Morgunblaðið - 14.08.1979, Qupperneq 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
Jón tryggöi
Magna sigur
MARK Jóns Ingólfssonar úr víta-
spyrnu um miðjan síðari hálfleik
færði Magna bæði stigin í viður-
eign þeirra við Þrótt Neskaupstað
á Grenivík á laugardaginn, í leik
þar sem jafntefli hefði sennilega
verið sanngjörnustu úrslitin. Að-
Magni j.A
Þróttur I ■ w
dragandi marksins var þannig að
Magnamenn sóttu upp hægri
kantinn, knötturinn var gefinn
fyrir markið og hrökk þar í hönd
eins varnarmanns Þróttar. Var
umsvifalaust dæmd vítaspyrna
sem Jón skoraði úr eins og áður
segir. I fyrri hálfleik, sem var
frekar daufur, gerðist lítið mark-
vert. Liðin skiptust á að sækja, en
sköpuðu sér fá umtalsverð tæki-
færi. Einu sinni skall þó hurð
nærri hælum við mark Þróttar. Þá
átti Hringur Hreinsson gott skot
frá vítateig, markvörðurinn slc
knöttinn í stöngina og náði honum
síðan aftur. Síðari hálfleikur var
mun líflegri en sá fyrri og kom
sigurmarkið um hann miðjan eins
og áður sagði. Eftir markið voru
Þróttarar meira með boltann en
fengu lítið af færum. Undir lokin
sóttu þeir stíft að marki Magna en
allt kom fyrir ekki.
Síðan munaði minnstu að Hring
Hreinssyni tækist að auka forystu
Magna í restina. Hann fékk
stungusendingu inn fyrir vörn
Þróttar. Markvörðurinn kom á
móti honum út fyrir vítateiginn.
Hringur skaut framhjá markverð-
inum, en knötturinn smaug rétt
framhjá markinu.
Besta færi Þróttara átti Erlend-
ur Davíðsson er hann skaut yfir
markið á markteig. Eins og áður
sagði voru Þróttarar meira með
boltann í leiknum, en það var ekki
nóg.
STAÐAN
í 2. deild
Staðan í 2. deild íilandsmótain* í knatt-
spymu ar nú pessi.
UBK 14 10 2 2 33-9 22
FH 14 10 2 2 38-16 22
Fylkir 14 7 2 5 25-18 16
Seffoss 14 6 3 5 20-15 15
Þór 14 6 1 7 15-19 13
Þróttur 13 5 2 6 9-13 12
ÍBÍ 13 3 5 5 10-24 11
Austri 14 3 4 7 12-23 10
Reynir 14 3 4 7 11-25 10
Magni 14 3 1 10 14-35 7
Markhæstu
leikmenn eru:
Sígurður Grétarss. UBK 12
Hilmar Sighvatsson Fylki 9
Andrés Kristjánss. ÍBI 9
Pálmi Jónss. FH 9
• Jöfnunarmark Hauka. Ólafur Torfason (eigandi fingravettlingsins viö stöngina t.h. á myndinni) hefur
skoraó af stuttu faari og er að sjá að Guömundur markvöröur Baldursson eigi litla möguleika á Því að verja.
Fram náði jöfnu gegn
Haukum i Firðinum
VIÐUREIGN Hauka og Fram á
Hvaleyrarvellinum á laugardag
var ekki síður glíma leikmanna
við veðurguðina heldur en bar-
átta þeirra innbyrðis. Veðurguð-
irnir blésu mikinn og annað
slagið rigndi. en leikmennirnir
höfðu þó betur í þessari rimmu,
þar sem furðu góðir kaflar voru í
leiknum og hann fjörugur þrátt
fyrir allt. Úrslitin urðu 1:1 og
voru bæði mörkin skoruð í fyrri
hálfleiknum. Eftir atvikum voru
úrslitin sanngjörn, leikurinn var
í jafnvægi lengi vel, en að vísu
sóttu Framarar mun meira undir
lokin og hefðu þá átt að geta
tryggt sér bæði stigin.
Strax á þriðju mínútu leiksins
skoraði Pétur Ormslev fyrir Fram
og var sérlega vel að því marki
staðið hjá Pétri, en hins vegar
voru Gunnar Andrésson og Örn
Bjarnason klaufar að koma ekki í
veg fyrir að sendingin næði alla
leið til Péturs inni í miðjum
vítateigi Haukanna.
Ólafur Torfason jafnaði metin á
32. mínútu leiksins. Björn Svav-
arsson gaf fyrir mark Fram frá
vinstri, boltinn fór í varnarmann
og þaðan fyrir fætur Ólafs, sem
Haukar 1Bj|
Fram ■■ I
sendi knöttinn með hnitmiðuðu
þrumuskoti í markið úti við stöng.
Vel unnið að báðum mörkunum af
hálfu þeirra, sem skoruðu þau, en
varnarmenn liðanna hins vegar
syfjaðir þegar þau komu.
