Morgunblaðið - 14.08.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.08.1979, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 Steen Juul Mortensen form. danska skáksambandsins: „Ég er hér á landi íyrst og fremst ti að kynna skáklífið f Danmörku og einnig til að kynnast skákinni hér á ís- landi,“ sagði Steen Juul Mortensen, formaður danska skáksambandsins, en hann heimsótti ísland fyrir skömmu. „Skákin ér á Islandi er hluti af menningu ykkar, en í Dan- mörku er hún aðeins leikur, en hefur enga sérstöðu, eins og hér. Mér virðist sem að íslendingar hugsi vel um skáklistina, hún er t.d. mikið kynnt í blöðum ykkar og öðrum fjölmiðium. Heima í Danmörku gera menn sig ánægða með að komast einstöku sinnum að í einhverju blaði. Einnig eyðið þið mun meira fé til styrktar skákinni en Danir. Tekjustofnar okkar eru aðeins félagsgjöldn sem eru í Kaupmannahöfn um 50 danskar krónur á mánuði, en það fé rennur til þess að standa undir kostnaði af húsinu sem við Steen Juul Mortensen. formað- ur danska skáksambandsins. hópi. Þessi unglingadeild er starfrækt víða um land og hlýtur hún styrki frá viðkomandi sveit- arfélagi til starfsemi sinnar. — Hvernig líst þér á þá aðstöðu sem skákinni er búin hér á íslandi? „Mér líst mjög vel á hana. Það verður erfitt fyrir mig, þegar heim til Danmerkur kemur, að skýra mínum mönnum frá því að þið búið við miklu betri aðstöðu en við, þó að þið séuð ekki nema um 225 þúsund. Mér finnst merkilegt hve mikið þið, ekki fleiri en þið eruð, hafið getað gert fyrir skákina og þá góðu aðstöðu sem þið hafið skapað hér. Svo dæmi sé tekið höfum við ekki verið færir um að hýsa mikla skákviðburði eins og þið, td. einvígi eins og hér var haldið árið 1972, eða stórmót í stíl við Reykjavíkurskákmótið, sem haldið er annað hvert ár. Þetta þýðir þó ekki að við höldum engin mót. Ýmis skákmót eru haldin í Danmörku, t.d. Clara Benedict mótið, landskeppnir og Evrópukeppnir. I október verður haldið fyrsta heimsmeistaramót unglinga í Danmörku og er það ætlað unglingum undir sextán ára aldri. Atján lönd munu senda keppendur á þetta mót, aðallega Evrópulönd, en einnig munu Chile g Ijsrael senda fulltrúa sína.“ — Hvernig er húsnæðismái- um ykkar háttað? „Við höfum ekkert fast hús- næði, skrifstofa danska Skák- sambandsins er meira að segja heimili mitt. Nokkra starfsmenn höfum við haft í hálfs dags starfi, en fjárráðin eru lítil og setur það okkur þröngar skorð- ur. Mikil vinna er unnin í sjálf- boðavinnu, en það hefr sína kosti því slíka vinnu inna menn af hendi vegna hugsjónarinnar einnar sarnan." „Bent Larsen er sendiherra Danmerkur í skákhehninum“ Formenn danska og íslenska skaksambandsins að tefli, en þar lagði sá danski hinn íslenska starfsbróður sinn iaglega að velli. Ljósm. Mbl. RAX. höfum aðstöðu í. Árgjöldin til danska Skáksambandsins eru hins vegar um 80 danskar krón- ur á ári. Þið fáið styrk frá hinu opinbera, en við fáum ekki slík- an styrk. Slíkur er munurinn." — Er mikil gróska í skáklíf- inu í Danmörku? „Það eru um 8300 skráðir