Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 Hannes H. Gissurarson: Um kennslubókina Samfélagið eftir Joachim Israel og Auði Styrkársdóttur Málspjöll róttæklinganna Menntahrokinn setur mark sitt á rit Israels og hans líka, „samfélags- fræöinganna". Efast má þó um þaö, að þeir séu mjög menntaðir. Að minnsta kosti nota þeir málið klaufa- lega. Bók Israels og staðfærandans er öll á barnalegu og lágkúrulegu máli, morandi í villum, dönskuslett- um, enskuslettum og tuggum. Sagt er að enskum hætti: „Marx gerði miklar rannsóknir á auövaldsþjóðfél- ögum" — en ekki að íslenzkum: „Marx rannsakaði (eða greindi)...". Sagt er, að menn gjaldi skatt sinn „skilmerkilega", en ekki „skilvíslega" eins og rétt er. Sagt er „heilmikið", en ekki „margt" eins og rétt er. Sagt er að dönskum hætti: „heldur ekki" — ekki að íslenzkum: „ekki heldur". Almenningur glepst ekki svo á mál- inu sem þessir „samfélagsfræð- ingar", sem hafa lært nægilega lítið til þess að ofmetnast. Hálf menntun er stundum verri en engin. „Lærðir" menn nítjándu aldarinnar — starfs- menn dönsku stjórnarinnar — töluðu hrognamál, sem Fjölnismenn og aðrir þjóöræknir íslendingar hreins- uðu. Fjölnismenn vissu, að mál almennings var betra en „lærðu" mannanna. Hvað segja þeir um kenningu „samfélagsfræöinganna"? Og hvað segja þeir íslenzku rithöf- undar, sem keppt hafa að því aö vanda oröaval sítt, hnitmiða hugsun- ina, hleypa grósku í málið, um þessa bók? Þeir snúa sér sennilega styöj- andi við í gröfum sínum. Lágkúra í málnotkun er ekki eina sök róttæklinganna. Ruglandin er önnur. Brezki rithöfundurinn George Orwell benti á það, aö skæöustu vopn róttæklinganna eru málspjöllin. Þeir hafa mestu áhrifin með því að velja ný orð og breyta merkingu gamalla orða. Israel og staðfærand- inn beita þessu gamalkunna bragöi. Sagt er til tæmis (bls. 61): Mismuninn á störfum feðranna, tekjum þeirra, hvernig þeir búa, hvar þeir búa, stjórnmálaskoðanir þeirra o.s.frv. köllum viö fólags- lega mismunun. í orðinu „félagslegri mismunun" felst skoöun. Hún er sú, að einhver einstaklingur eða stofnun mismuni, sé ranglátur. (Hann reynist vera „kapitalisminn", þegar vandlega er lesið). Orðið „mismunun" er sömu rökgerðar og orðiö „skömmtun" eöa „drottnun". Það er notaö um það, að einhver geri eitthvaö, og í þessari setningu: mismuni mönnum. Hvers vegna notar staðfærandinn ekki orð- ið „stöðumun"? Það lýsir því vel, sem lýsa á. Hann notar það ekki, vegna þess að það er hlutlaust, felur ekki í sér þá skoðun, að stöðumunurinn sé einhverjum að kenna. Og annað má taka til dæmis: oröiö „kapítalismi" er íslenzkaö sem „auðvaldsskipulag", þótt þaö merki bókstaflega: fjár- í fyrstu grein sinni um kennslubókina Samfélagið eftir Joachim Israel og Auði Styrkórsdóttur, sem staðfærði, ræddi Hannes H. Gissurarson sagnfræðingur um menntahroka höfundanna, markaðs- hatur þeirra og annarra róttæklinga og lítinn skilning á víðskiptum, þarfarhugtakíð og vinnuverögildiskenningu Karls Marx. ' 1 I ■ eru mismunandi. Stuldur telst til alvarlegra afbrota. Hins vegar líta margir