Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
15
Páll V. Daníelsson:
Á sumardögum gaf dómsmála-
ráðherra út nýja reglugerð, sem
gengur í þá átt að rýmka mjög um
sölu áfengis í vínveitingahúsum.
Og eigendur þeirra fögnuðu breyt-
ingunni í heildinni, þótt þeir hafi
talið sumt þrengja sinn kost. En
hvers vegna var fagnað? Er ekki
einfalt svar við því? Möguleikarn-
ir til aukinnar áfengissölu hafa
stóraukist. Meira fé flyst til
áfengisauðvaldsins. Að tillögum
þess var farið.
með neyslu þeirra. Hins vegar
tekst áfengisauðvaldinu að halda
sínum eiturefnum þar utan við.
Hvers vegna? Er ekki nauðsynlegt
að skoða það rækilega, hvort þeir
sem á hinum ýmsu stigum vinna
að aukinni áfengissölu og áfeng-
isneyslu hafi ekki persónulegan
hagnað þar af? Er þess gætt í
umfjöllun mála af þessu tagi, að
ekki ráði úrslitum atkvæði fólks,
sem á jafnframt hagsmuna að
gæta í þessum efnum? Þetta ber
að hafa því betur í huga þar sem
um er að ræða mikinn hagnað
tiltölulega fárra annars vegar og
gífurlegt tjón mjög margra hins
vegar. Má t.d. benda á, hvað
áfengisauðvaldið er tilbúið að
leggja mikið fjármagn fram til að
auka sölu vínfanga sinna, að
höfundi bókarinnar „Rætur“ og
sjónvarpskvikmynda, sem eftir
hafi látið flokkshagsmuni eða
fjármuni ráða í þessu efni.
Fræðslan
Mikið á að leggja upp úr fræðsl-
unni í áfengismálum. Það á að
nást öruggastur árangur með
fræðslurit í annarri hendi og
vínglas í hinni. Áfengisauðvaldið
hefur ekkert á móti slíkri fræðslu.
Það veit að glasið hefur meiri
áhrif en fræðsluritið. En það er
ákaflega auðvelt fyrir þá, sem
hvorki vilja né þora að takast á
við áfengisvandann að tala um
fræðslu sem einu lausnina. Nú er
fræðsla nauðsynleg og gagnleg en
hún nær skammt. Ög mest virði er
sú þjóðfélagsfræðsla, sem skapar
þann grundvöll að almenningi sé
ljóst að áfengi er það alvarlegt
eitur- og fíkniefni að stjórnvöld
þurfi að beita ströngum hömlum
til þess að draga úr neyslu þess.
Þann tíma, sem ég hefi átt sæti
í Áfengisvarnaráði hefur
Steingrímur Hermannsson
dómsmálaráðherra verið fyrstur
ráðherra til þess að óska viðtals
við Áfengisvarnaráð og lýst áhuga
sínum á því, að ekkert yrði gert
varðar.di breytingu á lögum eða
reglum varðandi áfengismálin,
sem yrði til þess að auka áfengis-
bölið. Eg var svo auðtrúa, að ég
hélt að hugur fylgdi máli. Ráð-
herrann vildi virkilega nýta til-
tækar upplýsingar og rannsóknir,
sem fram hafa farið í sambandi
við áfengismál og byggja ákvarð-
anir sínar á því sem best væri
vitað og sannast reyndist.
Brennir sig á
sama soðinu
En þá fellur hann í sömu
vilpuna og sumar nágrannaþjóðir
okkar á Norðurlöndum gerðu fyrir
um 10 árum síðan til óbætanlegs
tjóns fyrir þegna sína. Út var
gefin reglugerð, sem tvímælalaust
eykur áfengissöluna og áfengis-
drykkjuna, það viðurkenna nú
sumir veitingamenn, þar sem
hvort tveggja sé, að fólk komi
ölvaðra á vínveitingahúsin og
kaupi meira, þegar þangað er
komið. Þetta sama sanna og allar
rannsóknir og fögnuður vínsal-
anna segir sína sögu. Aukin áfeng-
issala veldur auknu áfengisböli;
það sanna og allar rannsóknir,
sem gerðar hafa verið. Og ekki nóg
með það, heldur þverbrýtur reglu-
gerðin ábendingar Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar og
einnig er þverbrotin sú stefna,
sem nú er í heilbrigðismálum en
það er að leggja í miklu ríkari
mæli áherslu á að koma í veg fyrir
sjúkdóma en áður var gert.
