Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 29 lagiö um ósamkomulagiö sé samkomulag í sjálfu sér. Svo aö Guörún getur ekki treyst á Sjöfn, ekki alveg. En snúum okkur aftur aö ósamkvæmninni í málflutningi hennar. Þegar hún var spurö um öll illindin út af fyrstu þremur sætunum á lista Alþýöubanda- lagsins í Reykjavík — en þar ruddist menntamannaklíkan auövitaö í fyrsta og þriöja sætiö og Guðrúnu var sparkað niöur í fjóröa sætiö, þ.e. kvenframbjóð- andi Alþýöubandalagsins í Reykjavík er í vonlausu sæti fyrir bragöiö — þá svaraöi hún því til hér í blaöinu, aö hún kynni ekki viö þá skilgreiningu, eins og hún komst aö oröi, „aö eitthvert sæti sé kvennasæti. Ég er afskaplega mikiö á móti því, aö einhverjir hópar eigi einhver sæti“. Hún kvaöst ekkert frekar vera fulltrúi kvenna en karla og sagöist ekki hafa neitt kvennaliö á bak viö sig. „Satt aö segja er ég mikill andstæöingur allra hreppasjón- armiöa". Ekki er hægt aö lesa annaö út úr þessu en Guörún telji kvenna- baráttuna hreppapólitík, a.m.k. öörum þræöi. Og mætti jafnrétt- is- og kynlífssíöa Þjóöviljans draga réttar ályktanir af því. En svo þegar Tíminn spyr Guörúnu um prófkjör sjálfstæö- ismanna í Reykjavík, telur hún þaö hneyksli, að Ragnhildur Helgadóttir skyldi ekki hafa hald- iö sínu sæti. Auðvitað er þaö rétt, að Ragnhildur hefur staðiö sig meö þeim ágætum í stjórn- málum og verið svo glæsilegur fulltrúi kvenna á Alþingi, aö hún heföi átt að halda hlut sínum. En prófkjör eru prófkjör. Ragnhildur Helgadóttir á þó aö vera í öruggu þingsæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, eina konan sem ætti aö komast á þing fyrir Reykvíkinga. Þá hættir Guörún Helgadóttir allt í einu aö tala um hreppapólitík, en velur nú annað orð: hneyksli! Af hverju? Auðvit- aö vegna þess aö Ragnhildur er sjálfstæðismaöur. Þaö, sem hét hreppapólitík í Morgunblaöinu vegna átaka innan Alþýöubanda- lagsins í Reykjavík, var oröiö aö „hneyksli" í Tímanum daginn eftir: þ.e. sem sagt hreppapólitík, ef kona kemst ekki á þing á vegum Alþýðubandalagsins, en hneyksli, ef kona kemst á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hvort sem er í höfuðborginni eða annars staöar. Hver á eiginlega aö skilja svona málflutning? Kjósendur? Eöa ætli sé ekki heldur veriö aö villa um fyrir þeim en gefa þeim tækifæri til aö skilja og taka málefnalega afstööu? En þaö er a.m.k. von til þess, aö kjósendur misskilji þetta rétt — og láti hreppapólitíkina á Alþýðubanda- lagslistanum eiga sig, en kjósi Ragnhildi Helgadóttur. Þaö kem- ur a.m.k. enginn kvennafulltrúi af Alþýöubandalagslistanum í Reykjavík inn á Alþingi íslend- inga — nema það veröi þá Svavar Gestsson, Guðmundur Jaki eöa Ólafur Ragnar Grímsson, sem væri kannski álitlegastur. Þaö yröi tekiö eftir Jakanum og Ólafi Ragnari í því hlutverki í sandkassanum á þingi — ef þaö yrði enn einu sinni á landslýö lagt aö breyta Alþingi íslendinga í sandkassa, þar sem alþýöubandalagsmenn skiptust á aö skauta í hlutverki Fjallkonunn- ar, en kratar héldu áfram aö grenja af óþekkt og eftirlæti (í fjölmiðlum). Guörún Helgadóttir segir, að sig hrylli viö „öllum þeim djöfla- gangi, sem orðinn er í kringum allt í íslenzkri pólitík". Okkur