Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 Hvaða áhrif hafði stjórnarsamstarfið á ráðherrana? Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra: Framsókrmrfíokkurinn hefur starfað í stjóm- inni af drengskap „ÞAÐ hefur verið mjög fróðleg reynsla fyrir mig að vera ráðherra, þótt ég hafi séð líf ráðherrans úr nálægð lengi, öll unglingsárin,“ sagði Steingrímur Hermannsson, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þó verð ég að segja að það er allt annað að komast i þá stöðu. Ráðherra getur framkvæmt marga gagnlega hluti og það er mikil þörf á slíku.“ Steingrímur tók sem dæmi landbúnaðarmálin, en hann hefur einnig gegnt embætti landbúnaðarráðherra. Hann kvað miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði, en hins vegar kvað hann þjóðfélagið „Mér finnst þetta stjórnar- samstarf hafi verið gott í grófum dráttum og ég tel allt of mikið úr því gert í áróðri, að ríkisstjórnin hafi ekki ver- ið samstarfshæf,“ sagði Ragn- ar Arnalds menntamálaráð- herra i samtali við Morgun- blaðið. „Auðvitað var stundum hvasst, en almennt hafa þetta verið málefnalegar umræður og afgreiðslur mála. Því er t.d. haldið fram nú þessa daga, að ekkert samkomulag sé um fjárlög, þjóðhagsáætlun eða lánsfjáráætlun, en þetta er annað hvort sagt af stjórnar- andstæðingum eða mönnum, sem vilja færa allt á verri veg.“ „Samkomulag var að sjálf- sögðu," sagði Ragnar, „um fjárlagafrumvarpið, en flestir höfðu fyrirvara um ýmis atriði. Vissulega er ég óánægður með ýmislegt í fjárlagafrumvarp- inu, en ekki andvígur fram- lagningu þess í nafni ríkis- stjórnarinnar. Ég veit ekki til þess að aðrir hafi verið það. Nú er hins vegar hrópað að ekkert samkomulag sé um fjárlögin. Þetta er alrangt og aðeins til þess að varpa ryki í augu almennings. Um þjóðhagsáætl- un og lánsfjáráætlun er það að segja, að þær voru aldrei ræddar í ríkisstjórninni, en það stóð fyrir dyrum. Það er því of snemmt að fullyrða að ekkert samkomulag sé um þær áður en viðræður eru hafnar." vera með gamalt kerfi, sem hefði runnið sitt skeið og væri ónothæft í nútíma þjóðfélagi — bæði frá sjónarmiði bænda og neytenda. Bændur framleiddu of mikið og gætu ekki losnað við framleiðsluna og neytendur fengju ekki nægilega fjölbreyti- legt úrval. Hann kvaðst hafa reynt í samráði við báða aðila — samkvæmt samráðsstefnu stjórnarinnar, að leysa þetta vandamál. Þá nefndi hann frumvörp, sem væru í undir- búningi um bændaskólana, landgræðslu og fleira. „í dómsmálunum er um allt annað að ræða. Þar er ekki verið að fjalla um líf og hags- muni einnar stéttar, heldur mál „Mér finnast alþýðuflokks- ráðherrarnir almennt hafa ver- ið viðræðugóðir og hefði ekki óttast samstarfið ef við þá eina hefði verið að eiga. Þingflokkur Alþýðuflokksins var ljóna- gryfjan. Þar biðu stöðugt nokkrir menn eins og urrandi ljónahjörð tilbúnir til að færa allt út á versta veg, enda margir stjórnarandstæðingar frá upphafi. Þannig var von að ekki gæti skapast eðlilegur starfsfriður í þessu samstarfi. er varða hvern og einn einasta einstakling. Það hefur verið fróðlegt að sjá hve framkvæmd dómsmála hefur óskaplega sterk áhrif á einstaklinginn. Eg hef verið að reyna að beina fangelsismálunum inn á nýjar leiðir