pinkliáþásem
U msagnaraðilar
E.t.v. reynir ráðherrann að
skýla sér á bak við samþykkt
borgarstjórnar Reykjavíkur, sem
gerð var með eins atkvæðis meiri-
hluta. En ráðherra ber ekki að
fara eftir samþykktum sveita-
stjórna í þessum efnum nema því
aðeins að þær segi nei. Þetta sýndi
fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Hann neitaði félagsstofnun stú-
denta um vínveitingaleyfi. Hann
neitaði einnig um vínveitingaleyfi
til Bifrastar í Borgarfirði, sem
liggur nærri þeim friðarreitum,
sem orlofsheimilin eiga að vera.
Núveraridi dómsmálaráðherra
hefur veitt báðum þessum aðilum
vínveitingaleyfi og þar með opnað
nýjar flóðgáttir áfengisauðvaldinu
til ábata en fólkinu í landinu til
tjóns. Ráðgjafar stjórnvalda í
áfengismálum eru lögum sam-
kvæmt Áfengisvarnaráð og áfeng-
isvarnanefndir. Og lögum sam-
þjást
kvæmt er þessum aðilum skylt í
samráði við ríkisstjórn að vinna
gegn neyslu áfengra drykkja. Það
er títt að stjórnvöld velji fólk til
starfa til þess að sinna ýmsum
sérverkefnum. Hitt er fátíðara, að
ekki er tekið mark á sérþekkingu
og staðreyndum, sem bæði hlut-
lausar rannsóknir og lífsreynslan
sjálf hafa leitt í ljós.
Eiturlyf
Það verður ekki hjá því komist
að telja áfengi bæði til fíkniefna
og eiturlyfja. Og mörg efni, sem
miklu minna tjóni valda, eru sett
á lyfjaskrá til þess að hafa eftirlit
henni voru gerðar var boðið meira
fé til að kynna áfengistegundir en
hann fékk fyrir alla sjónvarpsþ-
ættina. Að vísu var hann maður
til að segja nei takk við áfengis-
auðvaldið og færi betur ef fleiri
hefðu slíkan styrk til að bera.
Flokkslegur
hagnaður?
Það hefur komið fram í skrifum
í dagblöðum, að dómsmálaráð-
herrann hafi aukið fylgi flokks
síns með fyrrnefndri reglugerð.
En hverjum dettur í hug að
stefnuskrá stjórnmálaflokka geti
verið svo lágreist eða ómannleg,
að betra sé að fá fólk til fylgis við
hana drukkið heldur en ódrukkið
og allsgáð? Áfengið hefur hins
vegar löngum verið notað til þess
að fá fólk til að vinna
óþurftarverk. En þótt ég hafi
glatað trausti mínu á ráðherran-
um vil ég ekki trúa því að hann
Og engin fræðsla getur orðið
fordæminu sterkari og þess vegna
er brýn nauðsyn að efla bindindi-
semi og það er nánast skylda
stjórnvalda að gefa það fordæmi
að hafa ekki um hönd áfengi í
gestamóttökum. Allt slíkt er til
þess að auka áfengisneysluna og
áfengisbölið. Enginn er það stór
og sterkur eða hann skipi það
mikla áhrifa eða valdastöðu í
þjóðfélaginu, að hann geti ekki
orðið fyrir því eins og hver annar
að verða ofurseldur áfengisnautn-
inni og áfengissýkinni.
Aukið áfengisböl
Dómsmálaráðherra getur
hvergi fundið það, að rýmkun á
sölu og meðferð áfengis hafi bætt
ástandið í áfengismálum. Og um
það hafði hann upplýsingar. Hver
er þá tilgangurinn með reglugerð-
inni? Hún dregur ekki úr áfengis-
bölinu. Það er því lágmark að
hlutirnir standi í stað í þessu efni.
