Morgunblaðið - 13.10.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 13.10.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —- atvinna — atvinna Borgarnes Vantar starfsfólk nú þegar í saumaskap og frágangsvinnu í verksmiöju okkar í Borgar- nesi. Prjónastofa Borgarness, sími 93-7377. Trésmiðir — Verkamenn Nokkrir trésmiðir óskast í uppslátt o.fl. Einnig verkamenn til ýmiss konar starfa. Einingahús, h/f, sími 52144 Kvöldsími milli kl. 8 og 9, 42917. Heilsugæslustöðin í Vík í Mýrdal auglýsir eftir ritara Eiginhandarumsókn sendist heilsugæslu- lækni fyrir 25. okt. n.k. Stjórn heilsugæslustöðvar í Vík. Starfsfólk óskast nú þegar til starfa við flökunarvélar og vörulyftara. ísbjörninn h.f., Noröurgaröi, sími 29400. 1. vélstjóra vantar á reknetabát. Upplýsingar í síma 97-5661. Málmiðnaðarmenn Getum bætt við okkur rafsuðu- og plötu- smiðum. Mötuneyti á staðnum. Leikfangaverslun Leikfangaverslun í miðborginni óskar að ráða duglega og ábyggilega konu tilafgreiöslu allan daginn. Upplýsingar í síma 51747 eftir kl. 3, laugar- dag og allann sunnudag. Akraneskaupstaður Rafveitustjóri Laust er til umsóknar starf rafveitustjóra viö Rafveitu Akraness. Tæknimenntun er áskilin. Ráðið verður í starfiö til óákveðins tíma. Umsóknarfrestur er ákveðinn til 25. október n.k. og skal skriflegum umsóknum komið á bæjarskrifstofuna Kirkjubraut 8. Nánari uppl. veitir undirritaöur. Akranesi, 10. október 1979. Bæjarstjóri. Skrifstofustarf Fyritæki óskar að ráöa fólk til skrifstofustarfa nú þegar eða síðar eftir samkomulagi. Áskilin er reglusemi og nokkur kunnátta í almennum skrifstofustörfum. Umsóknir sendist á Mbl. merktar: „Fram- tíöarstarf — 4642“ fyrir 17. þ.m. Félagsstofnun Stúdenta óskar að raða fulltrúa. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síöar en 15. nóv. n.k. Umsóknum sé skilað á skrifstofu félagsstofn- unar stúdenta, félagsheimili stúdenta við Hringbraut, Box. 21 Reykjavik, eigi síðar en 31. okt. n.k. Nánari uppl. veitir framkvæmda- astjóri. Sími: 16482. BÁTAIÓN símar 52025 og 50168. Akraneskaupstaður Störf skólaritara og þroskaþjálfa Óskað er eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: Skólaritara við Grunnskólann á Akranesi. Uppl. um starfið veita skólastjóri og bæjar- stjóri. Þroskaþjálfa í fullt starf frá næstu áramótum aö telja. Uppl. veitir félagsmála- stjóri. Skriflegum umsóknum sé skilað á bæjarskrifstofuna Kirkjubraut 8, fyrir 25. október n.k. Akranesi, 10. október 1979. Sambandsþing Norræna félagsins: Áhugaefni að efla tengsl við vinabæi SAMBANDSÞING , Nor- ræna íélagsins á íslandi fór nýlega fram í Reykjavík. Sátu það 90 fulltrúar af öllu landinu. en nú starfa 40 deildir Norræna félagsins á land- inu og hefur þeim fjölgað ört síðustu árin að sögn Hjálmars ólafssonar formanns Norræna félags- ins. í upphafi þingsins minntist Hjálmar Ólafsson dr. Magnúsar Gíslasonar skólastjóra. Þá var Þóroddur Guðmundsson gerður að heiðursfélaga, eins og Mbl. hefur þegar skýrt frá. Á sambandsþing- inu gáfu formenn deildanna skýrslu um starfsemi þeirra síðustu tvö árin, en þingin eru haldin annað hvert ár og standa yfir í einn dag. Hjálmar Ólafsson tjáði Mbl. að þróttmesta starfið væri í þeim deildum, sem hefðu tengsl við vinabæi á Norðurlönd- unum, en á þessu ári hafa verið haldin 4 vinabæjarmót á íslandi, á Egilsstöðum, Hveragerði, Siglu- firði og Vestmannaeyjum. Sagði Hjálmar þau öll hafa tekizt vel og færðu mönnum heim sanninn um þýðingu þeirra og væri áhugaefni að efla þau, en nú eru á annan tug bæjarfélaga í slíkum vinabæjar- tengslum. Endurvakin hefur verið vinabæjarnefnd skipuð 2 full- trúum Norræna félagsins og ein- um frá Sambandi ísl. sveitarfé- laga, en henni er ætlað að stuðla að frekari vinabæjartengslum. Nokkrar lagabreytingar voru gerðar á sambandsþinginu m.a. var fækkað fulltrúum, sem rétt eiga til setu á sambandsþingi. Rétt til þingsetu áttu nú á annað hundrað fulltrúar og með vaxandi félagafjölda þykir það lítt viðráð- anlegur fjöldi, en Norræna félagið telur nú kringum 12 þúsund manns. Þá var rætt um að þingið yrði lengt í 2 daga og haldið úti á landi og ákveðið var að æskulýðs- fulltrúa yrði bætt í stjórnina, sem einnig tæki sæti í framkvæmda- stjórn. í sumar var í Reykjavík fjölmennt æskulýðsmót sem þótti takast vel. Hjálmar Ólafsson var einróma endurkjörinn formaður stjórnar- innar og eru aðrir í stjórn Þórdís Þorvaldsdóttir og Gylfi Þ. Gísla- son, Reykjavík, frá Vesturlandi Þorvaldur Þorvaldsson Akranesi, frá Norðurlandi Bárður Hall- dórsson Akureyri, frá Austurlandi Ólafur Guðmundsson Egilsstöðum og frá Suðurlandi Grétar Unn- steinsson Hveragerði. _ , Æskulyðs- fulltrúi var kjörinn Karl Jeppesen og Dóra Hjálmarsdóttir var- amaður. Varastjórnina skipa Svava Storr og Lúðvíg Hjálmtýs- son Reykjavík, Kristjana Sigurð- ardóttir ísafirði, Sigurður Gunn- laugsson Siglufirði, Gunnar Ól- afsson Neskaupstað, Vilhjálmur Skúlason Hafnarfirði og Eyjólfur Ólafsson Grindavík. Endurskoð- endur voru kjörnir Þór Vil- hjálmsson og Úlfur Sigurmunds- son og til vara Þórður Magnússon og Árni Brynjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.