Morgunblaðið - 14.08.1979, Side 39
Ætla að
ganga yf-
ir þvert
Indland
Dacca, 12. ágúst. Reuter.
FIMMTÍU og sex hlutu meiðsli
þegar lögregla beitti táragasi og
kylfum til að kveða niður ólæti
meðal múhameðstrúarmanna í
landamæfabænum Saidpur í
Bangladesh. Fólkið hyggst
ganga frá Bangladesh yfir þvert
Indland og til Pakistan, sem það
lítur á sem föðurland sitt.
Meðal þeirra sem særðust voru
21 lögreglumaður og um 100 mú-
hameðstrúarmenn voru handtekn-
ir. Vegalengdin, sem fólkið hyggst
ganga, er 2400 kílómetrar. Fólkið
varð innluksa í Bangladesh eftir
að ríkið braust undan hæl Pakist-
ana eftir styrjöldina 1971. Mikill
meirihluti íbúa Bangladesh eru
þindúar.
„Diskófótur”
Detroit — 13. ágúst — AP
„DISKÓFÓTUR“ er krankleiki
sem verður æ tfðari í Bandaríkj-
unurn. að því er sérfræðingar í
beinabyggingu fóta hafa skýrt
frá, en þeir halda um þessar
mundir árlega ráðstefnu sína.
Þeir sem þjást af diskófæti
kvarta einkum undan kveljandi
sársauka í fótum og leggjum auk
þess sem þeim er gjarnt á að fá
líkþorn og fótsigg. Diskófóturinn
getur auðveldlega leitt til tognana,
smávægilegra brákana og bólgna,
og eitt einkenni hans eru vöðva-
styttingar í kálfvöðva. Ekki fylgdi
sögunni hversu mikið þarf að
stunda diskótek til þess að verða
krankleikanum að bráð.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
47
SVIÐIÐ LAND — Skógareldar komu upp á svæði
milli ferðabæjanna Lloret de Mar og Blanes í
síðustu viku og hlauzt af mikið tjón. Alls týndi 21
maður lífinu í eldsvoðanum sem talinn var vera af
mannavöldum. Þessi mynd sýnir hvernig umhorfs er
þar sem fyrir rúmri viku var fjölskrúðugt skóg-
lendi. Eftir standa visnar trjáleifarnar.
Rabin harð-
lega víttur
„Hátíð geggjaðra,,
haldin í Danmörku
Yiborg. Danmörku. 13. ágúst — AP
NÚVERANDI og fyrrverandi
geðsjúklingar í Danmörku hafa
ákveðið að efna til fyrstu „hátíð-
ar geggjaðra“ til þess að vekja
athygli á afskiptaleysi
stjórnvalda og annarra á málefn-
um þeirra, og benda forsvars-
menn hátfðarinnar á, að fimmti
hver Dani eigi við geðræn vanda-
mál að strfða einhvern tfma á
ævinni.
Auk núverandi og fyrrverandi
geðsjúklinga standa að hátíðinni
geðlæknar, hjúkrunarkonur, sál-
fræðingar og margir áhugamenn
um málefni geðveikra.
„Orðið „geggjaður" er auðvitað
ekki alveg réttnefni í þessu sam-
bandi," sagði Bent Jakobsen,
fyrrverandi sjúklingur og einn
forvígismanna hátíðarinnar, á
fundi með fréttamönnum, „en fólk
tekur frekar eftir því en ef við
kölluðum þetta hátíð sjúklinga
sem eiga við geðræn vandamál að
stríða." Jakobsen sagði, að miklar
vonir væru bundnar við þessa
hátíð og það væri mat þeirra, sem
að henni stæðu, að nauðsynlegt
væri að auka fjárframlög tir
þessara mála um a.m.k. helming á
næsta ári til þess að ástandið yrði
viðunandi.
Mikið námuslys í
Sovétríkjunum?
Moakvu. 13. ágúst, AP — Reuter.
GASSPRENGING varð í
kolanámu í Úkranínu á
föstudag og Tass-frétta-
stofan, sem skýrði frá
slysinu á laugardag, sagði,
að manntjón hefði orðið.
