Morgunblaðið - 13.10.1979, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjðrn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjóm og skrifstofur Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480.
Afgreiösla Sími 83033
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands.
I lausasölu 200 kr. eintakiö.
Fallin stjórn
Náðarstund vinstri stjórnarinnar ranr. loTcs upp í gær,
þegar forseti íslands veitti Ólafi Jóhannessyni og
ráðuneyti hans lausn frá störfum, en bað hann að vísu að
sitja áfram, meðan önnur ríkisstjórn hefði ekki verið
mynduð. Þessarar stundar hefur lengi verið beðið af
þjóðinni. Ekki vegna þess, að ríkisstjórnin hafi verið
óvelkomin þegar hún var mynduð. Þvert á móti voru miklar
vonir við hana bundnar, enda varð hún til eftir einhvern
mesta kosningasigur og mestu umskipti, sem um getur í
stjórnmálasögu landsins.
í fyrstu þótti ýmsum, sem ríkisstjórnin tæki fast á
hlutunum. Þannig afnam hún söluskatt af ýmsum tegund-
um matvæla og jók niðurgreiðslur með þeim árangri, að
framfærsluvísitalan hækkaði minna en ella. Að vísu
hækkaði stjórnin skatta á móti, en menn voru reiðubúnir til
þess að þola það, ef einhvers árangurs yrði að vænta í
baráttunni við verðbólguna. Það kom brátt í ljós, að þessar
fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru hvorki fugl né
fiskur, læknuðu ekki neitt og bættu ekki neitt, fremur en
smáskammtalækningar eru vanar að gera. Og þegar
framhaldið varð eftir þessu, engin samstaða um aðgerðir til
frambúðar, heldur tekinn frestur á frest ofan, svo að einar
bráðabirgðaráðstafanir ráku aðrar, fóru menn smátt og
smátt líka að missa trúna á það, að vinstri menn væru
yfirleitt færir um að stjórna landinu. Það er enginn vafi á
því, að þessar köldu, en beinhörðu staðreyndir valda
mörgum vonbrigðum sem virkilega trúðu á boðskapinn um
samningana í gildi vorið 1978 og skrumkenningarnar um
verðhjöðnun í stað verðhækkana sem ekki áttu að bitna á
neinum. En menn verða reynslunni ríkari. Nú liggur það
ljóst fyrir fleirum en áður, að niðurlögum verðbólgunnar
verður ekki ráðið með patentlausnum eða slagorðum,
heldur þurfa markvissar aðgerðir til að koma, sterk stjórn,
samhent stjórn.
Ábyrgð og
ábyrgðarleysi
Framsókn og alþýðubandalagsmenn hafa um þessar
mundir ekki við að lýsa því yfir, að það sé ábyrgðarleysi
að efna til kosninga á íslandi.
Morgunblaðið spyr: Síðan hvenær hafa kosningar verið
„ábyrgðarleysi"? Síðan hvenær hefur það verið ábyrgðar-
leysi að fólkið sjálft fái að stjórna Islandi, en ekki
misjafnlega ógæfusamar framaklíkur innan stjórnmála-
flokka? í þessu tilfelli innan þeirra tveggja flokka, sem
nefndir voru hér að framan.
Framsókn og Alþýðubandalagsmenn hafa ekki við að lýsa
því yfir, að það sé fyllsta ábyrgðarleysi af Alþýðuflokknum
að hanga ekki í ríkisstjórn, sem hann fullyrðir að hafi
gersamlega brugðizt þjóðinni í meginatriðum. Auðvitað eru
alþýðuflokksmenn samábyrgir framsóknar- og
alþýðubandalagsmönnum vegna þeirra 400 hundadaga, sem
vinstri stjórnin leiddi yfir þjóðina, — og umfram allt sviku
þeir öðrum fremur kosningaloforð sín, sem borin voru fram
með hávaða og skrumi.
