Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
37
Lyf jaframleiðsla úr
blóði fylfullra hryssna
Svo kann að fara að út-
flutningur á blóði úr fylfull-
um hryssum og hormónum
unnum úr blóði þeirra verði
innan tíðar álitlegur at-
vinnuvegur hérlendis. Tveir
aðilar hafa í sumar unnið að
athugunum og tilraunum
varðandi þennan útflutn-
ing. Gunnar Bjarnason
ráðunautur og ívar Guð-
mundsson ræðismaður
könnuðu í sumar möguleika
á slíkum útflutningi til
Bandaríkjanna. ------Hefúr
Rannsoknarstofnun land-
búnaðarins óskað eftir því
við landbúnaðarráðuneytið
að það skipi framkvæmda-
stjórn, er í eigi sæti full-
trúar þeirra aðila, sem mál-
ið tengist og vinni þessi
framkvæmdastjórn að fram-
gangi þess. í sumar var
tekið blóð úr 70 hryssum í
Skagafirði og var það selt
til Danmerkur en umboð
fyrir danska fyrirtækið,
sem keypti blóðið, hafa Ein-
ar Birnir heildsali i
Reykjavík og Tilraunastöð-
in á Keldum.
Gunnar Bjarnason sagði í
samtali við þáttinn að hann og
Ivar hefðu átt fund með forráða-
mönnum bandarísks fyrirtækis
fyrir vestan haf í sumar. Þar
hefði komið í ljós, að eftirspurn
eftir svokölluðum GONAD-
TROP-hormón er mikil í Banda-
ríkjunum og er langt frá því að
hægt sé að fullnægja eftirspurn-
inni. Þessi hormón eru unnin úr
blóði fylfullra hryssna á tímabil-
inu 50 dögum eftir að þær fyljast
til 100. dags eftir fyljun eða í 7
vikur.
„Skortur á þessu efni í
Ameríku nú stafar af því,“ sagði
Gunnar, „að svokallaðir vírus-
sjúkdómar eru útbreiddir í
hrossum víða um heim en í
Bandaríkjunum er ekki hægt að
fá innflutningsleyfi fyrir þurrk-
uðu blóðefni frá löndum, þar
STJÓRN Búnaðarfélags íslands
samþykkti á fundi sínum sl.
fimmtudag að heimila búnaðar-
samböndunum og hestamanna-
félögunum á Austurlandi að
halda fjórðungsmót í fjórðungn-
um næsta sumar. Fyrir fundin-
um lá bréf frá Búnaðarsambandi
Austurlands þar sem borin var
fram ósk um að stjórn B.í.
heimilaði mótið. Áður hafði
SJÖ folar frá Stóðhestastöð
Búnaðarfélags íslands á
Litla-IIrauni verða seldir á upp-
boði, sem fram fer þar laugar-
daginn 10. nóvember n.k. og
hefst ki. 14. Folarnir, sem seldir
verða, eru 3., 4. og 5 vetra en
folarnir, sem boðnir verða upp,
eru: Bótólfur frá Svignaskarði,
Drómi frá Vatnsleysu, Fylkir
frá Akureyri, Glói frá Svigna-
skarði, Giúmur frá Kirkjubæ,
Háleggur frá Akureyri (undan
Náttfara 776) og Mjalli úr
Reykjavik.
Þorvaldur Árnason, sem verið
hefur tilraunastjóri á Stóðhesta-
sem vírussjúkdómar eru land-
lægir. Af þessari ástæðu er nú
Argentína, sem fram að þessu
hefur selt mest af þessu efni á
markað í Bandaríkjunum, fallið
út úr myndinni. Ef við Islend-
ingar getum sannað, að þessir
sjúkdómar, sem þessari fram-
leiðslu eru hættulegir, finnist
ekki hér á landi og að við höfum
í frammi virkar aðgerðir til að
verjast þessum sjúkdómum, þá
væri möguleiki á að við gætum
fengið innflutningsleyfi til
Ameríku en það er nú talið
örðugt og getur tekið talsverðan
tíma.“
Gunnar sagðist vera þeirrar
skoðunar að íslendingar ættu
ekki að fara út í að flytja aðeins
út fryst blóð heldur ætti að
fullvinna það í hormóna hér
innanlands. „Þetta er talin
vandasöm framleiðsla, sem
krefst menntaðra sérfræðinga.
Við eigum þegar hóp velmennt-
aðra líf- og efnafræðinga, sem
gætu leyst þetta verkefni af
hendi. Sjálf framleiðslan ætti
ekki að krefjast neitt sérstak-
stjórn Búnaðarfélagsins að til-
lögu sýningarnefndar B.í. og
Landssambands hestamannafél-
aga samþykkt að fjórðungsmót
skyldi haldið næsta sumar á
Vesturlandi. Næsta sumar verða
því haldin tvö fjórðungsmót
hestamanna, annað á Kaldár-
melum á Snæfellsnesi og hitt að
öllum líkindum á Iðavöllum á
Héraði.
stöðinni að undanförnu, hélt í
haust til Svíþjóðar til fram-
haldsnáms í búfjárfræði og mun
ætlun hans að ljúka þar doktors-
prófi í greininni. Verður hann í
leyfi frá starfi sínu næsta árið
en gert er ráð fyrir að Þorvaldur
verði við nám ytra næstu 2 til 3
ár.
