Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Tekinn með of smáa möskva Eskifirði. 12 nóvember 1979. VARÐSKIPIÐ Þór kom í «ær, sunnudag, að togaranum Arsæli Sigurðssyni II HF 12 er hann var að veiðum í Mýrabug. Varðskipsmenn fóru um borð í togarann og athuguðu veiðarfæri. Reyndist togarinn vera með of smáa möskva i vörpunni. Möskvar vörpunnar voru allt degis í dag. Málið var síðan niður í 130 millimetra, en mega vera 155mm minnst samkvæmt reglugerð númer 125 um möskva- stærð í botnvörpu og flotvörpu. Varðskip kom með togarann til Eskifjarðar í gærkvöldi, og var málið tekið fyrir klukkan 10 ár- 1 dag. Maiio var afgreitt upp úr hádegi og lauk því með dómsátt. Skipstjóranum var gert að greiða 650 þúsund króna sekt í landhelgissjóð. Fulltrúi bæj- arfógetans á Eskifirði, Ragnar H. Hall, for með málið. — Ævar. Síbrotamenn í gæzluvarðhald TVEIR menn voru um helgina úrskurðaðir í gæzluvarðhald i sakadómi Reykjavíkur fyrir Hættulegum naglaskotum stolið í Hafnarfirði UM helgina var brotist inn í vinnuskúr við Miðvang 41 í Hafnarfirði og stolið talsverðu af skotum í naglabyssur. Slík skot geta verið stórhættu- leg í höndum þeirra, sem ekki kunna með þau að fara, t.d. í höndum barna og unglinga. Er það ósk lögreglunnar að foreldrar láti vita af því ef þeir verða varir við það að börn og unglingar hafi slík skot undir höndum. itrekuð afbrot og eiga þeir að sitja inni allt til 19. desember. Mennirnir brutust inn í íbúð við Tómasarhaga um helgina og var þriðji maðurinn með í spilinu. Tóku þeir stiga traustataki, reistu hann upp að bílskúr og fóru að því búnu upp á skúrinn. Síðan reistu þeir stigann upp að húsinu og komust upp á þakið en húsið er þrjár hæðir. Inn í íbúðina komust þeir í gegnum þakglugga. Höfðu þeir á brott með sér ýmis verð- mæti úr íbúðinni. Þriðji maðurinn var settur á Litla-Hraun vegna dóms, sem hann hafði ekki afplánað. Uppspuni frá rótum ÞJÓÐVILJINN segir á sunnudag, að einn af fram- bjóðendum Sjálfstæðis- flokksins, Ragnhildur Helga- dóttir, hafi komið í fiski- mjölsverksmiðjuna Klett og gefur síðan fáránlegar lýs- ingar á heimsókn hennar þangað. Frásögn blaðsins er upp- spuni frá rótum. Ragnhildur hefur ekki heimsótt fiski- mjölsverksmiðjuna Klett í þessari kosningabaráttu. Mannekla á Flateyri Flateyri 13. nóvember. TOGARINN Gyllir kom inn í morgun með fullfermi eftir tæpa viku á veiðum. Uppistaða afians er ufsi. Tveir línubátar landa hjá frystihúsinu, Vísir og Ásgeir Torfason. Góður afli hefir verið á línu, allt að tíu tonn í róðri. Aðaluppistaðan í vinnuafli frystihússins eru húsmæður sem vinna hálfan daginn, og eru hér því miklir erfiðleikar í sambandi við vinnsluna ef ekki rætist úr með fólk til starfa hér á Flateyri. — Gunnhildur. HÆKKUN ERLENDS GJALDEYRIS Ágúst 1978 = 100 - 100 Hækkun erlends gjald- eyris og vinstri stjórnin LÍNURITIÐ, sem hér birtist sýnir hækkun erlends gjaldeyr- is í stjórnartíð vinstri stjórnar- innar með þvi að gengið er sett 100 i upphafi stjórnarsamstarfs Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. Um er að ræða meðalgengi, sem er mjög nálægt gengi Banda- rikjadollars eins og áður