Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 33 Uppreisn frá miðju Danska metsölubókin Upp- reisn írá miðju er komin út í íslenzkri þýðingu hjá bókaútgáf- unni Erni og Örlygi. Hún kom út í Danmörku á síðasta ári og seldist strax i 110 þúsund eintök- um og hratt aí stað fjörugum blaðaskrifum og almennri um- ræðu um stjórnmál. Höfundur bókarinnar eru Niels I. Meyer, K. Helveg Petersen og Villy Sörensen, allir danskir menntamenn, þjóðkunnir hver á sínu sviði, — að því er segir á bókarkápu. Þar segir ennfremur: — í Upp- reisn frá miðju reyna höfundarnir að lýsa þjóðfélagsgerð, sem ekki er jaðarsvið andstæðra kerfiskenn- inga, heldur mannfélag á megin- sviði, byggt upp á mannlegum Fjöltefli á Suðurnesjum Vetrarstarfsemi Skákfélags Keflavíkur er nú að hefjast. í dag, laugardag, mætir Jón L. Árnason alþjóðlegur skákmeistari til fjöl- teflis við Suðurnesjamenn. Teflt verður í Fjölbrautaskólan- um og hefst keppnin klukkan 14. Haustmót félagsins hefst síðan á mánudag kl. 20 á sama stað. Dönsk metsölubók komin út á íslenzku þörfum og félagslegum aðstæðum, aðlögun að manninum sjálfum en ekki mót til að steypa hann í. Lýðræðið á að færast nær ein- staklingnum og kalla á skilning, áhrif og ábyrgð þegnanna. Bókin nefnist á dönsku Oppror fra Midten, en Ólafur Gíslason hefur íslenzkað verkið. Það er 208 bls., sett og prentað í prentsmiðj- unni Viðey, en kápan í Prentstofu G. Benediktssonar. Bókband var unnið hjá Arnarfelli hf., en kápu- teikningu gerði Bjarni D. Jónsson. Orgeltónleikar í Langholtskirkju David Pizarro organleikari frá eftir franska, tékkneska og banda- New York heldur tónleika í ríska höfunda. Landakotskirkju n.k. þriöjudag kl. 8.30 á vegum Nýja tónlistar- skólans Pizarro er þekktur organleikari bæði austanhafs og vestan. Hann kemur hingað á leið sinni til Bandarikjanna en Piz- arro hefur verið á tónleikaferða- lagi um Vestur- og Aust- ur-Evrópu frá því um miðjan júlimánuð. David Pizarro lauk meistara- gráðu í tónlist frá Yale-háskóla og hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni organleikara. Meðal kennara Piz- arro í Evrópu má nefna dr. Michael Schneider, M. Dupré, Fortner og Kurt Thomas. 1974 varð Pizarro dómorganisti við kirkju heilags Jóhannesar í New York. Á efnisskrá tónleika Pizarro í Langholtskirkju er prelúdia og fúga í H-moll eftir J.S. Bach, svíta efti Johan Ludvig Kreds og verk David Pizarro við orgelið i kirkju heilags Jóhannesar i New York. orgeltónleikar bls. 33 FERMINGAR Fermingarbörn í Mosfellskirkju, sunnudaginn 14. október kl. 13.30. Stúikur Jóhanna Hreinsdóttir, Helgadai. Katla Skúladóttir, Röðli. Ólafía Andrésdóttir, Laugabóli. Sigríður Ólafsdóttir, Mógilsá. Drengir Einar Ólafur Erlingsson, Reykjadal. Karl Sigurðsson, Sigtúni. Skarphéðinn Sigurðsson, Sigtúni. Steinar Gíslason, Brekkukoti. Ferming í Kópavogskirkju 14. okt. 1979 kl. 14. Prestur: se. Árni Pálsson. Stúlkur Bergljót Elíasdóttir, Kársnesbraut 41. Bryndís Guðmundsdóttir, Skólagerði 61. Guðrún Elíasa Guðmundsdóttir, Kársnesbraut 131. Hólmfríður Jóna Þorvaldsdóttir, Þing hólsbraut 47 Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir, Holtagerði 50. Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Hoitagerði 50. Sigríður Jónsdóttir, Skólagerði 38. Piltar Atli Helgi Atlason, Holtagerði 65. Guðmundur Helgi Óskarsson, Holtagerði 2. Konráð Guðmundsson, Skólagerði 61. Karl Jakob Löve, Laufásvegi 73, Rvík. Ferming í safnaðarheimili Árbæjar- sóknar sunnudaginn 14. október kl. 2 e.h. Prestur: Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Einar Clausen, Hraunbæ 97. Hjörtur Ingþórsson, Hraunbæ 102 H. Fermingarbörn i Hafnarfjarðar- kirkju 14.10. 1979 kl. 2 e.h. Prcstur: Sr. Gunnþór Ingason. Arndís Petursdóttir og Pétur Pétursson, Hringbraut 36. Delía Kristin Howser, Stekkjarkinn 3. Kolbrún Þóra Þórðardóttir, Sævangi 48. Vigdís Gunnarsdóttir og Þóra Rósa Gunnarsdóttir, Skjólvangi 5. Fermingarbörn í Langholtskirkju sunnudaginn 14.10. 1979 kl. 13.30. Berglind Berghreinsdóttir, Dalseli 34. Lilja Theódórsdóttir, Nökkvavogi 37. Marta Ríkey Hjörleifsdóttir, Torfufelli 27. Þórunn Ósk Rafnsdóttir, (Luxemborg) Dalseli 34. Hallgrímur Magnússon, Bollagötu 3. Haraldur Ragnar Gunnarsson, Skipasundi 46. Hörður Magnússon, Bollagötu 3. Ath. altarisganga fer fram strax að fermingu lokinni. BORGARSTJÓRN BORGARSTJÓRN BORGARSTJÓRN Við umræðurnar í burgarstjórn Reykjavíkur á fimmtudagskvöld. talið frá vinstri: Kristján Benediktsson. Björgvin Guðmundsson. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Markús Örn Antonsson og Páll Gíslason. Ljósm. Mbl: Emilía. Umrœður í borgarstjórn um nýja Landsvirkjun: Nauðungarsamningar gegn hagsmunum Reykvíkinga Við umræður í borjíarstjórn síðastliðinn fimmtudat', þar sem til umra'ðu var nýr sameignarsamningur um Landsvirkjun, tóku meðal annarra til máls þeir Davíð Oddsson og Páll Gíslason. Davíð Oddsson sagði sérkennilegt að hlusta á málflutning „odd- vitanna" þriggja. Engu væri líkara en þar töluðu málflutnings- menn Laxárvirkjunnarstjórnar. Þeir legðu málið þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur ætti ekkert val, það yrði að sætta sig við hugmyndir iðnaðarráðherra og Laxárvirkjunarmanna um eitt allsherjar landsfyrirtæki í stað þess fyrirtækis sem Reykvíkingar hefðu átt drýgstan þátt í að stofna og ættu helming í. Þessir talsmenn samningsins legðu alla áherzlu á nauðungina, þetta væru í raun nauðungar- samningur sem menn yrðu að gera eins gott úr og þeir gætu. Sumir bættu því reyndar við að vegna frábærrar frammistöðu þeirra sjálfra hefði fengist fram samningur sem væri stórkostlegur ávinningur fyrir Reykvíkinga. Þessi ummæli yrði þó að skoða í ljósi þess að enginn stjórnmála- flokkanna þriggja hefði lofað því fyrir kosningar að afhenda helmingseignaraðildina að Lands- virkjun og bjóða upp á þátttöku í fyrirtæki sem hefði öll skilyrði til að verða sukkfyrirtæki sem liði fyrir héraðaríg eins og við hefðum þegar dæmi um. Hafa yrði í huga að ákveðið um heimild Laxárvirkjunnar til að sameinast væri 15 ára gamalt, forsendur væru gjörbreyttar og ýmislegt sem benti til þess að í upphafi hafi ekki verið gert ráð fyrir að ákveðið héldi gildi um aldur og ævi þrátt fyrir breyttar forsendur. Alls ekki lægi fyrir að Laxárvirkjun væri hald í ákvæð- inu enn þá, þótt viðurkenna mætti að svo gæti vel verið. En í svo stóru hagsmunamáli væri sjálf- sagt að láta reyna á fyllsta rétt Reykvíkinga en ekki