Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
19
Stórmót á Hellu:
Spennandi keppni
í hlaupagreinum
Stórmót sunnlenskra hesta-
manna var haldið á Hellu nú um
helgina. Veður var óhagstaett til
mótahalds á laugardeginum en
hélst ágætt mestan hluta sunnu-
dags. Margt hrossa var skráö til
keppni, en á dagskrá var gæöinga-
keppni fullorðinna og unglinga,
kappreiðar og kynbótasýning á
hryssum. í kappreiðum náðust
góðir tímar enda mörg af frægustu
hlaupahrossum landsins mætt til
leiks.
í a-flokki gæðinga sigraði Þytur,
rauður 13 v. frá Hamarsheiði.
Eigandi og knapi er Sigfús Guö-
mundsson í V.-Geldungaholti. Þyt-
ur vekur ávallt mikla athygli fyrir
tíguleika og myndarskap enda
margverölaunaöur. Annar varð
Frami 7 vetra frá Kirkjubæ, eigandi
og knapi Skúli Steinsson. í þriöja
sæti varð svo Rauði-Núpur rauö-
stjörnóttur, 9 v. frá Ljósafossi.
Eigandi er Skúli Steinsson. Báðir
þessir síöarnefndu voru einnig
reyndir í 250 m skeiöi seinna um
daginn.
í b-flokki gæöinga stóð efst
Steinunn, grá 7 v. frá Eyrarbakka.
Eigandi og knapi er Skúli Steins-
son. í öðru sæti varð Hetja, mó-
brún frá Vík. Eigandi og knapi
Bjarni Þorbergsson Hraunbæ.
Þriöja sætiö skipaöi svo Skussi,
rauður 8 v. frá Laugarvatni. Eig-
andi og knapi Hreinn Þorkelsson.
í gæðingakeppni unglinga vakti
það athygli hversu vel ríöandi
krakkarnir voru, einnig hitt að
krakkarnir riðu sama prógram og
fullorönir og voru dæmdir eftir
sama dómkerfi.
í gæðingakeppni unglinga 12
ára og yngri varð röð sem hér
segir: Efst varð Ör, Jörp 6 vetra frá
Selfossi, eigandi Magnús Hákon-
arson og knapi Óli Ö. Magnússon.
Annar varð Óðinn 6 v. frá Gufu-
nesi, eigandi Sigfús Guðmunds-
son, en knapi Árný Sigfúsdóttir og
þriðji varð svo Baröi, jarpskjóttur
10 v. frá Vtra- Dalsgeröi, eigandi
Sigfús Guömundsson og knapi
Guðmundur Sigfússon. í gæöinga-
keppni unglinga 13—15 ára stóð
hinsvegar efstur Blendingur, grár 8
vetra frá Gamla-Hrauni. Eigandi
Bjarni Bragason og knapi Leifur
Bragason. Annar varö Hausti jarp-
stjörnuóttur 6 v. frá V.-Geldinga-
holti, eigandi og knapi Þorleifur
Sigfússon. Þriðji varö svo Ljúfur
rauðblesóttur 12 v. frá Kirkjubæ,
eigandi Siguröur Haraldsson,
knapi Ágúst Sigurösson.
Eins og venja hefur, veriö, var
haldin kynbótasýning á hryssum,
Hestar
þær dæmdar og veitt verðlaun
þrem efstu í hvorum flokki.
Það verður að segjast eins og er
að það var fátt um fína drætti og
meirihlutinn af þeim hryssum sem
sýndar voru mega meö réttu kall-
ast „dót“ eins og hrossaræktar-
ráðunautur oröaöi það. Er það
alveg merkilegt hvað mönnum
dettur í hug að koma með á
sýningu. Aðeins ein hryssa fékk I.
verðlaun, enda var hún f sérflokki
hvað snertir hæfileika og tamn-
ingu.
Efst í flokki hryssna 6 v. og eldri
varð Kolfinna 4758 brún 7 v. frá
Kröggólfsstööum, faöir Hörður
591 frá Kolkuósi og móöir Kolbrún
Eins og svo oft áöur á sunnlsnskum hestamsnnamótum settu
Þeir Skúli Steinsson og Sigtús Gudmundsson sinn svip á
Stórmótið. Skúli átti efsta hest í B-flokki gæöinga og annan og
priðja hest í A-fiokki og hár situr hann Frama (t.v. á mynd). Sigfús
Guðmundsson situr hér Þyt, sem stóð efstur alhliða gæðinga.
Kolfinna frá Kröggólfsstöðum var i sérflokki af þeim hryssum,
sem sýndar voru á mótinu enda sú eina peirra, er fékk I. verölaun.
Knapi er Eyjólfur isólfsson. Ljósm. Valdimar Kristinsson.
Það var ekkert gefið eftir
í úrslitaspretti 350 metr-
anna enda komu prír fyrstu
hestarnir allir í mark á
sama tíma. Þeir voru,
taldir frá vinstri, Stormur,
knapi Tómas Ragnarsson,
Kóngur, knapi Hinrik
Bragason og Óli, knapi
Baldur Baldursson.
