Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 21 Handknattleikur • „Hvert ert þú að fara væni“ sræti KR-ingurinn lengst til hægri verið að segja við Árna Indriðason, sem reynir að troða sér í gegn um glufu í vörn KR, glufu sem er greinilega allt of lítil. Svo sem sjá má, var ýmislegt fleira en handbolti á boðstólum fyrir Hallargesti þegar KR og Víkingur áttust við. T.d. glima. Sjá nánar um handknattleiksleiki helgarinnar á blaðsiðum 22, 24 og 25, jafnvel viðar. Ljósm. Kristján „Getum ekki leikið verr“ HILMAR Björnsson þjálfari Vals var ekki beint glaðlegur á svipinn þegar blaðamaður Mbl. tók hann tali eftir ieik FH og Vals og innti hann eftir gangi leiksins. — FH-ingar unnu verðskuldaðan sigur i leiknum. Þeir höfðu áhuga á því sem þeir voru að gera og börðust allan timann fyrir sigrinum. Leik- menn Vals fóru hins vegar ekki eftir því sem fyrir þá hafði verið lagt og allan neista vant- aði í leik þeirra, ég veit ekki hvers vegna. E.t.v. var leikur- inn unninn fyrir fram og það kann ekki góðri lukku að stýra. Sóknarleikur okkar var afar einhæfur og ég get fullvissað þig um það að við getum ekki leikið verr en við gerðum í dag, sagði Hilmar Björnson þjáifari íslandsmeistara Vals. — þr. Badminton • Þorsteinn Páll Hængsson varð Reykjavikurmeistari i tvíliða- leik drengja um helgina. , Jfloijjimlilnbií* Ekkert skorað í upp- gjöri markakónga Margir spennandi úrslitaleikir Skjóni gleypti stúkumiðann Knattspyrnuáhorfandi nokkur lenti í honum kröppum .. .næstum þvi þegar lögguhross þreif mið- ann úr höndum hans og át hann. Var maðurinn staddur fyrir utan Ibrox-leikvanginn í Glasgow, en viðureign Rangers og Celtic var senn að hef jast. Og löngu uppselt. Manngreyinu til happs, hafði lögguknapinn orðið vitni að átveislu Skjóna og var því hægt að bjarga manninum inn á völlinn. Auðtekin stig hjá Frömurum FRAM vann öruggan sigur á nýliðum Grindavikur í 1. deild íslandsmótsins i hand- knattleik um helgina, en leikurinn fór fram í íþrótta- húsinu í Njarðvík, þar sem Grindavik mun leika heima- leiki sína i vetur, lokatölur leiksins urðu 22—10, en staðan í hálfleik var 10—6 Fram í hag. Miklar sveiflur voru í leiknum fyrri hluta hálf- leiksins. Þannig skorði Fram 4 fyrstu mörkin, en Grindavik næstu fjögur, 4— 4. Eftir það sigu Fram- stúlkurnar fram úr, munur- inn jókst jaínt og þétt og stórsigur Fram blasti við í leikslok. Er sýnt, að Grinda- vik muni eiga erfitt upp- dráttar í vetur, en aldrei er þó að vita. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 9, Jóhanna Haildórsdóttir 4, Guðrún Sverrisdóttir 3, Arna Stein- sen og Þórlaug Sveinsdóttir tvö hvor, Jenný Grétudóttir og Oddný Sigsteinsdóttir eitt hvor. Mörk UMFG: Sjöfn Ág- ústsdóttir 5, Hildur Gunn- arsdóttir 3 og Svanhildur Karlsdóttir. sb/gg. AJAX náði eins stigs forystu i hollensku deildarkeppninni með því að jarða lið Phillips Sportverein Eindhoven í Amst- erdam um helgina, á sama tíma og helstu keppinautarnir Alk- maar og Feyenoord skildu jöfn á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Úrslit leikja í hollensku deild- inni urðu þessi um helgina. Alkmaar — Feyenoord 0—0 G. A. Eagles — P. Zwolle 0—0 Nac Breda — Nec Nijmegen 1—0 Sparta — Den Haag 2—2 Utrecht — Willem Tilburg 2—2 Haarlem — Roda JC 1—3 Vitesse Arnhem — Tvente 1—3 Ajax — PSV Eindhoven 4—1 Excelsior — MVV Maastr. 