Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 25 Verðbólgan: Hótel Loftleiðir hækkar í verði um 75 kr. á sekúndu „FASTEIGNASALAR telja að verðlag íasteigna í Reykjavík muni hækka um 60% á þessu ári,“ sagði Haraldur Blöndal héraðsdómslögmaður i ræðu ó fundi Stúdentafélags Reykja- víkur í fyrrakvöld. „Þá er mér tjáð,“ sagði Haraldur ennfrem- ur, „að Flugleiðir hafi eignfært þetta hús, sem við erum nú stödd i, Hótel Loftieiðir, á fjóra millj- arða króna um síðastliðin ára- mót. Þetta hús mun því hækka í verði um 2.4 milljarða króna á þessu ári, eða um 200 milljónir króna á mánuði; 6.3 milljónir króna á dag, 270 þúsund krónur á hverri klukkustund; 4500 krónur á hverri mínútu, og 75 krónur á hverri einustu sekúndu. — Þannig er nú verðfallið á íslandi. Á sama hátt má taka dæmi af fjölskyldu sem á íbúð sem um áramót var metin á 20 milljónir króna. íbúðin hækkar með öðrum orðum um 1 milljón króna á mánuði, og þá um 30 þúsund krónur á dag. Þetta skyldu menn ætla að væri nokkuð gott kaup, en samt er það svo að eigendur íbúðarinnar standa ekki betur að vígi í árslok heldur en í upphafi þess. Það eina sem gerst hefur er að peningarnir falla í verði.“ Vírar, lykt og laus skrúfa Utanrikisráðuneytið hafði í gær skeytasamband á fjarrita við islenzka sendiráðið i Moskvu til þess að spyrja nánar um frásögn Mbl. í gær af viralögnum og kynlegri meðferð á bifreið , islenzka sendiráðsritarans fyrir skömmu. Samkvæmt svari á fjarrita frá sendiráðinu í Moskvu er staðfest að eitthvað hafi verið fitlað við bíl sendiráðsritarans þegar brotizt I hafi verið inn í bifreiðina að nóttu til. Segir í svarskeyti sendiráðsins að 3. ágúst s.l. hafi Sigríður Snæv- arr sendiráðsritari farið í ökuferð í bílnum ásamt systur sinni og ann- arri konu. Hafi þær fundið ein- kennilega lykt og séð þegar að var gætt að kveikjari sem hafði verið fastur í bílnum, var orðinn laus og lausir vírar lágu við sætin, en engir vírar höfðu verið þar áður. Þá hafði verið fitlað við útvarpið í Volvobíln- um og bílstjórasætið var úr lagi fært og við það lá skrúfa sem ekki hafði verið þar áður. Segir í skeyti fjarritans frá Moskvu að frásögn heimildamanns Mbl. sé ekki rétt að því leyti, að hann hafi ekki upp- götvað neitt í bílnum sem ekki var áður komið í ljós og að ekki hafi fundist hljóðnemi í kveikjarahólf- inu. Gregors- og Áhugamenn um Gregors- og tiða- söng munu leiða saman hesta sína í Dómkirkjunni n.k. sunnudags- kvöld kl. 20.30, en í athugun er að Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í Stjórnarráðinu í gær er það staðreynd að stjórnvöld í Moskvu eru með margs konar hleranir í sambandi við erlenda starfsmenn þar og hafa verið skrif- aðar heilar bækur um hinar ótrú- legu aðferðir rússneskra stjórn- valda til þess að hlera samtöl. Það hefur hins vegar aldrei verið kann- að af fagmönnum hvort hlerunar- tæki eru i íslenzka sendiráðinu. tíðasöngur hefja útgáfustarf og miðla efni. Að loknum fundi verður sunginn Náttsöngur. t Bíll sendiráðsritara Islands í Moskvu: Þingfundi frestað fram á mánudag Gunnar Thoroddsen. Óvenjulegir og sér- stæðir málavextir Gunnar Thoroddsen (S), sagði m.a. að nú ríkti óvenjulegt og sérstætt þjóðmálaástand. Líf og dauði fráfarandi ríkisstjórnar hefði verið með þeim hætti að ekki væri fordæmi slíks að finna. Sjaldgæft væri að vísu að halda þingfundi á laugardögum, í byrjun þings, en framsóknarmenn hefðu þó átt að geta séð fyrir, eins og málum væri nú háttað, að þörf væri þingmanna á vinnustað þessa dagana, jafnt helga daga sem virka, er þeir boðuðu til fundahalda um land allt, eins og dómsmálaráð- herra hefði upplýst. Þeir, sem nú hefðu beðið um frest, gætu gengið til forsetakjörs á morgun, en þá virtist Framsóknarflokkurinn hafa öðrum hnöppum að hneppa. Gunn- ar ítrekaði, að ekki væri óeðlilegt, að kjör forseta þingsins kæmi inn í myndina, er stjórnarmyndun væri til umræðu. Þingfundi frestað Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs í þessari umræðu. Oddur Ólafsson, aldursforseti, frestaði síðan fundi, án þess að tilgreina frekar, hvenær honum yrði fram haldið. EINS OG fram kom við upphaf þingfundar í gær, voru Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur þá ekki tilbúnir til þess að kjósa forseta þingsins enda stóðu umræður um stjórnar- myndun sem hæst. Lagði Gunn- ar Thoroddsen, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, fram