Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 3 Dómsmálaráðherra um bann við næturflugi: Held að þurfi að skoða þessa breytingu betur — ÉG HGLD að það sé mjög slæmt t.d. fyrir Landhelgisgæzluna ef næt- urflug verður bannað framvegis og áreiðaniega þarf að skoða þessa breytingu betur, sagði Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra er hann var spurður álits á því að næturflug hefur nú verið bannað frá Reykjavíkurflugvelli kl. 23:30 til 7 með vissum undanþágum. Steingrímur sagði að Flugráð hefði til þess fulla heimild að setja reglur um flugumferð og kvaðst hann ekki hafa heyrt um þessa breytingu. Sagði hann að Landhelgisgæzlan þyrfti oft að geta sent flugvélar hvenær sem væri sólarhringsins og því kæmi sér ekki á óvart þótt beiðni kæmi um það frá Landhelgisgæzlunni um að bann þetta yrði endurskoðað. Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri Alþýðublaðsins? — ÞAÐ ER rétt að við höfum rætt það við Jón Baldvin Hannibalsson hvort hann vilji taka að sér rit- stjórastarf við Alþýðublaðið, sagði Bjarni P. Magnússon núverandi ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins er hann var spurður hvað hæft væri í því að Jón Baldvin fyrrum skóla- meistari á ísafirði myndi gerast ritstjóri blaðsins. Bjarni sagði að forráðamenn Al- þýðublaðsins hefði rætt þessa hug- mynd við Jón Baldvin, en hann hefði enn ekki svarað og yrði það vart fyrr en í næstu viku. Jafnframt sagði Bjarni að til umræðu væru ýmis málefni blaðsins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þau. Hæstu greiðendur opinberra gjalda í Suðurlandsumdæmi HÉR FER á eftir listi yfir hæstu greiðendur opinberra gjalda í Suðurlandsumdæmi, en skattskrá Suðurlands verður lögð fram f dag. : - H jólbardarnir skornir rúdurnar brotnar og svo var kveikt í bílnum Gnndavík 23. júlí 1979. FYRIR tæpum tveimur vikum þurfti aðkomumaður, sem er starfsmaður í hraðfrystihúsi hér í Grindavík, að skilja við bíl sinn á Grindavíkurvegi við Seltjörn, vegna gangtruflana í vél Hann hugðist sækja bíl sinn síðar þá um kvöldið. Þegar hann kom að bílnum seinna um kvöld- ið var búið að skera og eyði- leggja alla hjólbarða undir bíln- um svo hann varð að hætta við að koma bifreiðinni til viðgerðar að svo stöddu. Næsta kvöld var búið að brjóta flestar rúður í bílnum sem eftir þær skemmdir líktist einna helst flaki sem átti að fara að henda. Einnig var búið að taka eitthvað úr bílnum. Það næsta sem gerist er að einhverjum hefur ekki þótt nóg komið af skemmdarverkum og kveikti í bílnum sem gjöreyði- lagðist og er skaði eigandans tilfinnanlegur. Lögreglan £ Grindavík hefur upplýst hverjir voru valdir að hluta skemmdar- verkanna. Þess má geta að þetta er þriðji bíllinn sem þannig hefur verið skemmdur og brenndur nú á fáum árum á Grindavíkurvegi. - Guðfinnur. Einstaklingar: Kristján Jónsson trésmíðameistari, Réttarholti 5, Selfossi Sigfús Kristinsson byggingameistari, Bankavegi 3, Selfossi Ingvar Kjartansson læknir, Grænuvöllum 4, Selfossi Bragi Einarsson garðyrkjubóndi í Eden, Hveragerði Ársæll Ársælsson kaupmaður, Birkivöllum 12, Selfossi ísleifur Halldórsson, Stórólfshvoli Brynleifur Steingrímsson héraðslæknir, Hörðuvöllum 2, Selfossi Sigurður G. Jóhannsson bóndi, Ásmundarstöðum Gunnar Jóhannsson bóndi, Ásmundarstöðum Jón A. Jóhannsson bóndi, Ásmundarstöðum Félög: Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi Meitillinn, Þorlákshöfn Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli Vörðufell hf. Hrunamannahreppi Hæstu tekjuskattsgreiðendur eru: Einstaklingar: Kristján Jónsson, Selfossi Ingvar Kjartansson, Selfossi ísleifur Halldórsson, Stórólfshvoli Brynleifur Steingrímsson, Selfossi Sigurður G. Jóhannsson, Ásmundarstöðum Félög: Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi Vörðufell Hrunamannahreppi Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli millj. 