Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 19
Texti: Rannveig M. Níelsdóttir HJUKRUNARMAL ALDRAÐA MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 ---- .... , ........ — — .......... . . 19 „Mun fleira aldrað fólk þyrfti á aðstoð okkar að halda ” Jóhann Þorleifsson og kona hana Jóhanna Tómasdóttir á heimili þeirra hjóna í Reykjavík. „Getum ekki œtlast tilþess að börnin sjái um okkur” Okkur finnst þaö ágætt aó búa ein en það er lítið öryggi í því fyrir gamalt fólk. Við hjónin sitjum oftast ein heima nema hvað ég get gengið hér út á götuna þegar gott er veður,“ sagði Jóhann Þorleifsson er blaðamaöur heim- sótti hann og konu hans á heimili þeirra á Grundarstíg í Reykjavík. Jóhann er á nítugasta og öðru aldursári en Jóhanna verður níræð í næsta mánuði. Þau hafa búið í Reykjavík frá því upp úr aldamótum. Jóhann stundaði sjóinn meðan þrek og heilsa entist og er hann einn af stofn- endum Sjómannafélags Reykja- víkur. I rúmt ár hefur Jóhann reynt aö fá inni á Hrafnistu fyrir sig og konu sína þar sem heilsu þeirra hefur hrakaö og þau eru ekki lengur fær um aö hugsa um sig sjálf. En ekkert rúm var á Hrafnistu og röðin er enn ekki komin aö þeim hjónum. Jó- hann hefur því haft samband við fleiri stofnanir fyrir aldraða, t.d. Hátún, en alls staöar er fullsetið og ekkert pláss er fyrir gömlu hjónin. „Mér sárnar þaö mjög mikiö aö ég skuli ekki enn hafa fengið inni á Hrafnistu. Mér finnst sem minn gamli félagsskapur, Sjómannafélag Reykjavíkur, hafi yfirgefið mig. Þeir höfðu lofað mér að ég fengi inni hjá þeim í fyrsta pláss sem losnaði. En þegar ég fór að reka á eftir því, könnuöust þeir ekkert við það loforö." Þau Jóhanna og Jóhann fá heimilishjálp 4 tíma á dag 5 daga vikunnar. Um helgar færir dóttir þeirra þeim mat. í sumar þegar heimilishjálpin var í fríi varð Jóhann að ganga út í búö á hverjum virkum degi og kaupa tilbúinn mat. Á veturna kemst Jóhann lítið út og verður dóttir þeirra að færa þeim nauðsynjar ef heimilishjálp bregst. „Það eina sem ég hef hugsað mér að gera, eins og málin standa nú, er að vera hér áfram og fá einhvern til að hjúkra okkur þegar við verðum það lasburða að við veröum ekki rólfær. Við getum ómögulega ætlast til þess af börn- unum að þau sjái um okkur. Þau hafa nóg með sín mál og börnin okkar hafa gert allt sem þau geta til að okkur líði sem best á elliárun- um,“ sagði Jóhann að lokum. Eins og fram hefur komið í viðtölunum við forsvarsmenn dval- arheimila aldraðra í Reykjavík veitir heimahjúkrun Reykjavíkur aðstoð þeim öldruðum sem búa í heima- húsum. Borgin hefur rekið þessa þjónustu frá því árið 1955. Það eru ekki aöeins aldraðir sem eiga rétt á heimahjúkrun, heldur allir aldurs- hópar, en samkvæmt beiðni læknis. Þjónusta þessi er þeim sem hennar njóta að kostnaðarlausu og er hana að fá alla daga ársins. Mikill meirihluti þeirra sem heimahjúkrunin annast er fólk kom- ið yfir sjötugt. Á síðasta ári annaðist hjúkrunin 91 konu á aldrinum 70— 79 ára en 30 á aldrinum 60—69 ára. Flestar voru konurnar þó á aldrinum 80—89 ára eða 107. Karlar sem heimahjúkrunin annaðist voru hins vegar mun færri eða 30 á aldrinum 70—79 ára og 18 á aldrinum 60—69 ára. í júní á þessu ári voru 248 sjúklingar á skrá hjá heimahjúkrun- inni en 230 í maí. í júlí var fjöldi sjúklinga kominn upp í 256 og hafði hjúkrunarþyngd þá einnig aukist til muna, þ.e. sjúklingarnir þurftu meiri hjúkrun. Á vegum heimahjúkrunar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur