Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
Hey selt á 60
tfl 100 kr. kflóið
HEY ER nú selt á 60 til 100 krónur
hvert kíló vélbundið á sölustað en
heyverðið er mjög breytilegt þessa
da^ana og virðast ýmsir halda að
sér höndum til að sjá hvernÍK
heyskap miðar næstu vikur. Berg-
ur Masnússon. (ramkvæmdastjóri
HestamannafélaKsins Fáks í
Reykjavík, sajjði að Fákur væri
búinn að festa kaup á öllu heyi.
Níu sóttu
um embætti
bæjarfógeta
í Kópavogi
ALLS sóttu 9 um embætti bæjar-
fógeta í Kópavogi en eins og
Kreint var frá í blaðinu á sunnu-
dag rann umsóknarfrestur um
starfið út á föstudag. í sunnu-
daKshlaöinu voru birt nöfn sjö
umsækjenda en eftir það komu
fram tvær umsóknir. Umsækjcnd-
ur cru þessir:
Ásgeir Pétursson, sýslumaður,
Borgarnesi. Barði Þórhallsson,
bæjarfógeti, Ólafsfirði. Elías í.
Elíasson, bæjarfógeti, Siglufirði.
Halldór Þ. Jónsson, fulltrúi, Sauð-
árkróki. Jón A. Ólafsson, sakadóm-
ari, Reykjavík. Kristinn Ólafsson,
tollgæzlustjóri, Reykjavík. Már
Pétursson, settur bæjarfógeti, ísa-
firði. Óiafur St. Sigurðsson, hér-
aðsdómari, Kópavogi. Rúnar Guð-
jónsson, sýslumaður, Hólmavík.
sem félagið þyrfti til vetrarins en
það eru um 600 tonn. Sagði Bergur
að mestan hluta heysins hefði
félagið keypt á 60 krónur kflóið og
væri þá miðað við vel þurrt hey á
söiustað.
Fákur er stærsti einstaki hey-
kaupandinn hér á landi og sagði
Bergur. að í fyrra hefði félagið
keypt hey á 25 krónur kflóið en
einstaklingar hefðu gjarnan gefið
fyrir það 30 krónur. Iiækkunin
milli ára væri óneitaniega mikii og
hann hefði hcyrt dæmi þess, að hey
væri nú orðið á 70 til 80 krónur og
á einstaka stað um og yfir 90
krónur. Bergur sagðist ekki skilja
hvernig bændur og aðrir hugsuðu
sér að gefa hey, sem kostaði 90
krónur kflóið. sem þýddi að fóður-
einingin í heyi væri á nær 180
krónur, þegar fóðureiningin í fóð-
urbæti væri á um 100 krónur.
Bergur sagði. að Fákur hefði
keypt hey á svæðinu frá Reykjavík
og austur í Rangárvallasýslu en
einnig hefðu þeir fengið hey austan
úr Hornafirði en þær væri heyið
ódýrara. Flutningskostnaður á
heyinu cr breytilegur eftir vega-
lengdum en Bergur taldi að flutn-
ingur á hverju kflói austan úr
Árnessýslu til Reykjavíkur kostaði
um 8 krónur. Bergur sagði, að
heyframboð hefði ekki verið mikið
en það hefði aukist sfðustu dagana.
I vetur var hey selt til útlanda og
fengu bændur þá 65 krónur fyrir
kflóið komið á hafnarbakkann en
þess má geta, að talið er að hey
léttist um 25 til 30% við geymslu í
hlöðu.
Eins og kunnugt er af fréttum náðist norska herflugvélin upp úr Þjórsá á laugardagsmorgun.
Leiðangursmenn lentu í ýmsum erfiðleikum við björgunina og að lokum varð að fá stóran krana iéðan hjá
Landsvirkjun til að lyfta vélinni. í ráði er að flytja vélina til Reykjavíkur í dag og verður hún geymd hér á
landi um tima, en verður síðan flutt til Bandaríkjanna. Myndin sýnir kranann að störfum, en til þess að
hægt væri að koma honum við, þurfti að gera tanga út í ána þvi vélin var nokkuð frá landi.
Ljósm.: Baldur Sveinsson.
Úrkoma undir meðallagi frá 1976:
Vatnsskortur sunnanlands
ef ekki koma haustrigningar
segir Sigurjón Rist vatnamælingamaður
Söngvaka í kvöld
í Norræna húsinu
FÉLAG íslenzkra einsöngvara
mun í kvöld, þriðjudag, efna til
fimmtu söngvökunnar í Norræna
húsinu á þessu sumri. Þá mun
Magnús J. Jóhannsson og Njáll
Sigurðsson, félagar úr Kvæða-
mannafélaginu Iðunni, fara með
nokkrar stemmur úr Númarím-
um eftir Sigurð Breiðfjörð.
Elísabet Erlingsdóttir og Anna
Júlíana Sveinsdóttir syngja ís-
lenzk þjóðlög og einsöngslög. Agn-
es Löve og Jónína Gísladóttir leika
á hljóðfærið.
Söngvakan hefst kl. 21.00.
Á myndinni eru frá vinstri:
Agnes Löve, Jónína Gísladóttir,
sitjandi, Njáll Sigurðsson, Anna
Júlíana Sveinsdóttir, Elísabet Er-
lingsdóttir og Magnús J. Jóhanns-
son.