beiðni um frestun funda þar til á laugardag. Þessu mótmælti formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra, harðlega og kvað Framsóknarmenn búna að boða til funda um land allt á morgun og því útilokað fyrir þá að sækja fundi á Alþingi. Gunn- ar Thoroddsen svaraði aftur og kvað óviðurkvæmilegt af Fram- sóknarflokkinum að boða til slíkra pólitískra funda þegar í þingbyrjun og ný ríkisstjórn væri í burðarliðnum. Eftir þessar umræður frestaði Oddur Ólafsson, aldursforseti þingsins, fundi án þess að til- greina hvenær þingmenn skyldu koma saman aftur. Eftir frest- unina átti svo Gunnar Thor- oddsen, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fund með fulltrúum þingflokka Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks og urðu þeir ásáttir um frestun fundar til klukkan 14 á mánu- dag. Hvorki þingmenn Sjálfstæðis- flokksins né Alþýðuflokks voru hafðir með í ráðum við þessa ákvörðun og kom fram megn óánægja með þetta samkomulag í viðræðum blaðamanna Morg- unblaðsins við þingmenn þess- ara flokka. Samið um frestun funda fram á mánudag. Á myndinni ræðast við Steingrímur Hermannsson, ólafur Jóhannesson, Oddur ólafsson, aldursforseti þingsins, Lúðvík Jósepsson, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis og Gunnar Thoroddsen. — sagði Gunnar Thoroddsen á Alþingi í gær KJÖRI forseta sameinaðs þings og tveggja varaforseta var enn frestað á fundi Alþingis í gær. Aldursforseti, Oddur ólafsson, setti fund, kynnti þingmál og sagði beiðni fram komna um frestun á kjöri forseta til morg- uns, laugardags. Steingrímur Hermannsson, dómsmálaráð- herra, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár, og mótmælti þessari frestun, þar eð Framsóknarflokk- urinn hefði boðað til fundahalda um land allt og ekki hefði verið haft samráð við Framsóknar- flokkinn um frestunina. Gunnar Thoroddsen sagði aðeins 3 klukkutima frá því ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefði fengið lausn frá störfum þá fyrr um daginn og þvi ekki óeðlilegt, að umræður um stjórnarmyndun og annað, sem stjórnarmyndun tengdist, svo sem forsetakjör á Alþingi, væru ekki að fullu til lykta leiddar. Ölafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, tók og til máls. Umræðurnar eru lauslega og efnislega raktar hér á eftir. Frestun á kjöri þingforseta mótmælt Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra, mótmælti harðlega frestun á kjöri þingfor- seta. Hann sagði Framsóknar- flokkinn hafa boðað til funda um land allt nú um helgina og gæti ekki breytt þeirri ákvörðun, þann veg, að þingfundur á laugardegi kæmi þvert á þessa ætlun flokks- ins. Hann sagði að hvorki hefði- verið haft samband við sig sem formann Framsóknarflokksins né formann þingflokks hans um þessa frestun. Þrír klukkutímar frá undirritun dánarvottorðs Gunnar Thoroddsen (S) sagði efnislega, að nú væru aðeins þrír klukkutímar síðan ríkisstjórn Ól- afs Jóhannessonar hefði verið veitt lausn frá störfum. Kjör þingforseta hljóti óhjákvæmilega að hanga saman við viðræður flokka í milli um myndun ríkisstjórnar, við nú- verandi aðstæður, enda verkstjórn á þingi mál, sem hlyti að tengjast landstjórn. Ekki væri óeðlilegt að mál þessi væru á umræðustigi svo skömmu eftir að forseti hefði veitt fráfarandi stjórn lausn frá störf- um. Stjórnarmyndun hlyti að taka einhvern tíma. Urðu við tilmælum með mikilli ánægju Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagðist ekki sjá beint samband á milli kjörs þingforseta og myndunar nýrrar ríkisstjórnar, eins og háttvirtur þingmaður, sem gæti orðið hæstvirtur innan tíðar, vildi vera láta. Núverandi ríkis- stjórn hefði formlega beðist lausn- ar í morgun. Forseti hefði beðið hana að gegna áfram störfum og hefðu allir ráðherrarnir orðið við þeirri beiðni með mikilli ánægju! Starfsstjórn gæti setið við völd svo mánuðum skipti, ef fordæmi væru höfð í huga. Ekki væri því hægt að halda þinginu starfslausu með frestun á forsetakjöri unz ný stjórn væri mynduð. Það er þinginu til vansæmdar að fresta enn forsetakjöri. Það gæti hugsanlega farið fram á síðdegis- fundi. Að lokum minnti Ólafur á ýmis verkefni, sem þings biðu, m.a. staðfestingar bráðabirgðalaga, sem féllu úr gildi, ef þing yrði rofið án þess að staðfesta þau. Steingrímur Hermannsson. ólafur Jóhannesson. Stj ómarmyndun hlýtur að taka einhvern tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.