Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 35 Eyjólfur Finnboga- son — Kveðjuorð Fæddur 8. júlí 1902. Dáinn 4. nóvember 1979. Vinur minn, Eyjólfur Finnboga- son bifreiðastjóri var til grafar borinn í gær. Hann andaðist sunnudaginn 4. nóvember, síðast- liðinn, 77 ára að aldri. Leiðir okkar Eyjólfs lágu saman í Sundhöll Reykjavíkur, þar sem hann var fastagestur en ég starfs- Eyjólfur varðveitti sína sterku barnatrú allt til dauðadags, hafði áhuga á öllum dulrænum efnum og trúði staðfastlega á annað líf á eftir þessu lífi. Nú sé ég ekki Eyjólf oftar hérna megin grafar. En ef til vill munu vegir okkar liggja saman aftur einhvers staðar í óráðinni framtíð. Börnum og fósturbörnum Eyj- ólfs öllum, svo og Þorbjörgu Bjarnadóttur, sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi þau öll. S.T.T. Eyjar: Tóti í Turninum flytur um set Tóti í Turninum. Ein vinsælasta verzlun Vestmannaeyja, Tóta- turn, opnaði á nýjum stað við Strandveginn fyrir skömmu, en Þór- arinn Þorsteinsson í Litlabæ og sonur hans Haraldur hafa látið innrétta þar glæsilega verzlun. Tóti í Turninum hef- ur unnið verslunarstörf í 42 ár. maður. Þar kynntist ég Eyjólfi, glaðværð hans, hjartahlýju og kímnigáfu. Og áður en ég eiginlega vissi af var ég orðinn vinur hans og félagi. Þegar leiðir skilja, verður mér tregt um orð en segi: hafi hann þökk fyrir allt og allt. Eyjólfur var maður hress og hjartahlýr, greiðvikinn með af- brigðum, víðlesinn og skemmti- legur í allri umgengni. Hann var traustur og tryggur vinum sínum og ástmennum, ómetanlegur fé- lagi í gleði og þraut. Börnum sínum og fósturbörnum reyndist Eyjólfur umhyggjusamur faðir og var ávallt viðbúinn að styðja þau og styrkja, ef tækifæri gafst til þess. Sambýliskonu sinni Þorbjörgu Bjarnadóttur unni hann mjög og hin innilega sambúð þeirra setti hugljúfan blæ á allt umhverfi þeirra. Til þeirra var alltaf gott að koma. Hjálparsveit skáta í Reykjavík: Leiðbeinir um notkun átta- vita og veitir upplýsingar um almennan ferðabúnað IIJÁLPARSVEIT skáta í Reykjavík gengst eins og und- anfarin þrettán ár fyrir nám- skeiði í meðferð áttavita og landabréfa fyrir ferðamcnn. Á námskeiðunum sem verða hald- in 14.—15. nóvember og 21.— 22. nóvember verða einnig veittar upplýsingar um ferða- fatnað og ferðabúnað almennt. Hvort námskeið er tvö kvöld. Fyrra kvöldið er meðferð átta- vita og landabréfa kennd og notkunin æfð innandyra. Síðara kvöldið er veitt tilsögn í ferða- búnaði og síðan farið í stutta verklega æfingu rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum verður ekið að og frá æfingasvæðinu á bifreiðum sveitarinnar, en nám- skeiðin verða haldin í húsnæði sveitarinnar í kjallara Ármúla- skóla, Ármúla 10—12 og hefjast klukkan 20.00 Allar nánari upplýsingar er að fá í Skátabúðinni við Snorra- braut, sími 12045. Þar liggur ennfremur frammi þátttökulisti fyrir þá, sem hafa hug á að sækja námskeiðið. Á þessi nám- skeið eru allir velkomnir, sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landabréfa, eða vilja hressa upp á og bæta við kunnáttu