Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
Minning:
Jóhann Hannes-
son, Stóru-Sandvík
Þann 2. október lést á Land-
spítalanum í Reykjavík Jóhann
Hannesson, bóndi í Stóru-Sandvík
í Flóa. Verður útför hans gerð frá
Stokkseyrarkirkju í dag, laugar-
daginn 13. október, og langar mig
að minnast þessa eftirminnilega
samferðamanns míns með þessum
línum.
Jóhann Hannesson fæddist að
Stóru-Sandvík 1. mars 1912. Hann
var níunda barn foreldra sinna,
hjónanna Hannesar Magnússonar
í Stóru-Sandvík og Sigríðar
Kristínar Jóhannsdóttur frá
Stokkseyri. Mjög sterkur sunn-
lenskur ættbogi stendur að þeim
Stóru-Sandvíkursystkinum. Sig-
ríður, móðir þeirra, var út af Jóni
ríka Þórðarsyni í Móhúsum, út af
tveim dætrum hans, Sigríði elstu
og Sigríði mið, en aftur var lengra
hægt að rekja til Bergs hrepp-
stjóra Sturlaugssonar í Bratts-
holti. Föðurætt Jóhanns lá hins
vegar mest til Álfs Jónssonar
prests í Kaldaðarnesi upp úr 1636.
Móðir Hannesar í Sandvík, en
amma Jóhanns, var Kristín Hann
esdóttir bónda og smiðs í Stóru-
Sandvík, er drukknaði í Hvítá
1842. Hann kom að Stóru-Sandvík
arið 1828, fyrstur sinna ættmenna,
og þá frá Flóagafli, en ættaður var
hann frá Lambafelli undir Eyja
fjöllum. Hannes þessi var afburða
smiður, sem enn er kynfylgja
þeirra Stóru-Sandvíkurmanna, en
sjálfur sagði Jóhann mér, að
nafnið mætti rekja til Hannesar
Crumbeck, sem barst til landsins
frá Englandi eða Hollandi á ofan-
verðri sextándu öld, bjó undir
Eyjafjöllum og kenndi Islending-
um nýjar litunaraðferðir á vað-
máli.
Jóhann Hannesson ólst upp í
stórum systkinahópi, urðu þau
alls 12, er upp komust, glaðvær og
samhent systkini, er snemma
komust til vinnu. Foreldrarnir
voru orðlögð fyrir dugnað, og
Sigríður mun hafa komið efnuð að
Stóru-Sandvík. En þótt jörðin
væri á margan hátt góð, dugði allt
þetta ekki til, er barnahópurinn
tók að vaxa. Brátt mun hafa
gengið á það, sem unga konan
færði í búið. Þess í stað skapaði
hún annan auð, sem fólst í óvenju
miklu barnaláni, og 86 ára gömul
gat hún á ævikveldi sínu horft yfir
stærri niðjahóp en almennt þekk-
ist í dag.
Jóhann varð strax sem ungling-
ur að fara að heiman til allrar
almennrar vinnu. Tæplega tvítug-
ur hóf hann sjósókn, fyrst á
línuveiðurum, byrjaði sem kokkur,
en komst fljótt á dekk. Hann
komst í Laugarvatnsskóla haustið
1931 og lauk þaðan héraðsskóla
prófi eftir tvo vetur. Fyrra vetur-
inn lauk skóla snemma — í
byrjaðan mars. Hugsun Jóhanns
snerist þá ekki um annað en
komast á togara, hann var með
öllu orðinn félaus en hitt var verra
að komast í gott skipsrúm. I þrjár
eða fjórar vikur eltist hann við
togaraskipstjóra, er komu að
landi, og gekk lítt fyrr en Vil-
hjálmur Árnason kom að. Hafði
Jóhann aldrei séð hann áður, en
kynnti sig þegar fyrir honum og
falaðist eftir plássi. Kvaðst hann
vera frændi hans — þó langt í
ættir fram. Eitthvað hefur Vil-
hjálmi litist vel á þennan tvítuga
pilt. Skipsrúm útvegaði hann hon-
um hjá öðrum togaraskipstjóra —
en ættir sínar röktu þeir víst
aldrei saman til hlítar.
