Elsku litli drengurinn okkar og bróöir ÞORSTEINN PÉTUR ÓLAFSSON veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn, 25. júlí kl. 3.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra. Vílhelmína Þorsteinsdóttir, Ólafur Þorsteinsson, Auóunn Ólafsson, Sæmundur Ólafsson, Oddrún Sígurgeírsdóttir, Þorsteínn Auöunsson, Guómunde L. Ólafsdóttir, Þorsteinn Pjetursson. + Móðir okkar og tengdamóöir GUDRÚN PÉTURSDÓTTIR fv. biskupsfrú sem lést 20. þ.m. veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. júlí n.k., kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeöin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu láti Hallgrímskirkju í Reykjavík njóta þess. Pétur Sigurgeirsson, Siguröur Sigurgeirsson, Svanhildur Sigurgeirsdóttir, Guölaug Sigurgeirsdóttir, Sólveig Asgeirsdóttir, Pálína Guömundsdóttir, Sigmundur Magnússon. Hjartkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, ÞORSTEINN PÉTURSSON, Freyjugötu 30, lézt 11. júlí. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúö Kri„ín siguröardóttir, Bragi Þorsteinsson, Þorsteínn Bragason, Krístín Bragadóttir, Ragnar Bragason, og barnabarnabörn. Gréta Steinpórsdóttir, Ólöf Örnólfsdóttir, Einar Helgason, Steinpór Bragason, + ÞÓRUNN LOVÍSA SIGURÐARDÓTTIR, fré Skuld, veröur jarösett frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 28. júlí kl. 4 síödegis. Kveöjuathöfn veröur haldin í Fossvogskirkju, miðvikudaginn 25. júlí kl. 9 f.h. Guöni Grímsson, Sigurður Guönason, Lilja Ársælsdóttir, og börn. + Móöir okkar og amma, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 26. júlí kl. 10.30 f.h. Kristjén Guöbjartsson, Bjarni Guöbjartsson, Sólrún Guöbjartsdóttir, Laufey Sigurvinsdóttir, og barnabörn. + Eiginmaöur minn KRISTINN MARINÓ GUNNARSSON frabakka 12, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. júlí kl 10.30. Fyrir hönd barna, systkina og aldraörar móður Svanhildur Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.