Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979_________________________11
Hannes Þ. Hafstein framkvstj. S. V.F.I.:
Rabb í byrjun rjúpnaveiöi
Næstu daga hefst veiðitími rjúp-
unnar og áreiðanlega hefur margur
maðurinn beðið þessa dags með
óþreyju. Tilbúinn að spenna skot-
beltið, axla byssuna og halda til
heiða og fjalla. Veiðimennskan er
okkur í blóð borin. Hún er vissulega
enginn leikur heldur íþrótt góð sé
henni sinnt af alúð. Og hún gerir
strangar kröfur til veiðimannsins,
sem einnig verður að vera kröfu-
harður við sjálfan sig og þá ekki
síður um þann búnað, sem hann
hefur með höndum.
XXX
Að mörgu er að hyggja við undir-
búning hverrar veiðiferðar. Það var
því góðra gjalda vert, þegar hið árs
gamla Skotveiðifélag Islands efndi
til fræðslufunda í húsi SVFÍ á
Grandagarði dagana 9. og 10. þ. mán.
til að miðla hollráðum í upphafi
vertíðar. Á þessum námskeiðum var
lögð áherzla á þrjatmegin þætti:
Gerð og umhirðu skotvopna, notkun
landabréfa og áttavita og búnað
ýmiss konar í veiðiferðum. Það var
ekki fjölmenni, sem þessi namskeið
sótti, því miður, því vel var til þeirra
vandað og einmitt fjallað um þau
mál, sem alla sanna veiðimenn
varðar. En það var ánægjulegt, að
unga fólkið, bæði konur og karlar,
létu sig ekki vanta og fylgdust vel
með öllu því, er þar fór fram. Og
áreiðanlega eru þau nú betur undir
vanda fyrstu veiðiferðarinnar búin
en áður.
XXX
Margar eru hætturnar sem að
steðja og ber fyrst að telja þær sem
fólgnar eru í skotvopninu sjálfu, ef
veiðimaðurinn gætir ekki fyllstu
fyrirhyggju eða gleymir eitt andar-
tak, að hann hefur með höndum
hættulegt tæki. Æðsta boðorð hvers
veiðimanns er og verður að fyrir-
byggja siys. Það gerir hann bezt með
því að þekkja skotvopnið til hlítar,
eiginleika þess og gæði og hirða það,
þrífa og smyrja að lokinni hverri
notkun, þannig að það sé ávallt
tiltækt og öruggt í meðförum. Fyrir-
fram verður að vega og meta allar
aðstæður. Kynna sér sem bezt fyrir-
hugað veiðisvæði, hvernig veðurs
megi vænta í veiðiferðinni og þess þá
búinn að láta dómgreindina ráða og
þoka fyrir hættum náttúrunnar í
stað þess að tefla í einhverja
tvísýnu. Mér er það minnisstætt, að
sunnudag einn fyrir nokkrum árum
Ívar ég að koma austan úr sveitum og
staddur á Hellisheiði. — Versta
veður var á, éljagangur og þess á
milli svarta skafrenningur. Þarna á
háheiðinni, keyrði ég fram á fólks-
bifreið og mér til mikillar undrunar
voru fjórar úlpuklæddar verur með
axiaðar byssur á leið frá henni og á
svipstundu horfnar í sortann, en mer
hugsað til félaganna í björgunar- og
hjálparsveitum. Meðan ég neytti
molasopa í Skíðaskálanum, þar sem
ég var einnig að leita frétta, hvort
vart hefði verið við marga slíka
„veiðimenn" þá um daginn, birtust
þessir kumpánar mér til mikillar
ánægju og hugarléttis. Þeir höfðu
lafið segjast, þokað fyrir hættum
náttúrunnar og snúið við til síns
heima.
XXX
Það sannast því miður oft hið
fornkveðna að „fæstir kunna sig
heiman í góðu veðri að búa“, og því
er það heilög skylda veiðimannsins
að klæða sig vel og skynsamlega. Á
þessum árstíma er veðráttan um-
hleypingasöm og því allra veðra von.
