Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 17 landbúnaði. Mun hér drepið á nokkur atriði af mýmörgum. Eitt hið mikilvægasta er að fiskiskipa- stóllinn nýtist sem best og sé í samræmi við eðlileg aflabrögð hverju sinni, en á það þykir mikið skorta nú. Ymsir hafa trú á, að auðlindaskattur geti komið hag- kvæmari skipan á þessi mál, en sumir forystumenn útgerðar segj- ast andvígir hugmyndinni, en munu þó ekki hafa bent á önnur vænleg ráð. Víst er að núverandi ástand rýrir mjög kjör bæði út- gerðar og alþjóðar. Rætt er um hagræðingu í olíu- málum og samruna fyrirtækja í því sambandi. Full ástæða virðist til að sameina tvö minni olíufélög- in. Ýmis tryggingafélög þyrfti einnig að sameina til að mynda sterkari einingar. Lengi hefur verið talað um að sameina tvo ríkisbanka, og einnig hlýtur að koma til álita að sam- eina tvo og tvo einkabanka til að draga úr þenslu bankakerfisins. Heilbrigðis- og tryggingamálin gleypa meira og meira fjármagn á hverju ári og er það ekkert einsdæmi hér á landi, enda áhyggjuefni víða um lönd. Þessi svið geta ekki stöðugt tekið til sín stærri hlut af þjóðartekjunum. Nú hlýtur að fara að koma að hlut- fallslegu hámarki. I þessu sam- bandi byggja ýmsir nokkrar vonir við auknar fyrirbyggjandi aðgerð- ir í heilbrigðismálum. Þá eru fræðslumálin annað þenslusvið, sem einnig verður að hafa sín takmörk. Sumir vilja stytta skólaskylduna, en auka fullorðinsfræðslu í staðinn. Þeir læri, sem vilja læra. ★ Varnir og almannavarnir er síðasta málið, sem hér verður gert að umtalsefni. Almannavarnir verða að teljast að verulegu leyti í molum, ef hér bæri mikinn voða að höndum. í svo óstöðugu landi, á viðkvæmum stað, í varasömum heimi verður ekki hjá því komist að gefa þessum málum meiri gaum, ef þolanlegt öryggi á að ríkja. Til úrbóta þarf verulegt fjármagn og kunnáttu, sem að hluta til ber að leita eftir hjá bandalagsþjóðum, líklega helst í Evrópu. I þessu sambandi er mikilvægt nýtt vegakerfi á suð- vesturhorni landsins, að miklu leyti utan við núverandi kerfi, sem undirritaður hefur áður lýst í blaðagrein. Óviðunandi er með öllu, að meginhluti þjóðarinnar hafi ekki aðstöðu til að reyna að bjarga sér, ef hamfarir af manna- völdum eða náttúru ber að garði. Þá má að lokum minna á hugmyndir um að eftirlitsstörf héðan, með herflotum og flugvél- um, fari í framtíðinni að mestu eða öllu leyti fram utan Kefla- víkurflugvallar frá stað, sem fjarri væri þéttbýli; líklega helst frá Melrakkasléttu. Hugsanlega gæti þetta aukið öryggi þjóðarinn- ar nokkuð, þótt hafa verði í huga, að í stórstyrjöldum er fáu þyrmt er í vegi þykir standa. Hitt er mikilvægara, þar sem gera verður ráð fyrir að friður muni ríkja að kalla um fyrirsjáanlega framtíð, að með breytingum í þessum málum er hugsanlegt að lægja öldurnar nokkuð í pólitíkinni. Satt best að segja eru varnarmálin búin að skipta þessari þjóð allt of lengi og alræðishyggjumenn búnir að njóta óeðlilegrar samstöðu með ýmsum þjóðernissinnum af þeim sökum. Þau málefni, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eru vissulega ekki tæmandi upptalning á vanda- málum þjóðarinnar, en framvinda þeirra skiptir áreiðanlega miklu máli. Á næstunni skiptir þó mestu, að fólkið í landinu öllu öðlist jafnrétti til áhrifa á þjóð- málin og noti þetta áhrifavald til að styðja baráttuna gegn hinni geigvænlegu verðbólgu. Fjörugur og líflegur Á fundi dönsku siglingaklúbb- anna 1968 kom í ljós að talið var að þörf væri á lítilli og meðfæri- legri kænu fyrir unglinga sem t.d. hefðu siglt á Optimist en vildu stærri og hraðskreiðari bát. Það var þá sem Peer Bruun teiknaði og hannaði Flipper. Nafnið kom frá hinum fræga og vinsæla höfrungi. Báturinn varð fljótlega vinsæll. Hann er smíðaður úr trefjaplasti og hef- ur þótt ódýrari en sambærilegir bátar. Hálfmánalagaður skrokk- urinn gefur skútunni mikinn stöðugleika miðað við blautt neðra borð bátsins. Flipper er fjörugur og líflegur