Morgunblaðið - 14.08.1979, Page 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
ÍA:VAIur 1:2
„VIÐ sáum meistarana
leíka hér í dag, Valur er
með bezta liðið,“ sagði
Hilpert pjálfari Akurnes-
inga eftir leik ÍA og Vals
á Akranesi á sunnudag-
inn. Valur vann leikinn 2:1
og eru Valsmenn nú
komnir á beinu brautina
og íslandsmeistaratitill
inn blasir við peim. „Viö
eigum eftir erfiöa leiki,
sérstaklega í Vest-
mannaeyjum á laugar-
daginn. En ef við vinnum
Þann leik verðum viö
meistarar,“ sagði Nem-
es Þjálfari Vals eftir leik-
inn og hann brosti sínu
blíðasta brosi.
• Hart barist í vítataig ÍA, Atli Eövaldsson og Sigurdur Halldórsson heyja skallaeinvígi, en adrir fylgjast með af áhuga.
,4 dagsáum viðmeistar
Sigur Valsmanna í leiknum á
sunnudaginn var fyllilega verð-
skuldaður. Þeir voru mun ákveðn-
ari og léku miklu betri knatt-
spyrnu en heimaliðið, sem hefur
átt erfitt uppdráttar í undanförn-
um leikjum. Það misheppnaðist
flest af því sem Skagamenn
reyndu í þessum leik, Valur náði
tökum á miðjunni þegar í fyrri
hálfleik og sleppti ekki þeim
tökum. Hinir sterku varnarmenn
Vals gáfu framlínumönnum Akra-
ness ekkert svigrúm en hinum
megin á vellinum átti vörn Akra-
ness í basli með sókndjarfa fram-
línumenn Vals. Það hallaðist því á
heimaliðið á öllum sviðum og tap
varð ekki umflúið.
Valur skorar tvívegis
Leikurinn var jafn til að byrja
með, Akurnesingarnir kannski
ívið sterkari en smám saman fóru
Valsmenn að sækja í sig veðrið og
þeir tóku forystuna á 39. minútu.
Eftir darraðardans fyrir framan
mark Akraness barst boltinn út í
teiginn til Hálfdáns Örlygssonar,
sem skaut lausu skoti að markinu.
Boltinn fór í Albert Guðmundsson
og breytti við það stefnu og fór í
bláhorn marksins og í netið. Á
síðustu mínútu fyrri hálfleiks
skoraði Valur sitt annað mark og
var mjög skemmtilega að því
unnið. Hörður Hilmarsson og Ól-
afur Danivalsson léku saman í
gegnum vörn Akurnesina og sam-
leikur þeirra endaði með því að
Ólafur gaf boltann laglega á Hörð
í dauðafæri og hann skoraði ör-
ugglega af stuttu færi.
Harka færist í leikinn
Valsmenn gengu til seinni hálf-
leiks með tveggja marka forystu
— sagói
Klaus
Hilpert
er IA
tapaði
fyrir Val
og það var greinilegt að þeir voru
staðráðnir í því að halda því
forskoti. Þeir léku mjög ákveðið og
gáfu ekki þumlung eftir. Bæði
liðin tóku spretti og sköpuðu sér
marktækifæri, sem ekki gáfu þó
mörk. Voru Valsmenn öllu
ákveðnari en andstæðingarnir al-
veg eins og í fyrri hálfleiknum. En
þessi hálfleikur mun ekki lifa í
minningunni vegna knattspyrn-
unnar sem liðin sýndu heldur
miklu frekar vegna þeirrar hörku,
sem hljóp í leikinn. Varð Guð-
mundur dómari sex sinnum að
lyfta litaspjöldunum, fimm
sinnum því gula en einu sinni því
rauða.
Lætin hófust á 12. mínútu
seinni hálfleiks þegar þeim lenti
saman Herði Hilmarssyni og Jóni
Alfreðssyni. Guðmundur dómari
vildi að þeir sættust en þeir sinntu
því í engu heldur héldu áfram að
munnhöggvast og voru þá báðir
bókaðir. Mínútu seinna lenti þeim
saman Guðjóni Þórðarsyni og
Ólafi Danivalssyni og voru þeir
einnig bókaðir. Rétt á eftir var
aftur brotið gróflega en þá geymdi
Guðmundur spjaldið í vasanum en
kallaði þess í stað á fyrirliða
liðanna og sagði þeim að hafa
hemil á sínum mönnum og næsta
grófa brot kostaði brottrekstur.
Urðu menn nú miklu rólegri en
fimm mínútum fyrir leikslok brá
Matthías Hallgrímsson Guðmundi
Þorbjörnssyni með miklum til-
þrifum og var honum þá sýnt
rauða spjaldið en Guðmundur
fékk að sjá það gula, þar sem hann
reif upp gras og mold og henti í
Matthías.
„Þetta var nú ekki það gróft
brot að það hafi verið ástæða til
þess að vísa mér útaf," sagði
Matthías eftir leikinn og var
ekkert of ánægður með brottrekst-
urinn. „Ég hef aldrei áður verið
rekinn af velli hér heima svo þetta
er nýlunda fyrir mig,“ bætti hann
við. Félagar Matta minntu hann
þá á það að hann hefði verið
rekinn af velli í Indónesíu í vor en
hann vildi nú ekki gera mikið úr
því.
Skömmu áður en Matthías var
rekinn af velli eða á 37. mínútu
s.h. hafði Árni Sveinsson minnkað
muninn með skallamarki en
brottrekstur Matthíasar gerði að
engu síðustu vonir Skagamanna
um að jafna metin. Árni skoraði
mark sitt eftir að Sævari hafði
mistekizt að hreinsa frá markinu,
boltinn barst til Árna sem skallaði
hann aftur fyrir sig og í markið.
„Þetta er ekki
búið ennþá“
„Þetta er ekki búið ennþá, við
eigum eftir erfiða leiki, sérstak-
lega leikinn í Eyjum," sagði Hörð-
ur Hilmarsson fyrirliði Vals og
bezti maður liðsins eftir leikinn.
Trausti Har.
Sæbjörn Guðm.
„Það er of snemmt að afskrifa
Skagamennina, þeir eiga eftir
léttari leiki en við og þeir eru
mjög sterkir, þótt þeir hafi ekki
leikið vel í dag,“ sagði Hörður.
Hörður kvaðst vera mjög ánægður
með leik Vals og sigur í leiknum
væri á við 4 stig. „Það var
geysimikilvægt að vinna, Valur og
Akranes eru án vafa beztu liðin nú
eins og undanfarin ár.“ Hörður
sagði að lokum að góður stuðning-
ur áhangenda Vals hefði hjálpað
mikið til.
Það ríkti mikil kátína í herbúð-
um Vals eins og vænta mátti en
Skagamennirnir virtust taka tap-
inu með miklu jafnaðargeði. „Tap-
ið þýðir sem betur fer ekki heim-
sendi, hvorki fyrir mig né liðið,"
sagði Hilpert þjálfari. „Nú höfum
við tapað tveimur leikjum gegn
Val í röð 2:1 og eigum ekki lengur
möguleika á sigri í deild og bikar.
Við setjum því stefnuna á 2. sætið
en það verður erfitt að ná því sæti.
í sambandi við leiki Vals og
Akraness þarf að hafa það í huga
Sævar Jónss. Örn óskarss.
Jón Alfreðss. Hörður Hilmarss.
Elmar Geirss. Tómas Pálss.