félagar í skákklúbbum víðsvegar um landið. Þar er skipulag gott og ma. er gefið út skáktímarit sem ailir meðlimir fá sent ókeypis. í einum þætti skáklist- arinnar tel ég þó Dani betri en íslendinga, en það er í bréf- skaák. Töluverðar líkur eru á að við eignumst heimsmeistara í þessari grein skákarinnar innan tíðar. Okkar maður á aðeins eftir að tefla eina skák við rússneskan skákmeistara og verður titillinn vonandi í höfn að þeirri skák lokinni. Einnig vinn- um við um þessar mundir að Evrópukeppni landsliða í skák. Þó að við eigum nokkra fram- bærilega skákmenn í Danmörku, þá tel ég að íslendingar hafi fleiri og betri skákmönnum á að skipa, breiddin hjá ykkur er meiri." — Hvað er að frétta af Bent Larsen, stórmeistaranum ykk- ar? „Larsen er fluttur frá Dan- mörku og býr nú á Kanaríeyjum. Hann flúði hina háu skatta í Danmörku, enda eru hans einu tekjur, í tengslum við skákina, verðlaun fyrir góðan árangur í skákmótum og ritlaun fyrir bækur hans. Hann er ekki laun- aður af ríkinu að neinu leyti. Um þessar mundir býr Larsen sig undir millisvæðamótið sem verð- ur haldið í Riga í Sovétríkjunum í september. Hann æfir sig af kappi, enda er honum það mikils virði að standa sig vel, ekki síst vegna verðlaunanna. Larsen er eini danski skákmaðurinn sem býr yfir þeim styrkleika að hann getur lifað af skákinni. Hann hefur haft geysi nikla þýðingu fyrir skáklífið í Danmörku, því með góðri frammistöðu vekur hann áhuga margra, sérstaklega yngri kynslóðarinnar, og með- limum í skákklúbbunum fjölgar. Það má segja að hann sé sendi- herra Danmerkur í skákheimin- um.“ — Eru engir ungir meistarar að koma fram á sjónarsviðið í Danmörku um þessar mundir? „Við eigum fjóra alþjóðlega meistara og tvo sem eru á leiðinni ef svo má segja, en þeir hljóta titilinn líklega á þessu ári. Einnig eigum við nokkra FIDE meistara og einn stórmeistara í bréfskák. Þess má einnig geta að það er deildaskipting í skákinni hjá okkur. Unglingadeildin er sérlega gróskumikil g eru um 10000 unglingar sem stunda skákina eitthvað. Þetta ungl- ingastarf er aðskilið frá störfum danska Skáksambandsins, en unglingarnir flytjast upp með aldrinum. Við búumst fastlega við að margir góðir skákmenn eigi eftir að skila sér úr þessum — Eru uppi hugmyndir í Danmörku um landskeppni við ísland? „Það er vissulega áhugavert að heyja slíka keppni, en fjárhagur- inn leyfir ekki slíkt sem stendur, því að keppni sem þessi yrði dýr. Kannski verður slík keppni háð í framtíðinni. Við höfum von um að fjármálin hjá okkur batni eitthvað á næstunni, þvi að við höfum sótt um styrk til Norður- landaráðs, og er honum ætlað að efla norrænt skáksamstarf. Þess má geta að Skáksamband Norð- urlanda var fyrsti vísirinn að samstarfi Norðurlandanna á menningarsviðinu og mér finnst tími til kominn að stutt sé eitthvað við bakið á skáklistinni. Þá vona ég að mikið og gott samstarf takist á milli skáksam- bandanna á Norðurlöndum og einnig hitt, að ég geti orðið viðstaddur þegar eitthvert stór- mótanna ver ur haft á