0—0 PSV mætti Ajax án nokkurra þekktra fastamanna, svo sem Willy Van Der Kerkhov, Adrie Koster og Jan Poortvliet. Ajax lék hins vegar með fullt lið og lék sér að liði PSV eins og köttur að mús. Þó tókst liðinu aðeins að skora einu sinni í fyrri hálfleik, það gerði Dick Schoenmaker á 7. mínútu. Þeir Frank Arnesen og Simon Tahamata voru hreint óstöðvandi, Tahamata skoraði annað markið eftir sendingu frá Arnesen og síðan skoraði Arne- sen eftir sendingu frá Tahamata, sem skoraði síðan sjálfur fjórða markið. Paul Posthuma skoraði eina mark PSV og breytti stöð- unni þá úr 2—0 í 2—1. AZ ’67 Alkmaar og Feyenoord skyldu jöfn án þess að mark væri skorað. Skýtur það dálítið skökku við, að ekkert skuli vera skorað þar sem markakóngarnir Kees Kist og Pétur Pétursson mættust, en það eru ekki alltaf jólin. Bæði liðin fengu góð færi í leiknum, en til tilbreytingar voru þeir Pétur og Kist ekki á skotskónum frekar en félagar þeirra. Staða efstu liðanna í hollensku keppninni er nú þessi: Ajax 12 9 21 28:14 20 Feyenoord 13 6 7 0 25:11 19 AZ’67 Alkmaar 13 823 26:13 18 PSV Eindhovenl3 643 26:17 16 FC Utrecht 13; 56221:13 16 Stefán brotinn VALSMENN urðu fyrir mikilli blóðtöku í tap- leiknum óvænta gegn FH í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik um helg- ina. Unglingalandsliðs- maðurinn Stefán Hall- dórsson meiddist illa á hendi og reyndist hann vera fingurbrotinn þegar að var gáð. Er kappinn nú sveipaður gifsi og ekki líklegur til stórræða á næstunni. UNGLINGAMEISTARAMÓT Reykjavíkur í badminton lauk í gær. Mótið var haldið í húsi TBR, og voru þátttakendur um 50 frá TBR og KR. Miklar og stórstígar framfarir mátti sjá á mörgum þeim unglingum sem í gær voru að keppa, frá undan- förnum árum, og er augljóst að Reykviskir unglingar eru í mik- illi sókn i iþrótt þessari. Margir úrslitaleikjanna voru sérlega vel leiknir og spennandi. Sigur- vegarar í mótinu urðu 13 frá TBR og 3 frá KR, en úrsiit urðu sem hér segir: Hnokkar — einliðaleikur: Snorri Ingvarsson TBR sigraði Pétur Lentz TBR, 11/4 og 11/5. Tátur — einliðaleikur: Guðrún Ýr Gunnarsdóttir TBR sigraði Guðrúnu Júlíusdóttur TBR, 11/8 og 11/5. Hnokkar — tviliðaleikur: Pétur Lentz TBR og Snorri Ingvarsson TBR sigruðu Njál Eysteinsson TBR og Garðar Adolfsson TBR, 15/6 og 15/6. Tátur — tviliðaleikur: Guðrún Ýr Gunnarsdóttir TBR og Guðrún Júlíusdóttir TBR sigruðu Lindu Þorláksdóttur TBR og Guðrúnu Gunnarsdóttur TBR, 15/3 og 15/8. Hnokkar — tátur — tvenndar- leikur: Pétur Lentz TBR og Guðrún Ýr Gunnarsdóttir TBR sigruðu Snorra Ingvarsson TBR og Guð- rúnu Júlíusdóttur TBR, 18/16 og 15/7. Sveinar — einliðaleikur: Pétur Hjálmtýsson TBR sigraði Indriða Björnsson TBR, 8/11, 11/7 og 11/4. Meyjar — einliðaleikur: Inga Kjartansdóttir TBR sigraði Þórdísi Edwald TBR 5/11, 11/7 og 11/5. Sveinar — tvíliðaleikur: Indriði Björnsson TBR og Fritz H. Berndsen TBR sigruðu Kára Kárason TBR og Pétur Hjálmtýsson TBR, 15/10 og 15/ 4. Meyjar — tviliðaleikur: Inga Kjartansdóttir TBR og Þórdís Edwald TBR sigruðu Elísabetu Þórðardóttur TBR og Elínu Helenu Bjarnadóttur TBR, 15/10,10/15 og 18/16. Sveinar — meyjar — tvenndar- leikur: Pétur Hjálmtýsson TBR og Inga Kjartansdóttir TBR sigruðu Ind- riða Björnsson TBR og Þórdísi Edwald TBR, 15/12, 5/15 og 15/10. Drengir — einliðaieikur: Þorgeir Jóhannsson TBR sigraði Gunnar Björnsson TBR, 18/17 og 15/7. Telpur — einliðaleikur: Þórunn Óskarsdóttir KR sigraði Bryndísi Hjálmarsdóttur TBR 5/11,12/10 og 11/2. Drengir — tvíliðaleikur: Þorgeir Jóhannsson TBR og Þor- steinn Páll Hængsson TBR sigr- uðu Gunnar Björnsson TBR og Ara Edwald TBR, 15/5 og 15/8. Drengir — telpur — tvenndar- leikur: Þorgeir Jóhannsson TBR og Bryndís Hilmarsdóttir TBR sigruðu Elísabetu Þórðard. TBR og Gunnar Björnsson TBR 15/7 og 15/9. Piltar — einliðaleikur: Guðmundur Adolfsson TBR sigraði Óskar Bragason KR, 17/ 16 og 15/6. Stúlkur — einliðaleikur: Kristín Magnúsdóttir TBR sigr- aði Sif Friðleifsdóttur KR, 11/1 og 11/2. Piltar — tvíliðar: Friðrik Halldórsson KR og Ósk- ar Bragason KR sigruðu Guð- mund Adolfsson TBR og Skarp- héðin Garðarsson TBR 15/6, 6/15 og 15/9. Stúikur — tvíliðaleikur: Kristín Magnúsdóttir TBR og Bryndís Hilmarsdóttir TBR sigruðu Örnu Steinsen KR og Sif Friðleifsdóttur KR, 5/15, 17/14 og 15/3. Piltar — stúlkur — tvenndar- leikur: Kristín Magnúsdóttir TBR og Guðmundur Adolfsson TBR sigruðu Sif Friðleifsdóttur KR og Friðrik Halldórsson KR 15/5 og 15/1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.