Hefðu bæði námamenn og
aðrir starfsmenn í
námunni farizt, og þykir
frásögnin af slysinu benda
til þess, að um meiriháttar
slys hafi verið að ræða.
Þá var og skýrt frá því, að
leiðtogar Sovétríkjanna hefðu
sent nánustu ættingjum hinna
látnu samúðarkveðjur og að
stjórnir Sovétríkjanna og Úkraínu
myndu aðstoða aðstandendurna
fjárhagslega. í febrúar á síðasta
ári varð einnig meiri háttar slys í
námu í Kazakhstan og var skýrt
frá því með svipuðum hætti og
slysinu á föstudag.. í hvorugt
skiptið var sagt frá því hve margir
hefðu farizt en þar sem jafnaðar-
lega er ekki skýrt frá slysum í
Sovétríkjunum þykir ljóst, að
verulegt manntjón hafi orðið í
báðum námuslysunum.
Drír fórust í
árekstri
Þórshöfn, 13. ágúst.
Frá fréttaritara Mbl.
ÞRÍR menn létust samstundis er
bifreið sem þeir vöru í lenti í
árekstri við vörubifreið á
þjóðveginum milli Sand og
Skopun um helgina.
Færeyjar:
Suður-Afríka:
Svertingja
dæmdar
bætur
Jóhannesarborg, 13. ógúst, Reuter.
STJÓRMVÖLD í Suður-Afríku
hafa fallizt á að greiða svörtu
ungmenni jafnvirði 35.500
Bandaríkjadala f skaðabætur
vegna örkumla er pilturinn
hlaut er lögregluþjónn skaut i
fótlegg hans í uppþotum í
hverfi svartra í Pretoríu fyrir
tveimur árum.
Drengurinn, sem er 17 ára, var
í fyrra sýknaður af ákæru um að
hafa kastað grjóti að lögreglu-
pjónum í uppþotum og ráðist á
lögregluþjóninn er skaut hann í
fótlegginn. Lögregluþjónn sá er
þekktur hnefaleikamaður. Upp-
haflega fóru foreldrar drengsins
fram atskaðabætur að upphæð
118.000 dollarar.
Tel Aviv, 13. ágúst. Reuter.
FLOKKSSTJÓRN ísra-
elska Verkamannaflokks-
ins vítti Yitzhak Rabin,
fyrrverandi leiðtoga
flokksins og forsætisráð-
herra, harðlega í kjölfar
útkomu nýrrar bókar
hans, þar sem hann fer
hörðum orðum um arftaka
sinn í starfi, Shimon
Peres.
París, 13. ágúst — AP.
FRAKKAR sækja nú mjög í að
kaupa gull og ber aukin eftir-
spurn eftir gulli vitni um vantrú
Frakka á efnahagsástandi í
Frakklandi og hinum vestræna
heimi.
Gullpeningar með mynd
Rabin var sérstaklega gagn-
rýndur fyrir þær fullyrðingar, að
Peres hefði á árunum 1974 og
1977, þegar hann gegndi embætti
varnarmálaráðherra „lekið út“
upplýsingum sem vörðuðu öryggi
landsins.
Þá sagði talsmaðurflokksins, að
full eining ríkti meðal forystu-
manna flokksins um að styðja
Peres sem foringja í komandi
kosningum árið 1981.
Napóleons seljast nu grimmt í
Frakkl'andi. í dag seldust þeir á
hæsta verði hingað til, 404 franka,
og hefur verð þeirra frá
áramótum hækkað um meir en
50%. Napóleons peningarnir eru
yfirleitt keyptir af millistéttar-
fólki og eru auðveldir í endursölu
Frakkar sækja
í Napóleonsgull
10 ár síðan brezkir her-
/
menn komu til N-Irlands
Belfast, 13. ágúst —
Reuter, AP
UNGMENNI grýttu lög-
reglu í Belfast og Lon-
donderry þegar mótmælt
var veru brezkra her-
manna á N-íslandi en
þeir hafa nú verið þar í
10 ár. „Burt með Breta
— lifi IRA,“ hrópuðu
ungmennin er þau gengu
um stræti Belfast. Þó
sögðu brezk hermálayfir-
völd, að óeirðirnar á N-ír-
landi nú hefðu verið
minni en undanfarin ár
þegar veru hermannanna
hefði verið mótmælt.