íslandi." -oj. BERGIR: Þetta er með þróttmeiri vörubílum. Með þróttmeiri vörubílum norð- an Alpaf jalla MAÐURINN sem þarna er undir stýri heitir í kirkjubókum Guð- bergur Guönason og er frá Flat- eyri, í venjulegu tali bara Bfla- bergur og er ekkert til að fara í grafgötur með. Varð það algeng sjón í vetur að sjá Berg þeysa á 60 km hraða upp og niður Breið- dalsheiði, sumir segja á 80 og með snjóplóg framan á. Við rétt náðum ( Berg niðrá „tipp“ þar sem hann var að sturta. „Þetta er mikið tæki, þetta er Mercedes Benz, tíu strokka og tíu hjóla með drifi á öllum og splittað á öllum, sem þýðir að bíllinn getur spólað á öllum tíu.“ Hvað er í vélarsalnum? „Tíu strokka dísilvél sem gefur 320 hestöfl dín. Þetta er líka gjörnýtt því bíllinn er með 22 gíra áfram." Við töldum ekki hæfu að stöðva bíl slíkrar náttúru öllu lengur og þökkuðum því fyrir upplýsingarn- ar. Hestamót á Kaldármelum: Meiri þátttaka en nokkru sinni Stykkishólmi 9.8.1979. Hestamannafélagið Snæfelling- ur héit sitt árlega hestamót á Kaldármelum laugardaginn 28. júlí 8.1. Var veður hið ákjósanleg- asta og mikill fjöldi fólks sem sótti mótið eða meiri þátttaka en nokkru sinni fyrr bæði hvað við kemur fólki og hestum. Úrslit urðu þau að efstur í A flokki gæðinga var Neisti 7 v. rauður eigandi Sturla Böðvarsson Stykkishólmi, annar Spóla, eig- andi Jóhann Hansen Stykkishólmi og þriðji Sörli 7 v. eigandi Kristján Narfason Hoftúnum. í B. flokki gæðinga: sigraði Þytur 9 v. jarpur, eigandi Stefán Elinbergss., Ólafsvík, annar varð Blakkur, eigandi Ingveldur Kristjánsdóttir Stykkishólmi, þriðji Máni, eigandi Finnbogi Guðmundsson. í unglingastökki 13 til 15 ára varð sigurvegari Sigrún Ólafsdótt- ir Hlíð í Kolbeinsstaðahreppi, annar varð Lárus Hannesson Stykkishólmi og þriðji Páll Andrésson, Hellissandi. Unglingaflokkur 10—12 ára: Fyrstur varð Sigurður Ág. Bengts- son Stykkishólmi, annar Guð- mundur Bæringsson Stykkishólmi og 3. og 4. voru jafnir Ásgeir Guðmundsson og Gunnar Sturlu- son Stykkishólmi. 250 m skeið: Nr. 1 Blesi, eigandi Sigursteinn Sigur- steinsson 26.1 sek., Nr. 2 Draumur eig. Erling Kristinsson og 3. Sjón, eig. Ásgeir Guðmundsson. 150 m nýliðaskeið: Nr. 1 Trausti, Ámunda Sigurðssonar, 18.6 sek. 2. Skella Sig. Ásmundssonar, 18.9 sek. Fífill 3. Fífill eig. Bjarni Alexandersson. 250 m unghrossahlaup: 1. Gauti 6 v. eig. Ragnar Tómasson 18.9, Sáttur varð annar eig. Margrét Jónsdóttir 18.9 og þriðji Lokkur eig. Jón Hallsson, 19.5 sek. allir 6 vetra. 350 metra stökk: Fyrstur, Kóng- ur eig., Jóhannes Jóhannesson, 25.6. annar Sómi eig. Sigrún Hilmarsdóttir á 26.1 of þriðja Flóalingur eig. Bogi Friðriksson, 26.3. 800 metra stökk: Fyrstur varð Gutti eig. Sigursteinn Sigursteins- son 1.07.3 annar Frosti eig. Ámundi Sigurðsson, 1.11.8 og þriðji Stormur eigandi Gísli Kon- ráðsson 1.14.0. 800 metra brokk: Fyrstur Funi eig. Marteinn Valdemarsson 1.46.8 annar Sómi eig. Guðmundur Ein- arsson á 1.11.9 þriðji Svarri eig- andi María Eyþórsdóttir, 1.55.7. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.