Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 37

Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 45 að springa úr einhverjum þjóðar- rembingi? Væri ekki hollt fyrir „Frikka Friendship" að íhuga þetta áður en rokið er í útásetningarherferð um hluti, sem í augum óvilhallra manna eru sjálfsagðir og skyn- samlegir, og bera auk þess vott um óvenjulegt framtak og ættu að geta verið landinu okkar í heild til sóma, en ekki hið gagnstæða eins og hinn nafnlausi „Friendship" maður virðist vera að láta skína í? Sveinn Ólafsson, Silfurtúni. • Sósíalisminn — Steinar fyrir brauð Ég er viss um að allir sem sáu Morgunblaðið með greinum um Stalín hafi lesið þær og vonandi hafa sögukennararnir okkar og SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Esbjerg í Danmörku í júlí kom þessi staða upp í skák ungverska stórmeistar- ans Vadasz og Danans Erlings Mortensen, sem hafði svart og átti leik. Síðasti leikur hvíts var 40. Bcl — e3??, en það hefði hann betur látið ógert: 40. ... — hg2+! og hvítur gafst upp, því að 41. Kxg2 yrði auðvitað svarað með 41. ... Rxe3+. Þeir Vadasz og Englendingurinn Mest- el urðu jafnir og efstir í mótinu með 9% vinning af 13 mögulegum hvor. Guðmundur Sigurjónsson hlaut 6% vinning. aðrir uppfræðendur tekið eftir þeim. Þarna skrifar heimsfrægur virtur blaðamaður og engar fréttastofur eru þarna á ferðinni. Hvaða lærdóm er svo hægt að draga af fróðleiknum? Ég sé ekki betur en að greinarnar sýni manni svart á hvítu, að sósíalisminn getur aldrei gefið annað en steina fyrir brauð. Blaðamaðurinn furð- ar sig á því að Stalín skuli ekki hafa farið sömu ferðina og Hitler sem von er, því Hitler kálaði 6 milljónum Gyðinga en Stalín lifir enn í dag og hafði þó 30 milljón mannslíf á samviskunni. Þjóðverjarnir fengu brúna sósíalismann og hann var þurrk- aður út og upp tekið frjálst mark- aðskerfi eins og í gamla daga. Þýska þjóðin þekkti betur en nokkur önnur þjóð hvernig rauði sósíalisminn í Rússlandi hafði farið með þjóðina. Þýsku her- mennirnir komu sumir heim frá Rússlandi og þeir sögðu sögur sem almenningur trúði. Því eitt er ekki hægt, og það er að ljúga upp á sósíalismann í framkvæmd. Þegar svo Þjóðverjarnir byrj- uðu að reisa landið við eftir eyðileggingu stríðsins þá bönnuðu þeir kommúnistaflokkinn. Þeir eru svo kattþrifnir Þjóðverjarnir, að þeir vilja ekki óþrif, hvorki á líkama sínum eða sál. Þeir þurftu líka að taka upp á sína arma 4 milljónir Austur-Þjóðverja og kenndi enginn í brjósti um þá. Núna finnst þjóðum erfitt að skjóta skjólshúsi yfir nokkra Víet- nama. Geta nokkrir í dag trúað því að sósíalisminn bjargi nokkrum, eftir að hafa fylgst með flótta fólksins frá öllum sósíalistisku löndunum og síðast núna drukknandi Víet- nömum. Gyðingarnir fengu samúð alls heimsins en kvalaóp almenn- ings í Rússlandi heyrði enginn, nema hermennirnir þýsku sem börðust í Rússlandi. Þess vegna er Vestur-Þýskaland eins og það er. Kommisararnir sem Stalín hafði í öllum löndum og stjórnuðu boðsferðum handa þeim trúuðu, þeir hafa vitað ýmislegt en þeir, sem boðnir voru, þeir sáu og heyrðu ekkert og lofkvæðin og lofsöngurinn ganga enn í dag. Núna heitir þetta fyrirbæri sem ekkert gefur nema skort og kúgun, Evrópukommúnismi. Flokkast ekki svona lagað undir pólitískt ofstæki? Húsmóðir HÖGNI HREKKVÍSI © 1979 McNaught Synd., Inc. I/HAAJN yö?) H»77 Sr. Sverrir Haraldsson: Nokkur orð tilíhugunar Á þeim góðu og gömlu mennta- skólaárum held ég að megi full- yrða, án þess að á nokkurn sé hallað, að Tómas Árnason, núver- andi fjarmálaráðherra, hafi verið einn einlægasti og ákveðnasti bindindismaður bekkjarins okkar enda áhugamaður um útivist og íþróttir á þeim árum. Þegar svo Tómas Árnason hófst til vegs á Alþingi og nú síðast settist í ráðherrastól, þá töldum við, sem þekktum eða þóttust þekkja afstöðu hans í áfengismál- um, að þar myndi hann a.m.k. reyna með einhverju móti að beita sér gegn hinni síauknu áfengis- neyslu þjóðarinnar og þeim óhugnanlegu áhrifum sem hún hefur á ýmsum sviðum. Mín vonbrigði urðu því sár og fjölmargra annarra, er ein hans fyrstu afskipti af áfengismálunum reyndust þau að hann beitti sér fyrir lengdum afgreiðslutíma áfengisútsala síðustu dagana fyrir jólin í vetur. Já, sannaðist þar sem víðar, að lengi skal manninn reyna. Og um þessi hans fyrstu afskipti af einu alvarlegasta vandamáli þjóðarinnar þekki ég enga betri umsögn en setninguna gömlu: 111 var þín fyrsta ganga. Snemma á þessu ári sendi ég grein til birtingar í einu dagblað- anna undir yfirskriftinni: Opið bréf til Tómasar Árnasonar. Af einhverjum ástæðum týndist þessi