3059 frá Þingnesi. Eigandi er
Gunnar Baldursson Kvíarhóli og
knapi Eyjólfur ísólfsson. Hún hlaut
í einkunn 8.04 og I. verðlaun.
Önnur varð Spóna-Brúnka brún 8
vetra frá Mýrum, eigandi og knapi
Guöni Jónsson. Hún hlaut í eink-
unn 7.85 og II. verðlaun. Þriðja
sætið skipaði svo Lukka rauð-
stjörnublesótt 7 v. frá KirKjubæ.
Eigandi og knapi Hafsteinn Jóns-
son.
í þessum flokki var ein hryssa
sem skar sig nokkuö úr og er rétt
að geta. En það var Svala grá 6 v.
frá Skálmholti og er hún undan Kút
747 frá Eyrarbakka. Er þetta
myndarleg og hágeng tölthryssa ,
en vantar skeiöið og dregur þaö
hana niður í einkunn. Hún hlaut í
einkunn 7.60 og II. verðlaun. í yngri
flokki stóð efst Kolfreyja, Jörp 5 v.
frá Torfastööum. Faðir er Kolbakur
730 frá Gufunesi og móðir Freyja
frá Nýja-Bæ, eigandi er Guömund-
ur Gíslason og knapi var Eiríkur Þ.
Guömundsson. Hún hlaut í eink-
unn 7,94 og önnur verölaun. í öðru
sæti var Teysta 4750 móálótt 5 v.
frá Kálfhól, eigandi er Jón Eiríks-
son Vorsabæ og knapi Björn Jóns-
son. Hún hlaut í einkunn 7.67 og II.
verðlaun. í þriðja sæti varö svo
Kinna gráhrímótt 5 v. frá Þingdal,
eigandi er Sigmar Óskarsson Sel-
fossi, en knapi var Jónas Lillien-
dahl. Kinna hlaut í einkunn 7.60 og
önnur verðlaun.
í kappreiðum náðust yfirleitt
góðir tímar og voru þar oft á tíöum
mjög spennandi og tvísýnt um
úrslit í einstökum greinum.
í 250 m folahlaupi voru mættir til
leiks m.a. Léttfeti og Leó, en þessir
hestar hafa staðið mjög framar-
lega í þessari vegalengt í sumar.
Einnig á Léttfeti vikugamalt ís-
landsmet í 300 m stökki. Það fór
svo að Léttfeti hafði betur en litlu
munaði. Léttfeti hljóp vegalendgd-
ina á 18.6 sek. Eigandi hans er
Guömundur Magnússon en knapi
var Baldur Baldursson. Annar varö
svo Leó, Baldurs Baldurssonar, en
hann hljóp á 18.7 sek. og á sama
tíma hljóp Snegla Sigfinns Páls-
sonar frá Stóru-Lág, knapi Svanur
Guðmundsson, en hún var dæmd
sjónarmun á eftir. í 350 m stökki
var keppnin æsispennandi. Þrjú
hross, Oli, Kóngur og Stormur,
hlupu samsíða alla vegalengdina
og komu á sama tíma í mark 24.8
sek. en sjónarmunur réö um röðun
í verðlaunasæti. Óli, eigandi Guöni
Kristinsson og knapi Baldur
Baldursson, var dæmdur
fyrstur.Annar varð Kóngur Jó-
hannesar Jóhannessonar, knapi
Hinrik Bragason. Þriðji varö svo
Stormur Hafþórs Hafdal, knapi
Tómas Ragnarsson. Stormur hafði
hlaupið á 24.5 sek. í undanrásum. í
800 m stökki sigraði Þróttur,
eigandi og knapi Tómas Ragnars-
son á 61.3 sek. Annar varð Gustur
á 61.8 sek. og þriðji varð Móri á
63.3 sek. Voru skiptar skoðanir
hver hefði verið í þriðja sæti, en
sumir vildu meina að þriðji hefði
verið Gauti Ragnars Tómassonar.
í 150 m skeiði sigraði Logi,
eigandi og knapi Friðþjófur Vignis-
son, Ásmundarstööum, náði hann
tímanum 15.6 sek. sem er mjög
góður tími. Önnur varð Dimmbrá,
eigandi Þorkell Bjarnason en knapi
Þorkell Þorkelsson, hún hljóp á
15.8 sek. og þriöji varð Blesi,
eigandi Ólafur Pálsson og knapi
Páll Ólafsson, hann htjóp á 16.5
sek.
í 250 m skeiði var keppni nokk-
uð spennandi. Eftir fyrri daginn var
Vafi meö bestan tíma en nýi
methafinn Skjóni hljóp upp. En
Skjóna brást ekki bogalistin á
sunnudeginum og skeiðaði hann
vegalengdina á 23.4 sek. Eigandi
hans er Helgi Valmundsson en
knapi var Albert Jónsson. Annar
varð svo Vafi Erlings Sigurösson-
ar, en hann hljóp á 24.2 sek. og í
þriðja sæti varð svo til óþekkt
hross, Gola Unnar Jónsdóttur,
knapi Páll Ólafsson, hún hljóp á
24.3 sek. V.K.