starfa 3 hjúkrunarfræðingar auk deildar- stjóra og 10—20 sjúkraliðastöður eru við deildina. Blaðamaður heim- sótti þær Kolbrúnu Ágústsdóttur deildarstjóra heimahjúkrunar og Þórdísi Ingólfsdóttur hjúkrunar- fræðing á skrifstofu heimahjúkrun- ar í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og innti þær fyrst eftir því hvernig þjónustu heimahjúkrunar væri hátt- að? „Við skiptum borginni niður í 3 hverfi, vesturbæ, austurbæ og mið- bæ og hefur einn hjúkrunarfræðing- ur umsjón með hverju hverfi. Deild- arstjóri fer samt yfirleitt í fyrstu heimsókn til sjúklings og metur hvers konar hjálp hann þurfi á að halda og hversu oft í viku þurfi að annast hann. Sjúkraliðarnir sjá um að baða sjúklinga og veita annars konar aðhlynningu en hjúkrunar- fræðingarnir fylgjast með starfi þeirra, gefa lyf og skipta á sárum. Annars er verkaskiptingin ekki svo greinileg." — Getið þið sinnt öllum beiðnum sem ykkur berast? „Við höfum aldrei neitað neinum um aðstoð og reyndar hefur ekki fengist úr því skorið hvort við höfum yfirleitt leyfi til að neita hjúkrunar- beiðnum. Við höfum hins vegar einu sinni gefist upp á sjúklingi vegna hversu ósamvir.nuþýður hann var. Það sem verra er er hversu seint við komum inn í myndina í sumum tilvikum. Það loðir enn við fólk að telja heimahjúkrunina aðstoð við fátæklinga og sumir halda að þeir þurfi að greiða einhver ósköp fyrir þessa þjónustu. Það eru því áreiðan- lega miklu fleiri sem þurfa á hjálp okkar að halda en þeir sem láta vita af sér. Það er oft erfitt fyrir gamalt fólk að vera eitt heima, og við getum hjálpað því við ýmislegt, t.d. lyfja- tökur og böð.“ — Er það fólk sem þið heimsæk- ið fært um að vera í heimahúsum? „Við gerðum lauslega könnun á því í ágúst hversu margir af þeim 260 sjúklingum sem við önnumst þyrftu að komast á stofnanir fyrir aldraða. Kolbrún Ágústsdóttir deildar- stjóri heimahjúkrunar. Rætt við Þórdísi Ingólfsdóttur og Kolbrúnu Ágústs- dóttur hjá heima- hjúkruninni Þórdís Ingólfadóttir hjúkrunar- fræöingur hjá heimahjúkruninni. Okkur bar saman um að þeir væru 83 sem ekki væru færir um að vera í heimahúsum. En vandkvæðin eru þau að margt af þessu fólki getur heldur ekki farið á stofnanir þar sem engin slík er fyrir hendi. Eldra fólk sem á við geðræn vandamál að stríða fær t.d. hvergi inni, ekki einu sinni á al- menningssjúkrahúsum þurfi það á slíku að halda. Það er afskaplega erfitt að hafa þetta fólk í heimahús- 24 tíma eftirlit þar sem það getur farið sér að voða hvar sem er og getur engan veginn séð um sig sjálft." — Hvernig er fjárhagsmálum heimahjúkrunar háttað? „Heimahjúkrunin er inni á fjár- hagsáætlun fyrir Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Okkur er séð fyrir nægu fjármagni til að halda núver- andi starfsemi gangandi en hins vegar mætti auka starfsemina og til þess vantar meira fé. Stjórnvöld gera sér ekki nægjanlega grein fyrir því hversu mikla fjármuni er hægt að spara með vel mannaðri og vel skipulagðri heimahjúkrun. Ef slíkt er fyrir hendi getur gamla fólkið verið mun lengur í heimahúsum og sparast þá sjúkrahúsgjöld og dag- gjöld á vernduðum stofnunum." — Nú farið þið í vitjanir einu sinni eða oftar í viku til hvers sjúklings. Eru einhverjir á ykkar vegum sem heimsækja aldrað fólk þess á milli? „Ekki á okkar vegum en safnaðar- systur í Laugarnes-, Nes- og Hall- grímskirkjusókn hafa haft þó nokk- urt samstarf við okkur í þessu