Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 23 Anders Hansen: 011 rök mæla með prófkjöri innan Sjálfstæðisflokksins Ljóst er nú, eftir nokkurt þóf, að kosið verður til Alþingis í desembermánuði næstkomandi. Mun flestum vera það fagnaðar- efni, ef frá eru skildir ráðvilltir þingmenn Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, sem nú eiga andvökunætur af ótta við dóm kjósenda. Þarf ekki að fara mörg- um orðum um þá atburði, sem til stjórnarslitanna og þingrofsins leiddu, svo mjög sem þau mál eru fólki í fersku minni. Ekki þarf heldur að rifja upp hinn hörmulega feril fráfarandi ríkisstjórnar. Hann hefur verið samfelld harmkvælasaga og meginþorra þjóðarinnar léttir nú þegar þriðja og versta Vinstri stjórnin fer frá. Nú horfa menn fram á veginn og kosningaundirbúningur er hafinn af fullum krafti. Trúlega munu prófkjör fara fram hjá flestum flokkum, en varla þó í öllum kjördæmum. Raunar má kjósendum í léttu rúmi liggja hverjir tapa eða hverjir sigra í hugsanlegum prófkjörum Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Þar geta menn að vísu spurt hver annan hvor sé nú betri Brúnn eða Rauður, en það skiptir ekki meginmáli. Trú- legt er, að þorri kjósenda hugsi sem svo, að varla skipti miklu máli hvor bítur hvorn á barkann í þeim slag, Benedikt eða Vilmund- ur, Þórarinn Þórarinsson eða Guðmundur G. Þórarinsson eða þá Geir Gunnarsson eða Gils Guðmundsson. Allir hafa þessir menn sannað með óyggjandi hætti á síðustu misserum að þeir eru ófærir um að stjórna landi og þjóð. Miklu máli skiptir hins vegar að sjálfstæðismenn efni til próf- kjöra í sem flestum kjördæmum, og að þar veljist til framboðs sveit vaskra manna sem kjark hafa til að fylgja eftir stefnumál- um Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Prófkjör sjálfsögð Því verður ekki trúað að nokkr- ir sjálfstæðismenn muni leggjast gegn því að framboðslistar Sjálf- stæðisflokksins verði ákveðnir með prófkjöri. Sjálfstæðismenn hafa haft um það forystu hér á landi að opna starf stjórnmála- flokka, og þeir hafa gengið á undan í því að gefa almennum flokksmönnum og öðrum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins kost á að hafa áhrif á ákvarðanatöku í sem flestum málum. Þar eru framboðsmál ekki undanskilin. Því þarf að vinna að því að prófkjör fari nú fram á vegum Sjálfstæðisflokksins í sem flest- um kjördæmum, og raunar eru ekki sjáanleg nein tormerki á að þau fari fram í öllum kjördæm- um. í Reykjavík og í Reykjanes- kjördæmi er komin allsterk hefð á um prófkjör, og einnig kunna sjálfstæðismenn á Vesturlandi og á Suðurlandi allvel til verka í þeim efnum. Þar hljóta prófkjör því alla vega að fara fram. Ekki er eins ljóst hvað gerist í Vest- fjarðakjördæmi, Norðurlands- kjördæmunum tveimur og á Austurlandi. Engin nægilega sterk rök eru fyrir því að hafa ekki prófkjör þar, þrátt fyrir skamman tíma og að slíkt hafi ekki verið gert áður. Þeir sætti sig við dóm kjósenda Þeir stjórnmálamenn eru enn til á íslandi, og því miður sumir hverjir innan Sjálfstæðisflokks- ins, sem telja sig ekki nema að Anders Hansen. litlu leyti þurfa að leita til kjós- enda um umboð sitt eða staðfest- ingu á því, þegar val á framboðs- listum er annars vegar. Allir íslenskir stjórnmálamenn eru fylgjandi almennum kosningum og lýðræðislegum stjórnarhátt- um, en sumir þeirra eru andvígir slíkum vinnubrögðum innan flokka sinna. Tími er hins vegar kominn til að kveða slík sjónarmið niður, auka á lýðræðið í stjórnmála- flokkunum og útvíkka þannig lýðræðið og lýðræðislega stjórnarhætti í landinu. