Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 Stríðið harðnar í Vestur-Sahara Marokkómenn hafa beðið nokkra auðmýkjandi ósigra fyrir skæruliðum hreyfingarinnar Plisario í Vestur-Sahara, mikil þörf er á endur- skipulagningu marokkóska hersins og Hassan II konungur reynir eftir mætti að fá bandaríska þjóðþingið til að aflétta banni við sölu á herflugvélum til Marokkó. Stríðið, sem er háð á hrjóstrugu eyðimerkursvæði, harðnaði þegar mar- okkóskt herlið sótti inn í Dakhla, höfuðborg Vestur-Sahara, 4. ágúst eftir brottflutning Máritaníumanna. Þjóðirn- ar höfðu stjórnað landinu í sameiningu frá því samkomulag var undirritað í Madrid 1975 og Spánverjar afsöluðu sér yfirráðum yfir þessari fyrrverandi ný- lendu sinni, sem er 250,000 ferkílómetr- ar, auðug af fosfati og byggð aðeins 75,000 manns. Stigmögnun Eftir Madrid-samkomulagið takmörkuðu skæruliðar Polisario aðgerðir sínar gegn Marokkómönnum frá griðastöð- um í Tindourf í Alsír við áreitni við birgðalestir, sem fóru milli landamærastöðva. Þrýstingur- inn var aukinn 21. janúar á þessu ári, þegar skæruliðar réð- ust á TanTan, bæ sem er talsvert langt innan landamæra Marokkó, og ollu miklum spjöll- um. Árásin vakti mikið uppnám í Marokkó. Stjórnin neyddist til að aflétta banni, sem hafði verið við fréttaskrifum um stríðið, og ákvað að hörfað skyldi frá nokkrum litlum útvirkjum, sem var erfitt að verja gegn skyndi- árásum og sjá fyrir birgðum. Þegar Marókkómenn sóttu inn í Dakhla snerist deilan ypp í algert stríð. Vestrænum fulltrú- um er meinað að fara til víg- stöðvanna og erfitt er að afla nákvæmra frétta af stríðinu, en þó virðist ljóst að Marokkómenn séu staðráðnir í að herða sóknar- aðgerðir sínar og að skæruliðar Polisario hafi hafið árásir á fjölmennari stöðvar og bæði, með fjölmennari liði og meiri hörku. Jafntefli Fyrsta mikilvæga viðureignin var háð sama dag og Marokkó- menn sóttu inn í Dakhla, við Bir Enzaram, lítinn hernaðarlega mikilvægan eyðimerkurbæ aust- ur af Dakhla. Um 2,500 skæru- liðar Polisario réðust á 800 manna setulið Marokkómanna. Eftir átta tíma bardaga hörfaði Polisario og 82 Marokkómenn lágu í valnum. Seinna sýndu skæruliðar 175 fanga í Tindouf og sögðu að þeir hefðu verið teknir í Bir Enzaram. En mann- fall varð lík'a mikið í liði Polisario. Allt að 400 féllu þegar marokkóski flugherinn skarst í leikinn í fyrsta sinn. Sérfræðingar telja, að þetta hafi verið jafntefli Marokkó- mönnum í hag þar sem 85,000 manna her Marokkó þolir mann- fall miklu betur en 5—10,000 manna lið Polisario. Marokkómenn urðu fyrir öðrum meiriháttar ósigri 24. ágúst í Bouirat, örlitlum eyði- merkurbæ rétt innan við landa- mæri Marokkó, þegar Polisario réðst til atlögu er hátíðarhöld stóðu yfir í bænum og komu varnarliðinu í opna skjöldu. Polisario hélt því fram, að 562 Marokkómenn hefðu beðið bana, en kunnugir telja að tala fall- inna hafi sennilega verið nær 300. Marokkóskur ofursti, sem stjórnaði vörninni, vár sam- kvæmt sumum fréttum leiddur fyrir herrétt og skotinn. Baráttudeigir