sína. Er athygli vél- sleðamanna, skíðagöngumanna og annarra ferðamanna, sem ferðast um fjöll og firnindi, sérstaklega vakin á þessum námskeiðum. Það er rétt að ítreka að það orkar ekki tvímælis að góð kunnátta í meðferð áttavita og landabréfa, ásamt réttum út- búnaði, getur ráðið úrslitum um afdrif ferðamanns, ef veðra- brigði verða snögg. Þátttöku- gjald er krónur 1500. GÖNGUFERÐIR í OBVGGÐUM, LambhúshettA eöa prjónahúfa OfkæUng — vcrðvr ftllur. vryrj t>«« mrirl vjrmi Upítt íi! oinhvrrfi»i~* mi !ik- tminn urtor frsralmtt, t::. (««* vdSv«»t»rfs«r.i. S4 *«!'S.>m*8i:r. UB «■ ttfl «uk þíí* þr*yt!:n. svsntjur 08 Si"vin::ktg«rfvllur. er llk- l«yl för.tjtrismb cfiurlluqm-lmtftr, »ir I l*gi r* k«í! r.r ! veíri og !:v*»*t. Ferðaveður . — tytgitt í-tis r>«* \tOvrttt* ug v*Svi*orfum Tdkynnið aðstandendum — IwíftisMlitn — bivytlngír ó frrfl»*«tlon Hlýjar buxtír Mannbroddar cg legghh'far Vasnr Tvennír uHarsokkar Gönguskór Öakpoki —’ »yrl' v*tr»r»ft»«»8ur —• feritlne krtfftt kuirattlu «0 iftf.ngor Iljálparsveit skáta i Reykjavik hefur látið útbúa þetta veggspjald þar sem tiltekinn er helzti búnaður til ferðalaga. Unglingameistaramót fslands: Elvar sigraði sannfærandi Um siðustu helgi lauk I Reykjavik Unglingameistara- móti íslands í skák. Sigurveg- ari varð Eivar Guðmundsson úr Taflfélagi Reykjavíkur eftir harða keppni við Þorstein Þorsteinsson, Taflfélagi Kópa- vogs, sem sigraði á mótinu árið 1977. Viðureign þeirra Elvars og Þorsteins i þriðju umferð var æsispennandi. Skákin barst út í endatafl í miklu timahraki og var þá jafnteflisleg. Á síðustu sekúndunum lék Elvar af sér skákinni og Þorsteinn náði drottningu, en Elvar hafði að- eins beran kónginn. Báðir féllu hins vegar á tíma áður en Þorsteini tókst að máta og úrslitin urðu því jaíntefli. Fyrir siðustu umferð hafði Elv- ar hálfs vinnings forskot á Þorstein og tryggði sér sigur mcð því að leggja Ágúst Karls- son, T.H., að velli í síðustu umferð. Elvar hlaut þar með 6V2 vinning af 7 mögulegum, en næstu menn hlutu fimm vinn- inga, þeir Ragnar Magnússon, sem hlaut annað sætið á stigum, Þorsteinn Þorsteinsson og Lár- us Jóhannesson, en Lárus vann Þorstein óvænt í síðustu umferð í spennandi skák. Þátttakendur í mótinu voru aðeins 18 talsins, en það var opið unglingum 20 ára og yngri. Elvar Guðmundsson, sem er aðeins 15 ára gamall, öðlast með þessum sigri sínum rétt á að 1 taka þátt í alþjóðlegu ungl- ingaskákmóti í Hallsberg í Svíþjóð um áramótin. Sigur Elv- ars á mótinu var mjög verð- skuldaður, hann tefldi af miklu öryggi ef frá er skilið tímahraks- uppgjör hans við Þorstein. Við skulum nú líta á eina dæmigerða vinningsskák frá hendi Elvars. Hann teflir þyngra en margir jafnaldrar hans og aðalstyrkur hans felst í enda- töflum og hægfara stöðubaráttu. Þá er hann þrautseigur í vörn og finnur oft úrræði er öðrum virðist öll sund lokuð. Hvitt. Ragnar Magnússon. Svart. Elvar Guðmundsson. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5,2. Rf3 - e6. 