Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 „Ekki komið til tals að lýsa Olíu- möl gjaldþrota” — segir Tómas Sveinsson stjórnarformaður BÆJARFÓGETAEMBÆTTIÐ í Hafnarfirði hefur farið þess á leit við Bæjarfógetaembættið í Kópa- vogi, að gert verði lögtak í eignum Oliumaiar h.f. til Iúkn- ingar skuldum fyrirtækisins, sem eru söluskattur og þinggjöid, að upphæð meira en 215 milijónir króna, að því er innheimtustjóri embættisins í Hafnarfirði, Guð- Brotist inní Skalla UM helgina var brotist inn í verzlunina Skalla við Lækjar- götu og stolið þaðan 40—50 þúsund krónum. Þá var brotizt inn í íbúð við Grettisgötu og þaðan stolið 50 þúsund krón- um. mundur Sophusson, tjáði Morg- unblaðinu i gær. Guðmundur sagði, að upphæðin hefði hækkað um tæpar 130 millj- ónir króna er endurskoðun á bókhaldinu hjá skattstofunni hefði leitt í ljós, að umrædd upphæð væri vangreidd í sölu- skatti. Sagði Guðmundur að hér væri á ferðinni venjuleg inn- heimta, nema hvað farið væri fyrr af stað þegar um svo háar upp- hæðir væri að ræða. Tómas Sveinsson hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins, stjórn- arformaður Olíumalar h.f., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hann vildi sem minnst um þetta mál segja að svo stöddu, en málið væri nú í biðstöðu hjá stjórnvöldum. Tómas kvaðst hins vegar geta sagt það, að ekki hefði komið til tals að lýsa yfir gjald- þroti fyrirtækisins. Heyrst hefur að stjórn Olíumal- ar h.f. hafi ákveðið að stefna Pálma Steingrímssyni í Kópavogi fyrir ummæli hans um fyrirtækið á beinni línu Vísis í siðustu viku, en Tómas Sveinsson stjórnarfor- maður vildi hvorki játa því né neita í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Aflinn fyrstu 10 mánuðina: Rösklega ein og hálf milljón lesta HEILDARAFLI landsmanna á timanum janúar til október á þessu ári varð 1534086 lestir samkvæmt bráðabirgðatölum er Fiskifélagið hefur sent frá sér. Á sama tíma í fyrra var aflinn alls 1356810 lestir, eða rúmum 177 þúsund lestum minni. í október á Vélstjórafélag Suðurnesja: Mótmælir aðild útlendinga að fiskeldis- og fískræktarmálum / Islendinga VÉLSTJÓRAFÉLAG Suðurnesja hefur sent blaðinu tilkynningu þar sem greint er frá því að fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði fé- lagsins, haldinn 3. nóvember, hafði mótmælt hugmyndum um aðild erlendra aðila að fiskeldis- og fiskræktarmálum íslendinga. þessu ári var heildaraflinn 298682 lestir samkvæmt bráða- birgðatölum, en var 1978 201429 lestir. Miðað er við óslægðan fisk. Af botnfiskaflanum var bátaafl- inn 232344 lestir í ár en 193831 lestir í fyrra. Togaraaflinn var 272643 lestir í ár á móti 6832 lestum í fyrra, en af togaraaflan- um var 20057 lestum landað er- lendis á móti 14809 lestum í fyrra. Loðnuaflinn var á tímabilinu janúar til október 953388 lestir í ár, á móti 839824 árið 1978. Síldaraflinn var 27173 á móti 12884 lestum, rækjuaflinn 6805 lestir á móti 6354, humaraflinn var 1451 lest á móti 2059, hörpu- diskur var 5360 lestir á móti 7466 lestum, kolmunni var 17094 lestir á móti 26377 lestum, og annar afli, þar með talinn spærlingur, var 17828 lestir á þessu ári á móti 36644 lestum á árinu 1978. 1NNLENT, Fiskiþing sett í gær FISKIÞING var sett í gær, með ræðu Más Elissonar fiskimála- stjóra. Þá voru kjörnir forsetar þingsins og aðrir embættismenn, og lögð var fram skýrsla Fiskifé- lagsins og stjórnar. Umræður hefjast síðan í dag, og þegar árdegis verður stjórnun fiskveiðanna á dagskrá, en eftir hádegið ávarpar sjávarútvegsráð- herra þingið. Þingið stendur í viku og er það haldið í húsakynnum Fiskifélagsins í Reykjavík. Sjálfstædisflokkurinn: Fjöldamargir hringdu og báru fram spurningar við frambjóðendur Fjölmargir kjósendur notfærðu sér þessa þjón- ustu, hringdu í fram- bjóðendur og báru fram spurningar um stefnu Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Jón Ormur Hall- dórsson á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Jón var að því spurður hvernig tekist hefði til með símaþjónustu flokksins um helgina, þar sem frambjóðendur sátu fyrir svörum. I^T^bjóðendur Sjalfstæðis- flokks- ins sitja fyrir svörum í dag Súninn er 82900 FRAMBJÓDENDUH Sjálfstæðis- flokkslns sitja fyrlr “S l hön^íJ?í€ndurnir vefða í Val- hó mjij, kJukkan H V*J KióLní PUrnmgum sin«m. Kjósendur eru eindregið hvattir laust'f bemt °* roillilifta- laust svðr viö spurningum sí„„m Jón sagði að frambjóð- endur hefðu verið önnum kafnir við að svara fyrir- spurnum á sunnudaginn, og svo vel hafi þótt til takast að halda ætti áfram á þessari braut. Var auglýstur símavið- talstími frambjóðenda í gær, og framhald verður á því um næstu helgi, en fram að helgi munu frambjóðendur meðal annars heimsækja vinnustaði og kynna stefnumál sín. Ungir læknar: Héraðsskyldan er ekki nám, heldur eins konar þegnskylduvinna Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun, frá Félagi ungra lækna: „Aðalfundur Félags ungra lækna, haldinn 10. nóv. 1979, leggur áherzlu á, að læknaskortur í afskekktum einmenningshéruð- um verður ekki leystur með ein- hliða lagaboöi yfirvalda um skylduvinnu nýútskrifaðra, reynslulítilla lækna. Vilja ungir læknar benda á, að héraðsskyldan er í raun ekki nám eftir embætt- ispróf og hluti af kandidatsári, heldur eins konar þegnskyldu- vinna, sem á sér ekki hliðstæðu meðal annarra hérlendra starfs- stétta. Vegna hennar þurfa ungir læknar að taka á sig óbættan aukakostnað vegna flutninga milli landshluta, auk þess sem hún veldur röskun á heimilishögum. Einungis verulega bætt starfsað- staða getur stuðlað að lausn vanda þessara héraða til langframa. Fé- lagið er sem fyrr reiðubúið til viðræðna við yfirvöld um þessi mál og lýsir öllum drætti á lausn mála á ábyrgð stjórnvalda." Bingó Hvöt heldur bingó í Súlnasal, Hótel Sögu, fimmtudaginn 15. nóvember kl. 8.30. Húsiö opnaö kl. 8. Fjöldi glæsilegra vinninga. Eitthvaö fyrir alla fjölskylduna. Hvöt, félag Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.