Þá hefur Þorgeir Vigfússon
bústjóri á Stóðhestastöðinni
sagt starfi sínu lausu frá og með
næstu áramótum. Gunnar Árna-
son, sem starfaði sem tamninga-
maður á stöðinni í fyrravetur,
hefur verið endurráðinn til sömu
starfa í vetur.
Hestar
Umsjón. Tryggvi
Gunnarsson
lega mikils stofnkostnaðar eða
neins verksmiðjubákns. Það að
koma upp framleiðslu sem þess-
ari er vart meira átak en það var
að reisa rjómabú um 1910 miðað
við þá þekkingu og menntun
sérfræðinga, sem þá var fyrir
hendi og nú er,“ sagði Gunnar.
Verulegur verðmunur er á
blóðinu eftir því í hvaða formi
það er selt en bæði er hægt að
selja það í plasma-formi, í
frostþurrkuðu formi eða full-
hreinsað („purified"). Gunnar
sagði að plasma-framleiðslan
væri einföld. Til að hindra hlaup
fíbrínsins er sett cítrat í brús-
ann við blóðtöku en blóðkornin
eru samdægurs skilin frá og
plasmað síðan fryst. Til frost-
þurrkunarinnar þarf að útvega
stóran frostþurrkara en það eru
ekki talin sérstaklega dýr tæki
og má nefna að Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins á einn lítinn
frostþurrkara til að þurrka sýni.
Fullvinnsla eða vinnsla svo-
nefndra „purified hormon"
krefst talsverðrar tækni.
Að sögn Gunnars fær banda-
ríska fyrirtækið blóðplasmað að-
allega frá vírus-hreinum héruð-
um í Kanada og eru bændum þar
greiddir 6 kanadískir dollarar
fyrir hvern lítra blóðs úr not-
hæfri hryssu án frekari magn-
rannsókna við hverja blóðtöku.
Talið er að úr íslenzkum hryss-
um megi í hvert sinn taka um 5
til 6 lítra en blóð er tekið
vikulega á 7 vikna tímabili eða
alls 35—40 lítrar. Reikna má
með að í hverjum blóðlítra séu
að meðaltali um 60.000 I.U.
hormón eða alls í 42 lítrum um
2,5 milljónir I.U. hormón. Talið
er að um helmingur þessa magns
glatist í vinnslunni svo að um
1.25 milljón I.U. hormón kæmi
til sölu úr hverri hryssu af
„purified hormon“. Svarar þetta
til þess að hver hryssa geti aflað
í gjaldeyri um 1250 Bandaríkja-
dala. Til samanburðar skal þess
getið, að bandaríska fyrirtækið,
sem þeir Gunnar og ívar heim-
sóttu, greiðir 370 Bandaríkja-
dollara fyrir hver milljón I.U.
hormón í frostþurrkuðu formi en
fyrir „purified" hormónefni
greiðir það 1000 dollara fyrir
hverja milljón af I.U. hormón.
Gunnar nefndi að til saman-
burðar við aðra íslenska land-
búnaðarframleiðslu mætti taka
meðalkýrnyt á ári til framleiðslu
á óðalsosti til útflutnings og er í
dæminu miðað við verðlag og
gengi í júlí sl. Eins og fyrr sagði
ætti hver hryssa að gefa 1250
Bandaríkjadali í gjaldeyri á ári'
væri blóðið flutt út unnið í
„purified hormon" eða miðað við
gengi í júlí sl. eru það 435
þúsund ísl. krónur.. Varðátidi
kúna mætti'géra ráð fyrir, að
ársnyt hennar í mjólk væru 3300
kíló og fengjust úr því magni 327
kg af óðalsosti auk um 40 kg af
smjöri. Við útflutning fengjust
800 krónur fyrir kg af óðalsost-
inum og 350 krónur fyrir
smjörkílóið. Samtals aflaði því
kýrin 275.600 kr. á ári í gjald-
eyri.
Samkvæmt áætlun, sem
Gunnar gerði í júlí sl., er miðað
við að bændur hér fengju sama
verð og bændur í Kanada eða 6
kanadiska dollara fyrir hvern
lítra af blóði eða miðað við gengi
í júlí 1800 kr. ísl. Séu 6 lítrar af
blóði teknir úr hryssu í hvert
skipti þá gerir það um 11.000 kr.
fyrir hverja blóðtöku og fyrir 7
blóðtökur á 50 daga tímabili
gerir það um 77,000 kr. Auk þess
gæfi hver hryssa af sér folalds-
verðið, sem Gunnar áætlaði í
sumar um 43.000 kr. Ársafurðir
eftir slíka hryssu eru þá um 120
þúsund kr. Telur Gunnar að
stóðbóndi með slíka framleiðslu
þyrfti að hafa um 80 fyljaðar
hryssur til að hafa brúttó-
framleiðslu upp á 10 milljónir
ísl. kr. Gunnar segir að kjarnfóð-
ur- og áburðarkostnaður verði
aðeins hluti af því, sem naut-
gripaframleiðslan krefst og
sama gildi um fjárfestingar-
kostnað allan.
