Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
3
Reyk j avíkurhöfn:
18 tríUukörlum vísað
burt fyrirvaralaust
Ljósm. Emilía.
Hafnar eru framkvœmdir við uppsteypu á byggingu Framkvæmdasjóðs íslands.
Stórhýsi Framkvæmdastofnunar ríkisins:
Ráðgert að ljúka upp
steypu í árslok 1980
MIKILL kurr er nú í
eigendum nokkurra smá-
báta í Reykjavíkurhöfn í
kjölfar tilkynningar frá
Hafnarstjórn Reykjavíkur
fyrir skömmu, þar sem
þeim er gert að vera á
Tóníeikar
Preys í Há-
skólabíói
Hermann Prey sem söng í fyrra-
kvöld á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands syngur í dag í
Háskólabíói á tónleikum Tón-
listarfélagsins í Reykjavík. Á efn-
isskrá eru ljóð eftir Schumann og
Strauss. Tónleikarnir hefjast kl.
14.30 og leikur Michael Krist á
píanó.
braut með báta sína innan
einnar viku.
Samkvæmt tilkynningunni áttu
þeir að vera á brott fyrir 10.
október s.l. en hreyfðu sig hvergi.
Að sögn eins trillueigandans, sem
hlut á að máli, var haft samband
við þá í gær og þeim sagt að
hafnarstjórn bæri enga ábyrgð á
bátunum væru þeir ekki á brott á
mánudag þegar hafist yrði handa
við framkvæmdir vegna væntan-
legs legugarðs sem koma á þarna.
Hann sagði að þessar aðgerðir
hafnarstjórnar kæmu mjög hart
niður á mörgum, 8—10 trillukarl-
anna hefðu af því fulla atvinnu að
gera út bátana. Þeim hefði ekki
verið boðin nein aðstaða í staðinn
og væri því ekki um annað að gera
en taka bátana á land, nema fyrir
örfáa sem hugsanlega gætu fengið
pláss í Hafnarfirði.
Viðmælandi Morgunblaðsins
sagðist ekki eiga von á því að
gripið yrði til neinna aðgerða af
hálfu trillukarlanna, enda hefðu
þeir ekki með sér neitt félag, hins
vegar þætti þeim það súrt í broti
að vera reknir svona fyrirvara-
laust á brott, sérstaklega með
tilliti til þess að þeir væru allir
búnir að greiða leigu fyrir plássin
til áramóta.
Á VEGUM Framkvæmdasjóðs
íslands er um þessar mundir
unnið að byggingu skrifstoíu-
húss er hýsa á starfsemi Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins. Var
hafist handa um verkið seint á
árinu 1978 og lokið framkvæmd-
um við grunninn í febrúar í ár.
Nú er hafinn uppsláttur, en
húsið verður 4 hæðir og er það
Reynir hf. sem annast fram-
kvæmdir. Að sögn Guðmundar
Ólafssonar er ráðgert að lokið
verði uppsteypu og fullnaðarfrá-
gangi að utan í árslok 1980 og er
búist við að kostnaður nemi þá um
400 m.kr. Ekki kvað Guðmundur
liggja fyrir á þessu stigi hvenær
búast mætti við að húsið yrði
fullbyggt og yrði væntanlega farið
að huga að áframhaldandi útboði
þegar líða tæki að lokum þessa
áfanga er nú stendur yfir.
Varði doktorsritgerð
yið Stanfordháskóla
HINN 9. ágúst s.l. varði
Jón Örn Bjarnason dokt-
orsritgerð í eðlisefnafræði
við Stanfordháskóla í Kali-
forníufylki í Bandaríkjun-
um.
Fjallar ritgerðin um fræði-
legar athuganir á tveim teg-
undum ljósdreifingar, en með
ljósdreifingu má fá upplýs-
Dr. Jón örn Bjarnason
ingar um hreyfingu og bygg-
ingu sameinda. Hefur önnur
þessara aðferða ekki verið
könnuð áður. Ber ritgerðin
heitið „Quantum Theory of
Coherent Raman and Coherent
Hyper-Raman Scattering".
Andmælendur voru fjórir
prófessorar við Stanfordhá
skóla og einn frá háskóla
Oregonfylkis. Meginniðurstöð-
ur rannsóknanna hafa birst í
Journal of Chemical Physics.
Jón Örn er fæddur í
Reykjavík 10. nóvember 1950,
sonur hjónanna Þóru Árna-
dóttur og dr. med. Bjarna
Jónssonar, yfirlæknis Landa-
kotsspítala. Hann lauk stú-
dentsprófi með fyrstu ágætis-
einkunn frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1969 og BS
prófi í efnafræði frá Massa
chusetts Institute of Techno-
logy árið 1973. Veturinn
1973—74 kenndi hann við Há-
skóla Islands, en hefur síðan
stundað framhaldsnám og
rannsóknir við Stanford Uni-
versity. Hyggst hann dveljast
þar eitt ár enn við frekari
rannsóknir.
