Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
+
Bróöir okkar,
PÉTUR JÓNSSON,
fyrrum bóndi ó Búfelli,
lézt á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 12. ágúst.
Systkinin.
t
Móöir okkar,
INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Barónsstíg 11,
lézt 13. ágúst í Landspítalanum.
GuöríAur Guömundsdóttir,
Jóhannes Guömundsson.
+
Systir mín
PÁLÍNA GUDJÓNSDÓTTIR GÍSLASON
lést 25. júlí í Kanada.
Vigdís Hansen.
t
ERLINGUR VALDIMARSSON,
Hraunbæ 42,
lézt á Landakotsspítala aö kvöldi 10. þ.m.
Vandamenn.
+
Maöurinn minn og faöir okkar
GRÍMUR GÍSLASON
er látinn. Kveöjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmutdag 16.
ágúst kl. 10.30.
Blóm og kransar afbeðin.
Ingíbjörg Jónsdóttir,
Lucinda Grímsdóttir,
Almar Grímsson.
+
Konan mín
SOFFÍA JÓNSDÓTTIR THORLACIUS,
Kvisthaga 7,
andaöist í Vífilsstaöaspítala hinn 6. ágúst.
Samkvæmt ósk hinnar látnu hefur útför fariö fram í kyrrþey.
Ari Ó. Thorlacius.
+
Eíginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ADALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Skipasundi 40,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 15. ágúst
kl. 3.
Magnús Helgason,
Halldóra Gunnarsdóttir,
Kristbjörg Gunnarsdóttir, Bragi Jónsson,
Þorsteinn H. Gunnarsson, Inga Þ. Halldórsdóttir,
Arnbjörn Gunnarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir
og barnabörn.
+
PÁLL KOLBEINS,
fyrrverandi aöalfóhiröir,
Túngötu 31, Reykjavík,
sem andaöist 7. ágúst síöastliöinn veröur jarðsunginn frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. ágúst kl. 15.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Skálatúnsheimilið.
Laufey Kolbeins,
Kristjón Kolbeins,
Ingibjörg Sig. Kolbeins,
Eyjólfur P. Kolbeins,
Margrét Kolbeins,
Gunnar Jökull Hákonarsort
og barnabörn.
Minning:
Gunnlaugur Melsted
Það er dimmt yfir og rigning á
Akureyri, þar sem ég er staddur
þessa stundina í sumarleyfi. Ég er
að koma úr baejarferð, hleyp
léttstígur upp síðustu tröppurnar,
þá blasir við mér Dagblaðið í
bréfalúgunni með mynd af kærum
vini og skólabróður með fyrirsögn-
inni: Gunnlaugur Melsteð látinn.
Mig setur hljóðan við, það er ætíð
sárt að sjá á eftir góðum félaga og
vini falla frá í blóma lifsins.
Kynni okkar hófust er hann bjó
hjá foreldrum sínum að Rauðarár-
stíg 3 og ég á Hverfisgötunni en
það er um það bil 19 ár síðan. Leið
okkar lá síðan í sama bekk i
Austurbæjarskóla, fyrst í tólfára-
bekk þar sem við vorum undir
handleiðslu okkar ágæta kennara
Péturs Sumarliðasonar og siðan í
fyrsta, annan, þriðja og fjórða
bekk bóknámsdeildar gagnfræða-
skólans við Lindargötu, ætíð í
sama bekk þar sem við sátum
ýmist saman eða sundur. Á þess-
um árum urðum við mestu mátar
og kann ég frá mörgu að segja um
okkar bernskubrek, sem ekki
verða tíunduð í stuttri minningar-
grein. Mér er samt efst í huga
þegar é minnist Gulla, eins og
hann var ætíð kallaður, daginn
sem hann kom til mín og spurði
hvort ég vildi ekki koma yfir til
sín og hlusta á gamlar Prestley
plötur, sem til voru á heimili hans.
Það urðu margar ánægjustundirn-
ar sem við undum okkur eftir það
við að hlusta á tónlist sem þá var
efst á baugi. Á þessum unglings-
árum má segja að myndast hafi
óbilandi áhugi fyrir hverskonar
músík og það voru kotrosknir
guttar sem löbbuðu út úr hljóð-
færaverslun Poul Bernburg með
sín fyrstu hljóðfæri sem voru
gítarar af Hofner gerð, úr úrvals
hnotu að sagt var. Gulli hafði
gaman af að ferðast og efa ég að
vart sé til sá staður hér innan-
lands sem hann hafði ekki við-
komu á, en hljómsveitarstörfin
áttu þar sinn drjúga þátt að svo
gat orðið.
