Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 48
/v ■'// , Siminn a afgreiðslunm er 83033 JHvrennlilnbib ;Sími á ritstjórn og skrifsíofu: 10100 JM«r0unblflt»ib LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 Forseti tslands, herra Kristján Eidjárn, kvaddi formenn stjórn- málaflokkanna á sinn fund eftir hádegi i gær til viðræðna um stjórnmálaástandið. Þessa mynd tók Rax er þeir Geir Hallgrimsson, formaður Sjáifstæðisflokksins, og Benedikt Gröndal, formaður AI- þýðuflokksins, hittust fyrir utan stjórnarráðið, er Geir kom af fundi með forsetanum og Benedikt gekk á hans fund. Að loknum viðræðum við Benedikt ræddi forsetinn við Lúðvik Jósepsson, formann Al- þýðubandalagsins, og Steingrím Hermannsson, formann Framsókn- arflokksins. Saltfiskur fyr- ir 1,7 milljarða til Grikklands Sjálfstæðisflokkur ver stjóm Alþýðuflokks falli að fullnægðum ákveðnum skilyrðum ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins kom saman tii fundar klukkan 10 í gærmorgun, cn fyrir fundinum lá málaleitan þingflokks Alþýðuflokksins um að hann myndaði minnihlutastjórn og óskaði hlutleysis Sjálfstæðisflokksins. Stóð sá fundur tii klukkan 12.30 með stuttu hléi. A sama tíma og þingflokksfundur sjálfstæðismanna hófst ríkisráðsfundur. þar sem forseti ísiands, herra Kristján Eldjárn, veitti Oiafi Jóhannessyni og ráðuneyti hans lausn. Að ríkisráðsfundin- um ioknum ræddi Benedikt Gröndal stuttlega við forsetann einslega. Um kiukkan 11 hófst svo þingflokksfundur Alþýðuflokksins. Meðan á þessum fundum stóð ra’ddust forystumenn þessara tveggja flokka við annað slagið og síðdegis hófst síðan annar þing- flokksfundur sjálfstæðismanna. Var það klukkan 17 og stóð fundurinn þar til rúmlega 19.30. Fundurinn samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun: „Með því, að ríkisstjórnin hefur sagt af sér, og brýna nauðsyn ber til þess, að þingrof og nýjar kosningar fari fram hið fyrsta, fellst þingflokkur sjálfstæðis- manna á, að áskildu samþykki flokksráðs, að verja minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins vantrausti að fullnægðum ákveðnum skilyrð- um, sem formanni flokksins og formanni þingflokks er falið að flytja." FYRIR nokkru var gengið frá samningum um sölu á um 2 þúsund tonnum af salfiski héðan til Grikklands fyrir 1,6—1,7 milljarða króna. Fyrr í ár var samið um svipað magn af saltfiski til Grikklands og af framleiðsu þessa árs hefur saltfiskur farið til Grikklands fyrir um 3,2 milljarða. Þeir Tómas Þorvaldsson for- maður stjórnar SIF, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri og Sigurður Haraldsson voru fyrir nokkru í Grikklandi og var þá gengið frá þessum viðbótarsamn- ingum á venjulegum Grikklands- salfiski. Nokkur hækkun náðist í samningunum frá því sem var í vor, en á vormánuðum var samið um svipað magn, eins og áður sagði, en einnig af framleiðslu þessa árs. Þeim 2 þúsund tonnum sem nú var samið um verður afskipað fljótlega og þegar er byrjað að lesta Suðurlandið, sem fer með fullfermi af saltfiski til Grikk- lands. Benedikt Gröndal: Er feginn afstöðu Sjálfstædisflokks ÉG ER auðvitað feginn því að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins skyldi taka þessa afstöðu til þess tilboðs, sem við Alþýðuflokksmenn settum fram. Ég hef að vísu hvorki heyrt né séð þau skilyrði, sem sett eru, en vona engu að síður