Mestar urðu óeirðirnar í And-
erstontown í Belfast, hverfi ka-
þóiikka. írski lýðveldisherinn,
IRA, náði á sitt vald strætis-
vagni og kveikti í honum. Um
200 ungmenni söfnuðust í kring-
um vagninn og eftir klukkustund
tókst lögreglu að dreifa mann-
fjöldanum. Enginn meiddist al-
varlega en IRA gaf út tilkynn-
ingu fyrir helgina þar sem sagði,
að liðsmenn IRA mundu ekki
ráðast á hermenn í skjóli óeirða-
seggja. Þetta þykir benda til, að
IRA hafi breytt um baráttuað-
ferðir. Nú fari liðsmenn IRA um
í fámennum hópum og geri
skyndiárasir, yfirleitt á her-
menn og lögreglu. Á þeim tíu
árum sem nú eru liðin síðan
brezki herinn kom til N-írlands
til að reyna að koma á friði í
landinu hafa tæplega tvö þúsund
Nokkrir dagar líða áð-
ur en línur skýrast
Þórshöfn, 13. ágúst.
Frá fréttaritara Mbl.
FÓLKAFLOKKURINN,
sósíaldemókratar og
repúblikanar áttu um
helgina viðræður um
fyrirhugaða stjórnar-
myndun og boðaður var
fundur í dag, mánudag, en
kunnugir telja að nokkrir
dagar muni líða áður en í
ljós kemur hvort hægt
verður að endurvekja
fyrra samstarf flokkanna
án þess að efna til nýrra
þingkosninga.
Á fundi flokkanna á laugardag
voru reifuð helztu stefnumál
þeirra, og á sunnudag var til
umræðu smíði nýrrar ferju á
Suðureyjarleiðinni. Auk þess sem
flokkarnir eru að berja saman
stefnu og tillögur til aðgerða í
ýmsum meiriháttar málum vinnur
landsstjórnin nú að tillögum um
aðgerðir til lausnar þeim vanda
sem sjávarútvegurinn á við að
gllma.
1976: Hörð átök í Beirut milli
kristinna og Múhameðstrúar-
manna.
1975: Forseti Bangladesh er
drepinn í byltingu hersins.
1972: Austur-þýsk flugvél ferst í
uthverfi Austur Berlínar og 156
láta lífið.
1970: Páfagarður og Júgóslavía
taka upp fullt stjórnmálasam-
band eftir 18 ára hlé.
1968: Fréttir frá Bombay herma
áð á annað þúsund manns hafi
farizt í flóðum.
1945: Japanir gefast upp.
Heimsstyrjöldinni síðari er það
með lokið.
1917: Kína lýsir yfir stríði á
hendur Þýzkalandi og Austur-
ríki.
1811: Paraguay lýsir yfir sjálf-
stæði sínu. Bretar hernema
Jövu.
1784: Fyrsta rússneska nýlend-
an í Alaska stofnuð á Kodiak
eyju.
1585: EHsabet 1 Englands-
Úrottning tekur Niðurlönd undir
verndarvæng sinn.
Afmæli: John Galsworthy,
berzkur rithöfundur 1867—1947,
Richard von Krafft Ebing, þýzk-
ur eðlisfræðingur.
Andlát: David Farragut, sjóliðs-
foringi, 1870 = William Randolph
Hearst, blaðaútgefandi, 1951 =
Bertold Brecht, leikritahöfund-
ur, 1956.
Innlent: Biskupssetrið Skálholti
hrynur i jarðskálfta 1784 = d.
Magnús Gizurarson biskup 1237
= Þórður Þorláksson biskup 1637
= f. Steingrímur Jónsson biskup
1769 = Franska eftirlitsskipið
„La Lilloise" týnist við ísland
1833 » Kjördæmabreytingin end-
anlega samþykkt 1959 = f. Ólafur
Ólafsson kristniboði 1895 = Ein-
ar Olgeirsson 1902 = Sigurður
Þingeyingur Norðurlandameist-
ari í 200 m bringusundi 1949.
Orð dagsins: Hermenn vinna
órrusturnar og hershöfðingjarn-
ir fá svo heiðurinn — Napoleon
Bonaparte.