Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
225. tbl. 66. árg.
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Þeirra hlutskipti er
hungur og vosbúð
Þúsundir Kambódíubúa streyma inn yíir landamærin
til Thailands.
Danskir togarar héldu
af spærlingsmiðunum
— eftir að stjórnin hafnaði kröfu um fjárhagsaðstoð
Kaupmannahöfn. 12. október. AP. Reuter.
DANSKIR togarar héldu í dag áleiðis heim á leið af
spærlingsmiðunum í Norðursjó eftir að danska stjórnin
hafði hafnað þeirri hugmynd talsmanna útvegsmanna,
að greiða þær sektir, sem togarar fengju fyrir brezkum
dómstólum. Um 70 danskir togarar héldu frá spærl-
ingsmiðunum í brezka hluta Norðursjávar og var mikil
reiði ríkjandi meðal sjómanna.
Castró harðorður í
garð Bandaríkj anna
New York, 12. október. AP. Reuter.
FIDEL Castró, forseti Kúbu, hélt í dag tvcKgja stunda lan«a ræðu á
allsherjarþinKÍ Sameinuðu þjóðanna. „Ég kem ekki hingað sem
boðberi byltinRar... heldur til að tala fyrir friði og samvinnu þjóða í
milli,“ sagði Castró meðal annars. Mjög sópaði að forsetanum. Hvað
eftir annað steytti hann hnefa, barði í borðið og mundaði vísifingur.
Hann varð oft að gera hlé á ræðu sinni er þingheimur hyllti hann.
Castró gagnrýndi Bandaríkin
mjög í ræðu sinni fyrir stefnu sína
á málefnum Mið-Austurlanda,
Mið-Ameríku og Afríku. Hann
sagði Bandaríkin hvað eftir annað
hafa ógnað og hótað Kúbu. En
hann minntist ekki orði á Kúbu-
deilu Bandaríkjamanna og Sovét-
manna.
Þegar Castró hélt ræðu sína
stóðu þúsundir manna skammt
frá og mótmæltu veru hans í
Bandaríkjunum og stjórn hans á
Kúbu.
Mótmælendum var haldið
fjarri húsi Sameinuðu þjóðanna
og fjölmennur öryggisvörður
gætti byltingarleiðtogans.
Svend Jakobsen sjávarútvegs-
ráðherra sagði í Kaupmannahöfn í
dag eftir fund með talsmönnum
útvegsmanna og sjómanna, að
núverandi stjórn gæti ekki tekið á
herðar sér slíkar fjárhagsskuld
bindingar þar sem hún væri að-
eins bráðabirgðastjórn. Hann
sagði það verkefni hins nýja þings
að ákveða það en kosningar fara
fram í Danmörku 23. október.
Togararnir sigldu til miðanna í
Norðursjó eftir að fiskveiðinefnd
EBE hafði hafnað þeirri kröfu
Dana, að krefjast lögbanns á
lokun Breta í Norðursjónum. Finn
Gundelach, Daninn sem hefur með
fiskveiðimál innan EBE að gera,
sagði að nefndin hefði hafnað
kröfu Dana þar eð hún hefði
aðeins torveldað endanlega lausn
málsins sem væri samræmd
stefna EBE-ríkjanna í fiskveiði
málum.
Utvegsmenn segja að nú blasi
við gjaldþrot margra útgerða.
Framundan sé stöðvun um 300
fiskiskipa, og atvinnuleysi blasi
við fjölda sjómanna auk þess að
bitna hart á atvinnugreinum
tengdum sjávarútveginum.
Thatcher;
Viðskiptabanni
bráðlega aflétt?
Lundúnum. Lusaka. 12. október.
AP. Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætis-
ráðherra Breta, sagði á þingi
brezka thaldsflokksins i dag, að
þess væri nú ekki langt að bíða að
viðskiptabanni á Zimbabwe Ródes-
iu yrði aflétt. En stjórnlagaviðræð-
unum i Lundúnum miðar litið nú.
Brezkir embættismenn segjast biða
svara skæruliða um, hvort þeir
samþykki tillögur Breta. Skærulið-
ar krefjast afsals hvita minnihlut-
ans á landi. f Zambíu var járn-
brautarlinan til Tanzaníu sprengd
í loft upp og auk þcss tvær brýr.
Stjórnin í Lusaka hefur ásakað
hermenn Zimbabwc Ródesiu um
hermdarverkið.
Bohman lét undan
vilja miðjuflokkanna
Frá SÍRrúnu Gisladóttur.
fréttaritara Mbl. í Svíþjóð. 12. október.
THORBJÖRN Fálldin lagði i dag fram ráðherralista sinn i sænska
þinginu og kynnti málefnasamning hinnar nýju stjórnar. Gösta
Bohman, formaður Hægri flokksins, er efnahagsmálaráðherra og
Ola Ullsten, formaður Þjóðarflokksins, utanrikisráðherra.