grein úr póstinum og komst aldrei á leiðarenda, en efni hennar var mjög samhljóða því sem ég nú hefi sagt. I umræddu bréfi varpaði ég fram nokkrum spurningum sem ég mun nú endurfeaka: Hefur ráðherrann gert sér ljóst hvað þessi lengdi sölutími hefur aukið áfengiskaup og neyslu? Hefur hann leitt hugann að því hve, það áfengi sem keypt var á þessum framlengda sölutíma kann að hafa spillt jólalgeði margra fjölskyldna og einstaklinga, fjölgað afbrotum og óhappaverkum? Og eitt er alveg víst að fleiri hefðu hugsað til hans með hlýju og þakklæti um jólin, ef hann hefði ekki tekið vafasaman hagnað ríkisins af áfengissölu fram yfir umhyggju fyrir þeim sem líða fyrir áfengis- neyslu. Og nú, þegar heimabruggið flæðir yfir landið, meira en nokkru sinni fyrr og menn geta keypt efni og „leiðbeiningar-* til slíkrar framleiðslu á frjálsum markaði, þá finnst mér það ærið kuldaleg afstaða þeirra sem land- inu stjórna, að líta yfir þá hættu sem þessi framleiðsla hefur í för með sér og þá ekki síst fyrir unglinga, en telja sjálfsagt að ríkið hefði einkaleyfi á slíkum söluvarningi, til þess að auka tekjur sínar. Og þeir eru fleiri af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar sem halda sig við sama heygarðshornið og Tómas Árnason úr herbúðum sjálfs dómsmálaráðuneytisins og dynja nú yfir þjóðina nýjar reglur í áfengismálum, þar sem aðalboð- skap.urinn er rýmkun vínveitinga- tíma um helgar og niðurfelling vínveitingabannsins á miðviku- dögum. Ég ætla ekki að íjölyrða um þessi nýmæli en aðeins spyrja hæstvirtan dómsmálaráðherra hvort þau séu gerð til að draga úr áfengisneyslu og því margháttaða böli sem henni fylgir. Ég held að fáir trúi því. Kannski frekar til að þóknast erlendum ferðamönnum og efla ríkistekjur? Eitt er það mál, sem ekki er beinlínis af sama toga spunnið og það sem hér hefur verið rætt. Og þó — þar grípur áfengisvandamál- ið inn í eins og svo víða annars staðar. Á ég þar við leyfið til að halda dansleiki til kl. 3 í staðinn fyrir kl. 2 eins og hefur verið. Það má vera að á stærri stöðum hafi þessi breyting ekki mikið að segja, þar sem fyllstu laga og réttar er gætt. En á mörgum smærri stöð- um úti á landi verða afleiðingarn- ar verri og meiri — á mörgum smærri stöðum úti á landi, þar sem dansleikir eru oftast haldnir löggæzlulausir, þar sem sam- komuhúsunum er aldrei lokað allan tímann, þar sem áfengi er meðhöndlað opinskátt og eftirlits- laust, þar sem dansleikirnir standa oftast yfir klukkustund lengur en lög heimila, þar sem margir aka bílum sínum í mis- jafnlega heilbrigðu sálarástandi, þar sem margir veislugestir halda oft gleðskapnum áfram að ballinu loknu úti á götu, með öskrum, hrópum og hávaða, án tillits til aldraðs fólks og lasburða í næstu húsum og þeirra sem vilja frið til að sofa um nætur. Á þessum stöðum hefur framlenging dans- leikja um klukkustund mikið að segja — hún þ.e. framlengingin — táknar lengra ónæði, lengri vökur, jafnvel allt til morguns og meiri drykkjuskap. Hélt ég þó að aldrað- ir, sjúkir og þeir sem kjósa svefn- frið væru ekki réttlausari en hinir sem ósköpunum valda. Ég held að dómsmálaráðherra ætti að gera sér það ljóst, að smærri staðirnir hafa síst minni þörf fyrir löggæslumenn búsetta í byggðarlaginu en hinir sem í fjölbýlinu búa og beita sér fyrir, að því réttlæti yrði fullnægt. Allt þetta, sem ég nú hefi talið upp og sem þeir er byggja þorp og dreifbýlisstaði úti á landi, þekkja vel, stafar fyrst og fremst af áfengisneyslu og því margháttaða böli, sem af henni leiðir. Meðan stjórnvöld vilja fórna á blóðugu altari Bakkusar hamingju og heilsu einstaklinga og fjölskyldna fyrir stundargróða í ríkiskassann, sem ekki er gróði, þegar öll kurl koma til grafar, heldur marghátt- að tap, því að sannleikurinn er sá, að allt um aukna krónutölu í áfengissölu ríkisins þá kostar líka ríkið mikið fé allt það vinnutap, hæli og læknisaðstoð fyrir þá vesalinga, sem áfengið hefur brot- ið niður og bugað svo, að ekki sé minnst á öll þau andlegu sár og skipsbrot, sem ekkert fé bætir, þá er ekki von á góðu. Og að síðustu þetta: Ef núver- andi ríkisstjórn hefði manndóm, mannúð og kjark og skilning til að beita sér gegn því geigvænlega böli, sem sívaxandi áfengisneysla hefur í för með ser og hún sýndi í verki að hún vildi berjast gegn þessum bölvaldi, sem ekki síst skaðar æsku þjóðarinnar, þá myndi hún tryggja sér öruggari sess, ekki aðeins í ráðherra stóln- um, heldur og í hugum lands- manna. En þá verður hún líka að sýna mikla hugarfars- og stefnu- breytingu frá því sem nú er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.