Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Birgir Björnsson Oliver Steinn frjálsíþróttakappi Hjalti Einarsson Nokkrar af helstu hand- knattleiksstjörnum FII í gegnum árin. Rajínar Jónsson Geir Hallsteinsson EINS og frá hefur verið skýrt í fjölmiðlum varð Fimleikafélag Hafnarfjarðar 50 ára hinn 15. október s.l. Frumkvöðull að stofnun félagsins var Hallsteinn Hinriksson, iþróttakennari, sem stofnaði félagið ásamt 10 ung- mennum árið 1929. Stofnun fé- lagsins var jafnframt stofnun fimleikaflokks, er félagið dró síðan nafn sitt af. FH-ingar hösluðu sér fljótlega völl á sviði íþróttanna. Kristján Gamalielsson fyrsti formaður FH og Jóhannes (heitinn) Eiðsson urðu báðir landskunnir fimleika- menn og með Hallstein i farar- broddi ruddu frjálsar íþróttir sér rúms innan FH og urðu FH-ingar þegar á fyrstu árum félagsins i fremstu röð frjálsíþróttamanna, en áberandi lengst i þeim grein- um náði Oliver Steinn Jóhannes- son, sem á árunum eftir siðari heimsstyrjöldina varð margfald- ur íslandsmeistari og náði ferill hans til Evrópukeppni. Þótt handknattleikur hafi verið kynntur í Hafnarfirði af Valdimar Sveinbjörnssyni, íþróttakennara og margfr Kirdarieíkir farið fram milli nemenda Flensborgarskól- ans í Hafnarfirði og Menntaskól- ans í Reykjavík á þessum árum, þá verður sú íþrótt, sem félagið hefur orðið frægast fyrir, ekki áberandi grein innan íþróttastarfsins í FH fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Og virkilega fer ekki að gæta fyrr en eftir að FH varð íslands- meistari í 2. aldursflokki karla 1954 og síðan Islandsmeistari í meistaraflokki karla 1956. Frá þeim tíma hefur FH borið „Ægis- hjálm“ yfir önnur handknatt- leikslið hvað árangur snertir. Ekkert íslenzkt handknattleikslið er til samanburðar við sigurgöngu þeirra í meistaraflokki karla, hvert sem er rakinn ferill þess í inni eða úti-handknattleik, sömu- leiðis hafa FH-ingar náð beztum árangri íslenzkra handknattleiks- liða í Evrópukeppni. Árið 1961 náði íslenzka handknattleiks- landsliðið þeim frábæra árangri að verða nr. 6 í Heimsmeistara- keppninni það ár. í liði Islands voru 7 FH-ingar og landsliðsþjálf- arinn var Hallsteinn Hinriksson „Faðir FH“. - Þótt hvergi nærri sé hægt að líkja saman, þá hafa FH-ingar átt sína sigurgöngu einnig í knatt- spyrnunni. Sæmdarheitið „Bezta knattspyrnufélag Hafnarfjarðar" hafa þeir unnið meir en þrefalt sinnum oftar en erfðaféndur þeirra „Haukar". Meistaraflokkur FH í knatt- spyrnu karla er fyrsta félagsliðið (utan Reykjavíkur) sem vinnur sér sæti í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Og sömuleiðis eina 2. deildarliðið, sem hefur náð að leika til úrslita í Bikarkeppni KSÍ. Og undanfarin ár hafa FH-ingar verið mikið í sviðsljósi knatt- spyrnunnar fyrir léttan og lipran leik, eignast 4 landsliðsmenn og verið handhafar hinnar eftirsóttu „Drago“-styttu, sem afhent er prúðasta liðinu ár hvert í 1. og 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. I kvennaknattspyrnu hafa FH- stúlkurnar unnið íslandsmeist- aratitilinn oftar en nokkurt annað kvennalið og er knattspyrnu- keppnisferð FH-stúlknanna til Ítalíu enn í fersku minni. Mikil gróska hefur hlaupið í frjálsíþróttalíf félagsins undan- farin ár og eru FH-ingar þar í fremstu röð íslenzkra frjáls- íþróttamanna og kvenna. Má þar nefna systurnar Rut og Ragnheiði Ólafsdætur, Guðmund R. Guð- mundsson og Sigurð Pétur Sig- mundsson. Iðkun fimleika lagðist niður að mestu hjá félaginu vegna aðstöðu- leysis, en á stríðsárunum var fimleikahúsið tekið „hernámi" og nýtt íþróttahús var ekki byggt í Hafnarfirði fyrr en íþróttahúsið við Strandgötu var tekið í notkun. Allar líkur eru fyrir því að FH taki ekki upp fimleika aftur á stefnuskrá sína fyrr en í eigin húsi er reisa á í Kaplakrika og hinir bjartsýnustu þykkast sjá hylla undir þessa