skattsvik mildum augum og þykir jafnvel sjálfsagt aö nota öll tækifæri sem bjóðast til þess arna. Þessi „rök" eru út í bláinn. Auövit- aö eru ólíkar refsingar fyrir ólíka glæpi í vestrænu réttarríki. Menn geta verið jafnir fyrir lögunum þrátt fyrir það. Menn eru ekki jafnir fyrir lögunum, ef þeim er mismunað óeölilega, þannig aö önnur lög gildi fyrir hvíta en svarta, fyrir karla en konur og fyrir ríka en fátæka. Til dæmis er ekki jafnrétti kynþátta í Suður-Afríku. En hvað er aö segja um þann mun refsinga fyrir rán og skattsvik, sem Israel tekur til dæmis? Það, að munurinn er alls ekki óeölilegur. Rán er alvarlegri glæpur en skattsvik, því aö rænt er frá einhverjum, glæpurinn hefur tiltekið fórnarlamb, beitt er ofbeldi, en skattsvik hafa ekki tiltekið fórnar- lamb annað en ríkiö. Israel boöar það, sem er algengt með Svíum: einstaka mildi við of- beldismenn, en hörku við hátekju- menn, sem sætta sig ekki við háa skatta og brjóta þess vegna lög. En til þess eru tvær ástæöur, að þetta er rangt. í fyrsta lagi er mikill munur á ofbeldisglæpum og fjársvikum, og í öðru lagi er mikill munur á glæpum gegn einstaklingi og glæpum gegn ríkinu. (Ég afsaka ekki skattsvik, en bæta má viö einni athugasemd, sem er óháð hinum fyrri. Hún er þessi: Eiga menn aö sætta sig við alla skatta? Eru engin takmörk fyrir því, hvaö ríkisstjórn má taka af einstakl- ingunum? Hvaða rétt hefur ríkis- stjórnin utan og ofan við rétt ein- . staklinganna? Agústínus kirkjufaðir sagöi, aö ríki án réttlætis væri ekkert Skipting er miklu ósveigjanlegri og lengra bil á milli stjórnar og þegna í Ráðstjórnarríkjunum en á Vesturlöndum. magnskerfi. Hvers vegna? Vegna þess aö læöa veröur þeirri hugsun inn hjá nemendum, að í séreignar- kerfi hafi auöurinn (í mynd digurra manna með pípuhatta og vindla í munni) öll völd. Jafnrétti og jafnstaða Kerfisbundin ruglandi hugtaka er mjög áberandi í bók Israels. Það blasir viö, að jafnrétti — að sömu, almennu og hlutlausu reglurnar gildi um alla menn í keppni þeirra aö markmiðum sínum — og jafnstaöa — að menn nái sömu niöurstöðu eða sama árangri í keppni þeirra, njóti sömu virðingar eða hafi sömu fjárráö — eru sitt hvað. í knattspyrnukeppni skorar einn maður fleiri mörk en annar, þótt þeir keppi eftir sömu reglum. í atvinnulífinu fær einn maður hærri tekjur en annar, því aö eftirspurnin eftir vinnuafli hans er meiri, þótt þeir keppi eftir sömu reglunum. Israel segir (bls. 25): Ríkisstjórnin og Alþingi hafa mikil áhrif á það hversu margir leikskól- ar og dagheimili eru til. Þau geta t.d. ákveðið að minnka fjárframlög til þessara stofnana. . . Svo erfitt ’getur reynst aö koma börnunum í örugga gæslu aö konurnar gefist upp á útivinnunni. Hér er því lítið jafnrétti. Með oröinu „erfitt" er átt við, að það verði dýrt. Og oröiö „jafnrétti" notar Israel í hinni röngu merkingu: sömu fjárráö eöa sömu aöstööu. En jafnrétti er ekki tryggt með því aö greiöa niöur þjónustu eins og barna- gæzlu, þ.e. selja hana undir kostnað- arverði, heldur er jafnrétti í rauninni brotiö. Hvað gerist, þegar