gleypa röksemdir andstæðingsins" hráar. Ljóst væri og að samkvæmt lögunum væri aðeins heimild fyrir ríkið að auka svo hlut sinn við sameiningu að það ætti meiri- hluta, en það væri ekki skylda. Fram hefði komið í umræðunum að samninganefnd borgarinnar — sagði Davíð Oddsson borgarfulltrúi Davíð Oddsson. hefði ekki vakið athygli á þessu og haldið fram hlut Reykjavíkur og eftir því sem bezt yrði séð hefði hún alls ekki tekið eftir þessu. Ljóst væri að aðild borgarinnar að stjórn fyrirtækisins myndi stórversna, yrði samningurinn að veruleika. Á það mætti benda, að nú ættu 6 Reykvíkingar sæti í stjórn Landsvirkjunar og einn Hafnfirðingur en ljóst væri að slík skipting yrði með öðrum hætti eftir að samningurinn hefði öðlast staðfestingu og lög verið sam- þykkt í framhaldi af því. Því væri haldið á loft að ekki þyrfti að óttast að Kröflu yrði velt á Reykvíkinga. Til þess væru fyrirvararnir alltof margir. En af hverju væri Krafla þá yfirleitt höfð inni í samningum. Hvers vegna væri slíkt ofurkapp lagt á það? Eins mætti benda á ummæli Tryggva Sigurbjarnarsonar í Tímanum, þar sem hann segði að ákvörðun um Bessastaðaárvirkjun myndi ráðast af því „hve vel gengi að koma á laggirnar hinu nýja landsfyrirtæki". Þarna væri enn ein vísbending um að sukkmenn í raforkumálum ætluðu að koma vitlausustu virkjunarkostunum yfir á Reykvíkinga með hinu nýja fyrirtæki. Það væri ljóst að samninga- nefndarmenn borgarinnar hefðu ekki staðið í stykkinu við samningagerðina og Reykvíkingar myndu hafa stóran skaða ef af samningnum yrði. Davíð sagði að lokum að sem betur fer segði sér svo hugur um að samningur þessi yrði aldrei að veruleika og ættu þeir sem að þeim endalokum stuðluðu þakkir skildar frá Reyk- víkingum. Púll Gíslason sagði, að þegar samstarfssamningur núverandi ríkisstjórnar var birtur hefði mátt sjá að fylgja ætti eftir gömlu áhugamáli um miðstýringu raf- orkumála landsmanna á kostnað Reykvíkinga. Síðar hefði iðnaðarráðherra skipað nefnd til að fjalla um málið, og hefði niðurstaða hennar orðið ótrúlega óhagstæð Reykvík- ingum. Borgarbúar ættu sam- kvæmt tillögum nefndarinnar að missa allan hag af því að hafa á sínum tíma sýnt fyrirhyggju í uppbyggingu raforkuvera, og fyrir að hafa alla tíð gætt mikillar hagsýni í rekstri þeirra. Auk þess hefði nefndin svo lagt til að áhrif Reykvíkinga í stjórn fyrirtækisins yrðu nánast engin. Páll sagði að nauðsynlegt væri að gæta áfram ítrustu hagkvæmni í byggingu og rekstri raforkuvera. Hina félagslegu rafvæðingu dreif- býlis ætti hins vegar að greiða úr sameiginlegum sjóðum lands- manna, það er ríkissjóði. Borgarfulltrúinn sagði, að ekki hefði komið til greina að ganga til samninga um nýja Landsvirkjun á grundvelli þess nefndarálits sem fyrir lægi frá nefnd ráðherra, það væri óaðgengilegt með öllu. Hér væri verið að fjalla um annað tveggja fjöreggja Reykjavíkur- borgar, sem væru raforkuverin og Hitaveitan, og varast yrði að brjóta þau. Hér væri um að ræða gífurlega mikið hagsmunamál Reykvíkinga allra, sem ekki mætti fara með á þann veg að til óbætan- legs tjóns yrði fyrir horgarbúa um ófyrirsjáanlega framtíð. BORGARSTJÓRN BORGARSTJÓRN BORGARSTJÓRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.