dagana. En FH gerir garðinn frægan víðar en á íþróttasviðinu þ.e. í keppni, því félagið er í samvinnu við ríki og bæ að koma sér upp einu fullkomnasta félagssvæði sem til er á íslandi, og undirstrik- aði bæjarstjórn Hafnarfjarðar virðingu sína fyrir þessu framtaki félagsins þessa dagaana er hún samþykkti tillögu frá bæjarráði Hafnarfjarðar um viðbótarland FH til handa í Kaplakrika og jafnframt leyfi til áframhaldandi uppbyggingar svæðisins eins og félagið hefur áformað uppbygg- ingu þess með hjálp Teiknistofu Gísla Halldórssonar og Verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsen að ógleymdum góðum ráð- um íþróttafulltrúa ríkisins Þor- steins Einarssonar. F-DAGUR Hallsteinsdagur Hinn annan september s.l. héldu íþróttadeildir og félagar í FH hátíðlegan FH-dag í Kaplakrika, en n.k. sunnudag mun félagið efna til Hallsteinsdags, sem haldinn er til minningar um Hallstein heit- inn Hinriksson, sem hlotið hefur nafnið „Faðir FH“. Hátíðahöld þessi munu fara fram í íþróttahúsinu við Strand- götu og hefjast þau kl. 14.00 og standa fram eftir degi og er ókeypis aðgangur. Þættir dagsins munu saman- standa af leikjum og keppnum í þeim íþróttagreinum, er FH hefur nú á stefnuskrá sinni og mun þar m.a. fara fram fyrsta lyftingamót, sem háð hefur verið í Hafnarfirði til þessa. Nánar verður sagt frá þessum hátíðahöldum í fréttatilkynningu, sem borin verður út í Hafnarfirði og jafnframt verður dagurinn auglýstur í skólum bæjarins, því Hallsteinn Hinriksson var fyrst og fremst íþróttakennari skóla- æskunnar í Hafnarfirði, starf hans innan FH var aðeins „tóm- stundastarf". Aðalstjórn, fulltrúaráð félags- ins og deildarstjórnir þess munu síðan standa sameiginlega að af- mælishófi, sem haldið verður í veitingastaðnum „Snekkjan", laugardaginn 17. þ.m. — Aðgöngu- miðar að hófinu eru komnir í sölu hjá formönnum deilda félagsins og eru félagsmenn eldri og yngri áminntir um að taka þátt í hófinu og kaupa sér miða sem fyrst, því búast má við að fljótlega verði uppselt. Deildarskipting: FH starfar í deildum, hand- knattleiks-, knattspyrnu-, frjáls- íþróttadeild, lyftingum, Gaflara- deild og kvennadeild, en þær síðasttöldu skipa FH-ingar, sem halda vilja tryggð við félagið. Stjórn FH er nú þannig skipuð: Formaður: Bergþór Jónsson. Rit- ari: Þórður Sverrisson. Gjaldkeri: Gunnlaugur Magnússon. Með- stjórnendur: Finnbogi F. Arndal og Jón Gestur Viggósson. Vara- maður: Rósa Héðinsdóttir. Auk þess sitja stjórnarfundi Árni Ág- ústsson, formaður fulltrúaráðs fé- lagsins og Jón Sveinsson, fulltrúi FH í IBH. Formenn íþróttadeilda sitja og stjórnarfundi: Hand- knattleiksdeild: Ingvar Viktors- son. Knattspyrnudeild: Magnús Jónsson. Frjálsíþróttadeild: Har- aldur Magnússon. Lyftingadeild: Sólveig Ágústsdóttir. Gaflara- deild: Gísli Ágúst Gunnlaugsson. 50 ára afmælisfundur FH í Kaplakrika í tilefni 50 ára afmælis FH hinn 15. okt. s.l. hélt aðalstjórn félags- ins upp á daginn með fundi í íbúðarhúsinu í Kaplakrika. Bæj- arráðsmönnum, áheyrandafulltrúum flokka þeirra, sem ekki eiga sæti í bæjarráði og bæjarstjóranum í Hafnarfirði var boðið til þessa fundar í tilefni samþykktar bæj- arráðs Hafnarfjarðar þá fyrr í vikunni. Formaður FH Bergþór Jónsson bauð gesti velkomna í Kaplakrika og til þessa afmælisfundar, en að máli hans loknu talaði bæjarstjór- inn í Hafnarfirði, Einar I. Hall- dórsson fyrir hönd bæjarráðs- manna. Var þessi fundur hinn virðulegasti og ánægjulegur. Að loknum þessum fundi vígði aðal- stjórn FH nýja funda- og félags- aðstöðu FH-inga að Lækjargötu 20, Hafnarfirði. En þar má búast við að sú starfsemi verði þar til lokið hefur verið við að byggja félagsaðstöðuna og búningsklef- ana við grasvöllinn í Kaplakrika, en byrjað var að ýta fyrir grunni þeirrar byggingar s.l. laugardag. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.