þjónusta er greidd niður? Þaö geríst, að almenningur er skattlagöur til þess að létta byrðum af hópnum, sem nýtur þjónustunnar. Valfrelsi kvenna minnkar, því aö þær tapa á því aö nota ekki hina niðurgreiddu þjón- ustu, og þannig er sköpuö þörf fyrir bessa biónustu. Af konum, sem gæta sjálfar barna sinna, er tekinn réttur. Sömu reglur gilda ekki um þær og hinar, sem kaupa gæzlu á börnum sínum, þvi aö keypta barnagæzlan er niöurgreidd af ríkinu, en ekki heima- gæzlan. (Ekki skiptir máli t þessu sambandi, hvort menn hafa samúð meö þessum hóp eöa ekki. Þaö skiptir máli aö nota réttu orðin um það, sem gerist, en reyna ekki að fela þaö með kerfisbundinni ruglandi). Israel efast einnig um það, aö jafnrétti í venjulegum skilningi sé á Noröurlöndum. Hvaða rök leiðir hann að því? Hann segir (bls. 167): Oft heyrist sagt aö viö séum jöfn jyrir lögunum og við eigum öll að fá sömu meðferö fyrir dómstólun- um. Sé nánar aö gáö kemur í Ijós aö ekki er sama hvers eðlis afbrotið er. Afbrot vekja mismikla reiöi meðal manna og viðurlögin annaö en stigamannafélag, og ég er honum sammála). Stéttaskipting og tekjuskipting Róttæklingar ræða mjög um steftaskiþtingu. Hún er að sögn þeirra ein höfuðsynd séreignarskipu- lagsins, upp um hana koma þeir sigri hrósandi. Árni Bergmann, ritstjóri Þjóöviljans, segir fagnandi í blaöi sínu um bók Israels 2. október 1979: í þessari bók er leitast við skýra fyrirbæri og samhengi sem einatt voru í einskonar bannhelgi í fátæklegum félagsfræðikverum á íslensku. Þar er rætt um stétta- skiptingu launavinnu og auðmagn, tekjumun, þjóöfélagslega mismun- un, eignarhald á framleiöslutækj- um, gróða, innrætingu.. . Vonlegt var, aö bókinni væri fagnaö í málgagni Alþýöubandalags- ins. En kjarni málsins er ekki sá, hvort stéttaskiptingarkenningar Is- raels og annarra róttæklinga falla aö hugmyndafræöi Alþýöubandalags- ins, heldur hvort þær falla aö raun- veruleikanum. Minna verður á það, aö stéft er huglægt fyrirbæri, það er hugtak, sem notaö er til þess að skipta mönnum í hópa. Við hvaö miöast stéttaskiptingin? Miöast hún viö tekjur? Eða starf? Eða þá virðingu, sem hópar njóta? Oröiö „stétt" er notaö í öllum þessum Hvað segir Israel sjálfur? Hann seglr (bls. 118): Margar aðferðir eru til viö að ákvaröa stéttarstööu manna. Fyrsta aðferðin sem við ræddum um hér er sú sem einna mest er notuö — þ.e. að nota afstöðuna til framleiðslutækjanna sem mæli- kvaröa. Sú aðferö, sem er frá Karli Marx, er alls ekki algeng, enda úrelt. Menn skiptast ekki í borgara — eigendur framleiðslutækjanna — og öreiga — starfsmenn borgaranna. Skipting Marx í stéttir er hlægileg einföldun, þótt hún hafi átt betur við á nítjándu öldinni en hinni tuttugustu. Mjög fáir menn lifa af því í vestrænu iönskipu- lagi mikillar sérhæfingar og tækni að selja handafl eöa „hrátt" vinnuafl. Langflestir selja einhverja þekkingu á vinnumarkaðnum, eru stjórnendur, sérfræöingar, iðnaöarmenn, kennar- ar eða vélamenn. Langflestir hafa með öðrum orðum tekjur af þekk- ingu sinni. Síöustu öldina hefur þróunin veriö sífelld