Morgunblaðið - 14.08.1979, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.08.1979, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 MORGUNBLAÐIÐ heíur fengið leyfi til þess að birta eftirfarandi kafla úr bókinni UPPREISN FRJÁLSHYGGJUNNAR, sem kom út fyrir skömmu. Hagvöxturinn Er það til marks um kreppu, að hægt hefur á hagvexti á Vestur- löndum? Er hagvöxtur æskilegur? Frjálshyggjumenn og samhyggju- menn voru lengi sammála um það, að hann væri æskilegur. Sam- hyggjumenn nítjándu aldar voru miklir hagvaxtarsinnar. Þeir héldu, að leysa mætti fátæktar- vandann með snöggu átaki, að stökkva mætti út úr ríki nauð- synjarinnar inn í ríki frelsisins. Karl Marx reit um skipulag, þar sem „allir gosbrunnar hinna sam- félagslegu auðæfa flóa yfir barma sína“. Hann lofaði „öreigunum" miklu betri efnalegum kjörum eftir byltinguna en fyrir hana. Fræðimenn deildu fram á tutt- ugustu öldina um það, hvort sam- hyggjumenn gætu efnt það, sem þeir lofuðu, en þeim deilum er í rauninni lokið. I markaðskerfinu eru skilyrði til auðsköpunar og efnaleg kjör almennings miklu betri en í miðstjórnarkerfinu. Menn fara betur með eigið fé en annarra, þekkja betur eigin að- stæður en annarra. Raunverulegir s.'Al.rsr.OMS II.OKKUHIS’N Starf SJálf- stæAis- ' flokksfns Friðnk Sophusson B«>k.in UPPHCISN FRJÁI SHYGGJUNNAR cr íamin fyiir hugmyndabarftuo sam- limans, haráltunu niiili sljúrnlyndtv og. sosialisma ann.irs vcgur og sjúif.vuc.Ai-. og frjálv hyggjii hins vcgai. HOfundur hólurinnar cru allir Sjálfsncðixmcnn, cn þcir cru óhncildir við að gacnrS'Uú flukkinn hrcinskilniclc&u Ailur liilrigui þcjrr.i niiðú að þvi að eera SjAlfsiirðiÁfliÁkinn. scin cr fimintiu ár.i 25 mai 1979. a«? vuldugii fjAMahrcyíuigu fólksinx i lamiinu, xcm Scistgcgn Bákninu. tslcnzkir irjálshycjijumcnn hufa of lcugi setið og þapð við só.MaiiMTiúnum. Nú risa þcir upp ug lukn nl rnái.v. auk þess yrði hætt. markaðsbúskap Uppreisn (Úr grreininni HAGKERFINU OG VERÐ- BÓLGUNNI eftir dr. Þráin Eggertsson dósent). Skynsamlegur meðalvegur Reyna verður að finna einhvern skynsamlegan meðalveg milli þessara tveggja höfuðátta, þ.e. fyllsta samningsréttar einstakra stéttarfélaga annars vegar og fyllsta forræðis heildarsamtak- anna hins vegar. í því sambandi skal lögð áherzla á eftirfarandi: 1. Vinna þarf að því, að vinnu- staðurinn verði frumeining verka- lýðsfélaganna, þar sem slík skipu- lagsbreyting mundi auðvelda mjög umfjöllun og ákvarðanir í kjara- málum. Við núverandi aðstæður ber að stefna að því að koma víðar á einum sameiginlegum kjara- samningi stórfyrirtækja eða til- tekinna atvinnugreina og þeirra stéttarfélaga, sem starfsfólkið á aðild að, líkt og gert hefur verið í álverksmiðjunni í Straumsvík og ríkisverksmiðjunum svokölluðu. Kerfisbundið starfsmat auðveldar það. 2. Skýrari reglur verður að setja um það, hvaða kjaraatriði heildarsamtökin skuli semja um frjalshyggjunnar hagvaxtasinnar hljóta því að taka markaðskerfið fram yfir mið- stjórnarkerfið. Samhyggjumenn tuttugustu aldarinnar eru því síður en svo hagvaxtarsinnar. Hvaða röksemdir færa þeir gegn honum? Ein röksemd þeirra er sú, að maðurinn lifi ekki af brauðinu einu, „lífsgæðakapphlaupið" sé óeðlilegt, „græðgin" knýi vestræn- ar þjóðir áfram. Henni má svara svo, að freisið sé varla nema í orði, ef menn hafi ekki skilyrði til þess að nota það, og að menn geti því betur notað frelsi sitt sem þeir hafi hærri tekjur. Þær eru því æskilegar. Menn verða sennilega ekki því hamingjusamari sem þeir hafa hærri tekjur, en þeir verða mjög sennilega því óhamingju- samari sem þeir hafa lægri tekjur. Fátækt veldur óhamingju, þótt auðlegð valdi ekki hamingju. Önnur röksemd þeirra gegn honum er sú, að aukning fram- leiðslunnar valdi náttúruspjöllum, mengun og þurrð auðlinda efnis og orku. Henni má svara svo, að hagvöxtur geti verið .