En Morgunblaðið leyfir sér að spyrja: Síðan hvenær er
það ábyrgðarleysi að segja skilið við ríkisstjórn, sem
flokkur telur að hafi svikið öll sín loforð, eins og
Alþýðuflokkurinn hefur nú sjálfur sýnt réttilega fram á.
Hann hafði þrek til þess og það verður að meta við hann.
Væri það ekki fremur ábyrgðarleysi að hanga í
ríkisstjórn, sem svikið hefur öll sín loforð — og menn trúa
ekki á?
Það væri fróðlegt að fá svör við slíkum spurningum, — og
að minnsta kosti að menn veltu þeim fyrir sér.
Svo að ekki sé nú talað um stjórnarandstöðuflokkinn,
sem ávallt hefur krafizt þess, að kosið yrði um stjórnleysi
vinstri stjórnar og neitað að taka þátt í ríkisstjórn, nema
að undangengnum kosningum. Auðvitað hlýtur hann að
halda fast við stefnu sína. Annað væri ábyrgðarleysi af
Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðismenn hafa tekið mjög eindreKna afstöðu gegn íbúðarbyKgð á Laugardalssvæðinu og á
svæðinu, þar sem Klyf jahestur Sigurjóns Olafssonar er.
/
Birgir Isl. Gunnarsson:
Ágreiningur um íbúðar-
byggð í Laugardalnum og
við Suðurlandsbraut
í apríl 1977 var samþykkt í
borgarstjórn nýtt aðalskipulag
fyrir Reykjavík, en í því fólst
áætlun um byggð í borginni
næstu 20 ár. I aðalskipulaginu
var m.a. gerð grein fyrir endur-
nýjun eldri hverfa í borginni svo
og nýjum byggðahverfum. Um
aðalskipulagið var í meginatrið-
um samstaða milli Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks. Alþýðubandalagið
hafði hinsvegar sérstöðu í ýms-
um atriðum.
Alþýðubanda-
lagið tekur
forystu í
Þegar vinstri flokkarnir náðu
meirihluta í Reykjavík tók Al-
þýðubandalagið að sér forystuna
í skipulagsmálum. Frá upphafi
var Ijóst, að Alþýðubandalagið
vildi halda fast við afstöðu sína
til aðalskipulagsins og þótt Al-
þýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur hafi verið því samþykkir
á sínum tíma létu þeir greinilega
undan eða a.m.k. tóku það gott
og gilt að hið nýendurskoðaða
aðalskipulag yrði lagt til hliðar.
En eitt er að vera á móti —
annað er að byggja upp eitthvað
nýtt í staðinn. Og það hefur
heldur betur vafist fyrir þeim
Alþýðubandalagsmönnum og
þeim öðrum vinstri flokkum,
sem hafa falið þeim forystu í
skipulagsmálum.
Skortur á
lóðum
Eitt vita þeir þó að er stað-
reynd. Byggingarlóðir í
Reykjavík þrýtur ört og fyrir-
sjáanlegur er mikill lóðaskortur
í Reykjavík. Aðalskipulagið frá
1977 og framkvæmd þess var
hugsað sem grundvöllur þess að
hægt yrði að deiliskipuleggja og
gera byggingarhæf ný byggða-
svæði, sem gætu tekið við af
Breiðholtinu og öðrum þeim
skipulags-
málum
svæðum, sem verið hafa í bygg-
ingu í Reykjavík að undanförnu.
Eitthvað varð því til bragðs að
taka. Fundið var upp lausnar-
orðið „þétting byggðar", sem
skyldi leysa allan vanda og vera
í það stórum stíl, að hún gæti
fullnægt lóðaþörf í Reykjavík
um eitthvert árabil eða þangað
til vinstri flokkarnir gætu komið
sér saman um nýtt aðalskipulag
og komið því í framkvæmd.