og þar eins og í dómsmál- unum almennt þarf að koma til tæknileg hagræðing. Sumt af því, sem ég hefi verið að vinna að, fæ ég ekki tækifæri til að framkvæma og leggja fram. Þar get ég nefnt frumvarp um Bifreiðaeftirlit ríkisins, sam- ræmingu löggæzlu á höfuð- borgarsvæðinu, skipulag lög- reglumála í heild. I morgun fékk ég samþykktar tillögur í ríkisstjórn um sparnað og tækjakost Landhelgisgæzlunn- ar, tölvuvæðingu saksóknara- embættisins í sambandi við sakaskrá og svipaðar breyt- ingar hjá borgarfógeta. Eru þetta allt skipulags- og tækni- breytingar. Eg lít svo á að löggæzlu og dómskerfi okkar sé gott, en að með slíkum breyt- ingum megi gera störf þeirra, sem við það vinna, árangursrík- ari og hraðvirkari. Það er von mín, að sá, sem við embættinu Ég held að þessi hópur hafi alltaf viljað hægri stjórn og nú eru þeir loks að koma fram markmiðum sínum. Þverbrest- urinn í samstarfýiu hefur verið alla tíð og verið býsna augljós og áþreifanlegur." „Það tekur vissan tíma að koma góðum málum í höfn. Ég tel að þróun mála framhalds- skólanna hafi mjög miðað í rétta átt, þótt frumvarpið um þá hafi enn ekki orðið að lögum. I menntamálaráðuneyt- inu hefur það verið langveiga- mesta málið. Nú verður um helgina lagt fram stjórnar- frumvarp um þetta verulega endurbætt frá í fyrra og vona ég að betra samkomulag geti tekizt um það en var um fyrra frumvarpið, vegna þess að gengið hefur verið til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. í þessu frumvarpi tekur ríkið að sér allan stofnkostnað og fyrir- komulag varðandi rekstrar- kostnað er breytt þannig að unnt er að leggja til hliðar námsvistargjald." „Fullorðinsfræðsla er mál, sem mjög er til umræðu, en er ekki enn farið að móta í endanlegt form. Þá höfum við verið að undirbúa frumvarp um útvarpsskóla og nú er að fara af stað nefnd, sem fjallar um endurmenntun í þágu launa- fólks." „I samgöngumálum vil ég nefna vegaáætlun, sem gerir ráð fyrir stórauknu átaki í vegamálum á næsta ári. Vona ég að sá, sem tekur við í næstu meirihlutastjórn verji þann áfanga, sem náðst hefur í nýsamþykktri vegaáætlun. Þar er um að ræða uppbyggingu vetrarvega og lagningu varan- legs slitlags. Magnaukning á næsta ári er 60 til 70%. Þá var mér heimilað á ríkisstjórnar- fundi í morgun að leggja fram spánýtt mál, sem verið hefur í undirbúningi síðustu vikur. Er það 4ra ára áætlun um lagn- ingu sjálfvirks síma til allra heimila sem ekki njóta hans nú. í frumvarpinu er gert ráð fyrir lántökum og að aðflutn- ingsgjöld og söluskattur af tækjum og búnaði í þessu skyni verði felldur niður. Verði málin ekki tekin þessum tökum, tæki tekur skoði þessi mál og vinni áfram að þeim.“ „Hefur ekki sundurlyndi hrjáð þessa ríkisstjórn?" „Sundurlyndi í ríkisstjórn hefur kannski ekki háð einstök- um ráðherrum, nema í einstaka tilfellum. Mér hefur t.d. ekki tekizt að fá framleiðsluráðs- frumvarpið samþykkt í ríkis- stjórn vegna stöðugra að- finnslna kratanna. En sundur- lyndið hefur eitrað allt andrúmsloftið. Vona ég að Framsóknarflokkurinn fái ekki þann stimpil, að hann hafi tekið þátt í slíku. Hann hefur reynt að starfa í þessari ríkisstjórn af drengskap og vona ég að hann fái þá einkunnargjöf. Innan ríkisstjórnarinnar