Málefnasamningur hinnar nýju stjórnar þykir almennt orðaður en
áhrifa miðjuflokkanna tveggja, Miðflokksins og Þjóðarflokksins,
gætir þar mun meira en Hægri flokksins. Ljóst þykir að Gösta
Bohman varð að láta undan vilja miðjuflokkanna. Hann sætti
ámælis vegna þessa og var sakaður af sumum flokksmönnum
sínum um að svíkja loforð þau, sem hann gaf í kosningabaráttunni.
Þannig varð Hægri flokkurinn
að gefa eftir af kröfum sínum um
lækkun hæstu skattþrepa beinna
skatta. Þá varð hann að sam-
þykkja kröfur miðjuflokkanna um
hækkun skatta á bensíni, olíu,
rafmagni, áfengi og tóbaki.
En Miðflokkurinn varð einnig
að gefa verulega eftir í þrætunni
um kjarnorkuna. Fálldin varð að
sætta sig við, að ef niðurstöður
þjóðaratkvæðagreiðslunnar um
kjarnorku yrðu jákvæðar áfram-
haldandi nýtingu hennar þá yrðu
þau kjarnorkuver, sem nú eru í
smíðum, tekin í notkun. Þetta er
talin veruleg eftirgjöf af hálfu
Fálldin og flokks hans.
Fjórtán af 20 ráðherrum hinnar
nýju stjórnar gegndu ráðherra-
embæt.tum í fyrri stjórn flokk-
anna þriggja. Það vakti athygli, að
alveg óþekkt hjúkrunarkona,
Elisabeth Holm, var útnefnd heil-
brigðisráðherra. Val hennar kom
mjög á óvart og virðist hafa borið
brátt að, því að Bohman ræddi
fyrst við hana í gærkvöldi.
Hægri flokkurinn fær embætti
skólamála og skipar það Britt
Magárd. Bohman lagði þunga
áherzlu á, að flokkur hans fengi
það embætti og þykir það vísbend-
ing um breytta stefnu í skólamál-
um. Karin Söder, fyrrum utan-
ríkisráðherra, er nú félagsmála-
ráðherra. Olaf Johanson, fyrrum
orkumálaráðherra, er nú launa-
málaráðherra. Hins vegar var ekki
búið að skipa í embætti orkumála-
ráðherra. í sáttmála flokkanna
þriggja er gert ráð fyrir að
utanflokkamaður skipi það emb-
ætti. Ulf Adelsohn, sem talinn er
líklegur eftirmaður Bohmans sem
formaður Hægri flokksins er sam-
göngumálaráðherra.
Það vakti mikla athygli, að
sósíaldemókratar kölluðu sér-
staklega heim þrjá þingmenn
flokksins, sem sátu þing Samein-
uðu þjóðanna í New York, til að
styðja á nei-hnappinn í atkvæða-
greiðslu í þinginu. Allir þingmenn
vinstri flokkanna mættu, 174 að
tölu, og stjórnin hlaut því aðeins
eins atkvæðis meirihluta í atkv-
æðagreiðslunni. Tilgangur sósíal-
demókrata með þessu var að vekja
athygli á hve veik hin nýja stjórn
borgaraflokkanna er á þingi.
7 Samar
í hungur-
verkfalli
— vegna virkjunar-
áforma í N-Noregi
Ósló, 12. október. AP.
NORSKA lögreglan íærði
i dag um 250 manns til
yfirheyrslna í Ósló en fólk-
ið var að mótmæla virkj-
unaráformum í N-Noregi.
Sjö Samar voru sektaðir
fyrir óspektir á almanna-
færi um 76 þúsund krónur
hver. Eftir að þeim var
sleppt lausum héldu þeir
áfram hungurverkfalli
sínu, er þeir hófu á þriðju-
dag. Samar segja, að fyrir-
huguð virkjun myndi eyði-
leggja beitarlönd hrein-
dýra þeirra og eina helstu
Iaxveiðiá Noregs, Alta
Kautokeina.
Norska ríkisstjórnin hefur neit-
að að hætta við fyrirhugaða virkj-
un í N-Noregi en mikill meirihluti
norska stórþingsins samþykkti
virkjunaráformin. Talsmaður
dómsmálaráðuneytisins, Per
Holm, sagði í dag að ekki kæmi til
greina að heimila Sömum að
mótmæla fyrir framan norska
Stórþingið.
í dag sendu Samar Oddvar
Nordli forsætisráðherra orðsend-
ingu þar sem þeir kröfðust þess,
að dómstólar skæru úr um t-
mæti ákvörðunar Stórþingsins. Ef
ekki, þá myndu Samar færa mál
sitt fyrir mannréttindadómstól
Evrópuráðsins. „Hungurverkfall
okkar mun halda áfram þar til
gengið hefur verið að kröfum
okkar,“ sagði Mikkel Eira, einn
helsti forvígismaður Sama í dag.