Þessa sögu sagði Jóhann mér
sjálfur og öllu ítarlegar, og mér
finnst hún einkennandi fyrir ævi-
starf hans. Dugnaður samfara
hyggindum og prúðmennsku,
koma fram með réttar hugmyndir
á réttum tíma, rasa ekki um ráð
fram, komast þó í mark fyrr en á
tilsettum tíma. Allt þetta ein-
kenndi líf hans. Hann var við
sjósókn af og til næstu árin allt
fram í stríðsbyrjun. Veturinn 1940
reri hann frá Stokkseyri, og lauk
þeim róðrum um það bil, er
breskur her settist að í Kaldað-
arnesi og við Ölfusárbrú. Jóhann
var það sumar í laxveiði og lá við á
Selfossi. Þar kynntist hann bresk-
um hermönnum og nam hjá þeim
nokkur orð í ensku. Varð það til
þess, að hann fékk einna fyrstur
Islendinga svonefnda „breta-
vinnu". Hann tók að aðstoða og
túlka fyrir breska liðsforingja, og
sýnir þetta hve vel honum var
gefið allt sjálfsnám — eða
símenntun eins og nú kallast.
Jóhann stóð stutt við í breta-
vinnunni. Strax vorið eftir fór
hann aftur í laxveiðina á Selfossi.
Á jólaföstu næsta vetur keypti
hann sér vörubíl. Framtíðin virt-
ist ráðin. Hann ætlaði ekki að
vinna meira hjá öðrum. Allt gekk
það eftir, sem hann hafði ætlað.
Hann keyrði að vísu fyrir herinn
fram á haust 1942. En þá hófu þeir
Sandvíkurbræður starfrækslu
Vikuriðjunnar í Stóru-Sandvík,
sem þeir ráku sleitulaust fram á
síðastliðið ár. Jafnhliða þessu hóf
hann með bræðrum sínum, Sig-
urði og Ögmundi vaxandi þátttöku
í búskapnum, sem fram til þessa
hafði verið félagsbú Sigríðar og
elsta sonarins, Ara Páls.
Þetta varð stofninn í hinu
landsfræga Stóru-Sandvíkurbúi,
er þeir bræður hafa rekið um
árabil með fjölskyldum sínum.
Hvað þátttöku Jóhanns snerti átti
hann þar alls ekki einn hlut að
máli. Hann var sá gæfumaður
þann 15. júlí 1950 að eignast fyrir
lífsförunaut Málfríði Benedikts-
dóttur Guðjónssonar í Nefsholti í
Holtum og konu hans, Ingibjargar
Guðnadóttur. Börn þeirra eru:
Benedikt sálfræðingur, nú í Árós-
um Danmörku, hann er kvæntur
Láru Hafdal, er leggur einnig
stund á sálfræði. Hannes, garð-
yrkjufræðingur frá Garðyrkju
skólanum á Reykjum, hann hefur
undanfarið dvalist heima og verið
mikil stoð og stytta foreldrum
sínum við búskapinn. Sigríður
Kristín, hjúkrunarkona, gift Sam-
úel Smára Hreggviðssyni tækni-
fræðingi. Þau eru nú að reisa
nýbýli í Stóru-Sandvík. Magnús er
yngstur, líffræðingur að mennt,
hann er heitbundinn Margréti
Ófeigsdóttur.
„Margs þarf búið við“, kvað
Sighvatur á Grund forðum, og
sannaðist það einnig á hinum
margþætta búskap í Stóru-
Sandvík. Ég var ekki mjög vaxinn
úr grasi, er ég fór að fylgjast með
búskap þeirra bræðra, og smám
saman varð mér ljós einstök
verkaskipting þeirra á milli, sem
varð til þess að hugkvæmni og
dugnaður hvers og eins fékk að
njóta sín. Ari Páll, smiðurinn
mikli og vaxandi félagsmálafröm-
uður, er hann lést í blóma lífsins.
Ögmundur og Sigurður harðsækn-
ir dugnaðarmenn, Sigurður auk
þess fjármaður heimilisins, en
Ögmundur einn þeirra sem fengu
smiðsgáfuna í arf, og bæði vel-
virkur og hraðvirkur srhiður og
múrari. Allir voru þeir bræður
einstaklega natnir við kýr, búa
ekki með stór kúabú hver, en hafa
mjög gott upp úr þeim. Reyndist
Jóhann einna slyngastur þeirra
bræðra á því sviði, naut þess líka,
að kona hans reyndist frábær
búkona, og nokkur ár voru þau
með afurðamesta kúabú sveitar-
innar eftir hvern grip.
