Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
11
Asíubúarnir í
mikilli framf ör
Skien. Noregi 8.8. 79
Frá Guðmundi Sigurjónssyni.
stórmeistara.
Keppnin um efsta sætiö á
heimsmeistaramóti unglinga í
skák er mjög hörð og margir
keppenda eiga möguleika á því
að hreppa heimsmeistaratitil
unglinga. Það hefur vakið at-
hygli hér hve fulltrúar Asíu hafa
staðið sig vel fram að þessu. Þeir
hafa venjulega makkað sig sam-
an neðst á töflunni í alþjóðlegri
keppni. Hér hefur orðið mikil
breyting á. Kumar frá Indlandi,
Jhnu Wala frá Hong Kong og
Handoko, Indónesíu, Cusi frá
Filippseyjum og Hong-Ding frá
Kína hafa allir komist í nám-
unda við efsta sætið. Rússinn
Alexander Jusupov, fyrrum
heimsmeistari unglinga í skák,
hefur ekki sótt gull í greipar
þessara ungu Asíubúa. Hann
tapaði fyrir Cusi frá Filippseyj-
um og Deitar frá Sýrlandi.
eftir GUÐMUND
SIGURJÓNSSON
Jusupov hefur gengið betur að
berjast við frændur sína frá
Evrópu. Við skulum líta á hvern-
ig Sýrlendingurinn Deitar fór
með Jusupov.
Hvítt: Deitar, Svart: Jusupov.
Sikileyjarvörn.
1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
Rc6,6. Rd — b5 — d6,7. BÍ4 -
e5 8. Bg5 - a6,9. Ra3 - b5,10.
Bxf6 — gxf6, 11. Rd5 (Jusupov
hefur verið iðinn við að tefla
þetta atriði, sem hefur verið
kennt við Lashke og Pelikan.
Hann ætti því að þekkja það út
og inn) — f5,12. Bd3 — Be6,13.
0 — 0 — f4? (Alvarleg mistök,
betra var 13. Bg7) 14. c4 — b4,
15. Da4 (góður leikur!) — bd7,
16. Rb5! (laglegur leikur, þetta
hefur sést áður) — Hc8 (slæmt
var 16. axb5, vegna 17. Dxa8, 18.
Rc7+ og hvítur vinnur skipta-
mun) 17. Dxa6 (hvítur hefur
unnið peð og hefur auk þess gott
tafl) - Be7, 18. Db6 - hg8.19.
Dxd8 - Kxd8, 20. f3 - be6. 21.
Hf — dl, Rd4? (Annar alverleg-
ur afleikur Rússans) 22. Rxd4 —
exd4 (engu betra var 22. Bxd5
vegna 23. Rc2, bxc4 og 24. Rxb4),
23. Rxb4 — Bxc4, 24. Bxc4 —
Hxc4., 25. Hxd4! (Jusupov sá
ekki þennan leik fyrir þegar
hann lék 21. Rd4) — Hxd4, 26.
Rc6+ — Kd7, 27. rxd4 (hvítur
hefur nú tvö peð yfir og unnið
tafl en Jusupov vonast eftir
kraftaverki og að hann nái
jafntefli) — Bf6, 28. Hdl —
ha8, 29. a3 - Be5, 30. h3 - f6,
31. Hd2 - Ha4. 32. Rf5 - Hc4.
33. Kh2 - Ke6, 34. h4 - h5,35.
Kh3 - Hc7, 36. Rd4+ - kd7,
37. Rf5 (sýrlendingurinn fer
rólega í sakirnar, enda liggur
honum ekkert á því svartur
getur lítið gert) — Hcl, 38. Rg7+
- kf7,40. Rf5 - Ke6,41. b4 -
Hc3, 42. a4 - Hc4, 43. a5 -
Hxb4, 44. Ha2 (a
peðið er geysi öflugt) — Hb7, 45.
a6 — Ha7, 46. Rg7+ (loksins hitti
hvítur h-peðið) — Kf7, 1,7. Rxh5
— Kg6, Jf8. gl, — fxg3 með
framhjáhlaupi. 49. Rxg3 — f5,
50. exf5+ - kf6, 51. Kh3 - d5,
52. ha5 — d4, 53. Rh5+ (Jusupov
gafst upp því hann tapar manni
eftir 53. leik Kxf5 og 54. f4).
Vinningur á
Evrópumót
ísl. hesta
DREGIÐ hefur verið í
stuðningsmannahapp-
drætti til ágóða fyrir
keppnisferð islenzka
landsliðsins á Evrópumót
íslenzkra hesta 24.-26. ág-
úst.
Vinningurinn, 11 daga
ferð á mótið, kom á miða
nr. 288. Vinningshafi hafk
samband við Samvinnu-
ferðir, en ferðin hefst 17.
