Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1979 31 Mórall- inn kringum herstöð Leikfélag Keflavíkur: CTKALL í KLÚBBINN. Höfundur: Hilmar Jónsson. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. MÓRALLINN kringum herstöð er viðgangsefni Hilmars Jóns- sonar í leikritinu Útkall í Klúbb- inn. í þessu verki er allt málað hvítum og svörtum litum. Segja má að ýmsir hryggilegustu full- trúar síðdegisblaðamennskunn- ar hafi hér eignast eitt leikrita- skáld. Kannski templarar einnig því að á flestu á brennivínið sök í leiknum. Sé litið á Útkall í Klúbbinn sem einfalt kennsluleikrit í anda róttækra lærisveina Brechts er það of einfalt til að vekja áhuga. Eigi að skoða það sem alvöru- leikrit um lifandi fólk stenst það ekki. Hvergi örlar á persónu- sköpun svo að mark sé á takandi. En nóg er um staðleysur, getgát- ur, brigsl, ásakanir um myrkra- verk. Allt á þetta líklega að heita ádeila eða gagnrýni á sam- tímann, jafnvel bera vott um umbótavilja höfundarins. En þótt Hilmar Jónsson kunni að hafa rétt fyrir sér í einstökum atriðum hvað varðar samskipti íslendinga og bandaríska hers- ins er framsetningin svo gölluð að ekki er öðrum bjóðandi upp á þessa túlkun en einfeldningum. Það skal að vísu sagt leikrit- inu til hróss að það er stutt, líklega er það leikstjóranum að þakka. En þótt Gunnari Eyj- ólfssyni sé hlýtt til fæðingar- bæjar síns gerir hann honum engan greiða með því að leggja nafn sitt við verk af þessu tagi. Við skulum rétt aðeins huga að efni leikritsins. Pétur, for- stjóri Framkvæmdafélagsins, fer með dóttur sinni í Klúbbinn. Bandaríski Kapteinninn hefur bruggað honum launráð. Hann lætur fylla forstjórann og hand- bendi sín nauðga dóttur hans og taka myndir af því athæfi. Heið- arlegur lögregluþjónn gegnir út- kalli og tekst að skakka leikinn ásamt tveimur bandarískum off- iserum. En forstjórinn kann Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON lögregluþjóninum engar þakkir fyrir að bjarga dóttur sinni. Hann óttast hneyksli, skrif síðdegisblaðanna sem eru ásamt Rödd fólksins málsvarar sann- leikans. Morgunstjarnan að sjálfsögðu ekki. Það kemur á daginn að forstjórinn og lög- reglustjórinn eru saman í her- mangi og þeir sameinast um að reka lögregluþjóninn saklausa og skemma mannorð hans. Kona forstjórans er fengin til hjálpar til að allir séu á sama báti. Ekkert má vitnast um samsærið mikla, bræðralag íslenskra og bandarískra gróðamanna. Bæði forstjórinn og lögreglustjórinn eru á valdi Bakkusar. Þetta fólk er svo rotið að heiður stúlku skiptir engu máli. Peningar og eignir eru allt sem það sækist eftir. Hilmar Jónsson gerir hvergi tilraun til að sýna fleiri en einn flöt á þessum persónum. Lögregluþjónninn sem helst er einhvers að vænta af er bara auli sem ekki kann leikreglurnar. Öll atriði leikrits- ins eru í anda þeirrar flatneskju sem stjórnar penna höfundarins. Nokkur hnyttin tilsvör lífga þó upp á verkið svo að kannski er Hilmar Jónsson ekki húmorlaus þrátt fyrir allt. Gunnar Eyjólfsson leikstýrir hópi ungra leikara sem ekki fá mörg tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Með verðugu viðfangs- efni gætu þeir áreiðanlega náð sæmilegum árangri á áhuga- mannavísu. Jóhann Gíslason, Jenný Lárusdóttir, Rúnar Hart- mannsson og Jón Sigurðsson til að mynda eru fólk sem eflaust getur komið til. Höfundurinn er ósköp vandræðalegur í hlutverki Kapteinsins og einkennisbúning- ur klúðurslegur á honum. Sviðsetning öll er óbrotin og er það sosum í lagi. Aðeins vantar hér lífsneista til þess að sannfæra áhorfandann um að verkið fjalli um raunverulegt fólk, mannlíf. Er það ekki nokk- uð mikið þá sem vantar? Það finnst undirrituðum að minnsta kosti. Álit íslendinga og Bandaríkjamanna: Biluð aðflugstæki frumorsök Sri Lanka slyssins DAGANA 5. til 7. nóvember átti íslenzka rannsóknarnefndin á flugslysinu, sem skeði á Sri Lanka hinn 15. nóvember 1978, fund í Washington með fulltrúa Bandaríkjanna við rannsóknina og ráðgjöfum hans. Tilgangur fundarins var að yfirfara skýrslu þá, sem stjórnarvöld Sri Lanka hafa látið frá sér fara um slysið. íslenzka rannsóknarnefndin, fulltrúi Bandaríkjanna og ráðgjaf- ar hans urðu sammála um athuga- semdir við skýrsluna og verða