Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
Rostropovich með National sinfóniuhljómsveitinni í konsertsal Kennedy Center.
Kennedy, Carter og Mstislav
Rostropovich gefa lífinu lit
Fólki dettur flest annað en
menningarlíf í hug þegar minnst
er á Washington, höfuðborg
Bandaríkjanna, enda er menn-
ingarlíf höfuðborgarinnar
fátæklegt í samanburði við
menningarlíf New York eða
ýmissa höfuðborga Evrópu. En
ef miðað er við það sem áður var
þá blómstrar menningarlífið í
Washington. Borgin tók stakka-
skiptum árið 1971 þegar
Kennedy Center var opnað og er
nú þess virði að fylgjast með
öðrum ástæðum en stjórn-
málum.
Það sem Kennedy Center gerði
fyrir Washington hefur Mstislav
Rostropovich gert fyrir National
sinfóníuhljómsveitina sem hefur
aðsetur í Washington. Aður en
hann tók við stjórn hljóm-
sveitarinnar í október 1977
veittu fáir henni sérstaka
athygli. Það er nú óðum að
breytast og það að verðleikum.
Menningarmiðstöð
Washington
Kennedy Center er minnis-
varði um John F. Kennedy,
fyrrum Bandaríkjaforseta, jafn-
framt því að vera menningar-
miðstöð höfuðborgarinnar. í
hvíta marmaraveggi þess eru
ritaðar tilvitnanir í orð
Kennedys þar sem hann lýsir trú
sinni á mikilvægi menningar og
áhrifum sem hann vildi hafa þar
á:
„Milli afreka í opinberu lifi
og framfara í listum eru tengsl
sem er erfitt að skýra með
rökum en auðvelt að skilja. öld
Pericle8ar var einnig öld
Phidiasar. Öld Lorenzo de
Medici var einnig öld Leonardo
da Vinci. Öld Elísabetar einnig
öld Shakespeares. Hinir nýju
tímar sem ég berst fyrir í
opinberu iífi geta einnig orðið
nýir tímar í bandarískri list.
Kennedy predikaði mikilvægi
andlegs ríkidæmis og sagðist
hlakka til þess dags er menning
Bandaríkjanna ynni þjóðinni
sömu virðingu og veraldlegt ríki-
dæmi hennar og styrkleiki
gerðu.
Kennedy vannst ekki aldur til
að sjá þann dag er íbúar
Washington þurftu ekki lengur
að fara til New York,
Philadelphiu eða Boston til að
komast á góða leiksýningu eða á
konsert. Sumir segja að fólk hafi
jafnvel þurft að fara til
Baltimore ef það vildi fá
eitthvað almennilegt að borða.
Nú býður Kennedy Center upp á
þá aðstöðu sem borgina vantaði
áður og flestir Washingtonbúar
geta fullnægt listhneigð sinni á
heimaslóðum.
Kennedy Center rúmar 6070
manns í þremur sölum: Eisen-
hower leikhúsinu (1120 sæti),
Óperusalnum (2200 sæti) og
Konsertsalnum (2750 sæti).
Þrátt fyrir stærðina og sýningar
eða tónleika í öllum sölum flest
kvöld ársins státar Kennedy
Center af 85% sætanýtingu.
Miðaverð er langt frá því að vera
lágt þar sem Kennedy Center
fær sama og enga fjárhags-
aðstoð frá hinu opinbera, ólíkt
menningarmiðstöðvum flestra
annarra höfuðborga. Gjafir og
styrkir einstaklinga, fyrirtækja
og sjóða sem bera hag Kennedy
Centers fyrir brjósti létta
rekstur þess sem fram til þessa
hefur gengið vel.
Fjórði stjórn-
andi National
Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar
Konsertsalurinn er stærsti
salur Kennedy Centers. National
sinfóníuhljómsveitin leikur þar
24 tónleika á vetri, þrisvar
sinnum hvern. í lítilli borg eins
og Washington (2,5 millj. íbúar
með úthverfum) er ekki auðvelt
að stjórna efnisvali og leikni
sinfóníuhljómsveitar svo að að-
sókn á tónleika sé ávallt við-
Anna
Bjarnadóttir
skrifar frá
Washington:
unnandi. Mstislav Rostropvich
tók það að sér í október 1977 og
síðan hafa tónleikar hljóm-
sveitarinnar verið sóttir sem
aldrei fyrr.
Allt frá því árið 1902 voru
gerðar heiðarlegar tilraunir til
að stofna „Washington sinfóníu-
hljómsveit" en ekkert varð úr
fyrr en 1931 þegar National
sinfóníuhljómsveitin var stofnuð
en hún er einnig þekkt sem
„hljómsveit forsetanna" vegna
þess að hún er fastur liður við
embættiseiðtöku Bandaríkjafor-
seta.
Hans Kindier sellóleikari var
fyrsti stjórnandi hljómsveitar-
innar en Howard Mitchell tók
við af honum árið 1949. Hljóm-
sveitin lék inn á hljómplötur og
ferðaðist um Mið-Ameríku og
Evrópu undir þeirra stjórn. Hún
hefur um árabil leikið í Carnegie
Hall í New York nokkra sunnu-
dagseftirmiðdaga á vetri. í
sumar sem leið hóf hljómsveitin
tónleikahald undir berum himni
við þinghúsið í Washington, að
frumkvæði þingsins og innan-
ríkisráðherra, og sóttu alls
160.000 manns aðeins fjóra tón-
leika.