bátur. í vindi er hann fljótur að hallast 10—15 gráður en verður nokkuð stöðugur eftir það. Hvolfi honum má auðveldlega rétta hann við. í botni bátsins eru þar til gerðir botnventlar sem soga vatnið út úr bátnum þegar hann er á ferð. Flipper er svo til ósökkvanlegur. Hann er útbúinn stungukili og stýri úr áli. Kænan hefur stór- segl og fokku en hífa má upp belgsegl þegar siglt er undan. Flipper er 2 manna bátur en Optimist er eins manns. Einnig er hægt að hafa á Flipper trapiu sem er vír festur í mastrið með krók á endanum. Er þá annar drengjanna í þar til gerðu belti og krækir sig fastan í vírinn. Síðan stendur hann utan á bátnum í rólunni. Með þessu móti má halda bátnum betur láréttum en ella þótt kári blási og blási. Haus tfundur Snarfara Haustfundur Snarfara fé- lags sportbátaeigenda verður haldinn í húsi Slysavarnafé- lagsins Grandagarði, mið- vikudaginn 17. okt. kl. 20.30 (8.30). Verða þar meðal ann- ars afhentir verðlaunabikar- ar fyrir þyngstu fiskana sem veiddust í sjóveiðikeppni Snarfaramanna sem fram fór í Faxaflóa í ágústmánuði síðastliðnum. Mjög mikil þátttaka var í þeirri keppni, yfir 30 bátar skráðir. Ekki þarf að efa að Snarfaramenn fjölmenna á þennan háust- fund sem endranær, senni- lega er það nokkurt sérein- kenni á þessum félagsskap að vart er svo haldinn fundur að ekki sé húsfyllir. Hætt er við að það séu ekki mörg félagasamtök sem geta stát- að af slíkri fundarsókn. Ef við athugum ástæðurnar fyr- Bátar eftir HAFSTEIN SVEINSSON ir þessari sérstöðu Snarfara- manna er hún auðfundin; allir sem þurfa að stríða við erfiðleika og vilja yfirstíga þá þjappa sér saman í bar- áttu að settu marki. Svo sannarlega hafa Snarfara- menh þurft að stríða á und- anförnum árum, við óblíða veðráttu þar sem þeir hafa ekki átt annarra kosta völ en leggja bátum sínum svo gott sem á haf út kvið bólfæri yfir sumartímann. Óneitanlega getur það verið hrífandi sjón að sjá lítinn bát velta á úfnum ödulm sé honum vel stjórnað. Afturá móti fer glansinn af smábátaflota Snarfaramanna þegar vonskuveður skellur á. Þá ýmist draga þeir bólfærin eða hreinlega slitna frá þeim og rekur með hraða undan veðri og sjó upp í grýtta fjöru, nema þá aðeins að menn standi uppundir hend- ur í sjó og sjólöðri og grípi bátana þar jafnóðum, eins og margoft hefur átt sér stað á undanförnum árum. Einhver kann nú að spyrja: Getur það verið að engin höfn sé til fyrir smábáta Reykvíkinga? Já, því miður er það napur sannleikur. ferma skipin sem hér segir: ANTWERPEN Lagarfoss 16. okt. Reykjafoss 25. okt. Skogafoss 1. nóv. Lagarfoss 6. nóv. Reykjafoss 15. nóv. Skógafoss 22. nóv. ROTTERDAM Lagarfoss 17. okt. Reykjafoss 24. okt. Skógafoss 31. okt. Lagarfoss 7. nóv. Revklafoss 14. nóv. Skógarfoss 21. nóv. FELIXSTOWE Mánafoss 15. okt. Dettlfoss 22. okt. Mánafoss 12. okt. Dettlfoss 5. nóv. Mánafoss 12. nóv. Dettlfoss 19. nóv. HAMBORG Mánafoss 18. okt. Dettlfoss 25. okt. Mánafoss 1. nóv. Dettlfoss 8. nóv. Mánafoss 15. nóv. Dettlfoss 22. nóv. PORTSMOUTH Brúarfoss 17. okt. Bakkafoss 25. okt. Selfoss 1. nóv. Bakkafoss 15. nóv. HELSINGBORG Hálfoss 16. okt. Laxfoss 23. okt. Hálfoss 30. okt. Laxfoss 6. nóv. Hálfoss 13. nóv. Laxfoss 20. nóv. KAUPMANNAHÖFN: Háifoss 17. okt. Laxfoss 24. okt. Háifoss 31. okt. Laxfoss 7. nóv. Hálfoss 14. nóv. Laxfoss 21. nóv. GAUTABORG Alafoss 17. okt. Úðafoss 24. okt. Urrlöafoss 31. okt. Álafoss 7. nóv. Úðafoss 14. nóv. MOSS Alafoss 19. okt. Úöafoss 26. okt. Urriðafoss 2. nóv. Álafoss 9. nóv. Úöafoss 16. nóv. BERGEN Alafoss 15. okt. Urriöafoss 29. okt. Úöafoss 12. nóv. KRISTIANSAND Úöafoss 23. okt. Álafoss 6. nóv. GDYNIA irafoss 22. okt. Álafoss 7. nóv. VALKOM írafoss 17. okt. Múlafoss 5. nóv. RIGA Irafoss 19. okt. Múlafoss 5. nóv. WESTON PIONT Kljáfoss 24. okt. Kljéfoss 7 nóv. Sími 27100 ámánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR á miðvikudögum til VESTMANNAEYJA EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.