Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
MW
MOBödM
KAFF/NO
0«^
924
Hvað ertu að glápa á? — Hefurður aldrei séð raðhús?
Það er þessi scm heldur að hann
sé kjölturakki
Hefurðu lesið kynnin/íar-plak-
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í dag spreytum við okkur á
viðfangsefni í vörn og höfum
hugfast að gera ekki einfalda
hluti flókna.
Við erum með spil vesturs og
spilum út spaðafimmi gegn þrem
gröndum suðurs.
Norður
S. G
H. Á9
T. ÁKDG107
L. 9642
Vestur
S. Á8653
H. 865
T. 83
L. KD3
Norður opnaði á einum tígli og
hækkaði 1 grand suðurs í þrjú
grönd. Makker tekur spaðagosann
með kórig og spilar tvistinum til
baka. Suður lætur þá tiuna og nú
er rétt að staldra við og skipu-
leggja vörnina.
Greinilega höfum við verið
heppin með útspilið. Hittum á
fjórlit hjá makker en suður á eftir
drottninguna. Annars hefði
makker látið hana í stað kóngsins.
Við eigum þannig fjóra slagi vísa
á spaðann en sagnhafi einn.
En í fleiri horn er að líta.
Tígulliturinn í blindum ásamt
hjartaás og spaðadrottningu gerir
í allt átta slagi. Og ugglaust á
suður fleiri háspil. Og ef hann á
laufásinn og ef við tökum ekki
laufslagina strax getur hjarta-
kóngurinn orðið níundi slagur
suðurs.
Við ákveðum því að taka á
spaðaásinn og skipta i lauf. Er þá
ekki sjálfsagt að spila kóngnum?
Nei, bíðum við. Laufásinn höfum
við staðsett hjá makker svo það er
alveg sama og gæti reyndar verið
öruggara að spila þristinum.
Austur
S. K742
H. 107432
T. 62
L. ÁG
Suður
S. D109
H. KDG
T. 954
L.10875
Og nú sjáum við, að eins gott
var að staldra við. Annars hefðum
við ekki náð 5 slögum.
atið okkar?
COSPER
Kona — Kona! — Hve mörg börn eigum við?
Tók Kristur
þátt í sköpuninni?
Kæri Velvakandi,
Er það satt sem prestarnir,
sem sjá um „Á Drottins degi“,
segja í Mbl. á sunnudegi 16. sept.
s.l., að lúterska kirkjan kennir að
„Jesú tók engan þátt í sköpun-
inni“?
Eg er lúterskrar trúar og trúi að
Jesús hafi tekið þátt í sköpuninni
vegna þess sem stendur í Jóhann-
esarguðspjalli 1:1—3: „í upphafi
var oðið, og orðið var hjá Guði, og
orðið var Guði það var í upphafi
hjá Guði. Allir hlutir eru gerðir
fyrir það, og án þess var ekkert til,
sem til er orðið."
I lúterskri kirkju er Jesús Krist-
ur kallaður „Orðið“ ekki satt? Jú!
Þá er það vist að Jesús Kristur tók
þátt í sköpuninni!
Ennfremur: Páll postuli sagði í
Rómverjabréfinu, 11:33,36:
„Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og
þekkingar Guðs! Hversu óranns-
akandi dómar Hans og órekjandi
vegir Hans. Því að hver hefir
þekkt huga Drottins? Eða hver
hefir verið ráðgjafi Hans? — því
að frá Honum og fyrir Hann og til
Hans eru allir hlutir. Honum sé
dýrð um aldir alda! Amen.“
Er ekki Jesús Kristur „Drott-
inn“? Svo sannarlega!!
Með þökk fyrir birtingu
Virðingarfyllst,
Katrín Róbertsdóttir
Hveragerði
Velvakandi treystir sér ekki til
að svara spurningu Katrínar en
þeim er það vilja er boðið að gera
svo.
• „Ekkert fegra á
fold ég leit
en fagurt kvöld
á haustin,,.
Ekki veit ég hvar Steingrímur
efur verið, er hann orti þessar
Lausnargjald í
__Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
86
mikið — bara smotteri hér og
þar.