hefur fyrst og fremst ríkt ákveðin tor- tryggni, nánast hatur milli Al- þýðubandalags og Alþýðu- flokks, sem gert hefur stjórnar- samstarfið óhæft. Það sem hélt því saman var ákveðin og ábyrg afstaða verkalýðshreyfingar- innar og ég met mikils þá afstöðu hennar og velvilja gagnvart ríkisstjórn." það 10 til 20 ár að koma sjálfvirkum síma til allra landsmanna. Þá vil ég að lokum minnast á smíði 3ja strand- ferðaskipa, sem verða raðsmíð- uð og ég hef gert tillögu um að smíðuð verði hér innanlands. I sambandi við menntamálin er þess einnig að geta að í fyrra flutti ég frumvarp um Lánasjóð íslenzkra námsmanna og tókst ágæt samstaða með fulltrúum námsmanna. Frumvarpið kveð- ur á um að á þremur árum hækki hlutfall lána af um- framfjárþörf úr 85% í 100%, gegn því að hraðað verði end urgreiðslu frá þeim aðilum, sem miklar tekjur hafa. Mér eru það vonbrigði," sagði Ragn- ar, „að koma þessu máli ekki fram.“ Að lokum sagði Ragnar Arn- alds: „Ráðherradómurinn hefur verið ánægjuleg lífsreynsla, en honum fylgir gífurlegt annríki, enda hef ég farið með tvö mikil ráðuneyti. Starfið hefur þó aldrei verið leiðinlegt og það er alltaf ánægjulegt að vinna að málefnum, sem maður hefur áhuga á.“ Ragnar Arnalds menntamálaráðherra: Þingflokkur Alþýðuflokks- ins var Ijónagryfjan Hundar sýna list- ir sinar og keppa um eftirsóttan titil — á hundasýningu í Mosfellssveit á morgun í ÍÞRÓTTAHÚSINU að Varmá I Mosfellssveit verður haldin hundasýning á morgun. Sýning þessi er sú stærsta sinnar tegund- ar sem haldin hefur verið hér- lendis. Sýningin er keppnissýn- ing og hafa meira en 100 hundar verið skráðir til keppninnar. Dómari á sýningunni er viður- kenndur alþjóðadómari frá Bret- landi, Mr. Ernest Froggatt. Kynnir er Gunnar Eyjólfsson leikari. Að hundasýningunni stendur Hundaræktarfélag Islands, sem er 10 ára um þessar mundir. Sams konar sýning var haldin í fyrra í Garðabæ og tóku þátt í henni um 70 hundar. Sigurvegarinn þá var tík af Maltese-kyni, Lady, og mun hún verja titil sinn á sýningunni á morgun. A sýningunni verður einnig ýmislegt til skemmtunar. ísienzka tíkin Tína, sem vakti óskipta athygli á sýningunni í fyrra, mun mæta til leiks og sýna ýmsar listir. Einnig mdhu veiðihundár sýna kunnáttu sína í hlýðnisæf- ingum og við að sækja ímyndaða veiðibráð. Sýningin hefst kl. 13 og stendur fram að kvöldmat. Sigurve'garinn á sýningunni 1978, Lady, ásamt eiganda sinum. Lady mætir til leiks á morgun til að verja titilinn. Færeyjaflug þrisvar í viku FLEIRI áætlunaríerðir verða milli íslands og Fær- eyja í vetur en nokkru sinni segir í írétt frá Flugleiðum. Verða farnar þrjár ferðir í viku. Flugleiðir fljúga á laugardögum frá Reykjavík til Færeyja með viðkomu á Egilsstöðum í báðum leiðum. Flugfélag Austurlands flýgur til Færeyja á fimmtudögum og Flugfélag Norðurlands á þriðjudögum. Þriðjudags- og fimmtudagsflugin eru tengd inn- anlandsflugi Flugleiða þannig að farþegar sem fljúga þá daga komast til og frá Reykjavík. Flugvélakostur verður á laugar- dögum 44 sæta Friendship skrúfu- þota. Á þriðjudögum Piper Chief- tain, sem tekur 7 farþega og á fimmtudögum Piper Navajo, sem tekur fimm farþega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.