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rc6,5. Be2 — a6, (Þessi leikur beinir skákinni yfir í Paulsen afbrigðið svonefnda, sem kennt er við bandaríska skákmeistarann Louis Paulsen sem uppi var á síðustu öld). 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. R 6. 0-0 - Dc7, 7. Khl - Rf6, 8. Rc3 - Bb4, 9. Bg5 - Bxc3,10. Bxf6 — gxf6,11. bxc3 — Re7. (Svartur hyggst með þessum leik flytja riddarann yfir í vörn- ina á kóngsvæng þar sem hann ætlar að hróka stutt. I slíkum stöðum stendur kóngurinn þó oft bezt á e7 og betra var vafalaust að leika 11. — b5 eins og Parma gerði gegn Suetin á skákmótinu í Ljubljana-Portoroz 1973). Elvar Guðmundsson 12. Dd2 - d5, 13. Bf3 - dxe4, 14. Bxe4 - 04), 15. £4?! (Fram að þessu hefur hvítur teflt óaðfinnanlega, en þessi leikur virðist ekki þjóna öðrum tilgangi en þeim að loka skálin- unni d2 — h6 fyrir drottning- unni. Rétt var 15. Hael! og svara síðan 15. — f5 með 16. Bd3. Hvítur hefur í þeirri stöðu frá- bær sóknarfæri þar sem hann hótar einfaldlega að koma a.m.k. öðrum hrók sínum í sóknina). eftir MARGEIR PÉTURSSON - f5,16. Bf3 - Rg6,17. Bh5?! (Svörtum hefur að vísu tekist að jafna taflið, en hvítur stóð engu lakar að vígi eftir 17. g3). - b6, 18. Habl - Bb7, 19. Bxg6? (Rangt stöðumat. Biskup svarts á b7 verður nú allsráðandi í stöðunni og miklu sterkari en hvíti riddarinn. Betra var því 19. Bf3). - hxg6, 20. De3 - Hac8, 21. Re2 - b5, 22. IIb4 - Be4! (Svartur hefur nú herfræði- lega unnið tafl. Dauðadómur yfir hvíta tvípeðinu á c línunni hefur þegar verið kveðinn upp). 23. Hcl - Hfd8, 24. gi - Dc6, 25. g3 - Bhl!. 26. Dí - Bf3, 27. Rd4 - Dxc3, 28. Hb3 - Dxd4, 29. Dxd4 - Hxd4, 30. Hxf3 - Ha4. (Svartur vinnur nú annað peð og eftirleikurinn er auðveldur). 31. a3 - IIac4, 32. c3 - a5, 33. Hbl — Hxc3, 34. Hxc3 — Hxc3, 35. Hxb5 - Hxa3. 36. Kg2 - Ha2+, 37. Kh3 - Kg7. 38. Hb7 — Kf6, 39. Hb5 — g5 og hvítur gafst upp. ★ Keppni er nú lokið á 1. deildar móti Skákþings Sovétríkjanna, en það er einnig úrtökumót fyrir Skákþing Sovétríkjannna. Sigur- vegari á mótinu varð ungur og upprennandi skákmaður frá Moskvu, Sergei Dolmatov, en hann varð heimsmeistari ungl- inga í fyrra. Dolmatov hlaut 11 vinninga af 17 mögulegum, en röð annarra þátttakenda varð þessi. 2—3. Makarichev og Razuvajev 10 Vz v. 4—5. Anikaj- ev og Lerner 10 v. 6. HJusupov 9% v. 7,—ll.K. Grigorjan, A. Ivanov, Tukmakov, Kochiev og Timoshenko 9 v. 12.-13. Bag- irov og Psakhis 8‘/2 v. 14. Mikhailchisin 8 v. 15. Hurtaev 6 'Æ v. 16.-18. Vitolins, Lputjan og Sidef-Zade 5 v. Þeir sex fyrsttöldu frá þátt- tökuréttindi í úrslitum Skákþ- ings Sovétríkjanna, sem hefjast mun rétt fyrir mánaðarmótin nóvember — desember. Beðið er eftir því móti með spenningi ekki síst vegna þess að meðal þátttakenda *verður án efa hinn 16 ára gamli Garry Kasparov, en hann stóð sig mjög vei á mótinu í fyrra. Urslitin á 1. deildar mótinu lýsa ákaflega vel breiddinni í sovesku skáklífi. Mjög þekktir stórmeistarar eins og þeir Tuk- makov, Kochiev og Bag:ro eftir með sárt ennið, ■ næstum óþekktir mei» borð við þá Anikajev 0 komast áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.