fjölgun manna, sem selja einhverja þekkingu. Oröiö hefur „þekkingarbylting", og hún er ein meginskýringin á lífskjarabótinni, sem við höfum oröiö vitni að þennan tíma. En vonlegt var, aö hatursmaður vísindanna eins og Israel yröi þekk- ingarbyltingarinnar ekki var. Israel nefnir einnig skiptingu í andleg störf og líkamleg. Hann segir (bls. 119): Flestir sem vinna líkamleg störf í okkar samfélagi, hafa engin tæki- færi til aö vinna með höföinu. Hendurnar og vöövarnir skipta mestu máli... Erfiöisvinnufólk býr margt yfir mikilli þekkingu og reynslu. Mótsögnin, sem hann kemst í, er deginum Ijósari. ( öðru oröinu segir hann, aö verkamenn hugsi ekki, en í hinu, að þeir hugsi. Auðvitað hugsa þeir. Menn verða að nota kunnáttu við öll störf, „allt vill lagið hafa," eins og segir í málshættinum, fá eða engin störf eru annaðhvort andleg eða líkamleg, þau eru flest hvort tveggja. Þessi skipting Israels er því hæpin. Israel nefnir einnig tekjuskipting- una. Það blasir þó við, að af henni skilst engin stéttaskipting. Klám- bókasalinn nýtur til dæmis minni viröingar flestra en fornleifafræöing- urinn, þótt hann hafi hærri tekjur. Klámbókasalinn er að minnsta kosti ekki í „hærri" stétt en fornleifafræð- ingurinn. En stéttarhugtakið er auð- vitað óþarft, ef stétt er ekkert annaö en hópur með svipaöar tekjur. En hvaö er að segja um tekjuskipting- una? Israel ræðir um ójafna tekju- skiptingu eins og hún sé ranglát. En svo er alls ekki af neinni röknauðsyn. Menn hafa misjafnar tekjur, vegna þess að misjöfn eftirspurn er eftir vinnuafli þeirra. Er það réttlátt, að maður, sem er hæfari en annar, fái sömu laun og hann? Síöur en svo. Ekkert þjóðskipulag er heldur til, þar sem tekjuskiptingin er jöfn. Tekju- munur er notaður sem hvati með flestum þjóöum heims. Israel ræöir um það eins og það sé sjálfsagt, að ríkisstjórn eigi að jafna tekjumun. En hvers vegna á hún að leika hlutverk þjóðsagnahetjunnar Hróa hattar, sem rændi frá hinum ríku til þess aö gefa hinum fátæku? Það, sem ríkis- stjórn færir til eins, er fært fré öörum, og þaö er fært frá honum með hótunum um ofbeldi. (Menn greiða skattana sína „til þess aö komast hjá óþægilegum innheimtu aðgerðum", eins og það er orðað í tilkynningum í ríkisútvarpinu). Leiða veröur frambærileg rök að slíkri millifærslu. Ég held, aö róttækl- ingarnir geti þaö ekki, enda ráöi öfundin með þeim. (Sagt er, að Hrói höttur hafi reyndar ekki gefiö hinum fátæku það, sem hann rændi frá hinum ríku, heldur eytt því fyrir sig og lið sitt. Ríkisstjórnir eru svipaðar: skriffinnarnir taka stærsta hlutinn til sín, fátæklingarnir fá minnsta hlut- inn). Annað mál er það, aö tryggja ber að mínum dómi öllum þeim borgurum, sem geta þaö ekki sjálfir, sæmilega afkomu Skólarnir og misrétti Til er þó tekjuskipting í séreign- arskipulaginu, sem flestir telja rang- láta. En hún reynist vera vegna ríkisafskipta og einokunar fremur en séreignarskipulagsins sjálfs. Til dæmis eru sumar starfsgreinar lög- verndaöar, þannig aö aögangur að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.