Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 45

Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 45 .1) VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL 10—11 FRÁ MANUDEGI ir í\f i/JArrs^ua'uit fögru vísur, sem margir munu minnast enn í dag. Hann hefur sjálfsagt verið í Reykjavík. Hinir undurfögru haustdagar nú í Reykjavík staðfesta orð skáldsins. Ég held líka, að óvíða sé fegurri haustsýn en í Reykjavík. Einn er sá staður hér við borg- inga, sem sérstaklega er heillandi nú á þessum sólríku haustdögum, það er Öskjuhlíðin. Mikla þökk megum við gjalda þeim, sem fegruðu Öskjuhlíðina, en létu hana líka njóta síns uppruna á ýmsan hátt, eins og dæmin sýna. Óskandi væri, að hlíðin fengi að njóta sín um alla framtíð, akstur- inn verði fegurð hennar ekki til meins. Gangið nú á Öskjuhlíð og njótið víðsýni og fegurðar. Gestur • „Sparið fé til skólamála“ Velvakandi Mig langar til að koma því á framfæri til yfirmanna fjármála að minnkuð verði fjárútlát til skólamála um 10 milljarða. 40 milljarðar munu fara í skólamál hér á landi en aðeins 70 þúsund landsmanna eru við skóla eða vinna að skólamálum. Að mínu mati er þessi fjárupphæð alltof mikil miðað við það að íslendingar eru aðeins rúmlega 200 þúsund talsins. Þá væri líka hægt að spara töluverða fjárupphæð ef Trygg- ingastofnun ríkisins hætti að greiða barnabætur því fólki sem á eitt barn en hefur 3—5 milljónir í tekjur á ári. Að lokum langar mig til að koma þeirri ósk á framfæri að landsmönnum yrði gefinn kostur á að kaupa ost á því verði sem hann er seldur til útlanda. Doktor 18 Þessir hringdu . . . • „Auðkennið bilaða almenningssíma“ Vegfarandi hringdi til Vel- vakanda og vildi koma á framfæri kvörtunum vegna símaþjónustu í skýli Strætisvagna Reykjavíkur á Hlemmtorgi. „Nú í vikunni ætlaði ég að nota einn þriggja síma sem í biðskýlinu eru og nota að sjálfsögðu 30 krónur til þess. Ég fékk samband við þann sem ég hringdi í en hann heyrði ekkert í mér. Strætis- vagnabílstjóri sem staddur var í skýlinu sagði mér að hafa sam- band við húsvörðinn og kvarta við hann en húsvörðurinn kvað síma- na vera á vegum Pósts og síma. Nú vil ég koma því á framfæri við þann, sem sjá á um þessa símaklefa að hann setji að minnsta kosti skilti fyrir ofan SKÁK bilaða síma og tilkynni þannig að viðkomandi sími sé ónothæfur. í sjálfu sér eru 30 krónur ekki mikill peningur en þá sparaðist sú fyrirhöfn að reyna að nota bilaðan síma.“ Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Polanica Zdroj í Póllandi í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Pokojo- vchiks, Póllandi, og Timoshenkos, Sovétríkjunum, sem hafði svartog átti leik. 30. . .He3+! og hvítur gafst upp, því að eftir 31. Kxe3 Dd3 er hann mát. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Razuvajev (Sovétr.) 10 v. af 15 mögulegum. 2. Filip (Tékkósl.) 9 'k v. 3—5. Knaak (A-Þýzkal.), Farago (Ungvl.) og Jansa ITékkósl.) 9 v. 6—8. Jón L. Árnason, Belchik (Póllandi) og Timoshenko (Sovetr.) 8Vfe v. Þessi ágæti árangur nægði Jóni til þess að hljóta seinni áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. HÖGNI HREKKVÍSI §!0°$€ f 5-.fi af n T 1 1 , jpETTAiaeMÍNN oecj46oi2'....