Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
Valdimar Kristinsson:
Á þessum áratug, sem nú er að
ljúka, hafa skipst á ríkisstjórnir,
er ýmist hafa verið lélegar eða
afar lélegar. Þetta er hvorki góður
vitnisburður né uppörvandi, þegar
ýmislegt bendir til þess, að næsti
áratugur gæti orðið engu betri. Að
vísu má halda því fram, að
íslenska þjóðin eigi ekki betra
stjórnarfar skilið, svo sundurþykk
sem hún er í eðli sínu á fjölmörg-
um sviðum, full öfundar og úlfúð-
ar, og furðu glámskyggn á þau
verðmæti er í askana verða látin.
Um þessi verðmæti snýst einmitt
baráttan, í stað þess að beina
kröftunum einkum að aukningu
þjóðarteknanna, svo að meira
verði til skiptanna handa öllum.
Hagsmunahóparnir, hvort sem
þeir byggja á starfsstéttum eða
byggðasjónarmiðum, gera alla
stjórnun ákaflega erfiða. Ef þetta
er meginástæðan fyrir lélegu
stjórnarfari, þá afsakar það að
vísu stjórnmálamennina verulega,
en gerir útlitið því miður aðeins
hálfu dekkra, því að þjóðarein-
kennunum verður varla breytt í
bráð, ef þau hafa lítið batnað
síðan á Sturlungaöld. Hins vegar
reynir fólk að lifa í voninni um
betri forystumenn eða að þeir
eldri taki sig verulega á og fari að
sýna einurð og festu. I þessu
sambandi er rétt að benda á, að
þegar leitað er að hæfum ráð-
herraefnum væri oft skynsamlegt
að fara út fyrir raðir þingliðsins.
Ostöðugleikinn í þjóðfélaginu
hefur lagst svo mjög á sinnið á
mörgu fólki, að ýmsum finnst nú
koma til greina að flytjast úr
landi, og unglingarnir hugleiða í
vaxandi mæli að læra eitthvað,
sem hentar á alþjóðlegum vinnu-
markaði. Kólnandi veðrátta og
stóraukin kynni fólks af öðrum
löndum stuðla að hinu sama.
Þetta eru uggvænleg tiðindi og
hörkuleg aðvörun um að stefnu-
breytinga sé þörf, annars getur
orðið hér landflótti sem aldrei
fyrr, þar sem margir hafa tök á
því að fara. Islendingar munu
yfirleitt vera í góðu áliti sem
einstaklingar, þótt álit kunnugra
á þeim sem þjóð hljóti að vera æði
blandið. Og þeir eru svo fáir, að
stór hluti þeirra gæti auðveldlega
fallið inn í mannmergð nágranna-
landa, án þess að nokkrum sköp-
um skipti, nema fyrir þetta litla
þjóðfélag hér.
Byggðasjónarmiðunum, sem
hingað til hafa alltof mikið miðast
við staðnað þjóðfélag, þarf að
breyta, enda er nú ekki bara um
það að ræða að halda einstökum
strjálbýlum sveitum í byggð held-
ur landinu sjálfu til öruggrar
frambúðar. Einnig þarf þjóðfélag-
ið að verða traustara, framsækn-
ara og á ýmsan hátt afskiptalaus-
ara af málefnum einstaklinga og
heimila. Fólk er orðið dauðþreytt
á eilífu pólitísku þrasi og mánað-
arlegum efnahagsráðstöfunum.
Ekki eru þó kjörin slæm borið
saman við kjör forfeðranna eða
veröldina í heild, en flestir miða
eðlilega við nútímann og nágrann-
ana, en ekki afa sína og ömmur
eða andfætlinga vora hinum meg-
in á hnettinum. Ef fá eða engin
ráð væru til að þróa og styrkja
þetta þjóðfélag, þá mættu íslend-
ingar skammast sín fyrir allan
barlóminn. Hér fara hins vegar
ótaldir milljarðar árlega í óarð-
bæra atvinnupólitík, og fjölmörg
tækifæri til atvinnuuppbyggingar
eru ónotuð af skammsýni eða
þröngsýni, á sama tíma sem stöð-
ugt eru gerðar meiri kröfur um
bætta efnalega afkomu. Ef fólk
vildi hægja á efnahagsstarfsem-
inni og lifa glatt við sitt, þá væru
það vissulega rökrétt sjónarmið,
þótt umdeilanleg væru, en að
heimta hærri og hærri tekjur og
spilla jafnframt fyrir þeim er vilja
afla verðmætanna leiðir að sjálf-
sögðu aðeins til þjóðfélagslegs
óskapnaðar, sem óðaverðbólgan er
svo dæmigerð fyrir.
