Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 13 Jóhann Hjartarson aöeins 16 ára og hefur tvívegis teflt í landsliðs- flokki. Ljósmynd Mbl. Kristján. „Jú, reynslan hefur mikiö aö segja. Ég hafnaöi í sjötta sæti á HM-sveina í Holiandi, og í 5.—9. sæti í Frakklandi en í bæöi skiptin voru um 40 þátttakendur. Það er okkar sveit mikill stuöningur, að viö höfum meiri reynslu en margar aörar þjóöir. Þá hef ég tvívegis teflt í landsliðs- flokki á Skákþingi íslands og þá sá maður hve reynslan er góöur bandamaður.“ Teflir þú mikiö? „Ég hef ekki gert mikiö af því aö undanförnu. Er aö hefja nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og námið hefur tekiö drjúgan tíma.“ Hefurðu sett þér markmiö í skákinni? „Maóur reynir náttúrulega aö ná titli, stór- meistaratitli. Það væri ákaf- lega gaman ef slíkur árangur næöist. Annars kemur þetta bara á daginn. Ég hef gaman af að tefla.“ íleidinni.... íleidinni Lúgu eða bara rifu • SÚ SAGA er sögð, að á dögunum hafi kona nokkur komið í byggingaverzlun í bænum og spurzt fyrir um blaðalúgu. Afgreiðslu- maðurinn spurði konuna hversu stór lúgan ætti að vera. Konan varð vandræðaleg og vissi ekki hverju hún átti að svara. — Á hún að vera af venjulegri stærð eða er nóg að hún dugi fyrir Alþýðublaðið, spurði afgreiðslumaðurinn þá Ekki dropa er að fá... í umræðum um vandræði í rafmagnsmálum vegna vatnsskorts á hálendinu og erfiðleikanna við Kröflu varpaði Eiríkur Briem fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar fram eftirfarandi vísu: Ekki dropa er að fá ofan frá. Kuldaleg er Kölska hjá Kröfluspá. „Engu er á hana logið" • Enn leikur Alfreð Jónsson oddviti í Grímsey lausum hala á þessum síðum, en á dögunum varpaði hann fram eftirfarandi vísukorni í spjalli við blaðamann: „Engu er á hana logið, ekki er hnátan fín. Margan til mergjar sogið, mann hefur upp á grín.“ — Þetta getur átt við ríkisstjórnina eins og hvað annað, varla stendur nokkur kvenmaður undir þessum áburði, sagði Oddvitinn. Þá er einnig sagt að á dögunum hafi hann verið spurður hvort ekki væri eitthvað um Alþýðuflokksmenn eða Alþýðubandalagsmenn í Grímsey. „Nei, elskurnar mínar, þar býr bara fólk,“ svaraði Alfreð Jónsson. Framsókn — afturför • Það var í hversdagsspjalli einn daginn í vikunni um stjórmálaástand- ið að Pétur Pétursson þul bar þar að sem menn voru að ræða um Framsóknarflokkinn og það að ekki bæri hann lengur nafn með rentu. „Það virðist hyggilegast í stöðunni fyrir Framsóknarflokkinn,“ sagði Pétur „að hann skipti um nafn og taki upp nafnið Afturför í stíl við þá heilsu sem hann hefur.“ Það barst einnig í tal hvernig mál myndu þróast í sambandi við forsetamál á næsta ári og lagði Pétur þá til, að farin yrði málamiðlunarleið úr því að rætt væri um Kristján og Albert og fá til starfans Kristján Albertsson, enda gæti Kristján þá sagt það sama og þegar hann skrifaði um Vefarann mikla forðum: Loksins, loksins. atvinnu en jafnframt handknatt- leiknum þá er hann einnig liðtækur á dansgólfinu. „Ja, ég er að læra að dansa hjá Heiðari Astvaldssyni og hef sýnt fyrir hann. Svo tók ég einu sinni þátt í maraþonkeppni í dansi — sigraði ekki — og afrek mín á dansgólfinu eru þar með talin." Um síðustu helgi varð Víkingur Reykjavíkurmeistari — hafið þið Víkingar sett stefnuna á fleiri titla. „Já, við höfum í vetur sett stefnuna á fjóra titla — íslandsmótið og Bikarinn, auk Reykjavíkurmótsins en einnig gerum við okkur vonir um að ná langt í Evrópukeppni bikar- hafa. Ég hef trú á, að við náum langt í þeirri keppni, við setjum stefnuna þar á sigur eins og á öðrum vígstöðv- um. Við æfum af krafti, erum sífellt að bæta við nýjum leikkerfum undir stjórn Bogdans og erum að ná betra valdi á þeim. Víkingur getur aðeins orðið sterkari eftir því sem á vetur- inn líður." t baráttu á leikvellinum. HELGARVIÐTALIÐ Guömundur J. Guðmundsson, formaöur Verkamannasambands íslands, var ásamt Karli Steinari Guönasyni kailaöur „guöfaöir11 ríkisstjórnarínnar, og sagt