Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Iðnaðarbankinn með nýtt tölvukerfi — IBM 3600: IÐNAÐARBANKINN tók um miðjan júnímánuð s.l. í notkun nýtt tölvuafgreiðslukerfi af gerðinni IBM 3600. Á fundi sem Mbl. átti með nokkrum forráðamönnum bankans og starfsmönnum IBM sagði Vaiur Valsson aðstoðarbankastjóri að kerfi eins og þetta væri alger nýjung hér á landi, en það hefði verið notað með mjög góðum árangri i nágrannalöndum okkar um nokkurt skeið, sérstaklega væru Norðurlandaþjóðirnar framarlega á þessu sviði. „IBM 3600 kerfið er hannað með það fyrir augum að leysa á samræmdan hátt, i einu og sama kerfinu, öll verkefni innan bankans, sem krefjast beinna afnota af tölvu. eins og t.d. allar tegundir afgreiðslu, fyrirspurnir viðskiptamanna og fleira i þeim dúr,“ sagði Valur. þess að þurfa að standa í tíma- frekum símtölum milli útibúa. Vinnusparnaður er fólginn í því að skráning fer fram jafnóðum og afgreiðsla á sér stað, þannig að skráning gagna eftir á er úr sögunni, en auk þess næst tals- verður vinnusparnaður við það að spjaldskrár eru lagðar niður og Valur sagði að kerfið byggði á því, að hver gjaldkeri hefði hjá sér afgreiðsluvél, sem hann notaði við almennar afgreiðslur. Afgreiðslu- vélin hefði lyklaborð, sjónvarps- skerm, segulræmulesara og prent- ara. — „Lykilborðið er notað til að slá inn nauðsynlegar upplýsingar, svo sem reikningsnúmer, upphæð- ir og þess háttar, auk þess til að kalla fram aðgerðir sem vélarnar eiga að framkvæma," sagði Valur ennfremur. „Segulræmulesarinn er notaður til að lesa upplýsingar sem skráð- ar hafa verið á segulræmu. Sem dæmi um notkun hans má nefna sparisjóðsbækur, hver bók hefur áfesta segulræmu sem á hefu verið skráð númer bókar, staða og næsta lína sem skrif á í bókina. Þegar slík bók er afgreidd er því nægjanlegt að lesa segulræmuna á lesaranum og slá síðan inn þá upphæð sem leggja á inn eða taka út. Kerfið sér um allt annað og þá meðal annars að ná í upplýsingar um hvort lagt hafi verið inn á bókina án þess að hún væri til staðar, t.d. laun, greiðslur frá Tryggingastofnun o.fl. Þessar upplýsingar skrást sjálfkrafa í bókina án þess að gjaldkeri þurfi nokkuð að hugsa um það. Tilgangurinn með segulræmu- lesaranum er fyrst og fremst að spara vinnu við innslátt, en auk þess eykur notkun hans verulega öryggið á því að réttar upplýs- ingar séu lesnar inn. Prentarinn er notaður til þess að skrifa þær upplýsingar sem skrifa þarf, svo sem í sparisjóðsbækur, á kvittan- ir, fylgiskjöl, dagbók og fleira þess háttar. Stjórnstöð sem staðsett er í aðalbanka stjórnar vinnslu af- greiðsluvélanna þar og í útibúum bankans í Reykjavík. Afgreiðslu- vélarnar tengjast henni með síma- línum. í því sambandi var það hugmyndin í upphafi að símalína yrði við öll útibúin, en ekki hefur ennþá tekist að fá línu í Hafnar- fjörð og lína til Akureyrar yrði óheyrilega dýr ef hún fengist á annað borð. Stjórnstöðin er tölva og geymir hún allar upplýsingar sem gjald- keri þarf á að halda við flestar tegundir afgreiðslna. Þar með verða spjaldskrár og flestir tölvu- listar óþarfir við alla venjulega afgreiðslu. Stjórnstöðin safnar saman hreyfingum dagsins og að Lyklaborðunum hefur verið haganlega fyrir komið hjá gjaldkerunum í afgreiðslum bankans eins og sjá má. Ljósmynd Mbl. RAX. „Leysir á samræmdan hátt öll verkefni innan bankans, sem krefiast afnota af tölvu“ Hið nýja tölvukerfi Iðnaðarbankans IBM 3600 kynnt fyrir Morgunblaðinu, f.v. Valur