Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 GUÐSPJALL DAGSINS Matt. 22.: Hvers son er Kristur? DOMKIRKJAN Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guömundsson. Kl. 2 messa, dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir Stephensen. ARBÆJARPRESTAKALL Barna- samkoma í safnaðarheimili Árbæj- arsóknar kl. 10:30 árd. Guðsþjón- usta í safnaöarheimilinu kl. 2, ferming, altarisganga. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 aö Noröurbrún 1. Fundur hjá safnað- arfélagi Ásprestakalls eftir mess- una. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 14. Barnastarfiö hefst þennan sunnudag í Ölduselsskóla og Breiöholtsskóla kl. 10:30 árd. Börn eru hvött til að koma. Sóknar- nefndin. BÚSTAÐAKIRKJA Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Organ leikari Guöni Þ. Guðmundsson. Biblíulestur miövikudagskvöld kl. 20:30. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. LANDAKOTSSPÍTALI Kl. 10 messa, organleikari Birgir Ás Guö- mundsson. Sr. Þórir Stephensen. FELLA- OG HOLAPRESTAKALL Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu- dagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Guösþjónusta í safnaö- arheimilinu aö Keiiufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSASKIRKJA Barnasamkoma kl. 11. Helgistund kl. 2. Sóknar prestur. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11. Kynning á starfi Gideon félaganna. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa kl. 2. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Aöalsafnaöarfundur Hallgrímssafn- aöar eftir messu. Þriöjudagur: Fyrirbænaguösþjónusta kl. 10:30 árd. Kirkjuskóli barnanna á laugar- dögum kl. 2. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HATEIGSKIRKJA Barna og fjöl- skylduguösþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson. Guösþjónusta og fyrirbænir kl. 5. Sr. Tómas Sveinsson. Organleikari dr. Orthulf Prunner. KÁRSNESPRESTAKALL Barna- samkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Fermingarguösþjonusta í Kópavogskirkju kl. 2 e.h., altaris- ganga. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Sr. Árelíus Níelsson. Fermingarguös- þjónusta kl. 13:30. Organleikari Jón Stefánsson. Sr. Sig. Haukur Guöjónsson. LAUGARNESPRESTAKALL Laug- ardagur 13. okt.: Guösþjónusta aö Hátúni 10b níundu hæö kl. 11. Sunnudagur 14. okt.: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14, altarisganga. Þriðjudagur 16. okt.: Bænaguösþjónusta kl. 18 og æskulýösfundur kl. 20:30. Miöviku- dagur 17. okt.: Bibliulestur kl. 20:30. Sóknarprestur. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Messa kl. 2. Fermd verða: Brynja Sif Björnsdóttir, Látraströnd 9, Þórunn Ragnheiöur Siguröardóttir, Hofgörðum 2 og Pétur Benónýsson, Hrólfsskálavör 6. Prestarnir. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK Messa kl. 2. Organleikari Siguröur ísólfs- son. Prestur sr. Kristján Róberts- son. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRDI Barnasamkoma kl. 10:30. Guðs- þjónusta kl. 2. Sr. Ingólfur Guö- mundsson æskulýðsfulltrúi messar. Safnaöarstjórn. DOMKIRKJA KRISTS KONUNGS Landakoti: Lágmessa kl. 8:30 árd. Hámessa kl. 10:30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 6 síöd. i októbermánuði veröur lesin Rósa- kransbæn eftir lágmessu kl. 6 síöd. FELLAHELLIR Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN Almenn guösþjónusta kl. 8 síöd. Ræðu- maöur dr. Thompson. Einar J. Gíslason. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAOARINS Messa kl. 2 (kirkjudagurinn). Séra Emil Björnsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND Messa kl. 10. Stud. theol. Hilmar Baldursson messar. HJÁLPRÆDISHERINN Helgunar- samkoma kl. 11 árd. Fjölskyldu- LITUR DAGSINS Grænn. Litur vaxtar og þroska. samkoma kl. 16, bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20:30. — Majór Gudmund Lund. KIRKJA JESU KRISTS hinna síöari daga heilögu — Mormónar: Samkomur aö Höföabakka 9, kl. 14 og kl. 15. GARÐASÓKN Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. BESSASTADAKIRKJA Guösþjón- usta kl. 2 síöd. Kirkjudagur. Hannes Pétursson skáld flytur ræöu. Séra Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garöabæ: Hámessa kl. 2 síöd. HAFNARFJARÐARKIRKJA Sunnu- dagaskóli kl. 10:30 árd. Ferming- arguðsþjónusta kl. 14. Sóknar prestur. KAPELLAN í St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. VÍÐISTAÐASÓKN Barnaguös- þjónusta kl. 11 árd. í kapellu sóknarinnar. Helgistund sama staö kl. 14. Séra Siguröur H. Guö- mundsson. KARMELKLAUSTRIÐ Hámessa kl. 8.30 árd. Virka daga messa kl. 8 árd. NÝJA POSTULAKIRKJAN Hafn- arf.: Samkoma kl. 11 árd. og kl. 16 