að á bak viö tjöldin væri þaö hann, sem togaöi í spottana. Nú er sú ríkisstjórn öll, sem þeir félagar blésu forðum lífi í. Blaöamaöur ræddi viö Guömund jaka, eins og hann er jafnan nefndur, yfir kaffibolla síðari part vikunnar. .......uppfullir af viti með Lenín og sósíal- isma upp a vasann“ Er þaö rétt, sem skrifað stóó, ad þú værir ásamt Karli Steinari Guönasyni „guöfaöir“ ríkisstjórn- arinnar? „Ja, ríkisstjórnin háði þá eitt af sínum ótal helstríðum, það var síðari hluta fyrravetrar. Kratar voru þá í einni af sinni Paradísar- heimt og Ólafur Jóhannesson að reyna að skera í sína hvora kök- una. Við Karl Steinar gengum rösklega í málið, boðuöum fund í Verkamannasambandi íslands og töluðum viö okkar menn. Það var skorað á fiokkana aö ganga til samkomulags. Þetta hafði auðvit- að allt sín áhrif. Mikiö var rætt um geysileg völd þín — aö þú stjórnaöir landinu, hvaó var satt í því? „Þessi nútíma fréttamennska útheimtir drama. Ég varö aldrei var viö þessi geysilegu völd, sem ég átti að hafa — ég bara las um þau. Ef ég hins vegar hefði haft einhver völd þá heföi ég hagað málum ööru vísi.“ Nú er stjórnin öll — rétt einu sinni hefur vinstri stjórn lagt uþþ laupana fyrir tímann? Eru þaö mikil vonbrigöi? Þessi vonbrigði nú eru hvað sárust á ferli mínum, og aö ýmsu leyti hættulegust í vinstra sam- starfi. Verkalýðsflokkarnir tveir, Alþýöubandalag og Aiþýðuflokk- ifr, hafa unnið kosningasigra á víxl en í síðustu kosningum unnu þeir báðir sigra, náðu næstum meiri- hluta á þingi. Maður vonaði því að kæmi róttæk stjórn, sem verka- lýössamtökin heföu sterk ítök í, vinsamleg stjórn og að sótt yrði fram í átt að félagslegra þjóð- félagi, rettlátara. En nú eru þær vonir orðnar að engu. Stjórnin olli vonbrigðum, aö því leyti að ekki náðist samstaöa innan hennar. Og sannleikurinn er, aö kenna má öllum flokkum þar um. En þaö er Ijóét, að stór hluti þingsliðs Alþýðuflokksins hafi ekki vilja til að mynda vinstri stjórn. Þeir virðast hafa aðra þjóðfélagssýn. Hafa ekki trú á nánu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar.'1 Hvað er framundan? „Ef Sjálfstæöisflokkurinn mynd- ar með stuðningi Alþýöuflokks ríkisstjórn þá fáum við harðvítuga hægri stjórn. Mál verða þá leyst með minnkandi kaupmætti og löggjöf sem myndi sauma að verkalýðsbreyfingunni. Það yröi náið samstarf Vinnuveitendasam- bands íslands og slíkrar ríkis- stjórnar. Slík stjórn myndi kalla fram hörð stéttaátök. Þú sagðir það þín mestu von- brigði aó stjórnin gefur nú upp andann. Einhver uppgjöf hjá þér nú? „Ég hef aldrei verið ákveðnari en nú að berjast fyrir þjóöfélagi jafnréttis. Þaö sem sterk verka- lýðshreyfing tryggir þjóöfélagsleg- an jöfnuð. Þetta er torsótt og hvergi í heiminum hefur enn tekist að skapa þetta svo vel fari. Af hverju skyldi það endilega vera, aö þeir sem vinna erfiðustu og skítugustu störf þjóöfélagsins fái minnst launin. í íslenzku þjóöfélagi á sér nú staö ákveðin þróun. Það stendur frammi fyrir víðtækri stéttaskiþtingu. Hvers konar sér- fræðingar og menntamenn hafa orðið ákaflega mikil forréttindi. Þetta fólk er tryggt í bak og fyrir, á margföldum launum verkafólks, sem skagar þó verðmætin. Þessi forréttindahópur er sá kröfuharö- asti í þjóöfélaginu, sérgóður og óbilgjarn. En þú mátt ekki mis- skilja mig. Ég er ekki haldinn neinum fordómum gagnvart menntamönnum. Síður en svo, margir af mínum beztu vinum eru menntamenn." Nú lentir þú í deilum við ungan menntamann í vor á síðum Þjóð- viljans. „Já, og það, sem ég er að gagnrýna, er, að íslenzk og dönsk verkalýðshreyfing hafa lagt gífur- lega baráttu til aö verða ekki atvinnuleysi og kreppu að bráð og náð fram atvinnuleysistryggingum. Verkalýðshreyfingin hefur háð haröa baráttu fyrir jafnrétti til náms. Svo koma þessir menn og misnota þetta kerfi — æpa með ókvæðisorðum að vinnandi fólki með atvinnuleysisstyrk, uppfullir af viti með sósíalisma og Lenín upp á vasann. Ég veit þess mörg dæmi í íslenzka skólakerfinu þeg- ar kennarar