Valsson aðstoðarbankastjóri, Ragnar önundarson, Ævar Hafberg, Þorsteinn Hallgrimsson starfsmaður IBM, Gunnar Reynisson, Gunnar Ingimundarson starfsmaður IBM og Þorgrímur Einarsson. Ljósmynd Mbl. RAX. pappírsmagn í umferð minnkar. Öryggi í skráningu upplýsinga verður einnig verulega betra, vegna þess að skráning fer fram jafnóðum og villur við skráningu koma fram um leið og eru því leiðréttar áður en þær komast lengra. Auk þess hefur skráning eftir á á grundvelli fylgiskjala sem eru misjafnlega vel útfyllt alltaf í för með sér talsverða villuhættu, sem hér er komið í veg fyrir. Þá má nefna að vinna við uppgjör er auðvelduð verulega, þar eð haldið er utan um heildar- tölur fyrir mismunandi tegundir afgreiðslna yfir daginn. Að kvöldi fær gjaldkeri útskrifaðar niður- stöður sem hann getur notað til að ganga frá uppgjöri á kassa og leita að villum ef einhverjar eru,“ sagði Valur Valsson aðstoðarbanka- stjóri. Mikil færsluaukning á s.l. ári Aðspurður um færsluaukning- una á síðustu árum sagði Valur að hún hefði aukist verulega, t.d. hefði aukningin árin 1972—1976 verið 62%, en á sama tíma hefði starfsfólki ekki fjölgað nema um 26%. — „Síðan koma algert stökk í þetta á síðasta ári þegar færslu- aukningin var um 31% á móti 13—14% árin á undan. Þetta hefur valdið okkur lítilsháttar byrjunarerfiðleikum, en það má segja að þeir séu yfirstignir," sagði Valur Valsson að síðustu. Ægir Hafberg viðskiptafræð- ingur, formaður starfsmannafé- lags bankans, sagði að starfsmenn væru mjög ánægðir með fram- vindu mála í sambandi við þetta nýja kerfi, sérstaklega væru þeir ánægðir með þá ákvörðun banka- stjórnarinnar á sínum tíma að láta starfsfólkið vera með í ráðum frá upphafi. Ægir sagði að í flestum tilfellum stytti þetta vinnutíma gjaldkera bankans sem mest á mæðir. Þeir þurfa ekki annað en að kalla fram lokaupp- gjör á kvöldin og ef það stemmir við peningana í kassa hafa þeir lokið sínu verki. Þorsteinn Hallgrímsson og Gunnar Ingimundarson starfs- menn IBM hér á landi sem unnu að uppsetningu kerfisins sögðu báðir að þetta hefði gengið mjög vel og samvinna þeirra við bank- ann verið með ágætum. Valur bætti við að þeir hefðu verið eins og húskettir í bankanum undan- farna mánuði. sb. iðnaðarbankínn Aiía; t»r»itírí bákina skuíu véifawfta; 6J oAGsrrwwa aT'GH st texti úttekid 5NNIAGT ÍNMSTÆBA n 2 T01079 3.500- 100.000 100.000H 3 ?01079 0*2r ?3 35.000 149.300*3 4 500.000 fcAV.SOCMJ 6 1 0 '•/. '■ :•/ /;,••■.< % '• v - ■ 1 7 ' • ■ i 8 '■■ ' ' •• v ' '■ lAj ia 9 K hjt l12 W i, »4 / ‘ fS N ■ fte [17 1« - Ai it'.nimHM bi.k!inr.r\a.< vérður pvi að#;nf *4. Ad <sb ftýno uoi ú! 0‘irtw* bök:;'. iy.. Hinar nýju bankabækur Iðnaðarbankans eru aðeins ein opna, en ekki með fjölmörgum siðum eins og áður. Viðskiptavinir fá því nýja bók þegar lokið er sautján færslum i bókina. kvöldi eru þær sendar til Reikni- stofu bankanna til úrvinnslu. Hver er tilgangurinn með þessu nýja kerfi? „Hann er auðvitað margþættur. í fyrsta lagi er um bætta þjónustu að ræða við viðskiptamenn bank- ans. Hún er fólgin í bæði fljótari og öruggari þjónustu ásamt mögu- leika á að veita flestalla þjónustu í hvaða útibúi sem er án tillits til hvar reikningurinn á heima og án Úr bókhaldi bankans. Gunnar Ingimundarson við aðalstjórnstöð kerfisins og hvernig nota ber lyklaborðið, sem er mjög handhægt og litið. Þorsteinn Hallgrimsson sýna Ljósmynd Mbl. RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.