Vestrænir embættismenn telja, að baráttuþrek Marokkóhers sé í algeru lág- marki eftir árásina á Bouiran og annað áfall, sem hann varð fyrir við Zag 14. september. Skærulið- ar Polisario hafa birt skjöl, sem þeir komust yfir í Bouriat, þar sem yfirmaður Marokkómanna segir að virkið sé dauðadæmt og ekki sé hægt að halda því. Marokkóhermenn hæla sér af því að vera harðir í horn að taka og tóku stoltir að sér löggæzlu- hlutverk í Zaire, en nú verða þeir að sitja auðum höndum í steikj- andi hita og bíða eftir því að skæruliðar ráðist á þá. Fréttir, sem hafa borizt frá vígstöðvunum, segja frá leiða, hita og vondum mat, þótt allir marokkóskir hermenn og em- bættismenn í vesturhluta Sahara séu á tvöföldum launum. Kunnugir telja að vonleysið í hernum gæti orðið Hassan kon- ungi að falli. Einn möguleikinn er sá, að stuðningur við stríðið fari allt í einu út um þúfur ef mannfall verður óbærilegt, og í því sambandi er bent á reynsl- una í Iran, þar sem her keisar- ans lagði skyndilega upp laup- ana, og Portúgalir, sem höfðu her í Afríku sem hörfaði heim og hóf byltingu. Sá möguleiki er líka fyrir hendi, að óánægðir hermenn krefjist árása á griðastaði Polisario í Alsír. Þar með yrðu nánast örugglega kallaðar fram hefndarráðstafanir af hálfu Alsírsmanna gegn frjósömum sléttum norðurhluta Marokkó og hörmulegar styrjaldaraðgerðir sem hvorugur aðili gæti að öllum líkindum unnið, mundu fylgja í kjölfarið. Líklegra Síðar taldi möguleikinn er talinn líklegari, þar sem innlim- un Sahara í Marokkó nýtur sem stendur stuðnings hersins og þjóðarinnar yfirleitt. Marokkó- menn telja sig eiga Vest- ur-Sahara, jafnvel þótt stríðið sé talið kosta þá 380 milljónir króna á dag. Því er haldið fram, að ef hermönnunum yrði sagt eftir fjögurra ára dvöl þeirra í Sahara að hægt væri að binda enda á stríðið með árás á Tindouf, jafnvel þótt það kostaði þriggja Hassan konungur II vikna stríð við Alsír, mundu þeir gleypa við slíkum staðhæfingum. En mikil óvissa ríkir um afstöðu hersins, sem stóð að banatilræð- um við Hassan konung 1971 og 1972. Flestir háttsettustu yfir- mennirnir eru taldir hliðhollir Hassan konungi, enda valdi hann ýmsa þeirra 1959 þegar hann var landvarnaráðherra, en talið er að honum geti stafað hætta frá lægra settari yfir- mönnum. Til -þess að friða herinn og grípa frumkvæðið úr höndum Polisario virðist Hassan konung- ur hafa tekið upp þá stefnu að grípa til skjótra hefndarráðstaf- ana gegn árásarsveitum Poli- sario með loftárásum og aðgerð- um hreyfanlegra sveita, sem hafa bækistöðvar í stórum mið- stöðvum. Lítill vafi er talinn leika á því, að hann vilji taka upp sams konar aðferðir til að leita upp fjandmennina og eyða þeim og Bandaríkjamenn beittu í Víetnam og Rhódesíuher beitir gegn Föðurlandsfylkingunni. Háttsettir Marokkómenn virðast sammála vestrænum stjórnar- fulltrúum um að ekki sé hægt að vinna hernaðarlegan sigur í stríðinu, en telja að þar sem Polisario hefur aðeins takmark- aðan mannafla (öfugt við Viet Cong og