Nokkur hiti hljóp í leikmenn
undir lok leiksins og fékk Guð-
mundur Steinsson þá að líta gula
spjaldið. Leikmaðurinn sá ætti að
reyna að temja skap sitt inni á
vellinum, en hins vegar skilur
maður stundum þennan lágvaxna
en mjög svo lipra leikmann, sem í
hverjum einasta leik þarf sýknt og
heilagt að þola það, að varnar-
menn andstæðingsins liggi í hon-
um og pikki jafnvel allt stafrófið
aftan í lappir hans.
Ásgeir Elíasson átti sannkallað
þrumuskot í þverslá er 14 mínútur
lifðu af leiktímanum og máttu
Haukarnir þakka fyrir að skot
Ásgeirs lenti langt úti á velli eftir
að boltinn hafði kysst þverslána,
en ekki í netmöskvunum. Bæði
liðin áttu færi á að skora fleiri
mörk í leiknum, en jafnteflið var
þó trúlega bezt við hæfi.
Beztir í liði Hauka voru Guð-
mundur Sigmarsson, Ólafur Jó-
hannesson og Úlfar Brynjarsson.
Örn Bjarnason stóð sig betur í
markinu en markverðir Hauka
hafa áður gert í sumar. Það vakti
athygli þegar Sigurði Aðalsteins-
syni var skipt út af um miðjan
seinni hálfleikinn, fávísir áhorf-
endur skildu ekki tilganginn með
þeirri skiptingu. Pétur Ormslev
var beztur leikmanna Fram, Ás-
geir Elíasson stóð fyrir sínu,
Guðmundur markvörður brást
hvergi að þessu sinni og Gunnar
Orrason er lipur leikmaður, sem
hefði mátt fá meira tækifæri í
þessum leik.
Góður dómari var Eysteinn
Guðmundsson.
í STIITTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild, Hvaleyrarholt 11.
ágiíst
HAUKAR - FRAM 1:1 (1:1)
MARK HAUKA: Ólalur Torfaaon á 32.
mfnútu.
MARK FRAM: Pátur Ormslev á 3. mfnútu.
GULT SPJALD: Guðmundur Steinsaon
Fram.
ÁHORFENDUR: 159. ,..
Sjálfsmark Austra
gaf ísfirðingum stig
JAFNTEFLI 1:1 varð í leik
Austra og ísfirðinga í 2. deild-
inni í' knattspyrnu á Eskifirði á
laugardaginn. Leikurinn var
heldur slakur, en heimamenn þó
skárri aðilinn og nær sigri.
Austri lék undan golunni í fyrri
hálfleiknum og sótti meira, en það
voru þó ísfirðingar, sem fengu
fyrsta tækifæri leiksins. Ekki
tókst að nýta það frekar en önnur
færi, sem liðin fengu í fyrri
hálfleiknum. Staðan í leikhléi 0:0.
Austri náði góðum tökum á
leiknum á móti golunni í seinni
hálfleiknum óg átti góð færi í
byrjun hálfleiksins. Fljótlega
tókst Hjálmari Ingvarssyni að
Austri
ÍBÍ
skora fallegt mark eftir laglega
spilaða sóknarlotu Eskfirðinga.
Eftir markið jafnaðist leikurinn
nokkuð, en síðasta
stundarfjórðunginn náðu
heimamenn aftur tökum á
leiknum. Það voru þó ísfirð-
ingarnir, sem skoruðu, nokkuð
gegn gangi leiksins. Þegar 8
mínútur voru eftir fengu Isfirð-
ingar hornspyrnu og eftir hana
tókst ekki betur til en svo hjá
öðrum bakverði Austra, að er
hann ætlaði að hreinsa frá marki
sínu, fór boltinn beinustu leið í
Austramarkið. Staðan jöfn 1:1 og
þau urðu úrslit þessa leiks.
Vörnin var betri hluti liðs IBI
að þessu sinni, en leikmenn liðsins
eru óþarflega grófir úti á
vellinum. Austramenn börðust
alls ekki nægjanlega í þessum leik
og verða að gera enn betur ef þeir
ætla að halda sæti sínu í 2. deild,
það eiga þeir að geta, en þurfa þá
að hafa aðeins meira fyrir
hlutunum. Beztu menn Austra að
þessu sinni voru Steinar Tómas-
son og Hjálmar Ingvarsson, sá
ódrepandi báráttujaxl.
-Ævar/ - áij
Þetta
er ekki
búið
strákar
— ÞETTA er ekki búiö etrák-
ar, viö eigum enn von og
veröum að halda áfram af
fullúm krafti, sagði Eggert
Jóhannesaon pjálfari Hauka
aö loknum leiknum við Fram á
Hvaleyrinni á laugardaginn.
Meö góöri baráttu tókst Hauk-
unum aö ná Ööru atiginu og
áttu baö fyllilega skiliö.
