Morgunblaðið - 14.08.1979, Page 40
Miöstöð fasteigna
viðskiptanna
FIGNAVER
l^rY^Suðurlandsbraut 20,
inm símar 82455-82330,
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
Sími áafgreiöslu:
83033
3W»r0unbInl>ili
Lögregluvörður við
brezka sendiráðið
— vegna hótana írskra hryðjuverkasamtaka
ÖFLUGUR lögregluvörð-
ur er um brezka sendiráö-
ið við Laufásveg í Reykja-
vík og bústað brezka
sendiherrans við sömu
götu. Hafa lögreglumenn
á tveimur bifreiðum gætt
beggja húsanna síðan fyr-
ir helgi.
Ástæðan er sú, að kvisast hafði
út að írsk hryðjuverkasamtök
hyggðust sprengja upp sendiráð
Breta einhvers staðar á Norður-
löndunum í tilefni af því að um
helgina voru 10 ár liðin síðan
brezkt herlið var sent til Norð-
ur-írlands.
Var boðum komið til lögregl-
unnar í Reykjavík í gegnum utan-
ríkisþjónustuna í síðustu viku og
voru þá gerðar ráðstafanir til þess
að setja sérstaka gæzlu við Lauf-
ásveginn.
Rainbow Warrior á ný
á miðum hvalbátanna
RAINBOW Warrior hélt frá Leirvík á Hjaltlandi síðastliðinn föstuda^,
áleiðis til íslands og hefur verið innan íslenzku landhelginnar síðan á
iaugardag. í gær sást til ferða skipsins í Víkurál og var talið að
skipverjar væru að svipast um eftir hvalveiðiskipunum. Sem kunnugt
er var kveðinn upp úrskurður fyrir fógetarétti í Reykjavík í upphafi
hvalvertíðar þar sem lögbann var sett við tilteknum aðgerðum
Grænfriðunga til að trufla veiðar hvalbátanna.
Að glápa eins og naut á nývirki er stundum sagt og víst er að tilburðir ljósmyndarans
vöktu nokkra furðu þessara vetrunga vestur í Arnarfirði. Ljósm. Snorri Snorrason.
Kristján Loftsson, fram-
kvæmdastjóri Hvals hf. sagði í
gær, að hann gengi út frá því sem
vísu, að hvalbátarnir fengju vernd
frá Landhelgisgæzlunni ef skip-
verjar á Rainbow Warrior byrjuðu
aftur á ólöglegum aðgerðum á
miðum hvalbátanna. Lögbannið
gegn aðgerðum Greenpeacemanna
var kveðið upp 26. júní og þá var
tveimur af forystumönnum Green-
peace gert að mæta fyrir rétti í
Reykjavík 6. september.
Kristján Loftsson sagði í gær, að
hvalveiðarnar hefðu gengið vel í
sumar, tíðin hefði verið góð og nóg
af hval á miðunum. Veiðarnar
hófust 10. júní í ár, en hins vegar
28. maí í fyrra. Nú hafa veiðst 287
hvalir, 240 langreyðar, 35 búrhval-
ir og 12 sandreyðar. í fyrra á sama
tíma höfðu veiðst 206 langreyðar,
85 búrhvalir og 1 sandreyður. I
fyrra lauk hvalvertíðinni 22. sept-
ember og hefur veiðunum yfirleitt
lokið um það leyti, en það fer þó
nokkuð eftir tíðarfari.
Ólafur tók undir
tíllögur Benedikts
ÁGREININGUR kom upp á
fundi ríkisstjórnarinnar í gær,
er ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra lagði fram tillögur að
samningsgrundveili fyrir
(slendinga vegna viðræðna við
Norðmenn um Jan Mayen málið.
Tillögur ólafs eru mjög áþekkar
tillögum þeim er Benedikt
Gröndal hefur áður komið fram
með og gátu ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins ekki fallist á þær.
Óskuðu þeir eftir því að málinu
yrði frestað þar til f dag og
hefur ríkisstjórnarfundur verið
boðaður nú fyrir hádegið. Þá
hefur einnig verið boðaður
fundur í landhelgisnefnd, þar
sem Jan Mayenmálið verður til
umræðu.
Ragnar Arnalds sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
ekkert launungarmál væri, að um
málið væri einkum uppi tvenns
konar sjónarmið. Annars vegar
væru þar sjónarmið Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalags, og
hins vegar Álþýðuflokks og
Framsóknarflokks. Nauðsynlegt
Minnkandi loðnuaíli
síðustu tvo dagana
Erfiðleikar hjá HaUdóri skipstjóra á norska loðnuskipinu Lance
Tromso 13. áKÚst frá Jóhannesi Tómassyni biaóamanni Morgunblaótiins.