Hann stóð upp frá borðinu og
Sabet gerði slikt hið sama.
Hershöfðinginn var blátt áfram
i fasi við starfslið sitt en hann
vildi að sér væri sýnd fyllsta
virðing.
— Þér getið sem sagt ekki
farið til hans hátignar. enn?
spurði hann.
— Nei, ég get ekki farið til
hans hátignar meðan ég hef
aðeins þessar skýrslur til að
byggja á. Það er ekki nóg til að
réttlæta það sem ég vil að verði
gert. Þvi biðum við enn og
fyigjumst glögglega með. Ég er
viss um að vinur minn Kelly
veit upp á hár hvað er að
gerast. En hann vill vernda
formann sinn og fyrirtækið.
Hann mun ljúga aftur eins og
hann gerði i gærkvöldi. Samt
gæti ég talað við hann. Hann
teygði úr sér og geispaði.
— Það er móttaka í franska
sendiráðinu á laugardag. Vænt-
anlega hitti ég hann þar.
Janet sat á stóiarminum hjá
Logan, hönd hennar hvíldi á öxl
hans.
— Guð inn góður, sagði hún.
— Hvað gerum við? Þetta er
martröð iikast.
Hann greip skjálfandi hendi
upp i hárið á sér og hailaði sér
aftur. Það var gott að hafa
hana þarna. Hún hafði tekið
fréttinni með jafnaðargeði,
hann hefði ekki getað afborið ef
hún heíði brugðist móðursýkis-
lega við. Hún hafði hlustað,
haldið fast utan um hann, svo
hafði hún staðið upp og hellt
aftur i glasiö hans, sterkum
viskísjúss og beðið átekta unz
hann hafði sagt henni allt.
— Og það leikur enginn vafi
á neinu? Þeir hafa hana á valdi
sinu.
— Nei, það er ekki neinn efi
á því. Ég verð að ganga að
kröfum þeirra. Ég á engra
kosta völ. Veiztu það — ég hef
ekki fundið til klígju árum
saman...
— Ég er ekki hissa á því...
Janet talaði mjúklega. Hún
hallaði sér að honum og kyssti
hann. — Þú hefur fcngið hræði-
legt áfall. Það tekur sinn tima
að jafna sig. Drekktu viskiið,
það getur hjálpað.
Hann hafði einhvern veginn
aldrei hugsað sér að hún ætti til
bltðlyndi af þessum toga. Hún
var jafnan ákveðin i framkomu
og vingjarnleg, en aldrei hlý.
Hann gerði sér ekki grein fyrir
þvi hve rikan þátt það átti i þvi,
hve hrifinn hann var af henni,
hversu gerólik hún var Eileen.
— Ég verð að komast að
niðurstöðu um hvað á að gera
næst, sagði hann. — Hvernig á
að skýra þetta fyrir stjórn
fyrirtækisins. Guð minn góður!
Ég GET EKKI útskýrt þetta.
Það verður að gera þetta allt
með leynd.
Hann leit á hana.
— Hvernig á ég að hverfa á
brott með fyrirtæki mitt þegj-
andi og skýringarlaust? Tíu
milljónum punda eytt i rann-
sóknir. Hálft ár vinnu og samn-
inga og undirbúnings. Samn-
ingur í sjónmáli við Japana!
Meiri háttar viðburður í vænd-
um í þróun oliuverðs! Ég ber
ábyrgð á þessu gagnvart stjórn
og hluthöfum. Svo að ekki sé nú
farið nánar út i sálmana.
— Þú getur hafnað skilmál-
um Khorvans, minnti hún hann
á. — Án Japana getum við ekki
haldið áfram Imshan hvort sem
er.
— Og láta kvikindið hrósa
sigri, sagði Logan. — Láta
hann kippa undan okkur fótun-
um.
— Ég veit þú vilt ekki gefa
þetta upp á bátinn, sagði Janet.
Hún stóð upp og hellti sér i
glas. Hún sneri sér við og leit á
hann. — Á þessari stundu sérðu
enga aðra möguleika. Ef þú
gerir ekki það sem þetta fólk
skipar þér ætlar það að skera
fingurna af Eilecn og senda þér