Sífellt er deilt um orsakir henn-
ar, en óhætt mun að fullyrða, að
verðbólgan byggist einkum á
tveimur megin kvillum. Annars
vegar almennum kröfum um
launakjör, sem ekki eru í sam-
ræmi við þjóðartekjur. Alltaf er
verið að reyna að skipta stærri
köku en til er. Hins vegar ofþenslu
í ríkisfjármálum, sem birtist í
fjölmörgum myndum, en hvað
hrikalegast í samtvinnuðum
byggða- og landbúnaðarmálum er
m.a. leiða af óeðlilegum niður-
greiðslum og miklum útflutnings-
uppbótum. Þessi ofþensla í ríkis-
fjármálum byggist einnig á kröfu-
pólitík, en á báðum þessum svið-
um gengur stjórnmálamönnum
illa að spyrna á móti til að halda
þjóðarskútunni á réttum kili.
Reyndar sýnast þeir oft hafa
frumkvæðið í kröfugerðinni með
stöðugri innbyrðis baráttu, en
almenningur horfir á ráðþrota og
ringlaður. Þessi sami almenningur
styður hins vegar sínar sérkröfur,
hver í sínum hópi, eða lætur
háværa kröfugerðarmenn óátalda
gera það, og dansinn dunar áfram
svo að þjóðarmyndin nötrar og
skelfur.
Hvað er þá
til ráða?
Um það stendur einmitt slagur-
inn. Hér mun drepið á nokkur
atriði, er sum hver að minnsta
kosti, ættu að hafa nokkuð al-
mennt fylgi.
★
Kjördæmaskipan og ko.sninga-
réttur er slíkur, að óviðunandi er
með öllu fyrir meirihluta þjóðar-
innar. Almenn mannréttindi eru
svo fótum troðin að þessu leyti, að
furðulegt má telja. Fólk á suðvest-
urhluta landsins, sem er meir en
helmingur þjóðarinnar, verður að
fá fullan kosningarétt; ekkert
minna dugir. Óljósum loforðum
stjórnmálamanna um úrbætur
verður ekki lengur trúað. Ef einu
sinni enn á að ganga til kosninga
undir þessu misréttiskerfi, verður
að líta svo á, að stjórnmálaflokk-
arnir hafi ekki áhuga á þeim
atkvæðabrotum, sem fólk í
Reykjavík og á Suðurnesjum ræð-
ur yfir. Allt tal um að íbúar í
sumum landshlutum þurfi marg-
faldan kosningarétt vegna erfiðr-
ar aðstöðu eru meira og minna
staðlausir stáfir. Hvað mættu þá
aðrir segja, svo sem hinir sjúku,
öldruðu og fátæku? Þungu at-
kvæðin í dag eru fyrst og fremst
leifar forréttinda, sem eru sam-
bærileg við atkvæði efnamanna í
gamla daga. Ekkert kerfi getur
verið réttlátara en það, að hver
maður hafi eitt, heilt atkvæði.
Leiðréttingin er svo mikilvæg, að
hún réttlætir jafnvel fjölgun þing-
manna til að ná henni fram.
★
Aðstaða atvinnuveganna verð-
ur að vera sambærileg og lúta
almennum efnahagslögmálum,
þegar til lengri tíma er litið. Sé
annar háttur á hafður verður
afleiðingin engin önnur en lakari
lífskjör fyrir þjóðarheildina. Þeg-
ar iðnaðurinn á í fullri samkeppni
við innflutning erlendis frá, þá er
hann ekkert olnbogabarn lengur.
Þau fyrirtæki, sem standa sig við
slíkar aðstæður skila þjóðarbúinu
fullu framlagi og gera engu minna
gagn en hver annar heilbrigður
þá aukningu að segja. Með þessu
móti þarf að jafnaði að flytja inn
nokkuð af almennum landbúnað-
arvörum til að fullnægja eftir-
spurninni. Þær yrði reynt að
kaupa af umframframleiðslu ann-
arra landa og mismuninn á verð-
inu mætti síðan nota til eflingar
vænlegra innlendra framleiðslu-
greina á þessu sviði.