ágúst.
Þröstur Jóhannesson mælinga-
maður.
Þetta er
þægilegra
með labb-
rabbtækjum
Á LEIÐINNI niður að Vaðli
gengum við fram á mann sem
var að hjakka með mælistiku og
labbrabbtæki. Þarna var reynd-
ar maður sem jafnvanur er að
hjakka með aðra stafi því þetta
var hinn þekkti skíðamaður
þeirra ísfirðinga Þröstur Jó-
hannesson.
„Ég hef verið að vinna að
mælingum hérna bæði í fyrra-
sumar og í sumar“, tjáði Þröstur
okkur þegar við gengum fram
hjá. „Það er ekki langt síðan við
fórum að nota labbrabbtækin í
mælingunum svona tvö ár eða
svo. Jú, þetta er miklu þægilegra
við þurfum ekki að æpa á milli
og minni hætta er á skekkjum
fyrir misheyrn“.
Alþjóðlegt fomsagna-
þing haldið í Miinchen
Dagana 30. júlí til 4. ágúst
komu fræðimenn víða úr heimi
saman í Miinchen til ráðstefnu
um íslenskar fornsögur. Fyrir
ráðstefnunni stóð Institut fiir
nordische Philologie der
Universitat Munchen. Fundinn
sóttu um 150 fræðimenn frá
ýmsum löndum Evrópu og
Bandarikjunum og Kanada.
Þetta var fyrsta fornsagna þing-
ið í Þýskalandi. Hið fyrsta var
haldið í Edinborg 1971, annað í
Reykjavík 1973, og hið þriðja í
Osíó 1976. í lok þessa þings var
ákveðið að næsta þing skyldi
vera í Kaupmannahöfn.
Að þessu sinni hafði verið
ákveðið að höfuðumræðuefnið
skyldi vera fornaldarsögur, en
ekki var fast við það bundið, og
komu bæði Islendingasögur og
konungasögur til umræðu, og auk
þess riddarasögur.
Alls voru fluttir 30 fyrirlestrar
um margvísleg vandamál ís-
lenskra fornbókmennta, t.d. um
„sannleika" í fornsögum, um efni
týndra fornsagna samkvæmt öðr-
um heimildum, um kveðskap í
fornaldarsögum, um hugsanlegan
boðskap vissra fornsagna, og þá
var að þessu sinni eins og á fyrri
þingum margrætt um tengsl ís-
lenskra fornsagna og evrópskra
samtímabókmennta og um leið um
menningartengsl Skandinavíu og
íslands annars vegar og megin-
lands Evrópu hinsvegar. Á síðari
helmingi nítjandu aldar og á
öndverðri hinni tuttugustu áttu
Þjóðverjar marga ágæta vísinda-
menn á þessu sviði. Meðal þeirra
var Konrad Maurer, sem kunnur
er á Islandi fyrir samvinnu sína
við Jón Árnason og ómetanlegan
stuðning við þjóðsagnaútgáfu
hans. Á dögum Þriðja ríkisins
voru norræn fræði misnotuð í
áróðursskyni. En eftir að heims-
styrjöldinni lauk hafa á ný hafist
vísíndalegar ránnsóknir í Þýska-
landi á norrænum fornbókmennt-
um og eiga Þjóðverjar hina merk-
ustu fræðimenn í þessum efnum.
Institut fur Nordische
Philologie í háskólanum í Múnch-
en stóð fyrir fornsagnaþinginu.
Forstöðumaður þeirrar stofnunar
er próf. Kúrt Schier, sem hefur
haldið fyrirlestra hér heima og
mörgum íslendingum er að góðu
kunnur, og annaðist hann ásamt
öðru starfsfólki stofnunarinnar
allan undirbúning ráðstefnunnar.
Dr. Hubert Seelow innti, ásamt
konu sinni Kolbrúnu Haraldsdótt-
ur mikið starf af höndum til að
ráðstefnan gæti tekist sem best,
og veittu þau hjónin íslensku
ráðstefnugestunum frábærar við-
tökur.
(Úr fréttatilkynningu frá Stofn
un Árna Magnússonar).
20 smash hits from EML
Ný safnplata frá EMI með 20
vinsælum lögum einsog:
Hit me with your rythm stick lan Dury I (Who have
nothing) — Sylvester Don’t cry for me Argentina
— Shadows Get It (While you can) — Darts
Everything is Great — Inner Circle Nw that we’ve
found love — Third World
Eins og sjá má er á þessari plötu gott sýnishorn af
öllu því sem er aö ske í rokki, nýbylgju, reaggea
og diskótónlist í dag.
HNUASAMLOKAN ER SJÁLFSÖGÐ í HVERT PLÖTUSAFN
Suöurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri
Sími 84670 Sími 18670 Sími 1211<