Ógleymanlegar eru mér stund-
irnar sem við áttum í Vatnskoti,
þar sem Símon afi hans bjó um
árabil og hann hafði mikið dálæti
á meðan hann var og hét. Gulli
missti föður sinn ungur að árum
og tel ég að það hafi verið honum
þungur missir, unglingi á hans
aldri, og hafi jafnvel mótað spor
hans til æfiloka. Hann var gleði-
og skapmaður með gott sjálfs-
traust, ákveðnar skoðanir, var
kannski ekki alltaf móttækilegur
fyrir áliti annarra og gekk ekki
troðnar slóðir eins og oft er sagt
um þá sem hafa til að bera áræði
og kjark.
Einn hressasti hljómlistarmað-
ur er ég hef þekkt um dagana er
fallinn í valinn, hann var oftast
hrókur alls fagnaðar þar sem
hann hafði viðkomu, og veit ég að
margir kunna honum kærar þakk-
ir fyrir hans þátt á góðum stund-
um og þá síðast í Freyvangi við
Eyjafjörð.
Vinna hljómlistarmanna er
ábyggilega ekki alltaf dans á
rósum, eins og margir halda, mitt
álit er að hún sé einhver hin
vanþakklátasta atvinnugrein sem
hægt er að gera að lifibrauði sínu
og margar liggja þær stundir að
baki sem aldrei fæst neitt fyrir
nema þá kannske ánægjan ein. Og
margir eru þeir sem alið hafa með
sér hugsjón er ekki varð að veru-
leika. I flestum tilfellum þurfa
þeir sem hljómsveitarstörf inna af
hendi að hafa til að bera mikið
mótstöðuafl gegn allskonar freist-
ingum sem oftast eru eins og á
færiböndum allt um kring, þurfa
þeir oft að geta brugðið sér í líki
trúðsins til þess hreinlega að
sleppa heilir.
Gulli nam snemma rakaraiðn
hjá Pétri bróður sinum á Skúla-
götunni en hugur hans hneigðist
þó fyrst og fremst að spila-
mennskunni og þá með hinum
ýmsu hljómsveitum en greip þess
á milli skærin, nú síðast á rakara-
stofunni Figaró, samhliða því að
starfa í hljómsveitinni Freeport.
Lengst af lék Gulli með hlj.sv.
Haukum, en þar mótuðust tvær
hljómplötur; Fyrst á réttunni og
síðan: Svo á röngunni, og er
ábyggilegt að þar stóð Gulli í
eldlínunni hvað útgáfu áhrærir,
þó svo skipst geti á skini og
skúrum, eins og títt er um þess
háttar starfsemi.
Ég minnist Gulla með hlýjum
og einlægum hug í gegnum árin.
Það er skammt stórra högga milli
og ekki óraði mig fyrir að ég ætti
ekki eftir að sjá þig hressan og
kátan að vanda aftur, eftir að við
hittumst svo kampakátir í Sund-
laug Akureyrar um Verslunar-
mannahelgina og þar sem ég ef til
vill tók af honum síðustu mynd-
ina, en hún mun lifa sem minning
um kæran og góðan vin um ókom-
in ár.
Guð blessi hann um alla eilífð.
Ég votta hinum kæru börnum
hans, eiginkonu og systkinum,
elskulegri móður sem honum þótti
svo vænt um, öðrum vandamönn-
um innilega hluttekningu á rauna-
stund.
Hilmar
Guðmundur Eyberg
Helgason — Minning
Víst er, að við upphaf jarðvistar
okkar er ekki spurt hvort, heldur
öllu frekar hvenær henni lýkur.
En í því sambandi mætti gjarnan
hugleiða það, hvort og þá á hvern
hátt einstaklingstilveran heldur
áfram för sinni að enduðum bið-
tíma okkar í þessum dal sorgar og
gleði.
Ég ætla hér í fáum orðum að
minnast bróður míns og vinar,
Guðmundar Eybergs Helgasonar,
sem kvaddi þetta líf þann 26. maí
síðastliðinn.