Sé hins vegar farið nánara út í
sérstöðu Jóhanns i Stóru-
Sandvíkurbúinu, kemur margt
fleira í ljós. Um árabil sá hann um
alla aðdrætti að þessu stóra heim-
ili. Var hann þá með vörubíl þann,
sem Vikuriðjan eða búið áttu, fór
oft vikulegar ferðir til Reykja-
víkur. Reyndist hann greiðviknari
öðrum fremur og taldi lítt eftir sér
snúninga í Reykjavík. Hann mun
hafa verið lífið og sálin í öllu
sameiginlegu bókhaldi búsins,
gjaldkeri fyrir allt það, sem sam-
eign mátti kallast.
Laxveiðin og garðyrkjan voru
sér á parti. Þar vil ég alltaf telja
hann aðalfrömuðinn, nánast lista-
mann á hvoru sviðinu sem var.
Jóhann mun strax á sjómennsku-
árum sínum hafa farið að stunda
laxveiðina í Ölfusá. Innan tíðar
hafði hann tekið við laxveiðinni á
Kotferju með bræðrum sínum, og
hefur svo gengið til þessa. Þar
reyndist hann útsjónarsamur og
fundvís á nýja veiðistaði. Til
dæmis mun hans verk vera, að
farið var að veiða af krafti út frá
svonefndum Kríutanga fyrir Kot-
ferjulandi. Jóhann sagði mér, að
langan tíma hefði það tekið sig að
finna réttu „punktana" í legu
þessa nets, en upp frá því gaf þessi
lögn af sér óhemju veiði.
Þótt unninn væri fullur vinnu-
dagur í Vikursteypunni á þessum
árum, og síðan snúist kringum
veiðiskapinn í Ölfusá flest kvöldin
á sumrinu, þá gaf Jóhann sér samt
tíma til að veiða á stöng á
sunnudögum. Það var það sport,
sú tómstundaiðja, sem hann mat
öllum öðrum betur. Hann var með
færustu veiðimönnum hér um
slóðir einnig á því sviði, og komst
með góðum félögum í margar
bestu ár landsins.
„Maður á að rækta garðinn
sinn“, sagði franskur heimspek-
ingur, og það gerði Jóhann í
Stóru-Sandvík öðrum mönnum
fremur. Hans „garður" var allt
Stóru-Sandvíkurlandið, bakkarnir
upp við ána, Heiðin, heimalandið.
Ungur að árum fór hann að föndra
við rófnarækt, en svo komu upp-
gripaár kringum stríð og allt slíkt
lá niðri. En hugurinn stóð alltaf
til þessa, og laust fyrir 1960 var
gulrófnaræktin í Stóru-Sandvík
komin á drjúgan skrið. Þeir bræð-
ur juku hana, svo og kartöflurækt-
ina, eftir því sem þeir drógu
saman starfsemi Vikursteypunn-
ar. Þeir grófu eftir því gulli, sem
þeir vissu að var hjá þeim sjálfum,
í þeirra eigin mold. Ög uppskeran
er fræg. Þeir munu hafa komist í
það að vera stærstu gulrófufram-
leiðendur landsins nokkur ár í röð,
en til þess þurfti þá seiglu, sem
aðeins fáum einum er gefið. Jó-
hann stundaði þessa rækt af lífi
og sál, var vel vakandi yfir góðum
frætegundum, reyndi hvers kyns
varnarlyf, uns viðhlítandi árangur
kom í ljós, var öðrum snjallari að
koma afurðum sínum á markað,
og naut þeirrar vinnugleði, sem
góð uppskera gefur — og þá í
hvaða veðri sem var. Seinast í
fyrrahaust vann hann skeleggur
við rófnaupptökuna, og lét ekki
aftra sér, þótt veikur væri þá
orðinn.
Ég er ekki frá því, að hug
kvæmni Jóhanns í Sandvík og
útsjónarsemi hafi a.m.k. tvisvar
skipt sköpum fyrir Stóru-
Sandvíkurheimilið. Hið fyrra
skiptið, er hann dreif bræður sína
með sér í vikursteypuiðnaðinn,
sem í raun kom fótum undir þetta
stóra heimili. Þrír ungir og röskir
menn, sem annars hefðu runnið
inn í borgarlífið, staðfestust
heima. Þeir áttu sinn þátt í því að
auka bjartsýni hinna, sem í sveit-
inni sátu, og hafa þeir sannarlega
sett sinn svip á sveitarbraginn í
Sandvíkurhreppi. Hið síðara
skiptið má telja gulrófnaræktina,
sem Jóhann stóð fyrir. Hún smit-
aði út frá sér allt í kring, og þótt
segja megi að aðrir rækti með
höppum og glöppum, verður það
ekki hrakið, að umskipti hafa
orðið í garðræktarmálum sveitar-
innar, sem rekja má til Stóru-
Sandvíkurbræðra. Þannig er gott
að skila sínu hlutverki, að eftir
stendur bæði breytt og bætt sam-
félag.