— Þaö er staöreynd aö
þegar viö erum meö allan
okkar mannskap, þá stöndum
viö þessum liöum fyllilega á
sporöi, sagði Eggert. — Núna
gerum viö t.d. jafntefli viö
Fram, en þó er ekki nema um
70% af mannskapnum laus viö
meiösli og í leikhæfu ástandi.
Viö höfum í rauninni ekki tapað
nema tveimur leikjum hér á
Hvaleyrarvellinum, fyrir Val og
Víking, en tapið á móti KR
viöurkennum viö ekki. í þeim
leik voru tvö mörk ranglega
dæmd af okkur og KR því
gefinn 1:0 sigur, sagöi Eggert
og þaö var greinilegt á Haukun-
um aö þeir ætla aö selja sig
dýrt í þeim leikjum, sem eftir
eru.
Reynir að ná
sér á strik
REYNIR í Sandgeröi á nú nokkra
von á því aö rífa sig upp úr
fallbaráttu 2. deildarinnar í knatt-
spyrnu. Þeim tókst nefnilega nokk-
uö gegn Fylki á laugardaginn, sem
Reynir 0.0
Fylkir O-U
ekki hefur legió fyrir peim í mótinu
til pessa, en paö er aó nýta örfá
prósent af færum peim sem leik-
menn liðsins skapa sér til pess að
skora. Reynir lagöi Fylki aö velli í
Sandgeröí og gerói par meó lítió úr
peim litlu möguleikum sem Fylkír
haföi á pví aó blanda sér í toppbar-
áttuna. Viröist nú fátt geta stöðvað
UBK og FH í pví aö endurheimta
sæti sín í 1. deild. Reynir vann 3—0,
staóan í hálfleik var 1—0.
Munurinn á lióunum var einkum í
pví fólginn, að heimalióiö nýtti sín
færi mun betur heldur en Fylkisliö-
íð annars vegar og peir sjálfir hins
vegar í fyrri leikjum sumarsins.
Reynir hefur ekki fyrr í sumar
skoraö prjú mörk. Hjörtur Jóhanns-
son skoraói fyrsta mark Reynis í
fyrri hálfleik, en heimaliöió gerói
ekki endanlega út um leikinn fyrr
en í síðari hálfleik, pegar pað
skoraöi tvívegis. Fyrst skoraði Jón
B.G. Jónsson og síóan rak Ómar
Björnsson endahnútinn á góöan
dag hjá Reyni meó pví aó skora
priðja markiö.
ÍJ/flfl-
Hvað er eiginlega að hjá Frömmurum?
HVAÐ er eiginlega að hjá
Frömurum er spurning, sem
knattspyrnuáhugamenn hafa
spurt hver annan síóustu
vikurnar. Meö hverjum leik liös-
ins hafa stuðningsmenn Fram
orðiö örvæntingarfyllri og nú er
svo komið, aö liöiö, sem framan
af var taliö jafnbezta liö mótsins
og líklegur meístarakandidat,
er í bullandi fallhættu.
Lítum aöeins á próunina:
• Fram hlaut 10 stig út úr 8
fyrstu leikjum sínum í 1. deildinni
og var þá eitt toppliöanna.
• í kjölfar þessa fylgdu 4
tapleikir og loks jafntefli gegn
Haukum á laugardag.
• Stigin eru aöeins 11, Þróttur
er meö 10 stig og KA 9, þannig
aö fallbaráttan er ekki lengur
fjarlægt hugtak í herbúöum
Fram.
• Ljós í myrkrinu. Fram á alla
möguleika á aö komast í úrslit
bikarkeppninnar, en liöiö þarf þó
að sigra Þróttara til aö svo veröi
og veröur þaö annar leikur
iiöanna í undanúrslitunum.
Viö spuröum Hólmbert
Friöjónsson aö þvi á laugardag-
inn, hvaö væri eiginlega að.
— í fyrri umferðinni lék Fram-
liöiö oft skínandi vel, en heppnin
fylgdi okkur aldrei, segir Hólm-
bert. — Eölilega hefur þetta
sálræn áhrif á leikmenn og í staö
þess að viö sýnum framfarir eins
og önnur liö, t.d. Valur og
Víkingur í byrjun seinni
umferöarinnar, fer okkur aftur.
Ég tel ástæöuna vera þá, aö þaö
rúllaði aldrei neitt meö okkur og
hálfgerö uppgjöf kemur í leik-
menn við mótlætiö.
Einnig vorum viö of fljótir eöa
á undan hinum liöunum í
toppform og héldum okkur ekki
þar þegar fór aö blása á móti. Þá
má nefna aö við erum aö yngja
iiö dkkar upp og þaö tekur
eölilega sinn tíma. Allt hefur lagst
á eitt hjá okkur aö undanförnu,
en ég vona og hef trú á aö þetta
eigi eftir að koma aftur hjá okkur.
— Eru Framarar í alvarlegri
fallhættu?
— Þaö er Ijóst að viö erum
komnir í fallbaráttuna, en ég
vona að viö lifum hana af, sagöi
Hólmbert aö lokum.
-áij