Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Pétur Pétursson þulur: Utvarpsráð hálfrar aldar Útvarpsrekstur er nú á umræðu- dagskrá. Frjálshyggjumenn ýmsir er svo nefna sig ræða um afnám ríkiseinokunar á útvarpi og vilja að útvarpsrekstur verði frjáls. Þá spyrja aðrir: Frjáls eins og fuglinn fljúgandi eða freðinn í klakabönd, eins og þorskur frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eða Sjávaraf- urðadeild SÍS? Texta þeim er hér er skráður er ekki ætlað að fjalla um þau mál. Hinsvegar er ekki úr vegi að rifja upp minningar frá fyrri árum, einkum með vísan til þess, að nú er liðin hálf öld síðan útvarpsráð hóf störf og undirbúning að dagskrá Ríkisútvarpsins. Til glöggvunar eru fengnar að láni myndir Hall- dórs Péturssonar listamanns er dró upp margar teikningar af starfs- mönnum útvarpsins við ýmis tæki- færi. Útvarpsráð tók til starfa í nóvembermánuði 1929. Fyrsta ráð- ið skipuðu þeir Helgi Hjörvar er var formaður. Með honum sátu í ráðinu þeir dr. Alexander Jóhann- esson og Páll Isólfsson. Núverandi útvarpsráð minntist afmælisins með hófi s.l. fimmtudag. Fyrsta myndin sem valin er til birtingar með texta dagsins er frá Ríkisútvarpinu 1950. Það mætti kalla hana tilkynningu um breyt- ingu á dagskrá, en svo sem hlust- endum er kunnugt koma þær oft með litlum fyrirvara. Eins og sjá má er myndin frá jólamánuði. Harðar og illvígar deilur höfðu lengi staðið í Ríkisútvarpinu. Hefir húsdraugur sundurlyndis löngum fitnað þar á fjósbita, svo sem púkinn forðum. Þó má eigi gleyma að þrátt fyrir klið og kurr er þaðan kann að hafa borist við ýmis tækifæri eru þó velflest störf unnin i sátt og samlyndi. En svo sem að líkum lætur ber oft meira á því er veldur sundurþykkju og er fremur haft í hámæli, en það sem unnið er í bróðerni og af alúð. En víkjum þá að myndinni sjálfri og fylgjum hætti listfræð- inga, þótt ólærð séum og fákunn- andi. Við byrjum í miðju myndar. Það fer ekki milli mála að hópur- inn sem til hliðar stendur fylgist með atferli lágvaxins manns er sendir burt af heljarafli, annan, sér miklu hærri og meiri að vöxtum. Þar kennum við kappa tvo er stundum elduðu grátt silfur, Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra og Helga Hjörvar. Helgi Hjörvar var skrifstofustjóri útvarpsráðs, fyrsti formaður þess, útvarpsmaður ald- arinnar, eins og ég hefi leyft mér að kalla hann. Þótt ýmsir hafi unnið sér margt til frægðar í útvarpi, mun á engan hallað þótt Helga sé unnt þess heiðurs að bera þá nafnbót. Lengi hefir mig langað til þess að koma í verk þeirri áætlun að standa fyrir plötuútgáfu á lestri Helga og útvarpsþáttum. Er raunar furðulegt tómlæti af stofnuninni að hún skuli geyma Helga að baki þagnarmúra. En sleppum umvöndunum og víkjum að gamanmálum. „Helgi Hjörvar er ættaður af Snæfellsnesi og óx þar upp á skömmum tíma,“ sagði garðyrkju- bóndinn er átti í ritdeilu við Helga. Þetta var svar við ummælum Helga í Tímagrein er hann hafði lýst nöfnum tveim á Skeiðunum með svofelldum orðum: „Það búa tveir Jónar Eiríkssynir á Skeiðun- um. Annar er göfugmenni. Hinn býr í Vorsabæ." Helgi kann að hafa unnið sér