síöd. KEFLAVÍKURKIRKJA Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefnið: Einingarviöleitni kirkjunnar. Organisti Siguróli H. Geirsson. Sóknarprestur. NJARÐVÍKURPRESTAKALL Messa í Innri-Njarövíkurkirkju kl. 11 árd. og sunnudagaskóli kl. 13.30. í Ytri-Njarövíkurkirkju er sunnudagaskóli kl. 11 árd. og messa veröur kl. 14. Sóknarprest- ur. GRINDAVÍKURKIRKJA Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA Messa kl. 2 síöd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Barna guösþjónusta kl. 10:30 árd. Al- menn guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. FÍLADELFÍA Selfossi: Almenn guösþjónusta kl. 16.30. Ræöu- maður dr. Thompson. Hallgrímur Guömannsson. AKRANESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Messa kl. 2 síöd. Séra Björn Jónsson. Sóívagn Jóns Gunnars, eitt af nýrri verkum hans, sem hefur veno a sýningarferð um Evrópu að undanförnu. Konunglega danska akademían: Jón Gunnar kennir í málmdeild myndhöggvara Jón Gunnar Árnason myndhöggvari mun í vetur starfa sem kennari við málmdeild myndhöggvara- skóla Konunglegu dönsku akademíunnar og auk kennslu mun hann standa fyrir meðferð námskeiða í meðferð á málmi, en deild- in lýtur stjórn danska myndhöggvarans prófess- ors Roberts Jakobsen. Jón Gunnar kvað það hafa verið ákveðið með stuttum fyrirvara að hann færi til Danmerkur en að- spurður sagðist hann m.a. taka með sér gögn sem hann væri að vinna í sambandi við uppsetningu taflborðs á Lækjartorgi. Áætlað er að taflið verði komið upp fyrir ágústmánuð n.k. þegar von er á Karpov heimsmeistara í skák í heimsokn. Jón Gunnar kvaðst mundi fá mjög góða aðstöðu til þess að fást m.a. við gerð tafl- borðsins í Danmörku. Barnaverndarrád: ÍÖf — til isvanda málum nútíma samfélags í þjóðfélagi hraða og streitu nútimans verða kröfur til barna og unglinga sífellt meiri. Það er ætlast til þess, að þau falli inn í „kerfið“ og tími áhyggjuleysis æskunnar styttist með hverju árinu. Afleiðingarnar eru oft þær, að born verða óörugg, kvíða- full og spenna skapast á heimilunum, sem veldur ýms- um örðugleikum. Ef eitthvað bjátar á, er heimilunum og foreldrunum yfirleitt kennt um. „Hann/hún kemur nú frá heimili, sem aðstæður eru ekki góðar á,“ má oft heyra sagt um börn sem valda erfiðleikum í þjóðfélagskerfi okkar. En hvernig eiga foreldrar að bregðast við aðvífandi vandamálum? Barn veldur erfiðleikum, því líður illa. Það er hrætt, þjáist af svefn- leysi, systkini eru heitúðug vegna afbrýðisemi sín á milli. Foreldrunum finnst að ætlast sé til þess að þeir viti allt um þessi mál. Þjóðfélagið heimt- ar sitt af þeirra tíma og vinnuframlagi og tíminn til handa börnunum verður oft minni en æskilegt er. Sumir fyllast sjálfsásökunum, er vandamálin koma upp og gæta þess að sem fæstir viti um vandamál heimilisins. Foreldri, sem dettur í hug að leita hjálpar og ráðlegginga, rekur sig á vegg — hvert á að leita? Ofangreint er hluti af skýr- ingum fulltrúa barnavernd- arráðs Islands, þeirra Gunn- ars Eydal formanns, og sál- fræðinganna Guðfinnu Eydal og Álfheiðar Steinþórsdóttur, á þeirri ákvörðun ráðsins að taka upp foreldraráðgjöf. „Foreldraráðgjöfin er hugsuð sem aðstoð við foreldra og börn, ef um minni háttar vandkvæði er að ræða til að koma í veg fyrir að vandkvæð- in verði að meiri háttar vandamálum seinna,“ sagði Gunnar Eydal. Foreldraráðgjöfin verður til húsa í húsakynnum Hagstof- unnar og Verkakvennafélags- ins Framsóknar við Hverfis- götu 8—10, 2. hæð. Tveir sálfræðingar, þær Guðfinna og Álfheiður, verða þar til aðstoðar. Tóku þær sérstak- lega fram, að þær væru bundnar algjöru þagnarheiti í störfum sínum. Foreldraráðgjöfin tekur ekki að sér meiri háttar og langvarandi meðferðarmál né mál, sem aðrar stofnanir fást við. Sögðu þær Guðfinna og Álfheiður að þær væntu þess, að til þeirra myndu leita foreldrar og jafnvel unglingar með vandamál, sem erfitt væri að ræða við ættingja og vini. Oft fyndist lausn í að geta létt af sér vandamálum með við- ræðum við aðila, sem einnig hefði nokkra reynslu og bent gæti á lausnir. Foreldraráðgjöf sem þessi mun vera til staðar víða er- lendis og hefur gefið góða raun, að sögn fulltrúa barna- verndarráðs. Fyrirhugað er að bjóða upp á þessa þjónustu til reynslu í sex mánuði og fram- haldið mun síðan ráðast af því hvernig til tekst. F oreldr ar áðgj öf i n hefur starfsemi sína n.k. mánudag og munu viðtalstímar verða á mánudögum milli kl. 20—22 og miðvikudögum kl. 16—18. Tímapantanir eru daglega á skrifstofutíma í síma 11795. LjÓHm. Emilía. Frá blaðamannafundinum, sem fulltrúar Barnaverndarráðs héldu til að kynna foreldraráð-gjöfina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.