Föðurlandsfylkinguna) verði hægt að refsa hreyfingunni nógu mikið til þess að neyða hann og Alsírsmenrí að samningaborði. Sveit Polisario-skæruliða sýnir nýtízku vopn sín á æfingu í eyðimörkinni. Varnarher En slíkar aðferðir kalla á róttæka endurskipulagningu á Marokkóher, sem í svipinn er hvorki nógu vel vopnum búin né nógu vel þjálfaður til að heyja harðan skæruhernað í eins erf- iðu landslagi og í Sahara. Marokkóski heraflinn grotn- aði niður eftir banatilræðin við konunginn og er aðallega skipu- lagður til varnar, einkum gegn möguleika á árás frá Alsír. Herinn er skipaður 85,000 mönn- um, 260 skriðdrekum, 250 loft- varnabyssum, 210 gagnskrið- drekabyssum og 250 herflutn- ingabifreiðum. Flugherinn er skipaður 5,5000 mönnum og ræð- ur yfir 18 F—15—flugvélum, sem reyndust vel í Bir Enzaram, en þær eru það eina sem er eftir af 40 flugvélum, sem voru keypt- ar í Bandaríkjunum á síðasta áratug. Flugherinn ræður líka yfir 27 Fouga-æfingarflugvélum og sex C—13 Hercules-flutningaflug- vélum. Stolt flughersins er floti 50 franskra Miragi F—1 flug- véla, en þær eru hraðfleygar flugvélar ætlaðar til aðgerða gegn 100 Mig-flugvélum Alsír- manna, þar á meðal Mig—23—flugvélum. Flugherinn er því ekki búinn til eyðimerkur- hernaðar, sem krefst skjótra flutninga, strandhögg sveita, njósna úr lofti og sveigjanleika. Marókkómenn verða að nota Hercules-vélarnar til njósna og eiga aðeins 40 vopnaðar þyrlur og 30 litlar herflutningaflugvél- ar og F—5 flugvélarnar eru komnar til ára sinna og eru veikar fyrir Sam—7—eldflaug- um Polisarios. Fá létt vopn Marokkómenn eru álíka illa búnir léttum vopnum. Að dæmi annarra skæruliða eru sveitir Polisarios vopnaðar léttum en öruggum hergögnum, fara hratt yfir og þurfa ekki að láta óþarfa matarbirgðir íþyngja sér. Þeir nota spænska Santana Land-Rover-jeppa, Toyota-jeppa og franska jeppa, sem eru snarir í snúningum og voru teknir herfangi af Marokkómönnum. Ónefndur, háttsettur Marokkómaður hefur kvartað yfir því í viðtali við franskt tímarit, að Marókkómenn eigi undir högg að sækja. Polisario ræður til dæmis yfir svökölluð- um Stalíns orgelum (ógnvekj- andi eldflaugaskotpöllum, sem draga 20 kílómetra og eru ákjósanlegar til árása á virki). Marokkómenn hafa hins vegar bandarískar 105 0 mm fallbyss- ur, sem draga innan við 15 kílómetra. Skæruliðar beita líka langdrægum 14,5—mm vélbyss- um, smíðuðum í Austur-Evrópu, gegn 12,5—mm vélbyssum Marokkómanna. Vestrænir stjórnarfulltrúar benda á, að hergögn séu ekki það eina sem Marokkóher verði að ráða bót á. Miklu fleira verði að koma til í skærustríði, til dæmis fullkomin fjarskipti við flugvél- ar og góð þjálfun, einkum ef flugmennirnir eigi að geta forð- azt SAM-flaugarnar. Þetta komi aðeins með tímanum. Annað, sem hefur mikið að segja, er kostnaðurinn. Efazt er um, að Marokkómenn hafi efni á því að útbúa sérstakan her til að berj- ast í Vestur-Sahara til viðbótar því liði sem þarf til að mæta hættu á venjulegri árás frá Alsír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.