Stóri vandinn við þetta allt er
sá, að býlum þarf auðsjáanlega að
fækka verulega til að ná þessu
jafnvægisástandi, enda má síst af
öllu hefta framleiðslu dugmestu
bændanna, er búa í bestu sveitum
landsins. Ef dugnaður og framsýni
fer að verða af hinu illa, þá stefnir
þjóðfélagið beina leið til glötunar.
Á hinn bóginn er fráleitt að láta
bændur flosna upp af jörðum
sínum við sáralítil efni og lélega
aðstöðu, eins og oft mun hafa
komið fyrir, þar sem forystumenn
hafa neitað að takast á við hinn
raunverulega vanda landbúnaðar-
ins.
Næstu árin þarf að beina stór-
um hluta landbúnaðarstyrkjanna
tímamótum
atvinnurekstur. Ljóst er þó, að
hefðbundnir atvinnuvegir lands-
manna, þ.e. landbúnaður, fiskveið-
ar ásamt fiskvinnslu og almennur
iðnaður, geta ekki einir sér staðið
undir efnahagsþróuninni til þess
að hér verði traust og þróttmikið
þjóðfélag. Nýting orkulindanna
fyrir útflutningsiðnað er algjör
forsenda þess að svo megi verða.
Til frekari áréttingar má bæta
því við, að veðrátta landsins hlýt-
ur alltaf að verða mikill hemill á
landbúnaðarframleiðsluna, fisk-
veiðar eru háðar ótraustum fisk-
stofnum, en jafnvel þótt þeir
styrkist verulega eru framtíðar-
markaðir óvissari en áður eftir
útfærslu landhelginnar við
Norður-Ameríku og almennur iðn-
aður hér verður yfirleitt smár í
sniðum vegna markaðsaðstæðna í
landinu.
★
Stóriðju er hægt aö koma upp
bæði með og án samvinnu við
erlenda aðila, allt eftir eðli hennar
og umfangi. Fullkomnar mengun-
arvarnir eru svo sjálfsagðar, að
ekki ætti að þurfa að ræða þær
sérstaklega, enda flestir búnir að
átta sig á nútíma kröfum í þeim
efnum, að forráðamönnum fisk-
mjölsverksmiðja undanteknum.
Má minna á góðan frágang járn-
blendiverksmiðjunnar í þessu
sambandi.
Formælendur stöðnunar í ai-
vinnuháttum halda því stundum
fram, að ýmsir vilji stefna að
meiriháttar iðnrekstri í flestum
byggðarlögum landsins. Þetta er
fjarri öllum sanni, enda hvorki til
mannafli né orka til neins slíks.
Þvert á móti er aðeins talað um
nokkra staði í þessu sambandi. Á
höfuðborgarsvæðinu er áburðar-
verksmiðja, sem reyndar verður of
aðkreppt til að geta stækkað að
ráði. Þar er einnig álverksmiðja,
sem gæti stækkað, og talað hefur
verið um stálbræðslu á sama stað.
Á Reykjanesi gæti sjóefnavinnsla
hugsanlega-orðið að meiriháttar
iðnaði. Næst er það Hvalfjarð-
arströndin; þar er hafinn iðn-
rekstur sem gæti vaxið, m.a. í
tengslum við sementsframleiðsl-
una. Fyrir utan þessa staði er
fyrst og fremst talað um Reyðar-
fjörð, þegar að því kemur að nýta
hinar miklu orkulindir á Austur-
landi. Einnig nefna Sunnlend-
ingar stundum, að þeir vilji sjálfir
nota meira af orkunni, sem unnin
er í þeirra landshluta. Verk-
smiðjurekstur upp af Þorlákshöfn
kæmi þá einkum til greina.
Þetta er nú öll stóriðjudreifing-
in um landið. Vissulega hafa verið
nefndir fleiri staðir, svo sem
Eyjafjörður, en ekki virðist lengur
ástæða til að flytja mikla orku um
langan veg nema eindregin ósk
komi fram um það frá viðkomandi
byggðarlögum. En minna má á
hugsanlega Blönduvirkjun í sam-
bandi við þessi mál.