fastlega, að af stjórnarmynd- verði og þjóðin fái uninm Alþýðuflokknum haldið við þá ábyrgð, sem hann ber á mistökum vinstri stjórnar — segir Geir HaQgrimsson í tilefni af ákvörðun Sjálfstæðisflokksins MORGUNBLAÐIÐ átti í gærkvöldi stutt samtal við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, er ljóst var orðið að flokkurinn hafði ákveðið að verja minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins falli með nokkrum skilyrðum. Geir Hallgrímsson var fyrst spurður um það, hvert væri markmið Sjálfstæðisfiokksins með því að veita minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hlutleysi. Það vakir fyrst og fremst strax í hendur kjósendum á fyrir Sjálfstæðisflokknum að koma á þingrofi og nýjum kosn- ingum sem allra fyrst og að lokum varð niðurstaðan sú, að það yrði gert með fljótvirkustum hætti á þennan hátt. — Eru Alþýðuflokknum ekki afhent óeðlilega mikil völd með þvi að gefa flokknum tækifæri til myndunar minnihlutastjórn- ar? — Við Sjálfstæðismenn töld- um eðlilegt, að núverandi stjórn- arflokkar skiluðu þrotabúi sínu kjördegi, en fyrst fráfarandi ríkisstjórn treystir sér ekki til þess, þá eru leifar hennar (Al- þýðuflokkur) starfandi við það áfram og hlýtur því að fá sams konar dóm og hinir stjórnar- flokkarnir tveir, Framsókn og Alþýðubandalag, vegna ábyrgð- arinnar á viðskilnaði þriðju vinstri stjórnarinnar á síðasta aldarfjórðungi. Verkefni þessarar stjórnar er einungis það að koma á kosningum og sjálfstæðismenn bera ekki ábyrgð á einu eða neinu í starfi stjórnarinnar umfram þingrofi og kosningum. — Er ekki Alþýðuflokkurinn með þessu gefið tækifæri til að halda fylgi sínu á kostnað Sjálf- stæðisflokksins? — Það er verið að halda Al- þýðuflokknum við þá ábyrgð, sem hann ber á mistökum fráfarandi ríkisstjórnar og það getur ekki leitt til fylgisaukningar hans á kostnað Sjálfstæðisflokksins. — Hvers vegna ekki minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins eða utanþingsstjórn? — Auðvitað voru ýmsir þeirr- ar skoðunar að fara bæri aðra hvora þessara leiða, en atburða- rásin og sú skoðun að halda bæri lausn mála innan veggja þingsins vógu að lokum þyngst. kosningar síðar á árinu,“ sagði Benedikt Gróndai for- maður Aiþýðuflokksins í sam- tali við Mbi. í gærkvöldi. Mbl. spurði Benedikt um fyrirhugaða ríkisstjórn og ráð- herra í henni, en hann kvað það mál órætt í þingflokki Alþýðu- flokksins. „Miðað við verkefnið þyrfti þessi stjórn ekki að vera svo fjölmenn," sagði Benedikt. „Ætli sex menn mundu ekki duga.“ Forystumenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks koma saman til fundar klukkan 9 í dag. Þingflokkur Alþýðu- flokksins kemur saman klukk- an 11 og á sunnudag eru fundir í flokksstjórn Alþýðuflokksins og flokksráði Sjálfstæðis- flokksins. Nóv.-des. kosningar KOSNINGAR tii Aiþingis 1. og 2. desember eða jafnvel fyrr mun vera eitt af skilyrðum Sjálfstæðis- flokksins fyrir stuðningi við minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins. Þar mun einnig vera rætt um að stytta alla fresti, jafnvel framboðs- frest. Helzta skilyrðiö mun svo vera að minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins framkvæmi engar mikilvægar pólitískar ákvarðanir með bráða- birgðalögum, þar sem hlutverk stjórnarinnar verði það eitt að koma á kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.