Morgunblaðið - 13.10.1979, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
47
j,
r
• Tim Dwyer er ekki smeykur við rimmurnar sem framundan eru í tslandsmótinu i körfuknattleik.
Úrvalsdeildin í körffu hefst í dag:
Mikil barátta framundan
ÚRVALSDEILDARKEPPNI í
körfuknattieik hefst á fullri ferð
nú um helgina, en þrír leikir fara
fram í deildinni, tveir í dag og
einn á morgun. Fram og Valur
eigast við í Hagaskólanum í dag
og hefst leikur liðanna klukkan
14.00. Njarðvík og ÍR leiða sam-
an hesta sína í Njarðvík klukkan
13.00 í dag, en einn leikur fer
fram á morgun og er það viður-
eign KR og ÍS i Hagaskóla.
Miklar vangaveltur eiga sér stað
þessa dagana og er hugarefnið:
hverjir verða meistarar. Flestir
hallast að KR eða Val. KR frekar
eftir að hinn nýi leikmaður birtist
með tilheyrandi glæsiferil að baki.
Ef við segjum sem svo að
KR-ingar séu sigurstranglegastir,
þá eru Valsmenn örugglega það lið
sem veita mun hörðustu keppnina,
þeir láta KR-inga ekki komast upp
með að vinna úrvalsdeildina einn
gangipn enn.
Hvað um önnur lið. Njarðvík-
ingar hafa verið sterkir síðustu
árin, en ekkert unnið til að
undirstrika það. Þeir hafa misst
tvo sterka leikmenn síðan í fyrra,
þá Þorstein Bjarnason og Geir
Þorsteinsson. Þorsteinn var
reyndar ekki með á endasprettin-
um í fyrravetur. Geir fór í KR.
Ted Bee er sem fyrr með Njarðvík-
urliðinu og liðið er öllum úrvals-
deildarliðum skeinuhætt.
ÍR-ingar verða hugsanlega
sterkari í vetur heldur en margur
ætlar. Þeir hafa verið sveiflulið
síðustu keppnistímabilin, unnið
hörkugóða sigra einn daginn, en
virst varla kunna körfubolta þann
næsta. ÍR-ingar hafa fengið til
liðs við sig Mark Christensen,
leikmann sem á fáa sína líka
hérlendis. Bræðurnir Jörundssyn-
ir og fleiri í IR-liðinu gefa þar að
auki ekkert eftir bestu leik-
mönnum íslenskum, nema síður
sé. Því má reikna með að IR geri
einhverjar rósir í vetur.
Þá er aðeins ógetið um IS og
Fram. Fellur annað þeirra? Því
verður ekki svarað hér, en margar
hrakspár hvíla á herðum ÍSmanna
og þeim er spáð falli úr öllum
höfuðáttunum. Framararnir eru
mjög háðir einum manni, John
Johnson, og frammistaða liðsins
hverju sinni fer jafnan eftir því
hvernig Johnson er upplagður.
Þess vegna reikna menn ekki með
að Fram berjist um meistaratign-
ina, en hins vegar geti þeir þegar
best lætur ógnað hvaða liði sem
er. En allt kemur þetta í ljós. Mbl.
mun svara öllum spurningum les-
enda um úrslit mótsins, ef þeir
nenna að bíða til vors.
NBC heimsækir Hrein!
í NÆSTU viku eru væntanlegir
hingað til lands fréttamenn frá
einni stærstu sjónvarpsstöð í
Bandaríkjunum, NBC. Koma
þeir gagngert hingað til að eiga
viðtal við kúluvarparann Hrein
Halldórsson. Hreinn sagði í við-
tali við Mbl. að haft hefði verið
samband við sig fyrir skömmu og
þess farið á leit við sig að hann
veitti fréttamönnunum viðtal og
þeir fengju að kvikmynda hann
við æfingar og vinnu sína. Sjón-
varpsstöðin er að setja saman
þátt um alla þá íþróttamenn sem
líklegir þykja til afreka á
Olympíuleikunum i Moskvu á
næsta ári. Fréttamenn NBC hafa
að undanförnu verið í Vestur-
Þýskalandi og aflað sér efnis í
þáttinn. Hreinn sagði að hann
hefði þegar hafið undirbúning
sinn undir leikana í Moskvu,
hann æfði aðallcga lyftingar um
þessar mundir og væri að styrkja
sig. Hann myndi undirbúa sig
eins vel undir leikana og nokkur
kostur væri. — þr.
Ætlum okkur stóran hlut
segir Jón Jörundsson ÍR
„MÉR þykir hvergi erfiðara að
leika en í Njarðvík,“ sagði Jón
ÍR-ingur Jörundsson í spjalli við
Mbl. i gær, en ÍR mætir UMFN í
fyrsta leik sínum í úrvalsdeild-
inni í körfu suður í Njarðvík í
dag.