Oddur Ólafsson
tilkynnir ad hann
fari ekki fram
ODDUR Ólaísson læknir og
alþingismaður tilkynnti form-
lega á kjördæmisráðsfundi
Sjálfstæðisflokksins í Reykja
neskjördæmi í fyrrakvöld, að
hann myndi ekki gefa kost á sér
til næstu alþingiskosninga.
Oddur situr nú sitt níunda
þing. Hann er 70 ára að aldri og
sagði það ástæðu þess, að hann
gæfi ekki kost á sér að nýju.
Oddur hefur m.a. unnið mikið á
þingi að málefnum er varða
heilbrigðismál. Hann á sæti í efri
deild þingsins.
Prófkjör eða ekki prófkjör?
Akvörðun tekin á fundi Fulltrúaráðs í Reykjavík á morgun
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis-
félaganna hefur verið boðað til
fundar á morgun, sunnudag.
Fundurinn hefst klukkan 14 og
verður haldinn í Súlnasal Hótel
Sögu. Á fundinum verður kosin
kjörnefnd vegna væntanlegra
kosninga til Alþingis og einnig
verður tekin ákvörðun um
hvort prófkjör verður viðhaft
við vai framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins i Reykjavík, en það
er á valdi Fulltrúaráðsins.
Að sögn Sveins Skúlasonar
Geir Ellert
framkvæmdastjóra Fulltrúa-
ráðsins eru skiptar skoðanir um
það hvort til prófkjörs skuli efnt.
Eru flestir þeirrar skoðunar að
prófkjör sé eðlileg aðferð við val
framboðslistans, en hins vegar
telja margir annmarka á því nú
vegna skamms fyrirvara.
Á fundinum á morgun flytur
formaður Sjálfstæðisflokksins,
Geir Hallgrímsson alþingis-
maður, ávarp. Formaður Full-
trúaráðsins er Ellert B. Schram
alþingismaður.
Sigurður Hafstein framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins:
Ákvörðun ekki tekin án
flokksráðssamþykktar
„ÉG ÁLÍT, að túlka beri skipulags-
reglur Sjálfstæðisflokksins þann-
ig, að ekki verði tekin ákvörðun
um neins konar stjórnarmyndun
með aðild eða stuðningi Sjálfstæð-
isflokksins án samþykktar flokks-
ráðs,“ sagði Sigurður Hafstein
framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins í gær, er Mbl. spurði
hann, hvort slíkt samþykki þyrfti
til.
I skipulagsreglunum segir að
„ekki megi taka ákvörðun um af-
stöðu flokksins til annarra stjórn-
málaflokka nema með samþykki
flokksráðs." Sigurður var spurður,
hvort boðað hefði verið til flokks-
ráðsfundar og þá hvenær. Hann
svaraði því til, að hann hefði ekki
þ.e. um miðjan dag í gær fengið
fyrirmæli um að boða til flokksráðs-
fundar. Hann sagði einnig, að ekki
væru nein ákvæði um með hvaða
fyrirvara skuli boðað til flokksráðs-
fundar, en að sínu áliti yrði að taka
tillit til þess, að flokksráðsmenn
væru búsettir um land allt.
Ljóð Stefáns Harð-
ar í heildarútgáfu
BÓKAÚTGÁFAN IÐUNN hefur
sent frá sér Ljóð eftir Stefán Hörð
Grímsson. Hér er um að ræða
heildarútgáfu á ljóðum skáldsins. í
safninu eru allar þrjár bækur
Stefáns. í skrá aftast er meðal
annars að finna upplýsingar um
aldur hvers ljóðs fyrir sig, en ljóðin
eru ort á árabilinu 1937—69. —
Hringur Jóhannesson annaðist
bókaskreytingar, teiknaði margar
myndir í bókina og gerði kápu.
Ljóð Stefáns Ilarðar eru 110 bls. að
stærð, prentuð í Odda.
I kynningu forlagsins á bókinni
segir svo meðal annars: „Stefán
Hörður Grímsson heyrir til þeirri
kynslóð skálda sem tók að setja svip
á íslenska ljóðlist um 1950 og er eitt
sérstæðasta og listfengasta skáld
sinnar kynslóðar... Fyrsta bók
hans, Giugginn snýr í norður (1946)
hefur lengi verið afar torgæt. Hún
sýnir tengsl Stefáns Harðar við
næstu kynslóð á undan ... í næstu
bók, Svartálfadansi (1951), kemur
hann fram sem sjálfstætt og pers-
ónulegt skáld sem náð hefur traust-
um tökum á myndmáli og ljóðstíl.
Sum ljóðin í þeirri bók eru orðin
klassísk í íslenskri nútímalýrik.
Þriðja bókin, Hliðin á sléttunni
(1970), sýnir vald skáidsins á formi
prósaljóða og heimspekilegri hugsun
sem sjaldgæft er að birtast með svo
fullgildum listrænum hætti í
íslenskri ljóðlist."
Ljóð Stefáns Harðar Grímssonar
eru önnur bókin í flokki IÐUNNAR
af ljóðasöfnum meiri háttar sam-
tíðarskálda. Hin fyrsta var Kvæða-
safn Hannesar Péturssonar sem út
kom fyrir tveimur árum.
(Fréttatilkynning forlagsins.)