>tTío,A MÓóLMI" Svanhildur Jóhannesdóttir, Bjarni Steingrimsson, Sólveig Ilalldórs- dóttir og Sigurveig Jónsdóttir í hlutverkum sinum i Galdrakarlinum i Oz. Galdrakarlinn í Oz á fyrstu frumsýningu leikársins hjá L.A. FYRSTA frumsýning Leikfélags Akureyrar á þessu leikári verður i dag, laugardaginn 13. október, kl. 17, er sviðsett verður barna- leikritið Galdrakarlinn i Oz sem John Harryson setti i leikbúning eftir sögu L. Frank Baum. Söng- lögin i verkinu eru eftir Ilarols Arlen. Leikstjóri er Gestur E. Jónasson og er þetta í fyrsta skipti sem hann leikstýrir hjá L.A. Leikmynd er eftir Ragnar Lár og er þetta frumraun hans sem leiktjalda- teiknara. Lýsingu annast Ingvar Björnsson en hann er nýráðinn ljósameistari við Leikhúsið á Ákureyri. Islensk þýðing leikritsins er eftir Huldu Valtýsdóttur og Kristján frá Djúpalæk þýddi söngtextana. Karl Jónatansson, Ingimar Eydal og Hannes Arason annast hljóðfæraleik. Sólveig Halldórsdóttir fer með hlutverk Dórótheu í uppfærslu L.A. en í gegnum árin hafa leik- konur sem Judy Garland og Diana Ross fengist við hlutverkið. Þrá- inn Karlsson leikur fuglahræðuna, Viðar Eggertsson pjáturkarlinn og Theodór Júlíusson ljónið. Svan- hildur Jóhannesdóttir leikur góðu nornina en Sigurveig Jóhannes- dóttir vondu nornina. Bjarni Steingrímsson fer með hlutverk galdrakarlsins en Maríu leikur Sunna Borg. Þau Bjarni og Sunna eru nýráðin sem leikarar hjá L.A. Flestir leikaranna í sýningunni fara með fleiri en eitt hlutverk hver og stjórna einnig brúðum sem eru notaðar í sýningunni. Önnur sýning L.A. á Galdra- karlinum í Oz verður sunnudaginn 14. október kl. 14 og sú þriðja sama dag kl. 17. Leikfélag Akureyrar æfir nú næsta verkefni sem er nýtt leikrit eftir Örn Bjarnason „Fyrsta öng- stræti til hægri“. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir og leik- m.vnd gerir Sigurjón Jóhannesson. Frumsýning á verkinu er fyrir- huguð í byrjun nóvember. Árlegur basar Kvenfélags Karlakórs Reykjavikur verður haldinn á Hallveigarstöðum á morgun, laugardag 13. október. kl. 14. Á boðstólum verða ýmsir munir sem konurnar hafa sjálfar unnið á s.l. ári ásamt nýbökuðum kökum. Mynd þessi var tekin af nokkrum meðlimum Kvenfélagsins við hluta þeirra muna sem á basarnum verða. Kirkjudagur að Bessastöðum NÆSTKOMANDI sunnudag, 14. okt., verður hinn árlegi kirkju- dagur í Bessastaðasókn. Hefst hann með guðsþjónustu í Bessa- staðakirkju kl. 2. e.h. Við þá athöfn flytur Hannes Pétursson skáld ræðu sem hann nefnir: Kirkjugoðinn Snorri Sturluson. Svana Einarsdóttir og Ólafur E. Stefánsson lesa úr verkum Snorra og Halldór Vilhelmsson syngur einsöng og Garðakórinn syngur undir stjórn Þorvalds Björnssonar organista. Ritari sóknarnefndar, Margrét Sveins- dóttir, flytur ávarp og Sveinn Erlendsson meðhjálpari bæn. Á eftir messu mun Kvenfélag Bessastaðahrepps selja kaffi- veitingar í Álftanesskóla til ágóða fyrir líknarmál. Á kirkju- daginn er jafnan minnst ein- hverra sögulegra persóna í kirkju eða byggðarsögunni og er nú minnst Snorra Sturlusonar í tilefni þess, að átta hundruð ár eru liðin frá fæðingu hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.