Skammdegismyrkrið er á næsta
leyti, það birtir seint af degi og
rökkrið rennur á skjótt. Þess vegna
verður að hafa hugfast skottíminn
styttist dag frá degi og haga veiði-
ferðunum samkvæmt því. Byrja dag-
inn snemma og koma tímanlega til
baka í áfangastað. Við slíkar að-
stæður dugar ekkert minna en að
klæðast ullarfatnaði innst sem yzt
og vanda fótabúnaðinn vel. Vindheld
hettublússa (anorak) er nauðsynleg
og sjálfsagt að hafa meðferðis í
pússi sínu léttan hlífðarfatnað gegn
vosbúð og auðvitað í skærum lit,
helzt appelsínugulan með endur-
skinsborðum.
xxx
Tveir kunningjar mínir eru miklir
áhugamenn um hverskonar veiði-
skap og láta sig ekki vanta í hóp
þeirra þúsunda, sem leggja leið sína
um fjöll og heiðar næstu vikurnar.
Þeir hafa sett sér margar góðar
reglur, sem þeir halda í einu og öllu.
Meðal annars er það föst venja
þeirra félaga að yfirfara skotvopn
hvor annars, áður en lagt er af stað
og aldrei láta þeir það kæruleysi
henda að hafa þau hlaðin í bílnum
eða ganga með hlaðnar byssur,
þegar ekki er verið að skjóta. Enda
verður slíkt að teljast vítavert kæru-
leysi og alltaf mun það algengt, að
treyst sé í blindni á öryggislás
skotvopnanna, en ávailt má búast
við, að skot geti hlaupið óvænt úr
þeim við óvæntar aðstæður og atvik.
Því var það, að þessir kunningjar
mínir afþökkuðu eitt sinn með
nokkrum velvöldum orðum annars
kærkomna ökuferð, þegar þeir litu
dreifð skothylki um gólf bifreiðar-
innar og þegar betur var að gáð,
tvær hlaðnar byssur í aftursætinu.
Slíkt hirðuleysi var ekki þeim að
skapi, en allur trassaskapur, hugs-
unar- og kæruleysi í veiðiferðum
veldur augljósri slysahættu. Þessir
kunningjar mínir eru miklir heið-
ursmenn hvað varðar tillitssemi við
sína nánustu, sem heima bíða. Þeir
láta ávallt vita, hvert farið er hverju
sinni og verði breyting þar á koma
þeir boðum um það heim. Eins ef
ferð seinkar frá því sem í upphafi
var ákveðið. Svo sjálfsagða tillits-
semi bera þeir jafnframt í huga til
þeirra, sem til yrðu kvaddir til
leitar, ef til kæmi, og hafa því ýmsan
öryggisbúnað ávallt með í veiðiferð-
um.
XXX
Varmapokar (álpokar) hafa sem
betur fer rutt sér mjög til rúms
meðal ferðafólks hin síðari ár og
notagildi þeirra í veiðiferðum er
ótvírætt til þess að verjast vætu og
vindum og forðast ofkælingu. Ef
þarf að láta fyrirberast á bersvæði
einhverra orsaka vegna er sem bezt
hægt að leita skjóls í þeim og sakar
þá heldur ekki að hafa lambhúshettu
(lömbu) í mal sínum til að bregða
yfir höfuðið og um háls til að varna
hitatapi úr líkamanum, ullarsokka
og góða belgvettlinga.
Áttaviti er ómissandi og nauð-
synlegt að vera leikinn í notkun
hans, sem aðeins næst með góðri
þjálfun. Ennig kort af veiðisvæðinu,
sem menn verða að kunna að lesa
rétt til að nema kennileiti, vegi og
götuslóða.
Til að koma frá sér boðum, þegar
óvæntir atburðir henda, óhöpp eða
slys, eru margir hlutir gagnlegir og
með öllu ómissandi. Þegar venju-
legar flautur hafa verið nefndar sem
góð hjálpartæki til hljóðmerkja-
gjafa, hefur margur hrist höfuðið og
látið sér fátt um finnast. En þegar
betur er að gáð ætti öllum að vera
ljóst, að slík flautuhljóð berast um
óravegu, en hrópa má sig hásan á
skömmum tíma. Vasaljós er gagn-
legt til merkjagjafa og ýmissa ann-
arra nota og því sjalfsagt hjalpar-
tæki. Þá er jafnframt bent á hand-
Hannes Þ. Hafstein
hægar litlar merkjabyssur með til-
heyrandi skotum og öllu fyrirkomið í
litlu plasthylki. Og venjuleg merkja-
skot í haglabyssur er nauðsynlegt að
hafa meðferðis. Þá er eindregið
mælt með neyðarhandblysum, er
gefa frá sér skært rautt ljós og
mikinn reyk, og gagna því mjög vel
hvort heldur á nóttu sem degi.