Mstislav Rostropovich tók við
stjórn hljómsveitarinnar árið
1977 af Antal Dorati (1970-1977)
sem nú er helzti gististjórnandi
hennar. National sinfóníuhljóm-
sveitin var fyrsta hljómsveitin
sem Rostropovich stjórnaði í
Bandaríkjunum. Það var í
Washington 5. marz 1975. Allir
þekktu hæfni hans sem selló-
leikara en fáir höfðu heyrt hann
stjórna fyrr. Hrifning gagn-
rýnenda og áheyrenda var gífur-
leg og skömmu síðar var honum
boðin föst staða við hljómsveit-
ina..
Rostropovich lék með
sinfóníuhljómsveit íslands á
listahátíð 1978. Hann er fæddur
í Rússlandi 1927 og var þar í
miklum metum fram á þennan
áratug. Honum voru veitt Lenín
og Stalín verðlaunin og hann var
sæmdur helzta heiðursmerki
Sovétríkjanna sem getur fallið
listamanni í skaut.
Andófsmaðurinn Alexander
Solzhenitsyn bjó í boði Rostro-
Mstislav Rostropovich sellóleik-
ari og stjórnandi National sin-
fóniuhljómsveitarinnar.
povich hjónanna í sumarbústað
þeirra á árunum 1969—1973.
Eftir 1970 voru settar hömlur á
ferðir og tónlistarflutning hjón-
anna. Tónleikum innan og utan
lands var aflýst, þau voru úti-
lokuð frá sovéskum fjölmiðlum
og hljóðupptökum var hætt. Á
endanum rituðu þau Leonid
Brezhnev forseta opið bréf og
andmæltu ástandinu og báðu um
tveggja ára fararleyfi erlendis.
Þau fengu fararleyfið en 1978
voru þau svipt ríkisborgararétti
sínum vegna „framkomu sem
skaðar virðingu Sovétríkjanna".
Rostropovich hjónin hafa nú
svissneskt vegabréf.
Bandarísk og
Rússnesk
verk flutt á fyrstu
tónleikum vetrarins
Fyrsti konsert National
sinfóníuhljómsveitarinnar á
vetrinum var í Kennedy Center
fyrir fáum vikum. Mstislav
Rostropovich stjórnaði og heill-
aði áheyrendur ekki aðeins með
hæfni sinni sem stjórnandi
heldur einnig með geislandi
framkomu. Tónleikarnir hófust
með þjóðsöng Bandaríkjanna,
nokkuð sem er ekki venja en fólk
metur mikils og tekur undir
hástöfum.
Kennedy Center stendur á bökkum Potomac-árinnar.
American Festival Overture
eftir bandaríska tónskáldið
William Schuman var fyrst á
dagskránni. Schumann var
aðeins 29 ára er verkið var fyrst
flutt í Boston 1939 en National
sinfóníuhljómsveitin er eina
bandaríska hljómsveitin sem
hefur leikið verkið inn á plötu.
Það er létt og lifandi og Leonard
Bernstein hefur sagt að það sé
eins og að stjórna húrrahrópum
að stjórna því. Schuman var í
salnum er Rostropovich stjórn-
aði verkinu og að því loknu
sendu þeir hvor öðrum fjölda
fingurkossa við mikil fagnaðar-
læti áheyrenda.
9. sinfónía Dmitri
Shostakovich og 1. sinfónía Piotr
Ilyich Tchaikovsky voru einnig á
dagskránni. Shostakovich
(1906-1975) var kennari
Rostropovich í Sovétríkjunum og
samdi sellótónverk tileinkuð
honum. 9. sinfónían er sú síðasta
af þremur sem hann samdi á
stríðsárunum. Hún hefur verið
mjög umdeild þrátt fyrir ein-
falda fegurð sína. í Sovétríkjun-
um þótti hún of léttvæg sem
sinfónía um endalok stríðsins er
hún var leikin fyrst árið 1945,
hátíðleika og hetjudáða var
saknað. Á Vesturlöndum þotti
hún og léttvæg sem sinfónía nr.
9 þar sem hún var hvorki alvar-
leg né löng eins og ætlast var
orðið til af 9. sinfóníum.
Tchaikovsky (1840-1893) var
harður gagnrýnandi á eigin verk
en um 1. sinfóníuna skrifaði
hann 1885: „Þó að hún sé barna-
leg á margan hátt er hún þó
innihaldsmeiri en mörg önnur
þroskaðri verk.“ Hann samdi 1.
sinfóníuna árið 1866 og nefndi
hana Vetrardrauma. Einstök
hljóðfæri leiða stemninguna í
verkinu. í fyrsta kaflanum er
einleikur flautu og básúnu sem
fiðlurnar taka undir en í öðrum
kaflanum er óbóeinleikur og
sellóin og hornin leika síðan
sömu laglínu. Lokakaflinn
byrjar mjög rólega en kastar
fljótt af sér treganum og endar
með hressilegum sannfæringar-
krafti.
Fagnaðarlátunum ætlaði
aldrei að linna við lok fyrstu
tónleika vetrarins. Rostropovich
gekk á milli einleikaranna,
faðmaði þá og kyssti og var
augsýnilega alsæll. Tónleikunum
var svo vel tekið að áskriftar-
meðlimum að konsertum hljóm-
sveitarinnar í vetur hefur
fjölgað um hundrað á síðustu
vikum.
Fjöldi einleikara og
stjórnenda mun koma fram með
National sinfóníuhljómsveitinni
í vetur. Meðal þeirra verða
Itzhak Perlman fiðluleikari,
Lluis Claret sellóleikari og
Leonard Bernstein stjórnandi.
Enginn þarf því að kvíða fátæk-
legu tónlistarlífi í Washington í
vetur.
ab.