„Njarðvíkingar eru alltaf erfiðir
heim að sækja, en við erum ekkert
hræddir. Léleg frammistaða okkar
í Reykjavíkurmótinu skiptir engu
máli, ýmsir voru ekki í góðri
þjálfun, þar á meðal ég. Við
verðum sterkir í vetur og eigum
a.m.k. jafn góðan möguleika og
hvert annað hinna liðanna í úr-
valsdeildinni".
„KR og Valur verða erfiðustu
keppinautarnir, alveg eins og í
fyrra, sennilega verður lið
Njarðvíkur einnig sterkt. En við
erum sterkari núna en í fyrra og
ætlum okkur stóra hluti í vetur.
Besta byrjunin sem hugsast getur,
er að vinna UMFN í ljónagryfj-
unni,“ sagði Jón að lokum.
Dwyer er meoalleik-
maður — ég er betri
— segir Marwin Jackson
„ÉG LEGG ekki í 'vana minn að
gagnrýna aðra leikmenn, enda
yrði það einungis til þess að þeir
lékju enn betur næst þegar ég
léki gegn þeim,“ sagði Marwin
Jackson i spjalli við blaðamenn.
Jackson er sem kunnugt er hinn
nýi leikmaður KR í körfubolta og
að sögn þeirra, sem séð hafa til
hans, örugglega bestk körfubolta-
maður sem leikið hefur með
islensku liði.
Talið barst að hinum ýmsu
liðum sem leika munu gegn KR,
einkum barst talið að Val og Tim
Dwyer, sem veittu saman KR-ing-
um mestu keppnina á síðasta
keppnistímabili. Hvað um
Dwyer? spurðu blaðamenn Jack-
son. „Ja, Dwyer er þokkalegur
leikmaður, meðalmaður á banda-
riskan mælikvarða. Ég er betri
leikmaður,“ var svarið.
Það verður fróðlegt að sjá hvort
Jackson þessi er sá snillingur sem
af er látið. Ferill hans er glæstur
til þessa, m.a. hefur hann fengið
tilboð frá sirkusliðinu Harlem
Globetrotters, en engir nema yfir-
burðamenn í körfubolta koma til
álita í þann flokk. Jackson hafnaði
hins vegar tilboðinu, þar sem
hann hafði ekki áhuga á að gerast
trúður í körfuknattleik. KR-ingar
segja, að það sé ekki spurning um
það hvernig Jackson komi út úr
viðureignum sínum við Dwyer,
Christensen og þá félaga í vetur,
heldur öllu heldur hvernig þeir
allir komi út úr viðureignum
sínum við Jackson. „Jackson er sá
besti sem leikið hefur hérlendis,"
sagði Jón Sigurðsson við blaða-
menn og fleiri.
• Tekst þeim Jóni Sigurðssyni og Marwin Jackson að leiða KR til
sigurs i úrvalsdeildinni?
„Óttas! ekki Jacksson
hef leikið á móti betri
körfuboltamönnum“
segir Tim Dwyer
— ÞAÐ er of snemmt að ætla að
fara að spá einhverju um
íslandsmótið. Þetta verður
spennandi mót og margt á eftir
að gerast. Lið eins og ÍR,
Njarðvík og ÍS verða sterkari í ár
en i fyrra. Lið mitt, Valur, kemur
vel undirbúið til leiks. Við höfum
leikið best fram að þessu og ég
ætla að reyna að sjá til þess að
áframhald verði á því.
Svo mælti Tim Dwyer er Mbl.
spjallaði við hann i gær. Að-
spurður um ummæli Marwin
Jacksons að hann væri meðalleik-
maður sagði Tim:
— Það er mikið talað um að
hann sé góður, en hann hefur
ekkert sýnt ennþá. Ég er ekki
hræddur við að mæta honum, ég
hef leikið á móti betri mönnum en
honum. Annars er það sem mestu
máli skiptir fyrir mig að liðið sé
gott og heilsteypt, á það legg ég
meiri áherslu en að leika einhvern
stjörnuleik sjálfur og skora ein-
hver ósköp af stigum. Við fórum
létt með KR-inga í Reykjavíkur-
mótinu. Varnarleikur okkar er
sterkur og með sama áframhaldi
náum við langt í mótinu. Erfið-
ustu andstæðingar okkar verða
Njarðvik og KR. Ef Jackson er
jafngóður og KR-ingar eru alltaf
að hamra á þá léki hann sem
atvinnumaður í NBA í Bandaríkj-
unum en ekki hér.
- þr.
Knattspyrnuþjálfarar
íþróttafélag Kópavogs óskar eftir þjálfurum fyrlr yngri flokka
félagsins. Ráöningartími er eitt ár, frá 1. nóv. n.k.
Umsóknir sendist Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: „Þjálfarar — 4645".