hafa gefist upp á að reka nemendur úr tíma að þá er beitt ægilegustu hótuninni, og sagt: Þú ert aumingi og drullu- sokkur. Þú verður bara verkamaö- ur eða sjómaöur. / blaðaviðtali fyrir ekki mörg- um mánuðum sagði ein ung Alþýðubandalagskona, að hún tilheyrði „vinstri intelligonsíunni“ i bandalaginu. Er mikil togstreita þarna á milli? Þessl menntamannaklíka í Al- þýöubandalaginu, sem svo er kölluö, er ekki jafn ráöandi og menn vilja vera láta. En ýmsir vinir mínir píndu mig í aö fara í fimmta sæti listans í síðustu kosningum á þeim forsendum að listinn yrði lltríkari og bæri sterkari svip verkalýðsflokks. Ekki þar fyrir, Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar skipaði annaö sæti listans. Almannarómur segir, að þú sért lítt hrifinn af Ólafi Ragnari Grímssyni. Er það satt, eða viltu kannski ekki ræða það? Jú, fyrir alla munl. Þaö er ágætt aö þú kemur meö þessa spurn- ingu. Sannleikurinn er sá, aö ég hef tröllatrú á Ólafi Ragnari. Ég held nefnilega, aö Ólafur Ragnar sé einmitt sá menntamaöur, sem gæti oröiö verkalýöshreyfingunni verulega tll styrktar. Og verkalýðs- hreyfingin hefur átt hauk í horni meðal margra menntamanna. Það Quamundur J. OuSmundMon. var til að mynda gífurlegt áfall þegar Magnús Kjartansson dró sig t hlé vegna veikinda. Ræður menntamannaklíkan á Þjóðviljanum? Ég neita því ekki, að stundum finnst mér Þjóðviljlnn bara kúltúr- biaö en ég myndi ekki segja að menntamannaklíkan réöi þar ríkj- um. Nú er verkamannaþing aö hefj- ast. Gefurðu kost á þér og verður einhver stetnubreyting? Já, ég gef kost á mér sem formaöur áfram. Hvort stefnu- breyting sé framundan? Ja, ég veit ekki hvort skal kalia það stefnubreytingu. Ég ætla ekkl að fara dult með það stefnumið, aö ég telji Verkamannasamband ís- lands eiga aö snúast miklu haröar og ákveðnar aö raunverulegu launajafnréttl í landinu. Ég veit, aö ég er síöur en svo vel þokkaður á ýmsum stöðum og svo gæti farið aö Verkamannasambandlö hrein- lega lenti í átökum viö önnur samtök, bæði innan verkalýös- hreyfingarinnar og utan hennar. Ég held að það sé of mikiö af glansandi þrófmönnum með tölvu upp á vasann sem Irta á sorp- hreinsunarmenn eins og erlent vinnuafl er litiö í ríkjum V-Evrópu. Ég ætia aö ráðast aö þessum mönnum meö kjafti og klóm. Hverjir eru mestu sigrar verka- lýðshreyfingarinnar, sem þú hef- uráttþáttí? Ég er hvað ánægðastur með áfangann 1965. Þá voru Dags- brún, Framsókn, Hlíf og FramtíÖin ein í deilu. Þetta var erfiö deila og talin töpuö. Þaö var sett á yfir- vinnubann en viö náöum fram vinnuvikustyttingu í 44 tíma á viku. Laugardagseftirmiödagur varö helgidagataxti og viö stjórnina náöum viö fram samningum um byggingu 1250 íbúöa í Breiöholti. Þá er mér minnisstætt 1955. Þá var hér 6 vikna verkfall sem endaði í samningum um atvinnu- leysistryggingar. Ég var óánægður meö niöurstööurnar en seint gleymi ég er fullorðnir verkamenn komu til mín og sögöu: Vertu ekkl óánægöur. Sigurinn um atvinnu- leysistryggingarnar stendur. Nú hefur á undanförnum miss- erum verið tæpt á nýrri tegund verkalýðsforingja, sjálfsagt menn með tölvur. Ertu úreltur verka- lýðsforingi? Þetta var góö spurning (sagöi hann og brosti). Mér finnst þaö ekki vera svo en sumir segja, aö þaö sé einmítt hættulegast. Aörir veröa aö dæma gerðir mínar. Ég mun halda áfram aö starfa fyrir þaö fólk, sem ég þekki bezt — verkamennina, eins og ég bezt kann. Nú stefnir í þingkosningar. Hefur þú hug á fiingsæti? (Aftur bros) Eg hef ekki útfyllt neitt umsóknareyðublaö. Hef raunar ekki hugleitt máliö. Sann- leikurinn er, aö ég hef ekki mikla Intressu á þingsæti. Ekki eins og margir, í öllum flokkum, sem miöa sinn lífsstíl viö þingsæti eins og það sé eitthvert æösta takmark. Þeir menn eru yfirleitt óþolandi, hvar í flokki sem þeir standa. Þeir velta því fyrlr sér hvort þelr eiga aö brosa eöa ekki. Þeir fara á völlinn ef þeir telja þaö pólitískt rétt — óþolandi. H.Halls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.