í þessu sambandi er skylt að
áminna alla þá, sem hafa merkja-
skot með höndum, að kynna sér
merkingu skotanna skv. lit þeirra og
festa sér vel í minni, að rauði
liturinn táknar ávallt neyð og má lls
ekki nota slík skot nema um algjöra
neyð sé að ræða.
Skyndihjálparpakka, léttan og
lítinn, er auðvelt að útbúa og hafa
meðferðis, sem hefur að geyma t.d.
sáraböggla, plástra og um fram allt
teygjubindi, því auðveldlega geta
menn snúist um ökkla og hné á
misjöfnum gönguleiðum. Og vel
búinn sjúkrakassi verður að vera í
bílnum.
Einhverjir munu þeir vera, er hafa
„labb-rabb“ talstöðvar meðferðis í
veiðiferðum. Menn skulu vera þess
minnugir, að þessar stöðvar eru
ýmsum takmörkunum háðar í vond-
um veðrum og langdrægi þeirra því
takmarkað. Því er nauðsynlegt, að
þær séu vel varðar gegn kulda,
jafnvel að bera þær innan klæða til
að halda hita á rafhlöðunum og
varna þannig orkutapi þeirra. Eitt
ættu menn að muna, sem að jafnaði
hafa slíkar talstöðvar með í ferðum,
að skilja eftir upplýsingar heima,
þar sem tilgreint er hvað stöðvarnar
eru margra rása og á hvaða tíðni
þær séu stilltar. Slíkar upplýsingar
geta í vissum tilvikum komið að
mjög góðu gagni.
Og síðast en ekki síst má nestis-
pakkinn alls ekki gleymast heima á
eldhúsborðinu. Hann verður að
vanda vel, því að oft eru vita
gagnlausir hlutir, vegna fyrirferðar
og þyngdar, látnir sitja í fyrirrúmi
kjarngóðri fæðu.
XXX
Hér að framan var vikið að hinu
nýstofnaða Skotveiðifélagi Islands
og vonandi verður þvi ágengt í að
auka skilning sem flestra á góðri
meðferð skotvopna, góðri siðfræði,
veiðimanna (og skyidum), góðri um-
gegni við land og lífríki og góðum
samskiptum við landeigendur, en
þetta eru hin fjögur höfuðmarkmið
félagsins. Og vegna hins almenna
áhuga fyrir veiðimennsku, sem
krefst hættulegra veiðitækja, er þá
ekki verðugt verkefni fyrir hið unga
áhugamannafélag að beita sér fyrir
því að afmarka ákveðin veiðilönd og
takmarka fjölda skotvopna innan
ákveðinna svæða. Það eitt hlýtur að
skapa veiðimönnunum meira öryggi
og slíkur háttur mun vera hafður á í
nágrannalöndum okkar.
XXX
Og ekki sízt varða þessi mál þá,
sem veiðileyfin selja. Á 18. lands-
þingi SVFI í maí sl. voru þessi mál
talsvert rædd og þykir mér hlíða að
koma hér á framfæri tillögu frá
Leopold vini mínum Jóhannessyni á
Hreðavatni, sem mikil afskipti hefur
haft af því, sem hér hefur verið
rabbað um, en þar segir
„Sportveiðimenn verði látnir sæta
tilkynningarskyldu. Litklæði verði
notuð og um þetta sjái sölumenn
veiðileyfa svo og aðrir sem til
þyrfti."
Hér er vissulega vikið að merkri
nýbreytni og þeir sem veiðileyfi selja
gerðir samábyrgir fyrir sem mestu
öryggi veiðimannsins.
XXX
Við verðum að horfast í augu við
þá staðreynd, að alltof margir eru
þeir, sem stunda skotveiðar, er
skortir bæði leikni og þekkingu á
meðferð skotvopna og láta sig engu
varða þær ströngu og margháttuðu
kröfur, sem sönn veiðimennska út-
heimtir.
Hannes Þ. Hafstein.
framkv.stj. SVFÍ.
HUéMnÍIII ÁKTMNIIMMWIBM
Endurútgefum fimmtán hljómplötur, sem allar hafa verið uppseldar um árabil.
Koma nú einnig á kassettum.
Selt á sérstöku kynningarverði, sem er helmingi lægra en verð á öðrum plötum, eða
aðeins kr. 3900 í VÖRUMARKAÐNUM, Ármúla - Sími 86113
ALLRA SÍÐASTI DAGUR
og nú laékkar hver plata um kr. 1000.-
svo aö hún kostar
AÐEINS KR. 2.900.
í þrjár klukkustundir. Opiö kl. 9—12.