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins í öllum kjördæmum eiga óskoraðan rétt til þess að hafa áhrif á það, hverjir veljast til framboðs í kosningum. Á þann hátt einan er unnt að velja framboðslista svo vel sé, og á þann hátt verður helst komist hjá ósætti um endanlega skipan list- anna. Að vísu kann að verða hart barist í prófkjörunum, en það hefur sýnt sig að slíkar væringar falla fyrr niður að prófkjöri loknu en þær deilur, sem kunna að koma upp á minni samkomum flokksins, þar sem færri menn deila út hinum eftirsóttu sætum. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins, hvar í kjördæmi sem þeir eru, verða jafnan að vera við því búnir að sætta sig við dóm kjósenda, sama þótt slíkt kunni að vera sársaukafullt á stundum. Þessum dómi verða þeir að vera viðbúnir, hvort heldur er í próf- kjörum innan Sjálfstæðisflokks- ins eða í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Valið skiptir miklu máli Sjálfstæðismenn hafa sjálfir jafnan verið vantrúaðix á þann möguleika að flokkur þeirra kynni að fá hreinan meirihluta á Alþingi. Eftir hina hörmulegu óstjórn Vinstri stjórnarinnar síð- ustu, skýra stefnumótun sjálf- stæðismanna í efnahagsmálum og hina miklu fylgissveiflu í síðustu kosningum hafa vonir um hreinan meirihluta hins vegar aukist. Ekki hafa síendurteknar skoðanakannanir sem benda í sömu átt heldur spillt þar fyrir. Hreinn meirihluti Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi er því innan seilingar í fyrsta sinn í sögu flokksins. Því er það að val manna í prófkjörum flokksins skiptir enn meira máli en oftast áður. Próf- kjör sjálfstæðismanna á næst- unni munu velja fleiri þingmenn flokksins en nokkru sinni áður. Miklu máli skiptir að nú verjist til áhrifa menn sem kjark hafa til að takast á við þau vandamál sem framundan eru, menn sem eru reiðubúnir að takast á við vanda- málin á grundvelli hugsjóna Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins og frjálsan markaðsbúskap. Sjálfstæðismenn eiga þegar í stað að ákveða að ganga til prófkjörs í öllum kjördæmum landsins, röksemdir er hníga að tímaskorti, skömmum fyrirvara, óvæntum atburðum, erfiðu veður- fari og skömmum tíma frá síð- ustu Alþingiskosningum eru harla léttvæg þegar reynt er að fá því framgengt að lýðræðisleg vinnubrögð verði viðhöfð við val frambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins í þeim mikilvægu kosningum sem í hönd fara. „Hermann Jónas- son lék aldrei trúð í sölum Alþingis” —sagði Steingrímur Hermannsson er Vilmundur líkti sér við Hermann Heimsforseti JCI í heimsókn KUMAR P. Gera, heimsforseti JCI, JayCees International, verður gest- ur á almennum fundi JC-hreyf- ingarinnar á íslandi, fimmtudag- inn 24. október n.k. Gera var kosinn heimsforseti JCI fyrir árið 1979—80 á 33. heimsþingi hreyfingarinnar í Maníla á Filipps- eyjum. Kumar Gera er fæddur 20. apríl 1946, á Indlandi. Hann er verkfræðingur að mennt og rekur ásamt fjölskyldu sinni húsgagna- verksmiðju í Poona. í ræðu sem Vilmundur Gylfa- son alþingismaður hélt á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur í fyrrakvöld, sagðist hann jafnan virða Ilermann heitinn Jónasson fyrir að rjúfa þing þegar í óefni var komið 1 stjórn landsins árið 1958. Sagði Vilmundur að ákvörð- un Hermanns hefði lýst karl- mennsku hans á erfiðum timum, og slíkt bæri að virða. Kvaðst Vilmundur vera þeirrar skoðunar, að um margt væru aðstæður nú svipaðar og þær voru árið 1958, er fyrsta vinstri stjórnin fór frá völdum, og væru Alþýðu- flokksmenn því raunverulega að ganga sömu slóð og Hermann Jónasson gekk á sínum tíma. Það að Alþýðuflokkurinn fetaði nú í fótspor Hermanns sýndi að þing- menn flokksins hefðu kjark til að takast á við vandann og skjóta stefnu sinni undir dóm kjósenda. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og sonur Hermanns Jónassonar talaði skömmu síðar, og hóf hann ræðu sína á þessum orðum: „Ég vona að fundarmenn virði það við mig, að mér er þungt í skapi er Vilmundur Gylfason líkir sér við Hermann Jónasson. — Hermann Jónasson lék aldrei trúð í sölum Alþingis.“ Þessum orðum Steingríms fylgdi mikið lófatak fundarmanna, en Vilmundur sat hljóður undir ræðu Steingríms. Fundur Stúdentafélags Reykja- víkur var sem fyrr segir haldinn í fyrrakvöld, að Hótel Loftleiðum, og var hann allfjölmennur. Þar fluttu framsöguræður þeir Geir Hallgrímsson, Steingrímur Her- mannsson, Ragnar Arnalds og Eiður Guðnason. Fundarstjóri var Baldur Guðlaugsson lögmaður. Akrancsi, 10. okt’. 1979. HJAÍ.MAR Þorsteinsson opnar málverkasýningu í Bókasafni Akraness laugardaginn 13. okt. n.k. kl. 16. Á sýningunni eru 40 myndverk unnin í olíu, vatnsliti og olíukrít. Vcrkin eru flest til sölu. Þetta er fjórða einkasýning Iljálmars. Áður hefur hann sýnt tvisvar á Akranesi og einu sinni á Akureyri. og einnig tekið þátt í samsýningu í Bamble Kommune. vinabæ Akraness í Noregi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. okt. Júlíus. Fjórðungssamband Norðlendinga: Ráðstefna um þjónustu- og viðskiptastarfsemi Málverkauppboð Klausturhóla: Tvær vatnslitamyndir Muggs Túbals, Svein Þórarinsson og Tryggva Magnússon. Myndirnar eru sýndar í dag í Klausturhólum Laugavegi 71 frá kl. 9—6 og á sunnudag frá kl. 10—2 á Hótel Sögu í Súlnasal. Guðmundur Axelsson i Klausturhólum heldur mál- verkauppboð á Hótel Sögu á morgun, sunnudag, kl. 3. Þar verður boðin upp 61 mynd eftir marga kunnustu list- málara þjóðarinnar. Meðal annarra má nefna Mugg, Jón Stefánsson, Gunn- laug Blöndal, Júlíönnu Sveins- dóttur, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Kristínu Jóns- dóttur, Jóhannes Kjarval, Ólaf RÁÐSTEFNA um viðskipta- og þjónustustarfsemi á vogum Fjórð- ungssambands Norðurlands hófst á Akureyri í gærkvöld. ltáðstefnan er liður í þeirri starfsemi sambands- ins að kynna, bæði fyrir svcitar sjórnarmönnum og því fólki, sem vinnur við viðkomandi atvinnu grein. tiltekna þætti i atvinnu- starfsemi og byggðaþróun á Norð urlandi. Ráðstefnan er haldin í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og henni lýkur í dag. í gærkvöld kynntu þeir Sigurður Guðmundsson og Sig fús Jónsson hjá byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins stöðu við- skipta- og þjónustugreina á Norður- landi í samræmi við niðurstöður könnunar um þessi efni, sem unnið hefur verið að á vegum deildarinnar og Fjórðungssambands Norðlend- inga. Þá ræddi Gunnar Kárason um stöðu heiid- og innflutningsverzlun- ar á Norðurlandi, Þórgnýr Þór- hallsson ræddi um framleiðslu og gildi heimamarkaðar og loks ræddi Jóhann Antonsson um bókhalds- þjónustu. I dag verður ráðstefnunni svo fram haldið og lýkur í kvöld eins og áður sagði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.