sambandi. Þær hafa leitað ráða hjá okkur og fengið upplýsingar um það hverja þurfi helst að heimsækja. Þær eru þær einu sem við vitum að fari í heimsókn til einmana eldra fólks en fjöldinn allur situr einn heima meira eða minna allan dag- inn. Ættingjar þeirra eru svo upp- teknir af sjálfum sér að þeir gleyma þeim sem hafa alið þá upp. Við höfum orðið varar við það í starfi hversu mikilvægt það er að líta inn hjá þessu fólki og spjalla við það yfir kaffibolla þótt það sé ekki nema stutt stund. Því finnst það jafnvel meira virði en að við böðum það. Flestallir eiga einhverja ættingja eða fjölskylduvini sem eru aldraðir en fæstir hafa fyrir því að hafa samband við þá. Það er til skammar að ungt fólk skuli ekki sjá sóma sinn í að endurgjalda uppeldið með um- hyggju fyrir þeim sem hafa undir- búið jarðveginn að lífi þess og starfi er líður á ævikvöld þeirra," sögðu þær Kolbrún og Þórdís að lokum. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar: „Einveran er þyngsta bölið í ellinni” „Hjúkrunarmál aldraðra hér á höfuðborgarsvæðinu eru langt frá því aö vera í góðu lagi, því miöur,“ sagöi Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins | Grundar. „Hér er mikið af veiku og lasburða fólki, og á vegum borgarinnar sinnir heimahjúkr- un fjölda manns, auk þess sem mikið er af öldruðu fólki á sjúkrahúsum og á Hrafnistu. Þaö kemur af sjálfu sér, aö aldrað fólk þarf þá mestu og bestu hjúkrun, sem völ er á. Þaö er talaö um, aö ekkert sé of gott fyrir aldraða borgara og þeirra gamla heimili sé besti staöurinn fyrir ævikvöldiö. Þangað á aö færa því mat, síma og aörar nauösynjar, en þar er þaö ein- mana og óöruggt og er þaö þaö alvarlegasta. Öryggiskennd er ótrúlega mikils viröi og stuölar aö lengra lífi, en einveran er oft þyngsta böliö í ellinni." — Hvaö ber að gera til aö mæta þessari þörf? „Ég hef haldiö því fram í mörg ár aö byggja þurfi hjúkrunar- deildir viö sjúkrahúsin fyrir lang- legusjúklinga, aldraö fólk og aöra. Ég tel þá lausn vera þá einu réttu, hún er bæöi hag- kvæmust og ódýrust. Á sínum tíma var talað um slíka bygg- ingu viö Borgarsjúkrahúsið. Þá var gert ráö fyrir, aö sú deild sækti starfsaöstööu sína á spítalann og aö starfsfólkiö skiptist á um aö hjúkra aldraöa fólkinu, þar sem þaö er mjög þreytandi og erfitt aö starfa á slíkum deildum til lengdar, og meö þannig fyrirkomulagi fengju læknar og hjúkrunarfræöingar fjölbreyttari reynslu. Samþykkt var aö koma uþp húsi fyrir 40 manns í þessu skyni viö Borg- arsjúkrahúsiö til þess aö bæta úr mikilli þörf — en ekkert varö úr neinu. Daggjöld, sem Grund fær fyrir lasburöa og sjúkt fólk, eru mun lægri en aörir fá og þegar fariö er fram á aö fá sama, er svarið: „Þaö gengur svo vel hjá ykkur, aö þið þurfiö ekki meira.“ Gísli Sigurbjðrnsson forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundsr. En viö étum peningana ekki upp, við þurfum aö byggja meira. Litla Grund, sem nú er verið að reisa, er í. raun og veru aðeins endurnýjun og nauö- synleg viöbót, til þess aö öll starfsemi veröi sem hagkvæm- ust og aö meira rými veröi fyrir vistfólkiö. Þaö yrði enginn hængur á því aö leysa úr þeim vanda sem hjúkrunarmál aldr- aðra eru oröin, ef viö stæöum saman. Ef viö hættum aö haga okkur, eins og viö geröum á Sturlungaöld, tækjum upp sam- vinnu og ef vilji væri fyrir hendi, ættum viö aö geta leyst úr þessum vanda,“ sagöi Gísli aö lokum. ::

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.