Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 41
— —— ——‘— — í- : — —'— MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 41 fclk í fréttum Samarnir við þing- húsið í NORSKUM fréttum hef- ur verið sagt frá mót- mælaaðgerðum sem sjö Samar hófu fyrir norska Stórþingið fyrir nokkru til að mótmæla þar stækkun orkuvers. Þeir hafa verið gallharðir á því að hreyfa sig hvergi fyrr en kröfum þeirra hafi verið mætt. Mannmergð hefur verið í kringum sjö- menningana. Stjórnin sagði þeim, að hún myndi ekki verða við kröfum þeirra. Þá ákváðu þeir að fara í hungurverkfall þarna fyrir utan þinghöll- ina. Blindflugið 50 ára + HÉR heilsast gamlar ílug- hetjur, sem minntust merks áfanga í sögu flugsins fyrir 50 árum. — Það er gamla banda- ríska flughetjan og fyrrum hershöföingi í flughernum, James Doolittle, (lengst til hægri), sem hér heilsar flug- manninum Ben Kelsey. — Þeir minnast þess að nú eru liðin 50 ár frá því að Doolittle flaug blindflug — með blindflugs- tækjum aðeins. Var Kelsey þá með gamla flugkappanum, sem nú er orðinn 82ja ára. Var Kelsey „öryggisflugmaður“ í þessu reynsluflugi. Á milli þeirra stendur maður sá sem á frægt flugminjasafn vestra, Rhinebeck-safnið, en hann heit- ir Cole Palen — og er að sjálísögðu flugmaður. Handteknir fyrir að fagna páfa í Pdlandi PÓLSKIR andófsmenn, sem nú eru í vikulöngu hungurverkfalli, segja að þeir Tékkar, sem komu yíir landamærin til Póllands er Jóhannes Páll II páfi heimsótti landið hafi verið varpað í fang- elsi. í yfirlýsingu Pólverjanna 14 segir að þeir séu í viku hungur- verkfalli til að lýsa yfir stuðningi við þá Tékka sem nú eru í fangelsi og þá Tékka sem voru handteknir eftir að hafa farið yfir landamærin til Póllands til að fagna páfa. Þegar páfi heimsótti Pólland gagnrýndi hann tékknesk yfir- völd fyrir að banna Tékkum að koma og taka á móti sér í Póllandi. En einhverjum Tékkum tókst að komast yfir landamærin á þeirri forsendu að þeir væru ferðamenn og urðu þeir að lofa að fara ekki og fagna páfa. Jan Kielanowoski prófessor sem er i forsvari fyrir Pólverjana 14 sagði að ekki væri vitað hve margir Tékkar hefðu verið hand- teknir. „Það er staðreynd að cinhverjir þeirra Tékka sem komu til Póllands voru handtekn- ir við komuna til Tékkó slóvakíu,“ sagði Kielanowoski. Bridge Umsjón* ARNÓR RAGNARSSON Bridgedeild Sjálfsbjargar Fyrsta spilakvöld vetrarins verður á mánudaginn kemur að Hátúni 12, fyrstu hæð. Spilaður verður tvímenningur og hefst keppnin klukkan 20 stundvís- lega. Þeir, sem ætla að vera með, þurfa áð mæta kl. 19.30. Nánari upplýsingar eru veitt- ar í síma 22564. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag hófst þriggja kvölda tvímenningskeppni og var spilað í einum riðli. Staðan: Helgi Magnússon — Leifur Jóhannsson 194 Guðbjörg Jónsdóttir — Jón Þorvaldsson 193 Helgi Skúlason — Hjálmar Fornason 182 Ingólfur Guðlaugsson — Vilhjálmur Vilhjálmsson 182 Leifur Karlsson — Gísli Tryggvason 181 Meðalárangur 165. Enn er hægt að bæta við pörum í keppnina og fá þau meðalskor, þ.e. 165. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að láta skrá sig í síma 74762 (Kristinn). Önnur umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst stundvíslega kl. 19.30. Bridgefélag kvenna Mitchell-tvímenningskeppni Bridgefélags kvenna er lokið, með sigri þeirra Rögnu Ólafs- dóttur og Esterar Jakobsdóttur. Þær sigruðu nokkuð örugglega, en í næstu sætum koma svo þau kvennapör sem kepptu fyrir okk- ar hönd hér heima í fyrra á norræna mótinu. Ef að líkum lætur, mun þetta sama lið keppa á næsta ári í Norðurlandamót- inu í Svíþjóð. Röð efstu para varð annars þessi: Ester Jakobsdóttir — Ragna Ólafsdóttir 1523 Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 1482 Erla Sigurjónsdóttir — Dröfn Guðmundsdóttir 1437 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsd. 1419 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Inga Bernburg 1413 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsdóttir 1332 Dóra Friðleifsdóttir — Sigríður Ottósdóttir 1325 Sigríður Ingibergsdóítir — Erla Eyjólfsdóttir 1316 Ingunn Hoffmann — Ólafía Jónsdóttir 1314 Ása Jóhannsdóttir — Laufey Arnalds 1304 Meðalskor 1260 stig. Keppnisstjóri var Ólafur Lár- usson. Næsta keppni félagsins er aðaltvímenningskeppni félags- ins, sem er í barometers-formi. Allir keppa við alla. Nokkrir nýliðar munu koma til með að spreyta sig við stjórnun hjá félaginu í þeirri keppni, í eins konar æfingabúðum hjá kvenna- liðinu. Ó.L. Bridgefélag Hafnarfjarðar Lokið er fyrstu umferð í aðal- tvímenningskeppni félagsins. Spilað er í 2 12 para riðlum og er röð efstu para sem hér segir: Ægir Magnússon — Stefán Pálsson 207 Kristófer Magnússon — Vilhjálmur Einarsson 193 Ragnar Halldórsson — Jón Pálmason 192 Haukur ísaksson — Karl Adólfsson 191 Aðalsteinn Jörgensen — Ólafur Gíslason 187 Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 186 Meðalskor 165. Mikil gróska er nú í vetrar- starfi B.H. sem sést best á því að fleiri pör eru nú mætt til keppni en mörg undanfarin ár. Þar á meðal eru mörg ný andlit sem ekki hafa áður sést og einnig gamlar kempur, sem eftir langa fjarveru koma sumar hverjar sterkar til leiks. Athygli vekur frammistaða tveggja af yngstu og efnilegustu spilurum félagsins, þeirra Stef- áns og Ægis, sem ekki alls fyrir löngu voru byrjendur í faginu. Þetta ætti einmitt að hvetja hina nýju spilara félagsins til að missa ekki móðinn þótt á móti blási í byrjun. Bridgefélagið Ásarnir Það var óneitanlega sterkur sveipur sem gustaði sl. mánudag hjá Ásunum, er „sterki" maður- inn, Ármann J. Lárusson og sonur hans, Sverrir Ármanns- son, hreinlega sópuðu inn stig- unum og skoruðu hvorki meira né minna en 163 stig í 10 para riðli, þar sem meðalskorin losar ríflega hundraðið. Þeir feðgar unnu upp 22 st. forskot hjá Birni Eysteinssyni og Þorgeiri Eyj- ólfssyni og gott betur. Úrslit urðu þessi: Ármann J. Lárusson — Sverrir Ármannsson 413 Björn Eysteinsson — Þorgeir Eyjólfsson 367 Jón Baldursson — Þórarinn Sigþórsson 360 Ómar Jónsson — Jón Þorvarðarson 342 Þráinn Finnbogason — Magnús Torfason 337 Lárus Hermannsson — Rúnar Lárusson 337 Haukur Ingason — Þorlákur Jónsson 335 Sigurberg Elentínusson — Gylfi Sigurðsson 330 Meðalskor var 324 stig. Keppnisstjóri var Hermann Lárusson. Næsta keppni félagsins, er 2 kvölda hraðsveitakeppni, sem verður með hefðbundnu sniði. Menn eru hvattir til að vera með, því aðalspilavertíðin er nú að hefjast. Spilað er í Félags- heimili Kópavogs efri sal, á mánudögum og hefst keppni kl. 19.30 stundvíslega. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Bridgedeild Víkings Vetrarstarf Bridgedeildar Víkings hófst síðastliðinn mánu- dag með tvímenningskeppni. Þátttaka var ekki mikil fyrsta spilakvöldið, en mögulegt. er að bæta við pörum í keppnina næstkomandi mánudag klukkan 19.30 í Félagsheimili Víkings við Hæðargarð. Eftir fyrstu umferð er staða efstu para þessi: Sigurður — Lárus 131 Daníel — Guðmundur S. 125 Guðbjörn — Magnús 120 Ingibjörg — Agnar 118 Guðmundur Á. — Sigurður 118 Jón — Ingólfur 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.