það til óhelgi, að hann var höfðingja- djarfur maður og eirði illa friði þá er honum fannst eigi rétt horfa. Greip hann þá til stílvopns og taparöxi er hann bar jafnan við belti. Eða brýndi raust sína svo sindraði gneistum úr gjallarhorni og þögn sló á þjóð. Uns kurr og vopnabrak yfirgnæfði og „horn skullu á nösum og hnútur flugu um borð“, svo sem segir í ljóði Gríms Thomsen um hirð Goðmundar á Glæsivöllum. Mér er í minni, þá er Jón Eyþórsson var formaður út- varpsráðs. Hafði hann gegnt því starfi lengi og vann jafnan stund úr degi í skrifstofu útvarpsráðs. Voru þeir borðnautar hann og Helgi. Sátu hvor andspænis öðrum í herbergi á 5. hæð. Voru hæg heimatökin hjá Jóni, því hann var jafnframt veðurfræðingur og Veð- urstofan til húsa á sömu hæð. Nú ber að geta þess að Jón var tíður gestur og heimamaður í dagskrá útvarpsins. Spjallaði oft um daginn og veginn. Raunar upphafsmaður þess þáttar og af mörgum talinn bestur þeirra er þar komu fram. Kíminn og gamansamur, fróður og fjöllyndur. Mun Helga hafa þótt nóg um stjórnsemi Jóns og eigi grátið þótt annar erfði tign hans og stöðu í útvarpsráði. Nú er frá því að segja að það kemur jafnan í hlut nýkjörins Alþingis að kjósa til útvarpsráðs. Og menntamálaráð- herra að skipa því formann. Nú vissi Helgi að Jón gæfi eigi kost á sér í útvarpsráð, nema skipa for- mannssæti. Er stjórnarskipti urðu kom það embætti í hlut Sjálfstæðisflokks- ins. Varð þá ljóst að sjálfstæðis- maður yrði formaður útvarpsráðs. Er Helgi spyr ráðabrugg það og veit af getspeki sinni að Jón muni ekki taka sæti sem almennur félagi í ráðinu þótt kjörinn sé, tekur hann sig til og safnar saman plöggum Jóns og bókum er hann geymdi í sameiginlegri skrifstofu þeirra. Næsta morgun er Jón gengur til borðs síns, að daglegum hætti, rís Helgi úr sæti sínu. Tekur pinkil mikinn og gengur af tign og íþrótt í átt til Jóns. Afhendir honum pakk- ann með embættisalvöru og reisn. Segir: Hér hefir þú þitt dót Jón. Jón lét sér hvergi bregða. Tróð í pípu sína og dampaði. Var ýmsu vanur frá Veðurstofunni, á sömu hæð. Þar réði ríkjum aldinn reikni- meistari og heiðursmaður. Að sögn kunnugra voru engir kærleikar með þeim Jóni. Var í almæli meðal starfsfólks að það kæmi jafnan í hlut Dagbjarts Gíslasonar, loft- skeytamanns, er var prúðmenni hið mesta og einstakt snyrtimenni, að bera boð á milli þeirra og það jafnvel þótt þeir væru í sama herbergi. Er í minnum haft, að eitt sinn er þeir Jón og Dagbjartur sátu við störf sín í kontórkytru og Jón spáði kotbændum heyþurrki en kontóristum og búðarmeyjum sól á föla vanga, þá hafði forráðamaður birst í gættinni. Horft í augu Jóns Eyþórssonar er sneri andliti að dyrum, en ávarpað baksvip Dag- bjarts, er sat við tól sín og tæki. Sagt: Dagbjartur. Viltu skila til hans Jóns Eyþórssonar að ég hengi lykilinn hérna á vegginn. Nú fór sem fyrr, að Jón glotti. Tróð sér í nýja pípu og bætti í spá sína hvassviðri undan Eyjafjöllum, eða hvessir þegar líður á daginn. Enginn einstaklingur hefir unnið það þrekvirki sem Helga Hjörvar tókst, að tæma kvikmyndahús og borgarstræti, veitingasali og veizluboð, þá er hann