LOÐNUVEIÐARNAR við Jan Mayen hafa gengið fremur illa síðustu tvo daga, slæmt veður er á miðunum og fáir
bátar hafa tiikynnt um afla. Samkvæmt upplýsingum frá „Loðnunefndinni“ í Harstad var aflinn orðinn tæplega
70 þúsund tonn, en um borð í skipunum, sem eru á miðunum, er nokkur afli. Síðasta sóiarhringinn var tilkynnt
um tæplega 5 þúsund iestir og sagði talsmaður Löndunarskrifstofunnar, að skrifstofan hefði ekki fengið neinar
tilkynningar frá yfirvöldum um hvort veiðarnar yrðu stöðvaðar við 90 þúsund tonn. Haft hefur verið eftir
Kjartani Jóhannssyni, að samningaviðræður milli þjóðanna geti ekki farið fram nema veiðarnar verði stöðvaðar á
meðan.
Ölvun við akstur;
Fleiri tekn-
ir á morgn-
ana en áður
TUTTUGU og fimm ökumenn
voru teknir ölvaðir við akstur í
Reykjavík um helgina og hafa
þá 679 ökumenn verið teknir
ölvaðir við akstur í Reykjavfk
síðan um áramót, að sögn
Óskars ólasonar yfirlögreglu-
þjóns umferðarmáia í
Reykjavík.
Óskar sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki hefði
verið um neina herferð af hálfu
lögreglunnar að ræða, en hún
hefði verið seinna á ferð en
venjulega eða eftir að skemmti-
stöðum var lokað. Hann sagði
að það væri eins og menn væru
djarfari við það að setjast undir
stýri ölvaðir, eftir að opnunar-
tíma skemmtistaðanna var
breytt og héldu jafnvel að lög-
reglan væri ekki eins vel á verði
á þeim tíma. „Það er hins vegar
alger misskilningur ef menn
halda að svo sé,“ sagði Óskar
Ólason.
væri hins vegar að reyna að ná
samstöðu um málið áður en lagt
yrði til samninga við Norðmenn,
ekki kynni góðri lukku að stýra
áð ieggja út í viðræður áður en
samkomulag hefði tekist.
Ragnar Arnalds kvaðst telja
sennilegt að ganga mætti frá
málinu i dag með samkomulagi
allra aðila, en Benedikt Gröndal
kvaðst engu vilja spá um það,
þótt hann vonaði það besta.
Sjá nánar: „Ríkisstjórnar-
fundi frestað vegna ágrein-
ings“ á bls. 29.
Djúprækju-
veiðar hafa
gengið ailvel
DJÚPRÆKJUVEIÐAR á Sporða-
grunni, Strandagrunni og í Norð-
urkantinum hafa gengið allvel í
sumar.
Rúmlega 30 bátar hafa leyfi til
veiðanna og munu flestir þeirra vera
við þær. Bátarnir hafa komið með
allt að 8 tonn að landi eftir 3ja daga
úthald, en rækjan er ísuð í kassa um
borð. Fáir eru á hverjum báti og
afkoman því allgóð. Sömuleiðis hef-
ur rækjuveiði við Eldey gengið vel í
sumar. Rækjumiðin vestra fundust
sumarið 1976 er sérstakir leiðangrar
voru gerðir á þessar slóðir. I fyrra
öfluðust um eitt þúsund tonn af
rækju á þessum miðum.
íslendingurinn Halldór Lárusson
er skipstjóri á norska loðnubátnum
Lance og í áhöfninni eru einnig
nokkrir aðrir íslendingar. Báturinn
hélt á veiðar síðastliðinn laugardag
eftir breytingar í Harstad. í dag
v->rð báturinn fyrir því óhappi að fá
r.ótina í skrúfuna og kom norskt
hjálparskip Lance til aðstoðar. Bát-
urinn var dreginn í var við Jan
Mayen og þar átti froskmaður að
kanna aðstæður og freista þess að ná
nótinni úr skrúfunni.
Blaðamaður ræddi í dag við tvo
norska loðnuskipstjóra. Sagðist ann-
ar þeirra vonast til að geta haldið
áfram loðnuveiðum við Jan Mayen
fram í september. Reiknaði hann
með að úr þessu færi loðnan að
dreifa sér og aflinn að minnka smám
saman. Hinn skipstjórinn sagði að
mikill kostnaður værí samfara veið-
unum við Jan Mayen og væru þær
varla arðbærar nema fyrir stærri
bátana. Á miðvikudag mega Norð-
menn byrja loðnuveiðar í Barents-
hafi og er reiknað með að margir
bátanna, og þá einkum þeir minni,
hefji strax veiðar það.
Sjá bls. 20 og 29: Viðtöl við
norska skipstjóra og verk-
smiðjustjóra í Tromsö.
Flugvél f auk út
af flugbrautinni
LÍTIL eins hreyíils flugvél fór út
af fiugbrautinni á Bakkafirði í
gær og skemmdist nokkuð. Einn
maður var í vélinni en mun ekki
hafa sakað.
Að sögn Járnbráar Einarsdótt-
ur símstöðvarstjóra á Bakkafirði
var vélin nýlent og á ferð nálægt
kantinum sjávarmegin á flug-
brautinni. Vindur stóð þvert á
brautina og í einni hviðunni mun
vélin hafa fokið út af brautinni,
stungist á endann og hvolft. Vélin
mun vera í eigu flugklúbbsins á
Egilsstöðum.