Hann var næstelstur sjö syst-
kina, en það elsta, Benedikt
Helgason, lést fjórum mánuðum
fyrr, eða 26. janúar. Benedikt
bróðir okkar var rúmlega einu ári
eldri en Guðmundur. Nú erum við
fimm eftir af hópnum.
Guðmundur fæddist á ísafirði
14. nóvember 1924. Foreldrar hans
voru hjónin Jónína María Pét-
ursdóttir og Helgi Benediktsson.
Á sjötta ári var honum komið í
fóstur að Ytri-Kárastöðum á
Vatnsnesi, til sæmdarhjónanna
Þórveigar Jósefsdóttur og Davíðs
Þorgrímssonar. Hjá þeim ólst
hann upp við umhyggju og ein-
læga hjartahlýju, sem einkenndi
þau hjón bæði.
Um tvítugt kynntist Guðmund-
ur sínu konuefni, Ingibjörgu !
Margréti Kristjánsdóttur frá!
Brúsastöðum í Vatnsdal, og gengu :
þau í hjónaband skömmu síðar. 1
Betri lífsförunaut hefði bróðir
minn ekki getað fengið, enda hafði
hann oft orð á því við mig, að sín
mesta og dýpsta gleði í lífinu væri
Donna, en það er Ingibjörg kölluð
af mörgum.
Þau hjónin áttu miklu barna-
láni að fagna. Synirnir eru fimm
og dæturnar tvær, öll prýðisfólk
eins og foreldrarnir, og er óhætt
að fullyrða, að þar hafi eplin fallið
stutt frá eikinni.
Guðmundur gerðist bóndi á
Kárastöðum fljótlega eftr að hann
giftist, fyrst á móti fósturforeldr-
um sínum, en síðan tók hann við
í,.,,."‘,i: Jlöi! nn«H
+
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi,
HERVIN H. GUÐMUNDSSON,
húsasmíöameistari,
Ljórskógum 2,
er lést 4. ágúst, veröur jarösunginn miövikudaginn 15. ágúst kl.
1.30 frá Bústaöakirkju.
Anna Þ. Guttormsdóttir,
Arndís Hervinsdóttir, Gottskálk Jón Bjarnason,
Guömundur Hervinsson, Björg Sverrisdóttir
Erna Guöbjarnadóttír,
og barnabörn.
jörðinni allri og stundaði búskap i
tæp átján ár. Þaðan flutti hann
með fjölskyldu sína til Akraness
og bjó þar um nokkurt skeið, en
undanfarin tíu ár hefur fjölskyld-
an átt heima í Mosfellssveit, og
starfaði Guðmundur nær óslitið
þann tíma hjá ullarverksmiðjunni
á Álafossi, lengst af sem ullar-
matsmaður.
Kynni okkar Guðmundar hófust
raunar ekki fyrr en eftir að ég
fermdist. Þó höfðum við hist og
talað saman nokkrum sinnum
áður, en það voru ekki raunverul-
eg kynni. Margar ógleymanlegar
og dýrmætar minningar á ég frá
þeim sumarstundum sem ég
dvaldi á heimili Mumma og Donnu
á Kárastöðum, en þær stundir
voru samt alltof fáar og ætíð of
stuttar. Öðru hvoru komu þau
hjónin til Reykjavíkur á þessum
árum, en þá bjó ég þar, og alltaf
fannst mér sem hinn hugljúfi
Kárastaðablær fylgdi þeim hvert
fótmál. Á þessu tímabili þróaðist
vinátta milli okkar bræðranna,
mín og Guðmundar, svo djúpstæð
og traust, að þar hefur skuggi
aldrei komist nálægt. Og þau
virjáttubönd sem fjölskyldur okk-
ar hafa bundisLeru ofin sterkum
þráðum.'i Sf..:
Guðmundur var mjög heil-
steyptur og heiðarlegur maður.
Einlægni og samúð með þeim sem
áttu um sárt að binda var ein-
kennandi fyrir hann, eins og títt
er um tilfinningaríka menn. Hann
var vel greindur og afar viðræðu-
góður, hrókur alls fagnaðar á
mannamótum, óáreitinn, en
skapmikill þó og þéttur fyrir ef á
var leitað. Hár var hann og
þreklega vaxinn, og duldist engum
sem þekkti Guðmund, að þar fór
hraustmenni.
Lúðvíg Thorberg Helgason