þrátt fyrir náttúruvernd og að hann sé jafn- vel nauðsynlegur vegna hennar, því að hún kostar sitt. Hvað kemur hagvöxtur, sem er vegna hagræðingar, mengun við? Og auðlind þverr í rauninni ekki: Hún verður ekki nýtt á samkeppnis- hæfu verði. Verð hækkar, ef fram- boð minnkar, og eftirspurn minnkar, ef verð hækkar, leitað er að nýrri auðlind, og hún finnst. Þessi vandi leysist með verðlagn- ingu á markaðnum, en er stundum ekki leystur í miðstjórnarkerfinu, þar sem náttúruvernd er varla sinnt og auðlindum sóað. Verðið ræður á markaðnum eins og lögin í réttarríkinu — ekki misvitrir menn. Og enn eru til óteljandi auðlindir. Landið er ekki allt ræktað, hafið er óræktað, orku- lindir sólar og efniskjarna eru ónýttar — að ógleymdri beztu auðlindinni, sívaxandi þekkingu mannsins. Röksemdir „núllvaxtarsinna" eru ekki frambærilegar. Ein ástæðan til þess, að ádeilan á hagvöxtinn fékk áheyrn, sem er ótrúleg, þegar miðað er við þessar röksemdir, er, að þeir kitluðu heimsendataugina, sem er í mörg- um mönnum. Heilu söfnuðirnir hafa á öllum öldum beðið heims- endis. Heimsendataugin er sterk í marxsinnum. Marx var spámaður, sem boðaði dómsdag „borgara- stéttarinnar", en taugina má rekja til óttans við þann vöxt þekkingar og atvinnulífs, sem veldur því, að framtíðin er ófyrirsjáanleg. Önnur ástæðan til þess er senni- lega fjölmiðlunin. Er heimsendir ekki fréttnæmari en heimsfram- hald? Sú mynd, sem fjölmiðlar draga upp af heiminum, er mynd hins fréttnæma. Enn önnur ástæðan er sennilega sú, að sumir menn kjósa ófrið. Þeir reyna að herða kjarabarátt- una með því að hægja á hagvext- inum. Lýðræðisríkið hvílir á sam- hug borgaranna, en hann er mest- ur og árekstrar þeirra fæstir, þegar gróði eins er ekki tap annars, með öðrum orðum þegar kröfum eins er ekki sinnt á kostn- að annars, heldur með aukningu framleiðslunnar, hagvexti. Hag- vöxturinn er bezti sáttasemjarinn /í kjarabaráttunni, enda er lög- regluríki sennilega nauðsynlegt í kyrrstöðuskipulagi eða „núllvaxt- arskipulagi". Það er engin tilvilj- un, að lýðræðisríkið kom til sög- unnar með hagvextinum. Hag- vöxtur er ekki tilgangur í sjálfum sér, maðurinn einn er tilgangur, eins og Immanúel Kant benti á. En hagvöxtur er líklega nauðsyn- legt skilyrði fyrir því ríki, þar sem maðurinn er tilgangur — réttar- ríkinu. (Úr greininni HUGMYNDABARÁTTUNNI Á VESTURLÖNDUM eftir Hannes Hóim- Htein GisHurartson sagnfræðinx). Ráð við verðbólgu Reynsla þjóða heims sýnir, að auðveld ráð við verðbólgu þekkjast ekki. Á íslandi er mikilvægasta verkefnið tvímælalaust að ein- angra hagkerfið frá öldugangi utanríkisverzlunarinnar, bæði með raunhæfri beitingu jöfnunar- sjóða og með sveigjanlegri gengis- skráningu. Einnig er nauðsynlegt að auka með tímanum fjölbreytni útflutningsins. Enginn skyldi ganga þess dulinn, að jöfnun sveiflna í sjávarútvegi verður í framkvæmd stórfellt vandamál. Atvinnurekendur og launþegar í þessari undirstöðugrein hagkerf- isins eiga gífurleg ítök í öllum stjórnmálaflokkum landsins og munu berjast af öllum mætti gegn raunhæfri beitingu jöfnunarsjóða. Á þeim upplausnartímum, sem nú eru, verður það illa þolað, ef reynt verður að leggja til hliðar hiuta afrakstursins í góðæri og geyma til mögru áranna. En