í samtalinu við Gunnar kom
fram, að mikil verzlun er einnig
í Ameríku með steroida, sem
framleiddir eru úr þvagi fyl-
fullra hryssna en þvaginu er
safnað seinnihluta vetrar. Ekki
virðist þó vera jafn mikill skort-
ur á framboði steroida nú vegna
þess að söfnun þvagsins er auð-
veldari en söfnun blóðsins og er
ekki eins háð vírus-sjúkdómum
og blóðtakan.
Þeir Gunnar og ívar sömdu
skýrslu um viðræður sínar við
bandarísku fyrirtækin og var
hún send Rannsóknastofnun
landbúnaðarins. Stofnunin hefur
nú skrifað landbúnaðarráðu-
neytinu og óskað eftir því að
skipuð verði framkvæmdastjórn,
sem vinni að framgangi málsins.
Hefur RALA lagt til að í
framkvæmdastjórninni verði
einn fulltrúi frá stofnuninni,
einn frá Tilraunastöðinni á
Keldum og einn frá Sambandi
ísl. samvinnufélaga. Hefur
RALA þegar tilnefnt Gunnar
Bjarnason sem fulltrúa sinn og
er nú beðið eftir að landbúnað-
arráðuneytið afgreiði málið.
Sem fyrr segir var í sumar
gerð tilraun með að taka blóð úr
hryssum í Skagafirði á vegum
Hagsmunasamtaka hrossa-
bænda en umboð fyrir danska
fyrirtækið, sem kaupir blóðið,
hafa Einar Birnir heildsali í
Reykjavík og Tilraunastöðin á
Keldum. Blóð var tekið úr 70
hryssum og var blóð tekið fimm
sinnum úr hverri hryssu, fjórir
lítrar í einu. Lítrinn er seldur á
2.000 kr. og gefur því hver
hryssa eiganda sínum 40.000
krónur í aðra hönd. Blóðtakan
hófst 10. ágúst og stóð til loka
september. Einar Birnir sagði í
samtali við þáttinn að ekki væri
enn hægt að segja hvernig þessi
tilraun hefði komið út fjárhags-
lega og fyrr en það lægi fyrir
væri of snemmt að segja til um
hvert framhald yrði á þessu á
næstu árum.
Áhrifamikil
íslenzk
grafík
ÍSLENZKI grafíklista-
maðurinn Richard Valtin
gojer-Johannsson fær mjög
lofsamlega dóma hjá
myndlistargagnrýnanda
danska blaðsins Berlingske
tidende þar sem hann
skrifar um norræna
grafíksýningu í Nikolaj-
kirkjunni. Gagnrýnandinn
segist sakna þess að hafa
ekki séð fleiri af hinum
áhrifamiklu grafíkmyndum
Valtingojers, en hér birtist
mynd úr danska blaðinu af
einni þeirra.
Allsherjar
markaður í
Bústaðasókn
Haustið er ekki aðeins tími
fallandi laufa og naprari golu.
Þá er lika hugað að undirbún-
ingi vetrar í mat og klæðnaði.
Konurnar í Bústaðasókn hafa
fullan hug á því að gera
starfssystrum sínum og bræðr-
um þetta nokkuð auðveldara
með því að efna til stórmarkað-
ar i húsakynnum Safnaðar-
heimilis Bústaðakirkju núna á
laugardaginn kemur, þann 13.
október. Hefst markaðurinn kl.
2 stundvislega og stendur fram
eftir degi á meðan nokkuð er
óselt.
Á boðstólum verður alls konar
fatnaður á vinsælum flóamark-
aði og bazarmunir alls konar,
. þar sem verðlagið er enn bundið
„gömlu krónunni", grænmeti svo
til nýkomið úr görðum, og að
ógleymdum öllum kökunum,
sem hafa verið að fylla svo mörg
hús í sókninni ilmi og angan
þessa dagana, meðan á bakstri
hefur staðið.
Það er Kvenfélag Bústaða-
sóknar, sem hefur allan veg og
vanda af þessum markaði, en
þær hafa aldri legið á liði sínu
við að stuðla að framgangi góðs
máls. En andvirði markaðarins
fer til kaupa á húsgögnum fyrir
safnaðarheimilið, og þá hafa
þær einnig fullan hug á því að
ganga þann veg frá hátalara-
kerfi kirkjunnar, að það komi að
fullum notum fyrir heyrna-
skerta. En það er með kirkjur
eins og stor heimili, að þar þarf
mörgu að sinna og helzt engu að
gleyma.
Verið því velkomin á laugar-
daginn og njótið þess, sem þar
er hægt að fá, auk þess sem
glæstir vinningar í happdrætti,
sem dregið er í fyrirfram, gera
heimsóknina ennþá meira
spennandi.
(Frá Bústaðasókn).
Fjórðungsmót á Aust-
urlandi næsta sumar
Uppboð hjá Stóð-
hestastöðinni