Hins vegar yrði Island þá eina
þekkta landið þar sem ástandið í
áfengismálum stórversnaði ekki
við aukið frelsi í meðferð áfengis.
Það er því sárt að þurfa að þola að
ístöðuleysi dómsmálaráðherra
gagnvart áfengisauðvaldinu skuli
kalla á auknar fórnir ungmenna á
altari þess.
Páll V. Daníelsson.
Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur:
Launatengdu gjöldin
Fögnuður — sorg
Áfengisauðvaldið fagnar eftir
því sem það fær meiri möguleika
til þess að selja sína vöru. Og æ
fleiri verða háðir áfengisneyslunni
og meira fé kemur í aðra hönd. En
afleiðingin er fleiri áfengissjúkl-
ingar, upplausn fleiri heimila,
fleiri afbrot, fleiri slys, fleiri
ofbeldisverk, fleiri félagsleg
vandamál, meiri óhamingja, fleiri
tár, meiri sorg. Ég veit að ekkert
af þessu hrærir hjarta áfengisauð-
valdsins, en ég hélt að upphefð,
metorð og völd færu ekki þannig
með fólk að það yrði tilfinninga-
laust og léti lönd og leið velferð og
hamingju hvers einstaklings hvað
þá þegar um er að ræða tugþús-
undir fólks, sem glatar hamingju
sinni, heilsu og lífi vegna áfeng-
isneyslu.
A. Um launaskattana
1. Þessir skattar og gjöld eru
almennt tekin af launum. (% tölur
hér á eftir eru ekki allar nákvæm-
ar, vegna mismunar reiknings-
máta, sem þær grundvallast á):
ca. 15% tekjuskattur (að frádr.
fjölskyldubótum)
ca. 10% útsvar
4% lífeyrissjóður
1% félagsgjald
ca. 30% alls
2. Launagreiðandinn skal greiða
til viðbótar umsömdum launatöxt-
um ofan á útborguð laun til
ýmissa aðila:
6,0% lífeyrissjóður
3,5% launaskattur
1,0% aðstöðugjald
1,0% sjúkrasjóðsgjald
0,25% orlofssjóðsgjald
Sigfinnur Sigurðsson.
u.þ.b. 0,75% slysatryggingargjald
u.þ.b. 0,5% atvinnuleysis-
tryggingagjald
u.þ.b. 2,0% lífeyristryggingagj.
u.þ.b. 15,0% alls
3. Af framansögðu er ljóst, að
taxti sem er t.d. kr. 1.000.- þýðir í
reynd, að laun til ráðstöfunar eru
aðeins kr. 700 - til útborgunar. En
til þess að fyrirtækið geti greitt
þessar 700 - kr. þarf það að standa
skil á u.þ.b. kr. 1.150- eða með
öðrum orðum að launþeginn ráð-
stafar ekki nema 60% af því sem
mætti kalla brúttólaun hans.
4. Hér að framan er að sjálfsögðu
ekki tekið tillit til skatta sem falla
á álagningu fyrirtækis á launa-
taxta s.s. útselda vinnu o.þ.h.
B. Til hugleiðingar um
breytt viðhorf
1. Sum framangreindra gjalda
eru greidd sem samningsbundin
gjöld milli fyrirtækja og launþega,
en mestur hluti þeirra er tekinn
fyrir atbeina stjórnvalda.
2. Þessi skattheimta er fram-
kvæmd framhjá launþegunum og
oft látið að því liggja að fyrirtæk-
in beri þessi gjöld.
3 Hitt væri því vel athugandi að
þessi gjöld í heild eða hvert fyrir
sig kæmi fram við hverja launa-
greiðslu á launaumslaginu. Með
því væri örugg leið fundin til
umræðu um skattheimtuna og
sívaxandi vafstri stjórnvalda um
þjóðfélagið, þar sem þau blanda
sér í allt mögulegt sem þeim
kemur ekkert við-
Sigfinnur Sigurðsson
Sýnum í dag eldhúsinnréttingar
Þær henta jafnt í gömlu sem nýju eldhúsin.
Opið í dag frá kl. 9—17.30
Víkureldhús h/f Súðarvogi 44—48 gengið inn frá Kænuvogi s. 31360.