takist að hemja sveiflur utanríkisverzlun- arinnar, mun nokkur tími, jafnvel ár, líða, þar til víman rennur af þrýstihópunum, t.d. verkalýðsfé- lögunum, og andrúmsloftið hreinsazt. Tvær leiðir virðast koma til greina, ef hemja á verð- bólgukapphlaup þrýstihópa, og er hvorug góð: 1. Önnur leiðin er að draga úr heildareftirspurn og minnka framleiðslu og atvinnu. Leið mik- ils atvinnuleysis er í alla staði vafasöm, og getur haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar, einkum á upplausnartímum eins og nú eru. Hreinn efnahagslegur kostnaður við þessa leið er einnig mikill. Hinu er ekki að neita, að mikil- vægt er að skera niður alla um- frameftirspurn, en hún hefur und- anfarin ár og áratugi kynt undir kröfugerð þrýstihópanna. 2. Hin leiðin er fólgin í beinu eftirliti stjórnvalda með tekjum og verðlagi samhliða ströngu að- haldi með peningaframboði. En þessu verkefni valda stjórnvöld ekki nema þau taki sér einræðis- vald og leysi t.d. upp verkalýðs- hreyfinguna í núverandi mynd. Lögregluríki og stjórnarhættir kommúnista og fasista væri dýr borgun fyrir stöðugt verðlag, en og hvað skuli fengið landssam- böndum eða einstökum stéttarfé- lögum og þeirra viðsemjendum til ákvörðunar. Eðlilegast er, að Al- þýðusambandið og vinnuveitendur geri með sér samhæfðan kjara- samning um almenn kjaraatriði og launastiga, en einstakir samn- ingsaðilar semji um sérmál og staðsetningu starfa og stétta í þrepum launastigans. 3. Stefna ber að því, einkum ef unnt reynist að afmarka viðfangs- efni sérviðræðna betur en nú er, að sérviðræður hefjist og beri sem mestan árangur, áður en aðal- samninganefndir hefja sínar samningaumleitanir. Æskilegt er, að fækkað verði í aðalsamninga- nefndum beggja samningsaðila. 4. Frekari samvinna helztu heildarsamtaka launþega, þ.e. Al- þýðusambandsins, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, far- manna- og fiskimannasambands- ins og Sambands bankamanna, er æskileg, ef það verður til þess að draga úr togstreitu á milli þessara samtaka og aðildarfélaga þeirra og samhæfa stefnu launþega- hreyfingarinnar, svo sem um launahlutföll. Sameining þessara samtaka og tilkoma eins sam- ræmds og sameiginlegs kjara- samnings fyrir helztu starfsstéttir þjóðfélagsins um launastiga og almenn kjaraatriði er sennilega fjarlægur draumur, en markmið, sem ræða ber í fullri alvöru. Fleira má nefna: 1. Einfalda þarf launakerfin, bæði með því að afnema eða skera niður hið flókna kerfi álaga og kaupauka, sem nú tíðkast, og reikna þessar upphæðir inn í taxtakaup og með því að endur- skoða kauptaxta ýmissa starfs- stétta til samræmis við raunveru- legt lágmarkskaup. í kjarasamn- ingum verður í auknum mæli að miða við greidd laun, en ekki taxtakaupið eitt. 2. Auka þarf kjararannsóknir, bæði almennar og sérstakar úr- taksathuganir, en tilgangurinn með þeim síðarnefndu er að afla nákvæmari upplýsinga um ýmis kaup- og kjaraatriði en unnt er í hinum almennu athugunum. Sterk rök hníga að því, að aðiki að Kjararannsóknanefnd verði breytt og rannsóknar.við hemi»r vikkað út og látið ná til :]evi hópa, svo sem opinberra starfj- manna og bankamanna Viðreisnarstjórnin, sem ólafur Thors myndaði 1959. Þorste nn Páisson segir í grein sinni: „Sjoundi áratugurinn hófst með viðreisn í anda frjálshyggju og einkenndist að öðru leyti af stöðugleika og festu í stjórnmálum. Þar fór saman forysta rótgróinna þjóðernis- og ■ sii 'juafla í Sjálfstæðisflokknum og borgaravængs Aiþýöuflokksins."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.