hryllir einnig viö honum og teljum m.a. af þeim sökum þjóðar- nauðsyn aö fækka vinstri mönnum á Alþingi íslendinga. Hún segir, aö sér sé annt um „virðingu lýöveldisins'*. Þaö er okkur hinum lika. Þess vegna m.a. viljum viö fækka alþýöu- bandalagsmönnum á Alþingi. Djöflagangur og virðingarleysi eru ein helztu einkenni á þjóöfé lagi okkar, því miður. En ekki brygði þó til betri tíðar, ef hákarlarnir tækju alfarið viö stjórn skútunnar. Þaö yröi óhjá- kvæmileg niöurstaöa kosninga, sem fengju framsóknar- og al- þýöubandalagsmönnum meiri- hluta á Alþingi íslendinga. Hver vill bera ábyrgö á slíku „forlisi"? I>rír kostir vardandi nýja stórvirkjun „VARÐANDI nýja stór- virkjun, sem annaðhvort yrði byrjað á eða ákvörðun tekin um 1985, eru þrír kostir fyrir hendi: Fljóts- dalsvirkjun 300 MW, Blanda 150 MW og Búð- arhálsvirkjun 300 MW,“ sagði Jónas Elíasson próf- essor, fulltrúi í orkuefnd Sjálfstæðisflokksins, er Mbl. spurði hann í gær, hvaða nýja stórvirkjun það væri, sem gert er ráð fyrir í stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahags- og atvinnumálum. Jónas kvaðst á þessu stigi ekki geta sagt til um, hver þessara þriggja kosta kæmi til framkvæmda. Athuganir bentu til, að Búðarhálsvirkjun væri eilítið dýrari kostur en hin- ir, en hins vegar væru ýms náttúru verndarsj ónar mið óleyst varðandi hina kost- ina og enginn virkjunarað- ili nú tilbúinn til að takast á við þau verkefni. Ef þessi náttúruverndarmál leyst- ust innan skamms tíma væri hins vegar unnt að ákveða virkjun í Fljótsdal eða Blöndu jafnskjótt og sú lausn lægi fyrir. Kæmi þá jafnvel til greina að byggja þá virkjun á undan stækk- un Búrfellsvirkjunar því báðir þessir staðir eru utan hins eldvirka svæðis. Loks nefndi Jónas að miðlunarlónsframkvæmdir vegna stækkunar Búrfells- virkjunar myndu koma Búðarhálsvirkjun til góða og þá væntanlega bæta hagkvæmni hennar í sam- anburði við aðra virkjun- arkosti. Forráðamenn Alafoss, þ.e. framkvæmdastjórar. forstjóri og stjórn fyrírtækÍSÍnS. Ljósm. Mt>l. Kristján. V elta Álaf oss á þessu ári ráðgerd um 6 milljarðar Opnuð söluskrifstofa í Danmörku GERÐAR hafa verið nokkrar breytingar á daglegri stjórnskip- an Alafoss hf og er starfseminni nú skipt í 3 þætti, framleiðslu- mál, fjármál og markaðsmál og stýrir framkvæmdastjóri hverj- um þætti fyrir sig. Guðjón Hjart- arson, sem verið hefur verksmiðj- ustjóri, hefur nú verið skipaður tæknilegur framkvæmdastjóri, Gunnlaugur Jóhannsson, sem verið hefur skrifstofustjóri, verð- ur nú framkvæmdastjóri fjár- mála og stjórnsýslu og Ólafur S. Ottósson, sem verið hefur fulltrúi forstjóra, tekur nú við fram- kvæmdastjórn sölu— og dreif- ingar. A fundi með fréttamönnum kynntu forráðamenn fyrirtækisins nokkuð stöðu þess og kom m.a. fram að ástæða skipulagsbreyt- ingarinnar, sem gerð var hinn 1. nóv. sl. væri sú að starfsemin hefði öll verið færð á einn stað, þ.e. í Mosfellssveit, en fór áður fram að talsverðu leyti í Kópavogi, en verslunin verður áfram að Vesturgötu. Pétur Eiríksson for- stjóri og Heimir Hannesson stjórnarformaður ásamt fram- kvæmdastjórum og öðrum stjórn- armeðlimum greindu frá rekstri fyrirtækisins og kom m.a. fram að jafnframt því sem