hefur verið skýrt frá. Fremri línan á myndinni sýnir hækkun almenns gjaldeyris, en sú fyrir aftan sýnir hækkun gjaldeyris til ferðamanna ásamt 10% skatti, sem vinstri stjórnin setti á í upphafi valdaferils síns. Bratta skástrikaða línan sýnir hækkun erlends gjaldeyris er varð vegna 15% gengisfellingar- innar þegar á fyrstu stjórnar- dögum vinstri stjórnarinnar. Svarta línan sýnir síðan þá hækkun, sem varð vegna geng- issigs krónunnar. Venjulegur gjaldeyrir, sem menn greiddu 100 krónur fyrir við upphaf vinstri stjórnar kostar nú rúmar 150 krónur. Sé um ferðamanna- gjaldeyrir kostar nú sá skammt- ur sem kostaði 100 krónur í ágúst í fyrra 165 krónur. Þá kemur og fram á línuritinu, hve hækkanir erlends gjaldeyris herða á sér þegar fram kemur í apríl og maí á þessu ári, enda verður hækkunarferillinn mun brattari um það leyti. Qnnur álveiteimoja naer- tækastí stóriðjukostur — segir Jónas Elíasson fulltrúi í orkunefnd Sjálfstæðisflokksins „MEÐ tilliti tii þess, sem við höfum, tel ég að önnur álverk- smiðja sé nærtækasti kosturinn varðandi nýtt stóriðjufyrirtæki hér á landi, en margir fleiri kostir koma til greina,“ sagði Jónas Elíasson prófessor, fulltrúi í orkunefnd Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Mbl. í gær. sem bent hefur verið á, og sú eina sem við erum tæknilega og fjár- hagslega undirbúnir að takast á við.“ Þessar flugvélar stöldruðu við hér á landi á laugardaginn, en verið var að flytja þær frá Bandaríkjunum til Bretlands, þar sem þær verða settar á safn. Flugvélar af þessum tegundum eru tvær þekktustu orrustuvélar Bandamanna í siðari heimsstyrjöldinni, til vinstri er Mustang en Thunderbolt til hægri. Vélar þessar voru meðai annars mikið notaðar til árása á Þýskaland, og fylgdu þær þá sprengjuflugvélum eftir til varnar. LXsm. mm. ói. k. m. „Þetta nýja álver myndi þá keppa við ÍSÁL um raforkuverð og bæta aðstöðuna til að koma upp álsteypu hér á landi,“ sagði Jónas. Mbl. spurði, hvaða erlenda fyrirtæki myndi hugsanlega koma til samstarfs um álver og nefndi Jónas norska fyrirtækið Norsk Hydro, sem sýnt hefur þessu máli mikinn áhuga, en hins vegar væri lítið um það mál að segja annað en það sem verið hefði í fréttum á undanförnum árum. Hvar annað álver rís sagðist Jónas búast við að færi mjög eftir því, hvar ný stórvirkjun risi; sunnan-, norðan- eða austanlands. Vegna flutningskerfisins væri hagkvæmast að reisa nýja verk- smiðju í tengslum við stórvirkjun. „Umfram allt verður að leggja áherzlu á að við íslendingar hröð- um nýtingu orkulindanna til að skapa ný atvinnutækifæri og styrkja efnahagslífið," sagði Jón- as. „Stóriðja er raunhæfasta leiðin Ekiðá gangandi vegfaranda EKIÐ vará gangandi konu um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi, er hún var að ganga yfir Laugaveginn á móts við Mjólkurstöðina vestan Nóatúns. Var hin slasaða flutt a slysadeild til rann- sóknar, en var ekki talin alvarlega slösuð að sögn lögreglunnar í gærkvöldi. Konan, sem er 53ja ára gömul, var að ganga suður yfir götuna, er hún varð fyrir bandarískri fólksbif- reið er ók í austurátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.