★
Almannaeign orkulinda mun
meginhluta fólks þykja sjálfsögð,
enda annað í hróplegri mótsögn
við það jafnréttisþjóðfélag, sem
flestir segjast vilja hafa hér á
landi. Sama er hvort um er að
ræða fallvötn eða stærri hveri og
hitasvæði, er nýtast fyrir hitaveit-
ur og iðnað. Öll verðum við að
bera skaðann af ókyrrð jarðlag-
anna hér og því kemur ekki annað
til mála en að við eigum sama
arðinn, sem af þessari sömu
ókyrrð stafar. Fiskimiðin eigum
við öll og óbyggðirnar væntanlega
líka. Sama ætti að gilda um
afrétti, hvað sem líður takmörk-
uðum afnotarétti, enda talið
sjálfsagt, að þjóðin öll beri kostn-
aðinn af uppgræðslu þess lands,
sem nagað hefur verið niður og
síðan fokið upp.
★
Landbúnaðarstefnan er orðin
slíkur baggi á þjóðarbúinu, að ekki
verður lengur við unað. Stefna
verður fljótt og örugglega að
raunsæjum markmiðum í þessum
efnum sem öðrum. Augljóslega er
fráleitt, að á jafn svölu og mis-
viðrasömu landi sem íslandi séu
unnar landbúnaðarvörur fyrir
aðrar þjóðir. Vegna sveiflna í
framleiðslu, má því ekki setja
markið hærra en svo, að um það
bil 90% eftirspurnar í meðalári sé
fullnægt hér innanlands í þeim
fáu greinum landbúnaðar, sem
stundaðar eru hér. í þessu sam-
bandi verður að gera ráð fyrir, að
niðurgreiðslur landbúnaðarvara
séu ekki til frambúðar og að
eitthvað dragi úr neyslu kinda-
kjöts og mjólkurvara í þyí sam-
bandi. Einnig er líklegt að breyt-
ingar á almennum neysluvenjum
verði til að draga úr hinum
óhóflegu nýmjólkurkaupum, sem
hér tíðkast. Sé aftur á móti hægt
að auka fjölbreytni framleiðslunn-
ar á skaplegu verði, er allt gott um
í að tryggja þeim bændum, sem
vilja hætta búskap sanngjarnt
lágmarksverð fyrir jarðir sínar og
aðstoð við búferlaflutninga, eða
veita þeim fyrirgreiðslu til að fara
að stunda aðra atvinnu, þótt þeir
eigi áfram heima á býlum sínum,
ef þau liggja vel við samgöngum.
Jafnframt verði reynt að sporna
við stofnun nýbýla annars staðar
en í bestu sveitum, er liggja vel við
mörkuðum og almennri þjónustu,
sem sveitafólkið gerir eðlilega
kröfur til, en sem er svo erfitt að
uppfylla í mesta strjálbýlinu.
★
Bættar samgöngur munu geta
stuðlað mjög að þeirri þróun, sem
hér þarf að verða. Aðstaða byggð-
arlaga til sjávar og sveita verður
allt önnur, þegar góðvegir hafa
verið lagðir um landið og þeir
jafnan opnir og greiðfærir nema
eftir mestu snjókomur. Fyrst þarf
að koma umferðarmestu vegunum
í framtíðarhorf, jafnframt öðrum
aðalvegum, sem eru tilbúnir til að
taka við bundnu slitlagi. Síðan
þarf að halda áfram, þar til öll
helstu byggðarlög landsins eru
komin í öruggt vegasamband.
Til eru annars konar samgöng-
ur, sem tengdar eru öldum ljós-
vakans, eins og svo er kallað.
Þegar reynt er að bæta þjónustu-
aðstöðu fólks í þessu strjálbýla
landi, þá er aátæða til að benda á
hina miklu yfirburði, er útvarp og
sjónvarp hafa á móti mörgu öðru
sambærilegu. Allir sem ná geisl-
unum á annað borð hafa sömu
aðstöðu og hægt er að miðla
upplýsingum, fræðslu og skemmt-
unum á ódýran hátt. Þess vegna er
mjög óviturlegt, og raunar sér-
stakt tilræði við landsbyggðina, og
raunar líka gamalt fólk og las-
burða, þegar vöxtur og viðgangur
þessara fjölmiðla er heftur. Ekki
er óeðlilegt, að afnotagjöld út-
varps og sjónvarps, hvors um sig,
sé álíka hátt og áskrift að dag-
blaði. Einnig má skipta kostnaðin-
um niður á alla skattgreiðendur
til að spara innheimtukostnað.
Með þessu móti mætti taka upp
aðra dagskrá í útvarpi og bæta
hljómgæðin, og efla jafnframt
sjónvarpið verulega tólf mánuði
ársins, þótt fimmtudagshvíldin
verði að teljast góð áfram.
★
Hagræðingar er vissulega þörf
á ýmsum fleiri sviðum en í