byggingar- framkvæmdum hefur miðað áfram hefur mikil aukning og endurnýjun orðið á vélakosti, sem hefur orðið til þess að framleiðni hefur aukist jafnt og þétt, um tæplega 6% á ári síðan 1973. Framleiðslumagn hefur aukist um 60% og veltan tífaldast í krónum. Heildarveltan á þessu ári verður kringum 6 milljarðar króna og er það tvöföldun á söluverðmæti sl. árs. Tilbúinn fatnaður er 2,2 milljarðar að útflutningsverð- mæti, en 80% framleiðslu fyrir- tækisins fer til útflutnings. Alafoss hefur í mörg ár rekið söluskrifstofu í New York þar sem starfa 3 menn og hefur nú verið ákveðið að opna einnig skrifstofu í Danmörku er annast á sölu og dreifingu handprjónabands á meginlandi Evrópu, einkum Þýskalandi. Hefur Baldur Árna- son núverandi aðalbókari fyrir- tækisins verið ráðinn til að veita henni forstöðu. Forráðamenn Álafoss sögðu að rekstrargrundvöllur fyrirtækja í þessari grein hefði skekkst veru- lega á árinu þar sem tilkostnaðúr hefði hækkað mun meira en næmi gengissigi, Væri það því tilfinnan- legra hér sem svo til eingöngu væri um útflutning að ræða er byggi við fast verð í erlendri mynt. Sögðu þeir áætlað heildartekjutap fyrirtækja í ullariðnaði um 1 milljarður á þessu ári vegna misræmis gengisskráningar og verðlagsþróunar innanlands. Stæði nú fyrir dyrum verðlagning útflutningsvara á næsta ári og væri fyrirsjáanlegt að óhjákvæmi- legar verðhækkanir yrðu langt umfram verðbólgustig í viðskipta- löndunum yrði ekkert gert til leiðréttingar. Starfsmenn Álafoss eru um 250 og um 350 starfa á sauma— og prjónastofum sem tengjast út- flutningi fyrirtækisins, en í ullar- iðnaði eru um 1100 starfsmenn í allt. Bandframleiðsla er megin uppistaða reksturs Álafoss og er ársframleiðslan um 1000 tonn. Þriðjungur fer til framleiðslu á prjónavoð í ullarfatnaðinn og ann- ast 20—30 saumastofur fram- leiðsluna. Annar þriðjungur bandframleiðslunnar er hand- prjónaband, sem einnig er að verulegu leyti flutt úr landi og þriðjungur er notaður í eigin vefnaðardeildum til framleiðslu gluggatjaldaefna, áklæða, fata- efna værðarvoða, gólfteppa o.fl. Einnig rekur fyrirtækið eigin prjóna— og saumastofu, sem var stofnuð árið 1931. Tollfríðindi sjómanna: Ræða við fjármála- ráðherra í dag FULLTRÚAR sjómanna munu hitta Sighvat Björgvinsson fjármála- ráðherra að máíi i dag og ræða við hann um hertar reglur varðandi tollfriðindi sjómanna, sem sagt var frá í Morgunbiaðinu á sunnudaginn. Er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Guðmund Hallvarðsson formann Sjómannafélags Reykjavíkur í gær. sagðist hann sem minnst um málið vilja segja fyrr en eftir fundinn með ráðherranum. Guðmundur sagði sjómenn fá 30% launa sinna greidd í gjald- eyri, en hlutfallslega mættu þeir sífellt kaupa minna og minna erlendis. Sem dæmi um það sagði Guðmundur árið 1968 hefði leyfi- leg upphæð tollfrjálsa varningsins numið 55,6% af meðaltekjum há- seta, 1972 er þessi upphæð lækkuð niður í 21,9%, 1975 er þetta komið niður í 13,8, 1978 í 13,6 og núna væri hlutfallið 13.9%. Þetta kvað Guðmundur sjómenn telja óeðli- legt þegar þess væri gætt að sjómenn fengju 30% launa sinna í erlendum gjaldeyri sem fyrr segir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.