las þýðingu Frjálsar minn- ingar úr innréttingum ríkisstofnunar sína á sögu Falkberget: Bör Börson. Þann lestur man alþjóð enn. Á „gullöld“ þeirri er setti svip sinn á allt þjóðlíf þeirra ára mátti margur þola að vera líkt við Bör Börsson. Einkum þeir er auðguðust með skjótum hætti og bárust á eða fóru sér óðslega í athæfi. Má segja að slíkt sé vörn snauðrar alþýðu að skopast að þeim er „verður af aurum api“, því hver er sá er ei girnist gullið. Oft bar við að aðrir en þeir er það átti við, yrðu að sæta því, að vera jafnað við Bör, þá er heldri menn efndu til veizlufagnað- ar. Svo var er Helgi las sögu sína um veizlur Börs og Ásbjörn Ólafs- son bauð til sín vinum og kunningj- um. Veitti Ásbjörn vel að vanda. Útbýtti gjöfum og glaðningi. Lét draga velkt klæði og vesöl af göngumóðum og færa í skínandi flíkur og skófatnað góðan. Svo sem þeir muna er þekktu Ásbjörn var maðurinn gæddur góðum gáfum og bar gott skyn á ljóð. Undi hann sér jafnan hvað best í hópi skálda og listamanna, en gætti þess jafnan að hafa hið næsta sér gestasveit er minnti hvað mest á förunauta Guðmundar biskups góða. Einnig voru í sveit Ásbjarnar farand- söngvarar er sungu af viðkvæmni og innlifun viðeigandi söngva. Umrætt kvöld voru í hópi gesta hans tveir kunnir skáldbræður, Tómas Guðmundsson og Vilhjálm- ur frá Skáholti. Ásbjörn hafði af rausn sinni kvatt til starfsmann þann er gætti fatnaðar og mælt svo fyrir að Vilhjálmi skyldi færður að gjöf alfatnaður úr klæði góðu. Mæltist það vel fyrir í hópi veizlu- gesta og skartaði nú skáldið í nýjum flíkum. Nú þótti skáldinu við hæfi að róma höfðingsskap þennan í ljóði, svo sem gert var við 1 Á mynd þesaari mi þekkja fjölda útvarpsmanna. Útvarpsstjórinn þi- verandi, Jónas Þorbergsson og Helgi Hjörvar skrifstofustjóri, fyrir miðju. Til hliöar viö Helga mi sji m.a. Axel Thorsteinsson og Jón Magn- ússon. Á tónlistarbis Jón Þórarins- son, Pil ísólfsson og Þórarinn Guö- mundsson. i forgrunni fri h. tv. Jón Múli Árnaaon, Ragnar Árnason og Pétur Pétursson. Þi er Dagfinnur Sveinbjörnsson, yfirmaöur tækni- deildar, Þorsteinn Egilsson, fulltrúi og Siguröur Þórðarson skrifstofu- stjóri. Þi koma útvarpsriösmenn. 2 Hér er Jónas Þorbergsson borinn af riöherrum tveim. Eru það milalok langvarandi þrastu. Fyrir hópnum fer Þórarinn Guömundsson og veifar fiölu sinni. Efst i myndinni trónar forstööumaður Viögeröarstofu, Jón Alexandersson. Fjórar konur prýöa myndina. Þter eru Sigrún Gísladótt- ir, hljómplötuvöröur, Guörún Reykholt, Þórleif Norland, og Sig- ríður Bjarnadóttir, gjaldkeri. Þi mi kenna þuli og fréttamenn. Pill ísólfsson þekkist. Aö baki hans er Baldur Pilmason. Við hlið Pils er Andrés Björnsson núverandi útvarps- stjóri. Af útvarpsriðsmönum sjist Ólafur Jóhannesson, síóar riö- herra, Sverrir Kristjinsson, sagn- fræóingur og Siguróur Bjarnason sendiherra. Helgi Hjörvar, er fremst i myndinni víö hlió bifreiöarinnar. 3 Á 20 ira afmæli Ríkisútvarpsins teiknaöi Halldór Pétursson þessa mynd af fremstu mönnum þess er eigi fylltu þi flokk þeirra er fögnuöu þeim tímamótum. "i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.