„MJÖG lágt er í ám og
vötnum þessa dagana,
einkum hér sunnanlands
og vestan, og kemur það
til af langvarandi þurrka-
kafla í sumar, og einnig
vegna þess að úrkoma hef-
ur verið talsvert undir
meðallagi allt frá árinu
1976,“ sagði Sigurjón Rist
vatnamælingamaður í
samtali við Morgunblaðið,
er hann var spurður um
yfirborð vatna og vatns-
magn vatnsfalla í sumar.
Sigurjón kvaðst ekki vita til
að vatnsskortur hefði orðið til
vandræða, en hins vegar mætti
búast við því að afleiðingarnar
yrðu alvarlegar ef ekki kæmu
haustrigningar. Þurrkar í
sumar þyrftu þó alls ekki að
þýða að lítið rigndi í haust, til
dæmis í september, en þá væri
oft mikil úrkoma. En þegar
sumar hefði verið stutt og kalt
eins og var í vor, og síðan
þurrkar, þá þyrfti miklar
haustrigningar til að ná meðal-
stöðu á ný.
Greenpeace:
Höldum bátunum frá veiðum
með friðsamlegum aðgerðum
RAINBOW Warrior, skip
Greenpeacesamtakanna er
komið á íslandsmið til að
hindra hvalveiðar hér við land.
Skipið fór frá Hjaltiandseyjum
áleiðis tii íslands í síðustu viku.
I fréttaskeyti samtakanna til
Morgunblaðsins segjast sam-
tökin senda Rainbow Warrior
til íslands þar sem fslenzk
stjórnvöld hafi ekki tekið upp
nógu einarðlega afstöðu til þess
að banna hvalveiðar, þrátt fyrir
að samtökin fagni því, að ís-
land hafi greitt atkvæði með
banni við hvalveiðum frá verk-
smiðjuskipum og veiðum á
Indlandshafi.
Samtökin nefna fimm ástæður
fyrir komu Rainbow Warriors á
íslandsmið. I fyrsta lagi, að
verulega skorti á vísindalegar
rannsóknir á ástandi hvala-
stofna við ísland. í öðru lagi
mótmæla Greenpeacesamtökin
því, að íslendingar veiði hvali,
sem aðeins koma inn i íslenzka
landhelgi í stuttan tíma. í þriðja
lagi, að hvalir séu sameiginleg
arfleifð mannkynsins og að eng-
um þjóðum eigi að líðast að
veiða þá, einkum þar sem veru-
legur vafi sé á því, að viðkoma
hvala sé með eðlilegum hætti. I
fjórða lagi hafi ísland greitt
atkvæði með tíu ára banni við
hvalveiðum í Stokkhólmi árið
1970. ísland sé aði’i að Samein-
uðu þjóðunum og á ráðstefnu
samtakanna í Stokkhólmi hafi
verið samþykkt bann við hval-
veiðum.
I fréttaskeyti samtakanna
segir, að Rainbow Warrior snúi
aftur til íslands þrátt fyrir
lögbann, sem Hvalur hf. hafi
fengið sett á aðgerðir þeirra, en
að áhöfn skipsins muni halda
hvalbátum frá veiðum með frið-
samlegum aðgeröum.
Sigurjón kvaðst sem fyrr
segir ekki vita til að vandræði
hefðu hlotist af þurrkum í
sumar, en eitthvað væri þó
minna í laxveiðiám en venju-
lega. Ár sunnanlands væru
hins vegar margar hverjar það
vatnsmiklar að ekki kæmi að
sök. Jökulvötn sagði Sigurjón
einnig vera vatnsminni en í
meðalári, og væri þar um að
kenna lágum meðalhita fram-
an af. Jöklar hefðu ekki náð að
bráðna og jökulárnar því um
leið orðið vatnsminni.
Stjömubíó:
Vamimar rofna
VARNIRNAR rofna (Breakthrough) heitir ný amer-
ísk-þýsk-frönsk kvikmynd í litum um einn helsta þátt
innrásarinnar í Frakkland 1944, sem Stjörnubíó frumsýnir í
dag, þriðjudag.
Leikstjóri er Andrew V. McLaglen, en með aðalhlutverk
fara Richard Burton, Rod Steiger og Robert Mitchum.
Myndin, sem gerist í síðari
heimsstyrjöldinni, fjallar um
hersveit nokkra, undir stjórn
Steiners (Richard Burton).
Steiner þessi dregur aldrei af
sér og nýtur mikils álits yfir-
boðara sinna, að undanskild-
um Stransky (Helmuth
Griem), sem er jafnan í nöp
við hann. Þegar Stransky tek-
ur við stjórn herdeildarinnar í
St. Vallone, eftir að herir
bandamanna hafa gert innrás
í Normandí, hyggst hann gera
skriðdrekum Bandaríkja-
manna fvrirsát. har í hænum
og sprengja þá í loft upp á
aðaltorginu. En til þess að það
megi takast, ætlar hann m.a.
að fórna lífi ýmissa óbreyttra
borgara.
Steiner hefur alltaf haft
ímugust á Stransky og tekur
loks ákvörðun um að hindra
þessa fólskulegu fyrirætlun.
Myndin Varnirnar rofna var
frumsýnd í Evrópu og víðar í
sumar og er hún með íslensk-
um texta. Myndin hér að ofan
er að Richard Burton í hlut-
verki Steiners.