Jóhann Hannesson var félags-
málamaður á sinn hátt — en ekki
fyrir sig. Hann starfaði að vísu í
hreppsnefnd Sandvíkurhrepps í
fimmtán ár, 1955—1970, og lét þar
mörg góð mál til sín taka. En
valdastreitumaður var hann eng-
inn. Annað lét honum betur. Hann
var hrókur fagnaðar á hverju
gleðimóti, fljótur að hefja söng,
veitull heima fyrir eins og á
ferðalögum. Eitt mesta yndi hans
var að ferðast um með bræðrum
sínum og venslaliði. Þeir bræður
komust vítt um land, höfðu spurn-
ir af góðum búskaparháttum ann-
ars staðar og kynntu sér þá.
Jóhanni var mjög auðvelt að hefja
samræður við ókunnugt fólk.
Hann spurði vel, vildi fræðast og
varð að ósk sinni. Þetta var liður í
hans sjálfsmenntun, og fyrir vikið
varð hann með tímanum óvenju
vel að sér í öllum landshögum og
veitti þeirri fræðslu einnig heim í
sína sveit, bæði í orðum og verki.
Ótaldar eru og þær ferðir, sem
þeir bræður áttu út í Þorlákshöfn
að huga að aflaskipinu Friðriki
Sigurðssyni, sem þeir áttu hlut í.
Þessi háttur þeirra, „að kasta af
sér reiðingnum" öðru hverju og
létta sér upp, vakti athygli á þeim
út í frá, en það er mér ekki efst í
huga, heldur bræðralagið, sem
þessir óvenjulegu menn sýndu —
jafnt í starfi sem hvíld og upplyft-
ingu.
Einn dýrðardag síðastliðið vor
fékk ég að vera með í einni slíkri
ferð, þeirri síðustu, sem Jóhann
fór með bræðrum sínum. Það var
á aðalfund Mjólkurbús Flóa-
manna, og Jóhann þá nýkominn
heim eftir nokkra legu á sjúkra-
húsi. Að fundi loknum, sem
haldinn var í Gunnarshólma, var
ekið niður um Landeyjar að skoða
sig um. „Nú heilsum við upp á
héraðið", sagði einhver, og Jóhann
naut þessa dags vissulega best af
öllum. Ekki einungis í því bræðra-
lagi sem honum leið best í, heldur
einnig í því að heimsækja vin, sem
hann hafði legið með á spítala í
Reykjavík. Þegar ég kvaddi Jó-
hann um kvöldið, vissi ég að þarna
hafði ég lifað eina mína bestu
stund með honum. Hann var hress
og glaður og virtist aftur tilbúinn
að mæta í lífsins leik.
Nú er þeim leik lokið, og fyrr en
við hugðum. Jóhann heilsar upp á
í öðrum héruðum og enn betri, og
fær góð garðlönd að yrkja, ef
barnatrú okkar beggja er rétt. Ég
þyl engar harmatölur til ættingja,
ég veit að hvorki væri það Jóhanni
eða ættingjum hans að skapi.
Oflof né hástemmdar lýsingar
voru heldur ekki við hæfi hans, því
vil ég aðeins endurtaka það, sem
mér varð fyrst fyrir að segja, er ég
frétti andlát hans: „Þar fór góður
maður".
Páll Lýðsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu linubili.
+
Maðurinn minn
HARALD ASPELUND
Aðalstræti 15
ísafiröi
andaöist í Vífilsstaóaspítala 10. október s.l.
Arnþrúöur Magnúsdóttir Aspelund
Í
Bróöir okkar
FINNBOGI JÓNSSON
Njaröargötu 27,
lést aö heimili sínu fimmtudaginn 11. okt.
Fyrir hönd systkinanna
Elísabet Jónsdóttir
+
Móöir okkar
ANNA HERBORG GUÐMUNDSDÓTTIR
lést aö Hrafnistu 11. þessa mán.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Sómastaöagerði, Reyöarfiröí,
Skólavöröustíg 21A, Reykjavík
sem andaöist 6. október, verður jarösungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 15. október kl. 10.30.
Vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
fööur míns, tengdaföður og afa
SIGURÞÓRSÞÓRDARSONAR
fv. brunavaröar
Brekkustíg 14
Elín Sigurþórsdóttir, Siggeir Sverrisson,
Sigrún E. Siggeirsdóttir, Elínborg A. Siggeirsdóttir.