Gengið
of langt í
þéttingu
byggðar
Nú er þétting byggðar ekkert
nýtt fyrirbæri í Reykjavík. í
tímans rás og við breyttar að-
stæður hefur það oft gerst að
svæði, sem ætluð voru til ann-
arra nota hafa verið tekin til
íbúðabyggðar. Má sem dæmi um
það nefna Eiðsgrandasvæðið,
sem upphaflega var ætlað til
iðnaðar en er nú skipulagt sem
íbúðarsvæði. Nýjasta dæmið,
sem fullkomin samstaða var um,
er nýtt skipulag neðan við
Rauðagerði, þar sem komið verð-
ur fyrir íbúðarhúsum.
í hugmyndum vinstri manna
nú um þéttingu byggðar er
gengið allt of langt. Mesti
ágreiningurinn er um tvö svæði,
sem að mati okkar Sjálfstæð-
ismanna kemur ekki til greina
að skipuleggja fyrir íbúðar-
byggð. Annað er svonefnt Laug-
ardalssvæði, en hitt er svæðið,
sem markast af Suðurlands-
braut, Miklubraut og Skeiðar-
vogi og reyndar gert ráð fyrir að
byggja norðan við Suðurlands-
braut allt að lóðum húsanna við
Gnoðarvog.
Laugardals-
svæðið
Fyrrnefnda svæðið er í aðal-
skipulagi ætlað undir stofnanir
og var á sínum tíma fyrirhugað
að þar kæmi menntaskóli og nær
Laugardalshöllinni voru ráðgerð
frekari mannvirki til sýningar-
halds í tengslum við Höllina.
Menntaskólahugmyndin er úr
sögunni, en vel mætti hugsa sér
á þessum slóðum einhverja
stofnun, sem nýttist vel í tengsl-
um við útivistarsvæði í Laugar-
dalnum. Dæmi um slíkt eru
Kjarvalsstaðir á Miklatúni.
Samkeppni
Laugardalurinn á að vera
svæði til íþróttaiðkana. íþrótta-
ráð borgarinnar hefur nýlega
samþykkt að láta endurmeta
þörf fyrir íþróttamannvirki í
dalnum, en búast má við að
íþróttastarfsemi þurfi þar aukið
svigrúm í framtíðinni eftir því
sem íþróttagreinum fjölgar og
þátttaka almennings í íþróttum
vex. í Laugardalnum er einnig
ræktunarstöð borgarinnar. Þar
eru skrúðgarður, grasgarður og
skólagarðar og líklegt er að þessi
starfsemi þurfi meira rými. Þess
vegna er mjög eftirtektarverð sú
hugmynd, sem Zophonías Páls-
son, skipulagsstjóri ríkisins, hef-
ur sett fram í tillögu í skipulags-
nefnd borgarinnar að efnt verði
til opinberrar samkeppni um
þetta svæði og það lagt til
grundvallar að þarna verði úti-
vistarsvæði og skrúðgarðar.
íbúarnir
fylgist með
Síðarnefnda svæðið, þar sem
klyfjahestur Sigurjóns Olafsson-
ar er í aðalskipulagi hugsað sem
útivistarsvæði. Nú er talið unnt
að leggja niður Suðurlands-
brautina á þessu svæði og þá
tengist þetta útivistarsvæði
mjög vel nærliggjandi byggð og
þarf þá að vinna að því að gera
það meir aðlaðandi og skapa þar
tómstundaaðstöðu fyrir íbúana.
Ibúar þéssara hverfa þurfa að
fylgjast mjög náið með gangi
þessara mála, en þó varðar þetta
einnig alla aðra íbúa borgarinn-
ar. Það væri ófyrirgefanlegt
skemmdarverk, sem ekki yrði
aftur tekið, ef þessi svæði yrðu
lögð undir íbúðarbyggð. Vinstri
meirihlutinn í borgarstjórn
verður að finna önnur úrræði í
skipulagsmálum.