17.1 12.6 9.5 9.3 9.2 9.1 8.8 8.6 8.5 8.5 79.5 77.7 68.1 61.5 28.4 11.2 7.2 6.5 6.2 6.1 47.5 23.9 20.5 Skattskrá V esturlands: Tekjuskattur á einstakl- inga hækkaði um 92.4% en á f élög um 51.3% ÞEGAR greint var frá framlagn- ingu skattskrár Vesturlandsum- dæmis lágu ekki fyrir sundurlið- aðar tölur um upphæð tekju- skatts, útsvars og aðstöðugjalda í umdæminu. Fara þær tölur því hér á eftir. Tekjuskattur í Vesturlands- umdæmi: Einstaklingar greiða í ár 2011 milljónir en greiddu í fyrra 1045 milljónir króna. Hækkunin nemur því 92.4% á einstaklinga. Félög greiða í ár 171 milljón króna en greiddu í fyrra 113 milljónir. Hækkunin nemur því 51.3%. Útsvar í Vesturlandsumdæmi: Einstaklingar greiða ' 1937 milljónir í ár í útsvar en greiddu í fyrra 1170 milljónir. Sú hækkun nemur því 65.5%. Aðstöðugjöld í Vesturlandsum- dæmi nema 3222 milljónum en voru 185 milljónir í fyrra. Sú hækkun nemur 74.1%. iSS MMHM -4 m 1 W .8P m ÉSt ♦ j*' t ’ \ im ... Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra um gengisfellinguna: Rekstrargrund- völlur ullariðnað- ar var brostinn ■ Ýmir við bryggju í Hafnarfirði. Ljósm. Mbl. Kristján. Allt áhreinu hjá okkur — segir Agúst Sigurðsson frkv.st jóri Stálskips hf. nÞAÐ er allt á hreinu hjá okkur með kaup og útgerð á togaranum Ými og ekkert gruggugt við útgerð Stálskips h.f.,“ sagði Ágúst Sigurðsson framkvæmda- stjóri Stálskips, sem gerir út Ými, er Mbl. innti hann eftir áliti hans á ummælum ólafs Gunnars- sonar og Sverris Hermannssonar í Mbl. sl. föstudag þess efnis að rannsaka þyrfti þau skipakaup. Ágúst sagðist ekki vilja tjá sig um ummæli þeirra á þessu stigi eða svara spurningum Mbl. varð- andi útgerðina. í samtali við Mbl. sagði Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað m.a. um Ými: „Það skip siglir svo til eingöngu með aflann til er- lendra hafna. Það er mjög snjallt hjá enskum útgerðarmönnum að selja skip eins og það á þennan hátt, því þeir fá meiri afla en ella. Þannig koma þeir skipum inn fyrir íslenzka landhelgi með að- stoð sjávarútvegsráðherra." Og Sverrir Hermannsson alþingis- maður sagði það sína skoðun að kaupin á Ými þyrfti að rannsaka gaumgæfilega alveg niður í kjöl- inn. Sagði Sverrir „kerfið" fyrst hafa frétt af Ými, þegar hann flautaði í ytri höfninni í Hafnar- firði. LÚÐVÍK Jósepsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði f samtali við Morgunblaðið siðastliðinn laugardag, að ekki hefði verið þörf fyrir nema 4% gengislækkun, en ríkisstjórnin hefði ákveðið 8% vegna þrýstings frá iðnrekendum og var í ummælunum látið að því liggja að iðnaðarráðherra hefði verið talsmaður hærri gengisfell- ingar. Morgunblaðið spurði Hjör- leif Guttormsson, iðnaðarráð- herra, um þessi ummæli í gær og kvaðst hann ekki kannast við þau. Hins vegar kvað hann menn geta farið ofan í þessar tölur og séð til, en hann hefði haft áhyggjur af stöðu útflutningsiðnaðarins „og ég tel að mér beri að gefa gaum að þeim hagsmunum. Held ég að það sé alveg ljóst, að rekstrargrund- völlur hans hafi að hluta til verið brostinn, ullariðnaðarins í land- inu.“ Morgunblaðið spurði þá Hjörleif, hvort í raun hefði verið þörf fyrir 8% gengisfellingu þess vegna. „Það vil ég ekki láta gera beint að mínum orðum. Hins vegar var þetta spurn- ing um að bregðast við þeim vanda, hvort það yrði með styrkjaleið til útflutningsfyrirtækjanna eða í formi gengissigs. Það eru hlutir, sem menn voru eflaust reiðubúnir að líta á af iðnaðarins hálfu sem tímabundnar ráðstafanir, því að ég held að öllum hafi verið ljóst, sem um málin fjölluðu, og um það var ekki deilt, að við verðum að taka hér inn fyrr en seinna kostnaðar- verð á þeirri orku, sem við flytjum inn í landið. Spurningin er um aðlögunartíma, hálft til eitt ár, í sambandi við slíkt. Mat á því hlýtur að ráðast nokkuð af því, hvort menn geri ráð fyrir að enn sígi á ógæfu- hliðina til hækkunar á orkuverði, noti menn það orð eða hvort menn geri sér von um að þetta sé tíma- bundið ástand og orkuverð fari lækkandi. Þá held ég að verið hefði meiri stuðningur við að fara milli- færsluleið." Sóttu f ót- brotid f ólk FLUGVÉLAR frá Sverri Þór- oddssyni fóru í tvö sjúkraflug frá Reykjavík. Á laugardag sótti flugvél þýzka konu til Fagurhólsmýrar, en kon- an hafði fótbrotnað í Skaftafelli. Á sunnudag sótti svo flugvél karlmann, sem fótbrotnað hafði á skíðum í Kerlingarfjöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.