þær sendar til stjórnvalda Sri Lanka fyrir lok þessa mánaðar. Þó ekki sé á þessu stigi málsins unnt að skýra nánar frá einstök- um athugasemdum, vár það álit allra þátttakenda fundarins, að frumorsök slyssins verði rakin til ástands aðflugstækja flugvallar- ins. Ærsladraugurinn í Hveragerdi LEIKFÉLAG Hveragerðis er nú að hefja sitt 34. starfsár, en það sýnir að jafnaði eitt til tvö verk á ári hverju. Á s.l. vetri sýndi það sitt fyrsta barnaleikrit „Hans og Grétu" fyrir áramótin og kunnu börnin vel að meta þetta gamla, góða ævintýri. Með vordögunum fór leikfélagið svo af stað með „Ærsladrauginn" eftir Noel Cow- ard. Leikstjóri var Jill Brooke Árnason og er hún nú að æfa leikinn upp, því að ætlunin er að sýna hann víða á Suðurlandi og einnig verða tvær sýningar í Hveragerði. Gefst þá fleirum tækifæri til að sjá þennan bráð- snjalla skopleik. Leikmynd er eftir Benedikt Árnason leikstjóra. í vor heimsótti Ærsladraugur- inn Snæfellsnes og fékk mjög góðar móttökur. Næsta verkefni félagsins er ný íslenzk revía og verður Aðalsteinn Bergdal leik- stjóri. Forráðamenn leikfélagsins óska eftir að koma því á framfæri að allir örorku- og ellilífeyrisþegar fá frían aðgang á allar sýningar félagsins, en á liðnum árum hefur verið sérsýning fyrir þá. Er þessi breyting hugsuð þannig, að aldr- aðir geti komið þegar þeim hentar bezt. Sigrún. Áttræð kona týndi tösku ÁTTRÆÐ kona týndi á föstudag léreftstösku. í henni voru lyklar að íbúð hennar ásamt gleraugum. Hún týndi töskunni sennilega á Laugaveginum eða í Leið 2. Hafi einhver fundið tösku gömlu kon- unnar eru það vinsamleg tilmæli að hann hafi samband við hana í síma 21146. Sextugur: Guðmundur Guðmunds son slökkviliðsstjóri í dag, 13. nóvember, er sextugur Guðmundur R. Guðmundsson, slökkviliðsstjóri á Reykjavíkur- flugvelli. Hann er einn þeirra, sem hægt er að kalla þriggja stjörnu Reykvíking, fæddur í vesturbæn- um í Reykjavík, starfar í miðbæn- um og býr í austurbænum. Hann er löngu landsþekktur maður fyrir störf sín hjá Flugmálastjórn, í flugráði, fyrir flugvallagerð víða um land og sem slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli í áratugi. Guðmundur hefur verið sæmdur viðurkenningarorðum frá Bret- landi, Danmörku og Finnlandi. Hann er líka þekktur fyrir mikinn áhuga á félagsmálum og dugnað og ósérhlífni á því sviði. Ungur gekk hann í raðir sjálf- stæðismanna og starfaði í-áratugi í Óðni, þar sem hann var m.a. formaður. Hann var í fulltrúaráði flokksins og í ýmsum trúnaðar- stöðum. Guðmundur stofnaði Byggingarsamvinnufélag verka- manna og sjómanna og sá um byggingu þriggja fjölbýlishúsa fyrir félagsmenn. Vann hann þar oft sjálfur hörðum höndum í byggingarvinnu og hvatti félagana til dáða með áhuga sínum og vinnugleði, enda urðu íbúðirnar ekki dýrar miðað við markaðsverð þeirra tíma. Hann hefur starfað mikið að | hagsmunamalum slökkviliðs- manna, var formaður í Félagi flugmálastarfsmanna um skeið og fulltrúi á þingum BSRB. -- Guðmundur er áhugasamur bridgespilari og félagi í Krumma- klúbbnum og hefur verið stór- krummi þar, en áhugi Guðmundar er þó mestur við laxveiðar, enda meðlimur í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og hefur verið full- trúi þess á landsþingum stanga- veiðifélaga. Ég hef átt því láni að fagna að vera veiðifélagi Guð- mundar lengi, bæði við lax og silungsveiði og í rjúpnaveiðum, og betri veiðifélaga en hann er vart hægt að hugsa sér. Það er ekki aðeins, að maðurinn er lúsfiskinn og skytta góð, heldur er dugnaður- inn og áhuginn alveg ódrepandi og reyndar við allt, sem hann tekur sér fyrir hendur. Það væri hægt að segja margar góðar veiðisögur af Guðmundi, en það verður ekki gert hér. Besta veiði hans í lífinu er örugglega sú, að hafa náð í sína ágætu konu, Elínu Guðmundsdótt- ur, sem hefur búið honum fallegt og gott heimili og eignast með honum átta börn. Á þessu merku tímamótum sendi ég Guðmundi bestu ham- ingjuóskir og þeim hjónum báð- um, en þau eru nú stödd í Bandaríkjunum, og þakka fyrir margar ánægjustundir á heimili þeirra og margar góðar veiðiferðir og vona að framtíðin beri í skauti sér heill og hamingju þeirra og fjölskyldu þeirra. Guðjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.